Morgunblaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009 ✝ Halldór Frið-riksson fæddist á Látrum í Aðalvík 6. maí 1918. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 16. des- ember sl. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Finnbogason, f. 23.11. 1879, d. 29.10. 1969, og Þór- unn María Þorbergs- dóttir, f. 16.9. 1884, d. 9.3. 1975. Halldór var 12. í röð 17 systkina. Eftirlifandi eru Bjarni, f. 1920, Þorbergur, f. 1923, og Guðmunda, f. 1925. Halldór kvæntist 24.4. 1943 Sigríði Vilhelmsdóttur, f. 23.8. 1923. Sigríð- ur er fædd og uppalin á Skarði í Skagafirði en fluttist ung til Kefla- víkur. Börn þeirra eru: Óla Björk, f. 13.6. 1943, hennar maður var Jó- hann Oddur Gíslason, f. 28.5. 1945, d. 2.1.2008. Þau skildu. Sambýlismaður hennar var Hallgrímur Gísli Fær- seth, f. 1936, d 6.9. 2004. Sigríður Björg, f. 7.9. 1944, hennar maður er Kristján Sigurpálsson, f. 25.4. 1943. Sævar, f. 11.3. 1947. Kona hans er Susie Ström, f. í Fær- eyjum 16.4. 1956. Þór- unn María, f. 24.9. 1950. Hennar maður er Axel Jónsson, f. 5.3. 1950. Barnabörnin eru 10 og barnabarnabörnin eru 10 og 3 væntanleg á nýju ári. Halldór starfaði á sjó frá unglingsárum. Lengi sem kokkur á Mb. Ólafi Magnússyn og Mb. Ingi- ber Ólafssyni. Síðar hóf hann störf sem málari hjá Varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli og fékk réttindi sem sveinn í iðngreininni 62 ára gamall. Útför Halldórs fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag, þriðjudaginn 22. desember 2009, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Elsku pabbi minn. Þá er þrautun- um þínum lokið. Þú varst algjör hetja fram á síðasta dag. Ótal minningar koma og allar eru þær ljúfar, því pabbi var með skemmtilegan húmor og áttum við vel saman. Eins og ég sagði við þig stundum, við tölum bara mannamál saman. Þú tókst oft mál- stað minn þegar ég var unglingur. Eitt sinn man ég eftir að vinkona mín hringdi í mig og bað mig að koma með sér út eftir kvöldmat, og mamma sagði að það væri orðið of framorðið. Þá sagðir pabbi „Láttu ekki svona Sigga, leyfðu stelpunni að fara“, alltaf ljúfur. Stundum þegar maður var óþekkur sagði pabbi „Á ég að gefa þér vink!“ Þá var maður svo hræddur að maður þorði ekki að anda. Þetta sýnir að hann hafði góð- an aga á manni þrátt fyrir gæðin. Fólkið hans pabba var stolt af sín- um æskustöðvum við Aðalvík. Ég er mjög ánægð að pabbi var búinn að gefa mér myndina af gamla bænum sem hann ólst upp í, sem hann fékk eftir foreldra sína. Og hann var bú- inn að merkja mér hana. Mun ég varðveita hana fyrir næstu kynslóð. Elsku mamma, ég votta þér og okkur öllum samúð, við munum gæta þín vel. Minning hans mun lifa. Þín pabbastelpa, Þórunn María. Tíminn líður sem straumur í á. Nú er hvíldarstundin komin hjá þér, góði pabbi, og allur verkur í skrokknum er farinn í burtu. Þú ert kominn til Jesú pabba, eins og þeir í Færeyjum segja. Þú varst góður faðir fyrir okk- ur systkinin, góður afi og langafi. Lífstré þitt stendur í fullum blóma og það verður stærra eftir því sem árin líða. Þú getur verið stoltur af þínu lífstré. Öll börnin voru svo góð við ykkur mömmu. Við yngri kynslóðin gætum lært mikið af ykkur. Þið vor- uð svo góð við hvort annað og eftir að árin gerðust fleiri óx umhyggja ykk- ar hvors fyrir öðru meira og meira. Þið tókuð dansspor í hverri viku þeg- ar góð harmonikkutónlist var í út- varpinu. Sporin gerðust þyngri og þyngri, en sama brosið og kærleik- urinn hjá ykkur entist. Þið héldust í hendur og funduð taktinn í dansinum og lífinu. Lífsgleðin fylgdi ykkur gegnum lífið. Afa og langafabörnin voru svo góð við ykkur mömmu, og þið höfðuð tíma fyrir þau. Á Smárat- úni 7 hefur alltaf verið gestagangur. Fólkið kemur aftur þangað sem það finnur sig vel. Núna seinustu árin hafið þið hjálpast að við að prjóna lopapeysur. Pabbi sá um lopann og prjónaði stundum sjálfur og mamma er enn í dag að prjóna peysur þó að aldurinn sé orðinn hár. Pabbi var eft- irsóttur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Hvort heldur það var sjó- mennska, kokkarí, málning eða sem afi og gestgjafi. Keflavík hefur nú misst hluta af sinni gömlu bæjar- mynd, en sagan af gamla reiðhjólinu lifir í greininni í Faxa sem kom út daginn áður en þú kvaddir. Kveðja frá Færeyjum, Sævar, Susie og börn. Tengdafaðir minn, Halldór Frið- riksson frá Látrum í Aðalvík, er lát- inn á nítugusta og öðru aldursári. Dóri eins og hann var alltaf kallaður var feginn kallinu eftir erfiðar þján- ingar undanfarið ár. Hann tók vel á móti mér þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir um 40 árum síðan, það var gott að fá að koma í mat hjá Dóra og Siggu, en ég held að Dóri hafi oftar eldað, alla- vega nú í seinni tíð. Hann var snilld- arkokkur enda með margra ára reynslu sem kokkur á bátum hér fyrr á árum. Sögurnar sem hann hef- ur sagt mér af sjónum eru líka lær- dómsríkar Á þessum tímum vöru ekki kælar eða frystar fyrir matvæl- in um borð í bátunum eins og tíðkast í dag, nei þeir höfðu aðeins bassa- skýlið til að geyma mjólkina, kjötið og þau matvæli sem þurfti að geyma, svo að stundum var kjötið kannski orðið aðeins of meyrt, svo að steik- ingin tók ekki langan tíma. Allt blessaðist þetta sagði hann og allir voru sjómennirnir ánægðir með matinn. Ekki nóg með það að Dóri hafi verið góður kokkur, hann var líka lista málari, vandvirkur og var einn af þessum gömlu málurum sem málningin entist hjá helst til of lengi. Ég gleymi ekki þegar hann málaði Heiðargarðinn fyrir okkur Þórunni, hann hafði heilan vetur til þess, enda bjuggum við á Laugarvatni á þeim tíma svo hann gat gefið sér góðan tíma til þess, þar átti meðal annars máltækið við „lengi býr að fyrstu gerð“. Við leyfðum honum algerlega að ráða öllum litum, því við vissum að fyrsta umferð skiptir mestu, við gátum alltaf breytt um lit. Dóri sagði alltaf að það væri ekkert að rúlla, undirvinnan skipti mestu og það á við fleira en málningu er ég viss um. Ég hugsaði oft til Dóra í daglega lífi okkar, hann hafði ekki bílpróf, hafði aldrei skrifað ávísun en komst samt mjög vel af. Það er því róandi að hugsa til hans þegar stressið er sundum að yfirkeyra mann. Dóri fór allra sinna ferða, lengst af á hjólinu sínu, en ég á Landcruisernum mín- um, það er því mikil munur á kröfum okkar hvað þetta varðar. Nú í seinni tíð hefur heilsa Dóra farið versnandi og hefur líkami hans ekki getað fylgt huganum eftir, hann hefur samt reynt eftir fremsta megni að halda húsinu þeirra Siggu við. Oft vildi hann ekki segja okkar frá því hvað hann var að bauka, en gerði það af veikum mætti, enda orðinn tæplega 92 ára gamall. 10 dögum fyrir andlát hans kom Nonni okkar að honum þar sem hann var uppi á stól að athuga batterið í reykskynjaranum, hann gafst aldrei upp. Mér hefur oftast tekist að ná honum í heimsókn nú í seinni tíð með því að bjóða honum í mat, sem ég veit að hann hefur ekki getað hafnað. Þarna er Dóri eins og flestir aðrir, góður matur er manns- ins megin. Ég lagði mig allan fram og hann fór alltaf sáttur frá borði. Kæri vinur, takk fyrir allt og allt, far þú í friði og megi góður Guð fylgja Siggu um ókomna framtíð. Axel Jónsson. Þegar ég kveð tengdaföður minn Halldór Friðriksson, er mér efst í huga þakklæti fyrir trausta vináttu. Hann var af þeirri kynslóð sem fór að vinna strax og aldur og geta leyfði. Fyrri hluta starfsævinnar vann hann við störf tengdum sjónum, mest sem kokkur á fiskiskipum. Ég hef heyrt frásagnir af þeim störfum hans og veit að þau voru unnin af mikilli kostgæfni. Því ber vitni vinátta fyrrverandi skipsfélaga. Eftir að hann kom í land nutum við í fjölskyldunni og fjölmargir aðrir hæfileika hans við pottana á Smára- túninu. Eftir að hann lauk störfum á sjón- um og fór að vinna í landi lærði hann málaraiðn og starfaði við það til starfsloka. Hann var sannur fagmað- ur á því sviði. Sjálfur naut ég verka hans og leiðbeininga þegar ég byggði mér íbúðarhús og sér verka hans enn stað nærri 40 árum síðar. Þar sem annars staðar býr lengi að fyrstu gerð. Afabörnin og langafabörnin voru honum hugleikin og oft umræðuefni á ævikvöldinu. Þó að erfið veikindi síðustu æviárin tækju oft í var stutt í brosið þegar yngsta kynslóðin kom í heimsókn. Nú hefur þrautum linnt. Að leiðarlokum kveð ég góðan vin og þakka hans hlut í því dýrmætasta sem mér hefur hlotnast. Kristján Sigurpálsson. Þá er hann farinn yfir móðuna miklu, á veiðilendurnar víðu, sá gamli. Afi Dóri er kominn á annan stað þar sem nógir veggir eru til að mála, nógir pottar til að elda grjóna- graut í og nógur lopi að vinda. Þetta eru þau atriði sem við minn- umst afa helst fyrir. Það er ekki lengra síðan en í sumar sem hann bograði með sköfu í hendinni yfir stéttinni á Smáratúninu, því stéttin þar þurfti að líta út eins og stofugólf væri. Og hún gerði það. Það sem aðr- ir hefðu flokkað sem pjátur og óþarfa snurfus var standard hjá þeim gamla. Það var honum mikilvægt að viðhald hússins væri gott og hann lagði metnað sinn í að svo væri. Alltaf með spartlspaða og pensil á lofti, svo lengi sem honum entist heilsa til. Einstakt snyrtimenni. Eldamennskan fylgdi afa alla tíð. Hann var kokkur á bát í gamla daga og margar sögurnar fengum við að heyra um aðbúnaðinn og hvernig þurfti að halda mjólkinni og kjötinu óskemmdu þegar engir ísskápar voru um borð. Þá voru aðrir tímar og „sjómennskan var ekkert grín“ eins og segir í einu laginu. Eldamennskan fylgdi honum svo í land. Hann stóð tímunum saman við pottana og þar var sko eldað með hjartanu. Erfitt er að ímynda sér Halldór Friðriksson án þess að sjá fyrir sér steiktar fiski- bollur og grjónagrautinn fræga, sem margir segja þann besta í víðri ver- öld – og nú kannski víðar, því auðvit- að verður það hans fyrsta verk hin- um megin að skella í einn grautarpott. Þegar þín er minnst er ekki annað hægt en að tala um ömmu í sömu andránni því þið voruð ein heild. Allt- af saman og búin að vera við hlið hvors annars í 68 ár. Þið höfðuð opið hús fyrir alla, hvort sem það var fjöl- skyldan, vinir eða fólk sem þið þekkt- uð lítið. Þið tókuð öllum opnum örm- um. Þegar við systkinin vorum krakkar fórum við allaf suður um páska til að hitta afa og ömmu og frændfólk okkar. Það var alltaf mikill spenningur að koma og vera á Smá- ratúninu, fá að fara á háaloftið og í miðstöðvarkjallarann, grafa upp allavega dót og leika. Þannig er það líka í dag, okkar börn gleyma sér í spennandi dóti hjá langafa og lang- ömmu. Við viljum þakka öll góðu árin elsku afi. Við vitum að nú líður þér vel. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Hvíl þú í friði. Halldór, Hildur og Klara. Þessi einstaki maður, hann Hall- dór Friðriksson, afi Dóri, er okkur öllum sem eftir sitjum stórkostleg fyrirmynd. Maður sem skuldaði aldr- ei neinum neitt, var alltaf tilbúinn til að hjálpa og var alltaf til staðar. Smáratún 7 var okkar annað heimili, okkar barnabarnanna og reyndar ýmissa annara. Það var alltaf kátt á hjalla á túninu. Ótrúlegasta fólk sem kom þar við, allar stéttir þjóðfélags- ins, þekkt listafólk, þingmenn, litlu krakkarnir í hverfinu og alla vega furðufuglar. Það komu allir við í litla húsinu númer 7. Alltaf var heitt á könnunni og eitthvað með því. Afi eldaði, amma bakaði. Ég man eftir því þegar ég var 5 ára og átti að fara í ballet í Njarðvík en tíminn féll niður og mamma var farin! Hvað var til ráðs að taka? Nú auðvitað lallaði mín sér bara niður á Smáratún, klukkutíma göngutúr, og gömlu hjónunum brá auðvitað að sjá litlu skottu, eina og kalda. Mér var boðið heitt kaffi, 5 ára gamalli, og síð- an þá hef ég verið mikil kaffikerling. 10 ára gömul ákvað ég að fá mér kött, hana Snúllu, en eftir 2 vikur var það ljóst að kötturinn gat ekki verið leng- ur hjá okkur. Ég rölti til afa með tár- in í augunum og auðvitað fékk ég mitt í gegn. Snúlla köttur var að ná öðrum áratugnum þegar hún dó, feit og sælleg eftir áralangt dekur. Svona var afi! Leikirnir upp á lofti, þegar við frændsystkinin lögðum allt undir okkur, og jafnvel dreifðum við úr okkur í stofunni. Kóngaleikir, tísku- sýningar og margt fleira. Og alltaf mátti aumingja afi ganga frá eftir okkur, en það gerði hann með bros á vör eins og alltaf. Þegar unglingaveikin fór að kræla á sér þá var Smáratúnið mitt skjól og þangað var alltaf hægt að leita. Afi með sitt yndislega bros og alltaf var maður velkominn. Grjónagrautur- inn, steikti fiskurinn og rúgbrauð með kæfu var kannski það sem er mér efst í huga þegar ég hugsa til afa í eldhúsinu. Það átti enginn mögu- leika í afa þegar kom að þessum rétt- um. Mér þótti svo vænt um þegar mað- urinn minn fór til hans á spítalann fyrir stuttu og spurði hann hvernig hann hafi það. Afi svaraði; ég get ekkert lengur, tja nema brosað. Þetta lýsti honum kannski best, létt- lyndið, jákvæðnin og hugrekkið al- veg fram á síðustu stundu. Hann var sáttur við sitt, stoltur af öllum sínum afkomendum og hikaði ekki við að segja okkur það. Ég sendi ömmu Siggu og allri fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Fanný. Í dag kveðjum við elskulegan afa minn. Í mínum huga áttir þú, afi minn, að vera hér hjá okkur, á Smáratúninu að eilífu. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því að þú sért farinn. Með sorginni finn ég einnig fyrir gleði vegna þess að þú fékkst að vera heima fram að lokastundinni, hjá ömmu, að bisa við daglegt líf og hugsa um heimilið, garðinn, ömmu og okkur öll. Gömlu bernskuminningarnar koma í hugann þegar ég hugsa til afa. Eftir á að hyggja var þolinmæðin sem hann sýndi okkur krökkunum alveg ótrúleg. Við vorum oft mörg í heimsókn í einu og alls ekki róleg að leika okkur úti í horni. Það var allt dregið fram, gömul föt, gamalt dót og einnig gamlar vörur úr búðinni sem hann og amma ráku við Smára- túnið. Við fengum að leika okkur með þetta allt, allt sett á hvolf og svo gekk afi frá öllu þangað til næsta skipti kæmi. Ég held að vísu að svona hafi hann viljað hafa hlutina, hafa fjöl- skylduna í kringum sig og ömmu sem mest. Það var alltaf mikill gestagangur á túninu, alltaf verið að hella upp á kaffi og baka eitthvað góðgæti. Við krakkarnir munum þó örugglega best eftir mjólkurgrautinum. Þetta var enginn venjulegur grautur, ó nei, það var nostrað við hann klukkutím- unum saman. Ég man eftir því að mamma gerði mjólkurgraut einstaka sinnum og hann átti ekkert í graut- inn hans afa. Það bara gerðist eitt- hvað þegar að afi eldaði, kom eitt- hvað fram sem enginn annar náði að töfra fram. Afi var dýravinur og ég veit ekki hversu mörg gæludýr og önnur dýr ég er búin að grafa í garðinum á túninu. Afi og amma „geymdu“ marga kettina sem að okkur Fanný langaði til að eiga en fengum ekki leyfi hjá foreldrum okkar. Þá var bara farið á túnið, rellað í smá stund, felld nokkur tár og vitið menn þau tóku við köttunum. Svona var þetta bara, allt gert fyrir barnabörnin. Við vorum heppin að eiga þig að. Ég og Fanný gistum oft saman á túninu og eina nóttina varð þessi bragur til: Elsku amma og afi. Svo brosmild, svo gjafmild þau eru, amma okkar og afi. Dagurinn hjá þeim snýst um mat, prjónaskap, blóm eða þrifnað. En þrátt fyrir það snýst hann einnig um okkur, þau hafa alltaf tíma fyrir okkur. Allt sem þau eiga, hversu lítið sem það er, er í þeirra augum mjög verðmætt. Skuld okkar við ykkur er stór, en ást okkar til ykkar er enn stærri. Vonandi getum við launað ykkur umhyggjusemi ykkar í framtíðnni. Við elskum ykkur af öllu hjarta. Án ykkar væri lífið ekki nærri eins líflegt og skemmtilegt og það er. Ykkar Sigríður og Fanný, 6. mars 1992. Ég á eftir að sakna þín mikið afi minn en ég veit að þú fylgist með okkur öllum og passar upp á okkur, eins og alltaf. Þú veist að við hugsum um ömmu og túnið, ég lofa því. Ég bið að heilsa öllum. Þín, Sigríður. Lífið hans afa var vinna. Að standa fyrir sínu, og standa við sitt. Hann var farinn að sinna heimilisstörfum 7 ára, sjómaður 14 ára og verksmiðju- verkamaður 17 ára. Vinnustundirnar í langri ævi urðu mjög margar. Hann afi sinnti gestum, heimilisstörfum og viðhaldi á sínu heimili fram á síðasta dag. Áður en hann fór á spítalann, fyrir rúmri viku, sótti hann jóla- skrautið á háaloftið og festi allt á sinn stað. En í sumar þurfti hann aðstoð við að klára að mála gluggana að ut- an. Þetta er alvöru fyrirmynd. Og afi vildi standa við sitt. Þegar hann flutti í nýtt hús á Smáratúni 7 í Keflavík árið 1950 var flutt inn og svo var framkvæmt eftir efnum og að- stæðum. Gólfteppið stóð upprúllað í bílskúrnum í talsverðan tíma. Bróðir hans afa fór þá að reka á eftir því að teppið færi á gólfið. En hann sagði að það væri nú bara ekki hægt þar sem víxillinn í kaupfélaginu væri enn ógreiddur. Svona var nú hugsunin þá. Afi kenndi okkur, með fordæmi sínu, að vinnan göfgar manninn. Sælla er að gefa en þiggja. Það fann hann, eins og við, þessa viku sem hann lá á spítalanum. Það síðasta sem hann sagði við mig, eftir að hafa fengið þær upplýsingar að hann stæði nú ekki upp úr þessari pest, var: Ég ætla að fá að kyssa þig í síð- asta skiptið, ég sé þig aftur hinum megin. Trúin var sterk og án efa. Líf- ið hans afa var ekkert auðvelt en samt ekkert flókið. Enda lifði hann sáttur og dó sáttur umkringdur sínu fólki. Hann hafði alið upp góðan hóp sem nú hefur tekið við. Við þurfum að vanda okkur ef okkur á að takast jafn vel og honum afa. Jón. Halldór Friðriksson HINSTA KVEÐJA Elsku afi Dóri. Takk fyrir all- ar góðu stundirnar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín litlu langafabörn, Þórunn Fríða, Ívar Snorri, Jón Ágúst og Matthías.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.