Morgunblaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009
Sjaldgæf sjón Stórvirkum vinnuvélum var stillt upp við Alþingishúsið í gær þegar fjöldi verktaka efndi til mótmæla. Fjárlaganefnd var afhent áskorun um að koma hjólum atvinnulífsins í gang.
Ómar
New York | Nicolae Ceau-
sescu kunni vel við sig á
bjarnarveiðum. Hann
átti til að halda á sveita-
setur í Transylvaníu
með föruneyti og al-
væpni og hefja skothríð.
Og lánið lék ávallt við
hann því að aðstoð-
armenn hans í veiðinni
tóku enga áhættu. Þeir
fundu vesælt dýr,
hlekkjuðu við tré og
fylltu af lyfjum svo það héldi kyrru
fyrir. Síðan földu þeir sig í nágrenni
við staðinn þar sem hinn mikli leið-
togi mundaði vopnið.
Dag einn köstuðu þeir höndunum
til verksins. Ceausescu miðaði og féll
síðan aftur yfir sig þegar björninn,
sem ekki hafði fengið nógu stóran
skammt af deyfilyfjum, reis á aft-
urlappirnar. Skot hans fór í krónur
trjánna um leið og þrjú skot úr
byssum leyniskyttna sem áttu að
tryggja að ekki bæri skugga á óbrigð-
ula skotfimi leiðtogans, höfnuðu í
hjarta bjarnarins. Þennan dag, sagði
mér skógarvörður, sem varð vitni að
atvikinu, brást Ceausescu ekki við
fagnaðarlátum aðstoðarmanna sinna.
Þetta gæti verið saga rúmensku
byltingarinnar fyrir tuttugu árum.
Björninn er ánauðug þjóðin. Hún rís
úr dvala sínum. Skelkaður keisarinn
hleypir af í fáti og missir marks.
Skytturnar í skóginum miða og
skjóta, en að þessu sinni er skotmark
þeirra ekki björninn heldur Ceau-
sescu sjálfur.
Rétt eins og dýrð frönsku bylting-
arinnar lyktaði með ógn lauk ári
undranna í Austur-Evrópu með blóð-
baði. Annars staðar var eins og
kommúnistastjórnir nánast flýðu
völd. Fólkið, sem setti þær af, fagnaði
nánast sársaukalausum sigrum. Öðru
gegndi um Rúmeníu. Þar fyrirskip-
uðu kommúnistaforingjar landsins
öryggissveitum að skjóta á fólkið.
Þær hlýddu. Borgarastyrjöld braust
út en stóð reyndar stutt. Bylting
breyttist í laumuvaldarán.
Atburðarásin hófst um miðjan des-
ember í Timisoara, harðbýlum iðn-
aðarbæ skammt frá landamærum
Ungverjalands. Þegar Ceausescu
skipaði hernum að sýna vald sitt
þeim, sem dirfðust að bjóða honum
birginn, tóku herforingjarnir hann
bókstaflega: þeir settu á svið skrúð-
göngu og létu meira
að segja lúðrasveit
fylgja. Farsinn breytt-
ist brátt í harmleik
þegar einræðisherr-
ann lét bræði sína í
ljósi. „Ég átti við
skriðdreka, fíflið þitt,“
sagði hann nokkurn
veginn við Iulian Vlad
herforingja og hótaði
að leiða hann fyrir af-
tökusveit ef hann
hlýddi ekki. Þetta
kvöld dóu rúmlega hundrað rúm-
enskir borgarar á götum úti og
hundruð til viðbótar særðust.
Einræðisherrann afhjúpaður
Restin er vel þekkt. Að morgni 21.
desember kom Ceausescu fram á
svölum húss miðstjórnarinnar í
hjarta Búkarest til að ávarpa fólkið –
sveitir ríkisstarfsmanna, sem safnað
hafði verið saman eins og venjan var
til að fagna eftir pöntun. En eitthvað
fór úrskeiðis. Aftast í stórum áheyr-
endahópnum heyrðist hrópað: „Ti-
mi-soara! Ti-mi-soara!“ Svo kom hin
örlagaríka upphrópun, fyrst úr hálsi
eins eða tveggja, en síðan tóku fleiri
undir: „Niður með Ceausescu!“
Aldrei hafði Ceausescu heyrt neitt
þessu líkt. Andlit hans seig. Hann var
sleginn út af laginu og hætti að tala,
veifaði höndunum í óttablandinni
undrun, veikburða og áhrifslaust
handapat loddara. Þessi stund sann-
leikans stóð aðeins í nokkrar sek-
úndur en það var nóg. Hann var af-
hjúpaður. Allir á torginu og allir, sem
fylgdust með í beinni útsendingu í
sjónvarpi, sáu það greinilega. Keis-
arinn var ekki í neinum fötum.
Átök brutust út á milli hersins, sem
tók málstað fólksins, og hópa innan
leynilögreglunnar, sem voru hliðholl-
ir Ceausescu. Leyniskyttur skutu af
þökum og hleypt var af fallbyssum
skriðdreka á torginu, sem nú er
kennt við byltinguna, með þeim af-
leiðingum að kviknaði í þjóð-
arbókasafninu. Á jóladag, eftir
þriggja daga eltingaleik, voru ein-
ræðisherrann og kona hans hand-
tekin, dæmd og tekin af lífi af dómstól
götunnar.
Tvær byltingar
Sennilega er aldrei allt sem sýnist
þegar gerð er bylting, en í Rúmeníu
var sérlega margt óljóst. Ástæðan er
sú að þegar Ceausescu flutti ræðuna
varð hún að tveimur byltingum. Önn-
ur átti sér stað fyrir opnum tjöldum á
götum úti. Hin var djúpstæð valda-
barátta bak við tjöldin á milli ráðandi
stétta landsins.
Ég skynjaði þetta þegar ég kom til
Búkarest 26. desember. Þegar ég
heimsótti sjónvarpsstöðina, sem ný
bráðabirgðastjórn undir heitinu
Hjálparfylking þjóðarinnar hafði lagt
undir sig, fann ég fyrir undarlega
blöndu af byltingarleiðtogum. Ég
skildi ljóðskáldin, stúdentana, and-
ófsmennina og að eigin sögn óánægða
embættismenn. En Stefan Gruse,
æðsti yfirmaður hersins, sem hafði
stjórnað hernum í Timisoara? Ion
Iliescu, sem hafði verið helsti áróð-
ursmeistari Ceasusescus?
Kannski stakk mest í augu að
þarna var staddur Victor Stanculescu
herforingi, sem var í uppáhaldi hjá
Ceausescu og sagt var að hefði skipu-
lagt brottflutninginn af þaki húss
miðstjórnarinnar. Einnig var hermt
að hann hefði í kjölfarið bæði skipu-
lagt réttarhöld þeirra og aftökusveit
– jafnvel áður en málflutningur hófs.
„Réttarhöldin“ sjálf stóðu skemur
en í klukkutíma. Tæpum sjö mínútum
eftir að úrskurður hafði verið kveðinn
upp höfðu böðlarnir lokið verki sínu.
Aftakan var kvikmynduð og sýnd
steini lostinni þjóð næsta dag, en í
flýtinum var rafmagnskapall kvik-
myndatökumannsins slitinn úr sam-
bandi í þann mund sem hin dæmdu
hjón voru dregin inn í portið og þegar
hann náði þeim voru hermenn byrj-
aðir að skjóta.
Nicolae Ceausescu lá á bakinu í
frakka og jakkafötunum, sem hann
hafði flúið í, og tóm, blágrá augu hans
störðu upp í himininn. Liðið hafi yfir
Elenu og hún hafði verið skotin þar
sem hún lá.
Eftir Michael Meyer
» Ceausescu og kona
hans, hin illræmda
Elena, flúðu af þaki
húss miðstjórnarinnar
í hvítri þyrlu um leið
og almenningur réðst
inn í bygginguna.
Michael Meyer
Höfundur var yfirmaður skrifstofu
tímaritsins Newsweek í Þýskalandi
og Austur-Evrópu árið 1989.
©Project Syndicate, 2009.
www.project-syndicate.org
Á bjarnarveiðum í Rúmeníu
HINN 18. desem-
ber birtist hér í
blaðinu grein eftir Pál
Gunnar Pálsson, for-
stjóra Samkeppniseft-
irlitsins, sem svar við
grein minni frá 16.
þessa mánaðar. Til
umfjöllunar var nýlegt
álit stofnunarinnar um
sameiningu í mjólk-
uriðnaði. Í upphafi
skýrir greinarhöfundur þær for-
sendur samkeppnislaga sem að
baki álitinu liggja og skal það
þakkað. Jafnframt er mér bæði
rétt og skylt að biðjast forláts á því
að hafa í einfeldni minni talið að
umrædd lög snerust um að tryggja
hérlendis heilbrigða viðskiptahætti,
en ekki það eitt að innleiða í sam-
félagið kreddur sem flestum mun
orðið ljóst að eru verulega glopp-
óttar.
Greinarhöfundur segir mig hitta
naglann á höfuðið þegar nefnd eru
hliðstæð dæmi erlendis og hér-
lendis í sameiningu mjólkuriðnaðar.
Það er hárrétt og ekkert í hans
máli kemur mér á óvart. Hins veg-
ar slær hann sjálfur á fingur sér í
framhaldinu. Víðast hvar er við-
urkennt að sameining og sérhæfing
vinnslustöðva sé hagkvæmasta að-
ferðin í mjólkuriðnaði. Eitt skýr-
asta dæmið er nýsjálenska fyr-
irtækið Fonterra sem vinnur um
95% landsframleiðslunar, er það
talin öruggasta leiðin til að tryggja
bændum hámarkshlut í skilaverð-
inu þar í landi. Forstjórinn telur
síðan upp dæmi af samrunum í ná-
grannalöndum, auk Nýja-Sjálands,
þar sem verulegar hömlur hafi ver-
ið lagðar á fyrirtækin. Hann nefnir
þó ekki, nú fremur en áður, að bú-
vörulög skylda Mjólkursamsöluna
til að dreifa um allt land drykkjar-
mjólk og öðrum grunnmjólkur-
vörum fyrir sama verð. Auk þess
að tryggja hverjum sem það vill
mjólk til vinnslu á föstu verði.
Þessu til viðbótar er fyrirtækinu
skylt að greiða bændum lögbundið
lágmarksverð fyrir innlagða mjólk,
það eru aðstæður sem t.a.m. evr-
ópskir bændur myndu tæplega
fúlsa við í dag. Aug-
ljóst er því að þetta
eru ekki minni kvaðir
en lagðar eru á sam-
bærileg fyrirtæki í ná-
grannalöndunum. Allt
þetta gerir grein-
arhöfundur að engu
og sér auk þess ekki
ástæðu til að gaum-
gæfa nýjar rauntölur
sem nefndar eru, sem
sýna svo ekki verður
um villst að allri hag-
ræðingu í íslenskum
mjólkuriðnaði síðustu ár hefur ver-
ið skilað til neytenda. Hins vegar
vísar hann máli sínu til stuðnings í
gamla skýrslu; samda af honum
sjálfum.
Ef af samruna Mjólku og KS
verður mun það engu breyta um
heildaráhrif á íslenskan mjólkur-
vörumarkað. Hver sem vilja hefur
til getur hafið mjólkurvinnslu, ým-
ist með kaupum á vinnslumjólk eða
beinum samningum við bændur.
Búvörulögin og samningar sem
reistir eru á grunni þeirra eru hins
vegar trygging íslenskra bænda
gegn fjárhagslegum loftfimleikum
fyrirtækja á þessu sviði.
Í niðurlagi segir greinarhöf-
undur síðan óútskýrt hvaða hags-
muni forsvarsmenn Lands-
sambands kúabænda eru að vernda
með málflutningi sínum. Ég get
hins vegar glatt Pál Gunnar með
því að öll stjórn landssambandsins
þarf á hverju ári að leggja verk sín
í dóm umbjóðenda í leynilegri
kosningu á aðalfundi. Þá skýrist
væntanlega hvort kúabændur eru
honum sammála.
Ég vil svo að lokum óska for-
stjóra Samkeppniseftirlitsins, fjöl-
skyldu hans, samstarfsfólki sem og
landsmönnum öllum gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári.
Að hitta naglann
á höfuðið
Eftir Sigurð
Loftsson
» Augljóst er því að
þetta eru ekki minni
kvaðir en lagðar eru á
sambærileg fyrirtæki í
nágrannalöndunum.
Sigurður Loftsson
Höfundur er formaður
Landssambands kúabænda.