Morgunblaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 52
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 356. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+,+) *-.,// )*-,*0 *0,./ *),1*2 )+,.*. )**,0) ),0))+ *--,*0 )13,-)  456  4 *)"  5 *--/ )*1,-) *-2,0/ )*-,./ *0,22* *),1/ )+,.+2 )**,+. ),0).1 *--,10 )13,.* *3+,.1.1 %  78 )*1,3) *-2,// )*-,/0 *0,+30 *),/.0 )+,2*+ )*3,-/ ),0)// *-),00 )10,-3 Heitast 0°C | Kaldast -8°C  N 8-15 m/s, hvassast við austurströndina. Snjókoma eða él norð- an og austan til. Ann- ars yfirleitt léttskýjað. »10 Einar Falur Ingólfs- son skrifar pistil um tvær ólíkar bækur sem áhugafólk um myndlist getur glaðst yfir. »46 AF LISTUM» Tveir mynd- listarmenn GAGNRÝNI» Arnar Eggert er með sjö plötur í staflanum. »48 Hjartsláttur Hjálm- ars Jónssonar er dæmigerð íslensk sjálfsævisaga full af fróðleik um menn og málefni. »45 BÓKMENNTIR» Um menn og málefni TÓNLIST» Dæmdir fyrir manndráp af gáleysi. »48 TÓNLIST» Stuðkennd og poppaðri plata hjá Elízu. »44 Menning VEÐUR» 1. Hné niður á heimili sínu 2. Lést í umferðarslysi á … 3. Fallegasti maður í heimi 4. Haldið sofandi í öndunarvél  Íslenska krónan veiktist um 0,1% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Rithöfundunum Oddnýju Eir Æv- arsdóttur og Þór- dísi Björnsdóttur hefur verið boðið að njóta starfsað- stöðu í rithöfund- aríbúð Vatnasafns- ins í Stykkishólmi árið 2010. Íbúðinni fylgja starfslaun á meðan á dvölinni stendur, en þær Oddný Eir og Þórdís fá hvor um sig þrjá mánuði á launum. Starfsaðstöðunni í Vatnasafninu er nú úthlutað fjórða árið í röð, en áður hafa dvalið þar þau Guðrún Eva Mínervudóttir, Rebecca Solnit, Anne Carson og Óskar Árni Óskarsson. BÓKMENNTIR Oddný Eir og Þórdís Björns- dóttir í rithöfundaríbúð  Gullbarkinn Geir Ólafsson söng í gærkvöldi fyrir fanga í fangelsinu í Kópavogi. Hann söng þar dáða dæg- ursmelli en undir- leikurinn var á seg- ulbandi. Að tónleikum loknum fengu allir viðstaddir rós frá Geir, sem er fyrsti listamaðurinn fyrr og síðar sem heimsækir Kópavogsfangelsið, þar sem einkum dveljast konur sem dæmdar hafa verið í refsivist. FANGELSI Geir Ólafsson söng í Kópavogsfangelsinu  Besta knatt- spyrnufólks heims, þau Lionel Messi frá Argentínu og Marta frá Brasilíu, voru bæði með ís- lenska samherja í sínum liðum á árinu. Messi varð Evrópu-, Spánar- og bikarmeistari með Barcelona með Eið Smára Guðjohnsen sér við hlið. Marta varð suður-amerískur meistari og brasilískur bikarmeist- ari með Santos, þar sem Þórunn Helga Jónsdóttir var á meðal liðs- félaga hennar. Bæði Messi og Marta þökkuðu samherjum sínum sérstak- lega og sögðu að þau hefðu ekki af- rekað neitt án þeirra. KNATTSPYRNA Þau bestu í heimi voru bæði með íslenska samherja MARKVARSLA og varnarleikur hafa verið í aðalhlutverki í karla- handboltanum í vetur. Sömu þættir eru lykillinn að góðu gengi kvenna- liðs Vals. Í íþróttablaði Morgun- blaðsins í dag er ítarleg úttekt á gangi mála á Íslandsmótinu í hand- knattleik. | Íþróttir Handboltinn í vetur 9. nóvember 1989 kom út fyrsta bókin hjá bókaútgáfunni Tindi. Í dag eru bókatitlarnir orðnir ríflega 150. Helgi Jónsson rekur Tind á Akureyri. „Netið er besti vinur landsbyggðarinnar og það hjálpar mér við að hafa fyrirtækið fyrir norðan, en ég er síðan fyrir sunnan í nóvember og desember enda dreifi ég bókunum sjálfur.“ | 42 Fer á bókavertíð suður í desember LÍTIL hnáta fylgist þarna með vönum fullorðins- höndum pakka inn jólagjöf eftir kúnstarinnar reglum. Þéttskipað var við innpökkunarborðið í Kringlunni síðdegis í gær og ljóst að landinn nýt- ir sér óspart þau þægindi að geta strax pakkað inn keyptum jólagjöfum. Eins og við er að búast hefur verið mikil ös í verslunarmiðstöðvum og -götum þessa síðustu daga fyrir jól. Fylgdist með innpökkuninni af mikilli athygli Handagangur í öskjunni við pökkunarborðið Morgunblaðið/Golli „ÞEGAR við byrjuðum átti þetta að vera ein sería en þökk sé frábærum viðtökum hefur þetta vaxið og vax- ið,“ segir handritshöfundurinn Jóhann Ævar Grímsson um miklar vinsældir þáttaraðanna þriggja, sem kenndar eru við vaktir, um Georg Bjarnfreðarson og félaga. Jóhann hefur verið einn af handritshöfund- um þeirra, þ.e. Nætur-, Dag- og Fangavaktar og nú síðast kvikmynd- arinnar Bjarnfreðarson. Þunga- miðja kvikmyndarinnar er Georg, eins og nafnið bendir til, enda ör- lagavaldurinn í öllum þáttaröðunum. Leikstjóri þáttanna og kvikmynd- arinnar, Ragnar Bragason, er einnig handritshöfundur og átti hann upp- haflega hugmyndina að Næturvakt- inni, að leiða saman þrjár ólíkar per- sónur sem vinna saman að næturlagi á bensínstöð. „Það er einn komm- únisti, einn kapítalisti og svo einhver í miðjunni,“ segir Jóhann um grunn- hugmynd Ragnars. Persónurnar þrjár, Georg Bjarnfreðarson, Ólafur Ragnar og Daníel hafa mótast með hverri þáttaröðinni, í samstarfi við leikarana sem fara með hlutverk þeirra. Með Bjarnfreðarsyni lýkur sögunni af þeim félögum sem hefur á köflum verið afar harmþrungin. „Hann er dýnamískasti karakterinn og ótrúlega margar baksögur sem við áttum um hann, þökk sé Jóni Gnarr að stærstum hluta,“ segir Jó- hann um Georg, persónuna sem stór hluti þjóðarinnar elskar að hata. | 44 Georg kvaddur Með kvikmyndinni Bjarnfreðarson lýkur gamandramanu um öfgamanninn Georg Bjarnfreðarson, Ólaf Ragnar og Daníel Georg Jón Gnarr í hlutverki sínu í kvikmyndinni Bjarnfreðarson. Í HNOTSKURN » Handritin að þáttaröð-unum Næturvaktin, Dag- vaktin og Fangavaktin og kvikmyndinni Bjarnfreðar- son eru samanlagt yfir þús- und blaðsíður. Upphaflega átti aðeins að gera eina þáttaröð en vegna mikilla vinsælda Næturvaktarinnar var ráðist í gerð tveggja í viðbót og að lokum kvik- myndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.