Magni - 22.12.1971, Blaðsíða 13

Magni - 22.12.1971, Blaðsíða 13
Miðvkudagur 22. desember 1971 M A G N I 13 íþróttir 1971 Um hart nær aldarfjórðung hefur Akranes að öllum jafn- aði verið sett í samband við knattspymu, þar sem íþróttir hefur borið á góma. Enda hafa fáir efast um það, að við eigum og höfum átt afburða knatt- spymumenn á íslenzkan mæli- kvarða. Ég ætla þó ekki að ræða knattspyrnu í þessum pistli mín- um, heldur minnast lítillega á aðrar íþróttir, sem venjulega eru minna umræddar hér. Ekki er það þó af því að við höfum ekki átt liðtækt íþróttafólk á þessum sviðum. Akumesingar hafa orðið íslandsmeistarar og íslandsmethafar bæði í sundi og frjálsum íþróttum. Þetta gleym- ist þó ótrúlega oft hjá okkur samborgumm þeirra, sem vel mættum muna oftar eftir því, að þeir þurfa á örfun og hvatn- ingu að halda ekki síður en aðr- ir íþróttamenn. Ég ætla nú að stikla á því stærsta, sem gerst hefur í frjáls um íþróttum hjá okkur Akur- nesingum á liðnu sumri, en einn ig minnist ég nokkuð á sund. Keppni í frjálsum íþróttum hófst í vor með hinu árlega víðavangshlaupi fyrir keppend ur 4 aldrinum 9-16 ára, sem fram fór að venju 1. maí. Þetta var geysifjölmennt hlaup, sem bezt sést á því að 78 keppend- ur luku hlaupunum. Sigurvegarar urðu: 9-10 ára: Sigurbjörn Björnsson. 11 ára Stefán Óskarsson. 12 ára Ingólfur I»órisson. 13 ára Sigþór ómarsson. 14 ára Sævar Guðjónsson. j5*16 ára Ari Gunnlaugsson. Eins og lesendum blaðsins er ugglaust kunnugt, fór Lands- uiót UMPl fram á Sauðárkróki dagana 10. og 11. júlí sl. Þar, á meðal 600-700 kepp- enda, var ellefu manna hópur keppenda frá Akranesi. Þó að talan ellefu gæti bent til þess, uð þar hefði verið komið knatt- spyrnulið, var það þó ekki. harna var kominn hópur pilta °g stúlkna úr UMF Skipaskaga, sem keppti í frjálsum íþróttum °g sundi. Þó að hópurinn væri ekki fjölmennur, vakti hann verðskuldaða athygli og stóð sig með prýði. I sundkeppninni varð sund fólk okkar í öðru sæti í heiidar stigakeppninni, næst á eftir Hér- aðssambandinu Skarphéðni. I karlaflokki urðu Akurnesingarn iv stigahæstir, níu stigum hærri en Skarphéðinsmenn. Guðjón Guðmundsson sigraði i 200 m. bringusundi með yfir- burðum, 10 sekúndum á undan næsta manni. Var það afrek hans bezta afrek sundmótsins °g fyrir það hlaut hann vegleg- an verðlaunabikar. Annar verðlaunabikar var einnig veittur þeim karli, sem blaut flest stig í sundkeppn- 'nni. Þann bikar hlaut Elvar ýíkharðsson, en hann sigraði 1 100 m skriðsundi og varð ann- ar í 100 m. baksundi og 800 111 frjálri aðferð, aðeins sjónar- n^un og sekúndubroti á eftir sigurvegaranum. Aðrir keppendur í sundinu stóðu sig einnig með ágætum, 'i dæmis varð Jóhanna Jóhann- esdóttir fjórða í 100 m. bringu- snndi kvenna, þar sem keppend- hn voru tólf, enda þótt hún væri nðeins 10 ára gömul. 1 frjálsum íþróttum áttum Vl® færri keppendur, allt stúlk- ur. Þó að við ættum þar engan sigurvegara var frammistaða stúlknanna mjög góð. I hástökki varð Helga Hauksdóttir í öðru sæti og tryggði sér með því rétt til Danmerkurferðar með UMFl. Litlu munaði einnig að Ingibjörg Óskarsdóttir ynni sér líka rétt til i^tanferðar, því hún varð í þriðja sæti í 100 m hlaupi, en tvær fyrstu í hvorri grein fengu að sigla í keppnis- ferðina. Guðjón Guðmundsson Að Landsmótinu loknu kepptu stúlkurnar á kvennameistara- móti Islands sem haldið var í Vestmannaeyjum og fleiri mót- um, sem fram fóru í Reykjavík að ógleymdri Danmerkurför Helgu. Hvarvetna stóðu þær sig með prýði og voru Akranesi til sóma. Hinn 4. og 5. sept. er svo haldið hér á Akranesi, fyrsta Vesturlandsmót í frjálsum íþróttum. Keppendur mættu af Snæfellsnesi, Ströndum og úr Borgarfirði, auk keppenda af Akranesi. Á þessu móti átti lA tvo Vest- urlandsmeistara. Ingibjörg Ósk- arsdóttir varð Vesturlands- meistari í langstökki, stökk 4,62 m. Hún varð einnig önnur í 100 m. hlaupi. Ingólfur Stein- dórsson varð Vesturlands- meistari í þrístökki, stökk 12,86 m. Hann varð líka annar í lang- stökki og þriðji í 100 m. hlaupi. Hallbera Jóhannesdóttir varð þriðja bæði í langstöikki og fjórða í hástökki. Aðrir kepp- Keppendur í 4x100 m boðhlaupi. Ingibjörg Óskarsdóttir er nr. 46. náðu ekki eins framar- endur lega. Síðasta frjálsíþróttakeppnin á Akranesi fór svo fram 25. sept. en þá fór fram Akranesmót. Keppt var í 5 kvennagreinum og 5 karlagreinum. Akranesmeistarar urðu: KONUR: 100 m. hlaup: Ingibjörg: Óskarsdóttir 13,8 sek. Langstökk: Ingibjörg Óskarsdóttir 4,75 m. Hástökk: Helga Hauksdóttir 1,30 m. Kringlukast: Helga Hauksdóttir 22,83 m. Kúluvarp: Hallbera eJóhannesdóttir 6,83 m. KARLAR: 100 m. hlaup: Ingólfur Steindórsson 12,5 sek. 800 m. hlaup: Ari Gunnlaugsson 2:29,4 mín. Langstökk: Ingólfur Steindórsson 5,53 m. Kringlukast: Albert Ágústsson 35,91 m. Kúluvarp: ólafur J. Þórðarson 12,52 m. Þannig lauk starfsári frjáls- íþróttafólks á Akranesi á því herrans ári 1971. Það hefur ver- ið viðburðaríkara á sviði frjálsra íþrótta en mörg undanfarin ár. Við höfum ekki fyrr haldið hér eins stórt frjálsíþróttamót og nVVWWUMWWVWVVVVVtUUUMnWMVHVnVWWHHHnMV Vesturlandsmótið, sem haldið var hér í haust. Vonandi er þetta aðeins byrj- un á vaxandi áhuga á frjálsum íþróttum. Með vaxandi áhuga fyrir í- þróttum, ættum við að geta vænzt þess, að okkur verði ein- hvern tíma falið það stóra verk- efni, að sjá um framkvæmd á Landsmóti UMFl, en þau eru nú stærstu íþróttahátíðir, sem haldnar eru með reglubundnu millibili. Með þeirri ósk, að biðin, eftir því verkefni verði ekki alltof löng, óska ég öllu íþróttafólki gleðilegra jóla. Ólafur J. Þórðarson. AKURNESINGAR! AKURNESINGAR! Höfum mikið úrval af ilmvötnum og steinkvötnum fyrir dömur. Handa herrum hið vinsæla Brut í gjafakössum, Tabac Old Spice AKRANESS APOTEK Elvar Ríkharðsson VMWVMWVVVVVVWVVVVWWVWWVVVVVVVWVVVVVVWVVVVVVVWWWV1 Gleðileg jól! Færum öllum viðskiptavinum okkar beztu óskir um GLEÐILEG JÓL og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að líða. Afgreiðsla Akraborgar Verzlunin Eplið Skðlabraut 18 Jólagjafir handa unga fólkinu r 1 miklu úrvali Jakkaföt — Hönnuð af Colin Porter, — Buxur — ótal gerð- ir, — Peysur á dömur og herra, — Skyrtur í tízkulitum, — Tösk ur úr rúskinni og leðri í geysi- miklu úrvali, — Stakir jakkar, bolir, belti, blússur, sokkar o.fl. ★ Hljómplötur Allar vinsælustu hljómplöt- urnar: Fragile — Yes, Imagine — Jolui Lennon, Every Picture tells a story — Rod Stewart, After the Goldrush — Neil Young, Jesus Christ Superstar, Plötur með Uriah Heep, Black Sabbath, Melaine, Led Zeppelin, Björgvin Halldórssyni, Ríó tríóinu, Árna Johnsen o.fl. ★ HLJÓMPLATA EK VINSÆL JÓLAGJÖF

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.