Morgunblaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 20
20 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 HUGMYNDIN er að byggja fyrst upp mannvirki fyrir miðaldaböð í Deildartungu en jafnframt gert ráð fyrir því að síðar verði unnt að byggja við heilsustöð og hótel. Mannvirkin verða byggð í landi Deildartungu II í Reykholtsdal, norðan við Deildartunguhver. Sig- ríður Sigþórsdóttir og félagar hennar hjá Basalt arkitektum vilja laga mannvirkin að landinu og tengja það borgfirsku landslagi og hafa rýmismyndun miðaldabygg- ingalistar að leiðarljósi. Þannig mynda mannvirkin eina heild, einskonar yfirbyggt þorp, þar sem gesturinn fer á milli húsa til að sækja sér þjónustu. Aðal-baðhúsið er tveggja hæða steinhús. Í því og baðgarði verða mismunandi böð. Sóttar eru fyrirmyndir til þekktra lauga frá miðöldum, svo sem Snorralaugar í Reykholti og gufujarðhússins á Sturlureykj- um. Einnig verður leitað víðar fanga. Kjartan nefnir sögufræga staði eins og Guðrúnarlaug í Sæ- lingsdal og Grettislaug á Reykja- strönd og vinsæl náttúruböð, eins og Hveravelli á Kili. Þá er gert ráð fyrir volgum læk með grasivöxnum bökkum, í líkingu við lækinn í Landmannalaugum. Hugmyndin er að koma upp gufuböðum af ýmsu tagi og heitu sandbaði eins og þekkt er frá miðöldum. Auk baða og búningsaðstöðu verða veitingasalir og minja- gripaverslun í baðhúsinu og tveir sýningarsalir. Á annarri sýning- unni er hugmyndin að kynna notk- un Íslendinga á heitu vatni frá landnámi til vorra daga. Á hinni verður fjallað um stjörnuhvolfið með tilvísun til norrænnar goða- fræði. Einnig verður aðstaða til að skoða norðurljósin og stjörnurnar. Öll þessi aðstaða mun nýtast þegar ráðist verður í seinni áfanga, heilsustöð fyrir lífs- gæðatengda ferðaþjónustu og hót- el. Yfirbyggt miðaldaþorp í Borgarfirði Mannvirki Aðkoman að Miðaldaböðunum Snorralindum verður frá bænum Deildartungu II, nokkru norðan við hverinn sjálfan. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Stór „Snorralaug“ verður hluti af svo-nefndum Miðaldaböðum sem áhugi erá að reisa við Deildartunguhver íBorgarfirði. Frumkvöðlarnir vonast til að þetta verði einn stærsti og vinsælasti ferðamannastaður á Íslandi, nýr segull á Vest- urlandi sem jafnframt efli mjög aðra starfsemi á svæðinu. Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, stofnendur og stjórnendur Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi, hafa í hálft annað ár unnið að undirbúningi jarðbaða við Deildartunguhver. Þau fengu Sigríði Sig- þórsdóttur arkitekt til liðs við sig og fleiri sér- fræðinga. Unnið er að viðskiptaáætlun, frum- hönnun og kynningu verkefnisins fyrir fjárfestum. Ætlunin er að stofna undirbún- ingsfélag til að halda áfram og styrkur sem ný- lega fékkst hjá Tækniþróunarsjóði hjálpar til að fleyta undirbúningi áfram. Hugmyndirnar verða kynntar íbúum og öðru áhugafólki á opnum borgarafundi sem haldinn verður í Logalandi miðvikudaginn 13. janúar næstkomandi. Þarf að bæta aðstöðu við náttúruperlur „Þegar við hjá Landnámssetrinu fórum með leiksýninguna Mr. Skallagrímsson til Norður- landanna í október 2007 notuðum við tækifær- ið til að kynna starfsemi okkar. Við fengum á móti spurningar um það af hverju við legðum ekki meiri áherslu á að selja Vesturland og hvaða náttúruperlur við hefðum þar sem öll þjónusta væri veitt. Þegar við fórum að hugsa um þetta sáum við að þetta er alveg rétt athug- að. Hraunfossar eru eina náttúruperlan á Vesturlandi þar sem góð bílastæði eru og að- gengi fyrir stórar rútur en tíu slíkir staðir á Suðurlandi,“ segir Kjartan þegar hann er spurður um það hvernig hugmyndin að Mið- aldaböðum hafi orðið til. Hann segir að Deildartunguhver hafi strax komið upp í hugann sem hróplegasta dæmið um þetta. Þangað væri að vísu vegur en lítil bílastæði og nánast engin virðisaukandi starf- semi. Þó kæmu þangað 60 til 80 þúsund gestir á ári. „Ég hef stundum sagt það sem brandara að eina starfsemin þarna væri sjálfsala á ann- ars flokks tómötum en það skilar að vísu rækt- andanum ágætum tekjum,“ segir Kjartan. Horft til sögunnar Deildartunguhver er vatnsmesti hver á Ís- landi og sennilega á jörðinni. Hann skilar hátt í 200 lítrum á sekúndu af tæplega 100 gráða heitu vatni. Hann er í eigu ríkisins en Orku- veita Reykjavíkur nýtir hann í þágu hitaveitna í Borgarnesi og á Akranesi og fjölda sveita- bæja á leiðinni. „Okkur fannst að eitthvað þyrfti að gera við Deildartunguhver. Jarðböð eru sú starfsemi í ferðaþjónustunni sem mestum tekjum skilar. Þau heilla erlenda ferðamenn miklu fremur en hefðbundnar sundlaugar sem við Íslendingar notum mest. Við sjáum þetta á Bláa lóninu sem fá 400 þúsund gesti á ári og Jarðböðunum í Mývatnssveit sem sífellt fleiri sækja,“ segir Kjartan. Jafnframt var horft til sérstöðu héraðsins og landshlutans. „Við komum úr Landnámssetr- inu og horfum mikið til sögunnar. Hún er sterkt afl á Vesturlandi, hér er sögusvið margra sagna og merkustu rithöfundar mið- alda tengjast svæðinu. Hér var einnig mikil baðmenning. Böðin voru mikilvæg fyrir sam- félagið, fólk hittist við laugarnar, eins og hægt er að sjá í heimildum allt frá landnámsöld og fram til dagsins í dag. Þannig kom upp hug- myndin um Miðaldaböð við Deildartunguhver. Okkur fannst að í því fælist sérstaða sem þessi landshluti gæti boðið upp á,“ segir Kjartan. Hugmyndin er að byrja á baðstað en gera jafnframt ráð fyrir möguleikum á að byggja við heilsustöð og hótel. Þarf að auka kvótann í ferðaþjónustu Kjartan vonast til að náttúrubaðstaður við Deildartunguhver muni hafa aðdráttarafl fyrir ferðafólk, eitthvað í líkingu við Bláa lónið og Gullfoss og Geysi. Fólk staldri þar við og noti jafnframt þjónustu í nágrenninu. Kjartan nefnir Reykholt og Landnámssetrið sem dæmi um þjónustufyrirtæki sem myndu njóta góðs af fjölgun ferðafólks. Hann segir að það yrði mikil breyting ef byggður yrði upp ferðamannastaður sem fengi til sín 200 þúsund gesti á ári. Hann segir að bæta þyrfti aðgengi að fleiri náttúruperlum á Vesturlandi og nefnir sem dæmi að Eldborg í Hnappadalssýslu gæti dregið að sér 200 til 300 þúsund gesti ef gígurinn yrði gerður aðgengi- legri. „Framtíðin er í ferðaþjónustu og hún nýtist einnig landbúnaði. Reiknað er með að milljón ferðamenn komi til landsins eftir sjö ár. Eitt- hvað verður að gera til að taka við þessari aukningu og nýta hana. Ekki veitir af. Á með- an ekki er hægt að auka kvótann í sjávarútvegi er óumflýjanlegt að auka hann í ferðaþjónust- unni. Við þurfum einnig tæki og tól til þess. Líkja má uppbyggingu ferðamannastaða við hafnir fyrir fiskiskipaflotann,“ segir Kjartan. Byggð hefur átt undir högg að sækja víða í Borgarfirði og vantað fjölbreyttari atvinnu. Uppbyggingin við Deildartunguhver og fjölg- un ferðafólks gæti verið liður í að snúa þróun- inni við. „Ef þessi draumur rætist, eins og hann er stærstur, verður þarna vinnustaður fyrir 120 til 150 manns,“ segir Kjartan Ragn- arsson. Böð miðalda endurreist  Stofnendur Landnámsseturs undirbúa byggingu Miðaldabaðanna Snorralinda við Deildartunguhver  Vatnsmesti hver jarðar nýttur til að draga að ferðafólk og auka viðskipti á svæðinu Teikning/Basalt arkitektar Við Deildartunguhver Miðaldaböðin Snorralindir verða byggð utan í hæðinni, ofan við Deildartunguhver í Reykholtsdal. Þau eru teiknuð inn á ljósmynd sem tekin er af planinu við hverinn. Fjöldi ferðafólks skoðar þetta náttúrufyrirbrigði en þar er enga þjónustu að fá. Frumkvöðlar Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir í Landnámssetri Ís- lands í Borgarnesi eru frumkvöðlarnir að Miðaldaböðum við Deildartunguhver. „Böðin voru mikilvæg fyrir sam- félagið, fólk hittist við laugarnar, eins og hægt er að sjá í heimildum allt frá landnámsöld og fram til dagsins í dag.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.