Morgunblaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 28
28 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009
Skoðið ávallt leiðbeiningar um rétta
og örugga notkun er fylgja kertum
Munið að slökkva
á kertunum
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
LÖGGILDING leið-
sögumanna ferða-
manna eða lögverndun
starfsheitis hið
minnsta er löngu tíma-
bær til aðgreiningar á
fagmenntuðum leið-
sögumönnum ferða-
manna og annarra sem
hvorki hafa hlotið til
þess menntun né
starfsþjálfun.
Þór Magnússon, fyrrverandi þjóð-
minjavörður, skrifaði grein í Morg-
unblaðið í byrjun mánaðarins undir
fyrirsögninni „Ljót saga“ sem fjallar
um leiðsögn sögumanns í drauga-
göngu um Reykjavík. Í greininni
spyr höfundur hvaða siðareglur gildi
í Félagi leiðsögumanna og hvort leið-
sögn eins og höfundur gagnrýnir í
greininni sé til þess fallin að styrkja
og auka traust á ferðaþjónustu á Ís-
landi. Án þess að leggja dóm á um-
rætt atvik er mikilvægt að draga
fram þá staðreynd að til eru a.m.k.
þrír flokkar leiðsagnar í borgum. Í
fyrsta lagi er hefðbundin leiðsögn
með fagmenntuðum leiðsögumanni.
Í öðru lagi er leiðsögn sérfræðings,
t.d. arkítekts. Og í þriðja lagi er leið-
sögn innt af hendi af ófagmennt-
uðum einstaklingi í óhefðbundnum
ferðum eins og Þór fjallar um. Eðli
málsins samkvæmt er viðkomandi
ekki félagsmaður í Félagi leiðsögu-
manna.
Ótækt ástand ríkir í málefnum
nær 1.300 fagmenntaðra leiðsögu-
manna, ekki síst í ljósi þess að
stjórnmálamenn hafa frá hruni ís-
lensku bankanna lagt mikla áherslu
á mikilvægi ferðaþjónustu í end-
urreisnarstarfinu. Brýnt er að ráð-
herra ferðamála löggildi starf leið-
sögumanna eða starfsheiti í það
minnsta og að Ferðamálastofa haldi
utan um leyfisveitingu. Lagasetning
yrði fagstéttinni hvatning og neyt-
endum sem sjaldan gera greinarmun
á ólíkum flokkum leið-
sagnar til mikilla hags-
bóta. Samtök ferða-
þjónustunnar, samtök
atvinnurekenda í ferða-
þjónustu og viðsemj-
andi leiðsögumanna í
kjarasamningum hafa
til þessa lagst gegn
slíku framfaraskrefi
fyrir neytendur á röng-
um forsendum.
Evrópustaðall um
lágmarksmenntun leið-
sögumanna tók gildi samtímis í 27
löndum að Íslandi meðtöldu árið
2008. Brýnt er að ráðherra ferða-
mála veiti þessum staðli braut-
argengi hér á landi með lagasetn-
ingu sem tryggir neytendum
lágmarksgæði leiðsagnar og auð-
veldar frjálst flæði leiðsögumanna í
Evrópu. Samþykkt Staðlaráðs Ís-
lands ein og sér dugir ekki til að
virkja staðalinn hér á landi heldur
verður hann að fá stoð í lögum eða
reglugerð. Í vor bætast nær 160 nýir
leiðsögumenn í hóp fagmenntaðra
leiðsögumanna á Íslandi frá þremur
skólum sem bjóða upp á ósamræmt
námsframboð. Það er synd ef Ísland
staðfestir staðalinn síðast allra landa
en þangað til getur hver sem er
stofnað leiðsöguskóla og kennt þar
það sem honum sýnist. Engin þjóð
sem tekur ferðaþjónustu alvarlega
getur látið slíkt viðgangast.
„Leiðsögumenn“
í draugaferðum
Eftir Stefán Helga
Valsson
Stefán Helgi Valsson
» Brýnt er að ráðherra
ferðamála löggildi
starf leiðsögumanna
eða starfsheiti í það
minnsta og að Ferða-
málastofa haldi utan
um leyfisveitingu.
Höfundur er ritstjóri vefsíðu og
fréttabréfs Félags leiðsögumanna og
kennari leiðsögunema í áratug.
Sjálfstæðismenn,
sem eru í meirihluta
sveitarstjórnar á
Álftanesi, hafa ákveðið
að hækka útsvar um
10% og fasteignagjöld
um 43% fyrir árið
2010. Þetta gengur
þvert á yfirlýsta
stefnu flokksins um
leiðina út úr þrenging-
unum en hún er að
hækka alls ekki skatta, slíkt leiði til
þess að tekjustofnarnir hrynji og
kreppan dragist á langinn. Hvernig
telja sjálfstæðismenn að annað gildi
á Álftanesi þar sem álögur þeirra
bætast ofan á þær sem ríkisstjórnin
er að leggja á?
Á sjálfstæðismönnum er það helst
að skilja að hroðaleg skuldastaða
sveitarfélagsins sé vinstri mönnum
að kenna sem höfðu meirihluta frá
2006 til 2009. Það eru þó einkum tvö
mál sem skýra skuldastöðu sveitar-
félagsins. Annað þeirra er íbúa-
þróunin, árið 1990 bjuggu skv. Hag-
stofunni 1082 íbúar á Álftanesi, árið
2006 voru þeir 2205. Íbúafjöldinn
hafði því meira en tvöfaldast á þess-
um 16 árum. Bærinn átti hins vegar
ekki löndin sem byggðin var reist á
og fékk því engar tekjur af lóðasölu.
Allan þennan tíma voru sjálfstæðis-
menn í meirihluta og það voru sjálf-
stæðismenn sem stóðu fyrir þessari
gríðarlegu og vanhugsuðu uppbygg-
ingu, sem m.a. lýsir sér í því að engin
atvinnustarfsemi er í
bænum og því eru allar
tekjur af útsvari og
fasteignagjöldum.
Vegna þessa hefur
sveitarfélagið þurft að
leggja í mikinn kostnað
við að byggja upp inn-
viði samfélagsins, m.a.
skólastarf, en sú stað-
reynd að gott er að ala
upp börn á Álftanesi
varð til þess að barna-
fólk sótti þangað í rík-
um mæli. Hin ástæðan er íþrótta-
mannvirki sem bærinn réðist í að
byggja, vissulega fjarstæðukennd
bygging í ekki stærra sveitarfélagi
þótt hún bæti lífsgæði íbúanna mjög.
Þessi framkvæmd var hins vegar
samþykkt sjö-núll í sveitarstjórn og
því einhugur að baki fram-
kvæmdanna. Sjálfstæðismenn tala
því tungum tveim og sitt með hvorri,
allt eftir því hvernig vindar blása.
Sjálfstæðismenn
hækka skatta
Eftir Tuma
Kolbeinsson
Tumi Kolbeinsson
» Allan þennan tíma
voru sjálfstæðis-
menn í meirihluta og
það voru sjálfstæðis-
menn sem stóðu fyrir
þessari gríðarlegu
og vanhugsuðu
uppbyggingu ...
Höfundur er kennari.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
FYRIR 12 árum
voru lög um húsa-
leigubætur samþykkt
á alþingi með 58 at-
kvæðum. Frumvarp
til þessara lagasetn-
ingar var sett fram,
vonandi í þeirri trú að
þessi lög myndu jafna
aðgengi fjölskyldna
að hentugu húsnæði.
En markmið laganna
samkvæmt 1. gr. „er
að lækka húsnæðiskostnað tekju-
lágra leigjenda og draga úr að-
stöðumun á húsnæðismarkaði“. Til-
gangur þessara laga var því
nokkuð göfugur, en mögulega eitt-
hvað vanhugsaður.
Ef litið er til þróunar húsaleigu á
almennum markaði frá gildistöku
laganna verður það skýrt hverjum
sem það vill sjá að þessar bætur
renna ekki til tekjulágra fjöl-
skyldna. Þess í stað færist hluti af
skatttekjum hins opinbera í vasa
þeirra efnameiri. Leiguverð á al-
mennum markaði hefur hækkað
hlutfallslega meira á umræddum
tíma en þær vísitölur sem helst er
hægt að miða við.
Á þessum tíma hefur byggingar-
vísitala hækkað um 121%, vísitala
neysluverðs til verð-
tryggingar hefur
hækkað um 96% og
fasteignaverð í
Reykjavík hefur hækk-
að um 207%. Við gild-
istöku lagana var með-
alleiga á þriggja
herbergja íbúð í
Reykjavík um 33.000
og ef hún myndi fylgja
ofangreindum vísitöl-
um ætti sambærileg
leiga í dag að vera á
bilinu 65-100.000 kr.
Samkvæmt lauslegri könnun telst
meðalleiga á þriggja herbergja
íbúð í dag vera um 120.000 kr. sem
er 20-55.000 (20-85%) krónum um-
fram rökstudda hækkun. En af
hverju hefur húsaleiga hækkað
svona umfram það sem eðlilegt get-
ur talist?
Einn þáttur sem undirritaður
telur að eigi þátt í þessari þróun er
sú staðreynd að á sama tíma hefur
„innkoma“ leigutaka hækkað sem
nemur húsaleigubótum.
Húsaleigubæturnar fara með öðr-
um orðum beina leið til leigusal-
ans. Þannig er í raun ekki verið að
aðstoða leigutakana og enn síður
verið að jafna aðstöðumun. Í raun
var búið til kerfi sem eykur
greiðslugetu eftirspurnarhluta
leigumarkaðarins til hagsbóta fyr-
ir framboðshlutann. Þannig hefur
lagafrumvarp sem var sett fram í
þeim tilgangi að jafna hlut tekju-
lágra hækkað leigu á almennum
markaði. Eftir sitja þeir sem eru á
leigumarkaði og fá ekki fullar
húsaleigubætur og þurfa því í raun
að greiða hærri leigu en eðlilegt
getur talist.
Ég ætla ekki að fara djúpt í það
hvað eðlilegt leiguverð ætti að vera
því ég tel best að framboð og eft-
irspurn ráði þar mestu óafskipt af
hinu opinbera. Til viðmiðunar er
ágætt að hugsa sér hver eðlileg
ávöxtunarkrafa á fjárfestingu í
fasteign sé. Ef litið er til langs
tíma (20-30 ár) hækkar fasteign að
jafnaði um 1-2% umfram verðlag.
Ef miðað er við 5% ávöxtunarkröfu
á 20 milljóna fjárfestingu í þriggja
herberja íbúð í Reykjavík væri
húsaleigan 80-100 þúsund að með-
töldum u.þ.b. 14.000 kr. í fjár-
magnstekjuskatt, sem er efni í
aðra grein. Það lætur nærri að
segja að meðalleiga á almennum
markaði sé í dag þessi upphæð að
viðbættum húsaleigubótunum.
Sama hefur gerst þar sem hið
opinbera er að blanda sér með
styrkjum í það sem ætti að vera
unnið á markaðslögmálum og ber
þar helst að nefna vaxtabætur sem
ganga beint inn í greiðslumat og
leiða þar með til hærra fast-
eignaverðs.
Eftir Kristin Þór
Sigurjónsson
» Þannig hefur laga-
frumvarp sem var
sett fram í þeim tilgangi
að jafna hlut tekjulágra
hækkað leigu á almenn-
um markaði.
Kristinn Þór
Sigurjónsson
Höfundur er véltæknifræðingur
og leigutaki.
Fyrir hverja eru
húsaleigubætur?