Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 20

Skólablaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 20
- 108 - y ASalgallinn við flest það efni, sem birzt heíur í Skolablaðinu í árs er, eins og ævinlega áður, íhaldssemi höfundanna0 Undirstaða allrar raunhæfrar listsköpunar er að skilja kall tímans, og tiltölulega £áir virðast hafa gert ser grein fyrir þeirri staðreynd0 Nu er ekki hægt að ætlast til þess, að óharðnaðir unglingar skili af ser full- komnum skáldverkum, en það væri a.m.k, gleðilegt að sjá nokkra viðleiini0 Of margir hafa. enn JÓn Trausta sem læri- föður og æðstaprest. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Jon var og hét, og ekki hafa duttlungar skáldgyðjunn- ar verið síður breytingum undirorpnir. Þá er að víkja að einstökum atriðum. í i.tbl0 verður fyrst fyrir ávarp og "01110 novi? ", hvort tveggja eftir rit- stjóra„ Þráinn skrifar afbragðs skemmti- lega og lætur jafnvel enn betur að rita bálfkæring en "alvarlegar" ferðalýsingar0 Er mjög vafasamt, að annar skemmtilegri stílisti finnist í skólanum nú á þessum síðustu og verstu tímum. Þá er "Frumbýlingar" Guðjóns Al- bertssonar. Ekki er ósennilegt, að í Guð- jóni búi nokkuð efni. Að vísu hafa verk- efnin ekki verið ýkja háfleyg, en viðleitn- in virðist mikil, og formið stendur til bóta. Saga Guðjóns í 2„ tbl. , "Ævintýri af árgerð ~'59n, er einna skemmtilegust aflestrar, en þar er formið áberandi lak- ast0 Guðjón ætti að breyta til í vali verkefna, og þá er áreiðanlega nokkurs að vænta af honum. Blekslettur Einars Más eru vel s'krif- aðar, þótt ekki se ádeilan ný af nálinni. Þá er komið að skáldskap Gísla Sígur- karlssonar0 Gísli er nu einn um að yrkja rímað opinberlega í skólanum, og er það allilla farið. Ekki virðist hann eiga erfitt með rímið og stuðlana, en efnisvalið er allt of einhæft. Það er ótrúlegt, að jafn ungur maður eigi ekki annað en steingrá- an Weltschmertz í pokahorninu. Dandi menn hlutu útför í þessu tbl. f staðinn hafa vefið tekin upp viðtöl við ýmsar merkispersónur skólans. Þetta er hin ágætasta tilbreyting o| ritnefnd til sóma. Her er farið inn a nýja braut, en það hefur því miður verið of sjaldgæft í undanförnum árgöngum0 Grein um skáldið Cummings og nauta- at í Barcelona reka lestina I l.tbl. Cummings er mjög forvitnilegur, hvar sem á hann er litið, enda er bann mjög lítt kunnur hér á landi, eins og flest önn- ur nútíma skáld enska heimsins. 2. tbl.-Blekslettur Sigurðar Steinþórs- sonar eru bráðskemmtilegar, en sama Frh0 á bls. 110.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.