Skólablaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 7
- 95 -
lauk því upp munninum og mælti á engil-
saxnesku: "Hvað get ég gert fyrir yður,
maður minn? Eigið þér við erfiðleika
að etja ( á frummálinu: "Do you have
some troubles?" ) ?"
Hinn dularfulli ávarpari svaraði á
illri ensku, að hann væri hér kominn til
að hjálpa okkur og aðstoða.
Og með því, að ég skynjaði, að faðir
minn hefði engan áhuga á velgjörðar-
manni okkar, varð ég fyrir svörum og
þakkaði honum goðviljann, en tok það
skýrt fram, að við værum engrar hjálpar
þurfi.
"Er það öruggt, að þið þarfnist einsk-
is?" spurði öðlingurinn.
"O ekki aldeilis maður minn, " svaraði
ég,"en segja mætti mér, að yður vantaði
eitthvað" bætti ég við og benti inni í
hausinn á mér.
Mannskrattinn tók hétfyndni minni géðlát-
lega, sagðist sjá skemmtanafýsnina skína
ut ur ásjonum okkar og héf að freista
okkar með flestum heimsins lystisemd-
um.
Nefndi hann fyrst kvikmyndahus dóna-
legra mynda, því næst leynileg vershus,
þar sem siðleysi væri með ágætum.
Ekki kvað umræddur karakter vandkvæði
á því að koma okkur í samband við glað-
ar konur ýmiss þjóðernis og eiturlyf
væru á næsta leiti, ef við vildum.
For þá að hýrna yfir mér.
Þessi postuli sællífisins varð feikn dapur,
er við þágum ekki boð hans, og hékk
mannkertið í klæðum okkar allt til gisti-
hússins.
Notaði ég tækifærið og spurði hann í
þaula um skuggalega fortíð og framtíðar-
horfur, sem ég hirði ekki um að skýra
frá hér.
Skildumst við í anddyri Frönsku villu,
þar sem móðir mín beið okkar óþreyju-
full.
Þegar ég gekk til náða skömmu síðar,
hugsaði ég mikið um freistingar þær, er
bíða sakleysingja á götum borgarinnar,
og það £ór hrollur um líkama minn, þegar
ég hugleiddi örlög þeirra einfeldninga,
sem hefðu ekki mína sterku siðferðis-
kennd og þekktu ekki vélar og bellibrögð
andskotans.
Sem mörgum er kunnugt, er skemmt-
analíf með fádæmum magnað í ýmsum
stórborgum Vesturálfu, en einn liður
þess er næturlífið eða rökkurgamanið,
hvers er að leita í næturklubbum.
Rökkurgamanið getur verið nokkuð
breytilegt eftir löndum, þar sem þjóðir
eru misjafnlega ruddalegar.
Vér sjáum konu afklæðast á palli í
París og þykir grasiöst og indælt; vér
sjáum Entkleidungsschau í St. Pauli - og
þykir klúrt.
Hér kemur skapgerð þjóða berlega í
Ijós, og er þetta merkilegt rannsóknar-
efni fyrir salfræðing, jafnvel efni í
doktor sritgerð.
Parísarborg mun vera mesta gleði-
borg álfunnar, og hætt er við.að tilfinn-
ingar manna komist í uppnám, er þeir
líti dansflokka Lídós og Rauðu myllunn-
ar augum í fyrsta sinni.
Ýmsar háborgir fylgja á hæla Parísar,
og varð ég forviða, er ég komst að raun
um, að í borginni Kaupinhöfn á eyjunni
Sjálandi væri næturlíf blómlegra en víð-
ast hvar annars staðar.
Það er mikill skaði, að sú borg er nú
gengin okkur úr greipum.
En sá er galli á gjöf Njarðar, að
hinir rándýru og glæstu skemmtistaðir
heimsborganna eru ákaflega keimHkir,
og verða öllum hinum reyndari ferða-
mönnum hvimleiðir.
Sá lýður, er skemmtir fólki á
þessum siöðum, ferðast land úr landí, og
eiga ferðalangar jafnan á hættu að sjá
sama loddarann margsinnis. Ég minnist
þess að hafa séð sama karlskrattann í
London, París og Höfn og hafði þá fengið
nægju mína. Ef ég man rétt, hét karl-
inn Chaz Chase, og hann át utan af sér
klæðin, hámaði í sig hatt, hálsknýti og
skyrtu við almennan fögnuð áhorfenda.
Því er það, að allir gáfaðir ferða-
menn sækja fremur öldurhús innfæddra
og fylgjast með teiti þeirra. Þar er
íburður minni, en hægara að komast í
snertingu við landsins börn og allt það.
Næturklúbbar Spánar eru undantekn-
ing frá því, sem að framan greinir.
Þar er borin á borð þjóðleg dans, -
hljóm- og sönglist af alvarlega þenkjandi
fólki, sem biðst gjarna fyrir áður en það
kemur fram, og eru þetta hlýlegir og
hugljúfir staðir ( að öllum jafnaði ).
Opinberir skemmtistaðir Tangersborg-