Morgunblaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 51
Krossgáta 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009
LÓÐRÉTT
1. Gott heilbrigði sem ætti að gera hrossa-
lækna óþarfa. (11)
2. Talið um bilaðan og viðbragðsflýtinn hjá
honum. (9)
4. Rúnar og Snati flækjast um til að finna
áletrunina. (10)
6. Flækja eins og 5832490176. (10)
8. Andrea flækist fyrir framan lánastofnun út
af hormóni. (9)
10. Einhvern veginn gusa vel yfir illfæran. (7)
11. Æpti bókstaf um leið og hann veiddi. (7)
13. Bor-varningur í raunveruleika. (6)
14. Portret sem við höfum öll í huganum. (10)
16. Æðsti draugurinn fær fimmhundruð og einn
fyrir það sem má búast við. (11)
17. Fjöldi eggjar menn af þjóðflokki (8)
18. Vill ná utan um Erp og tening. (7)
19. Snauðar biðja um. (5)
22. Arnar fær einhvern veginn kork af sáðlönd-
um. (9)
25. Ennþá bölið skapast af tímaritunum. (6)
27. Hönk af loku. (5)
28. Sponsa stelpu. (5)
LÁRÉTTT
3. Þinn er í því að skapa þann sem er bæði þrí-
skiptur og einn. (7)
5. Veiðarfæri sem ekki eru notuð á daginn. (5)
6. Organisti á skartgrip. (5)
7. Ull á fiski. (5)
9. Stök verndar kónga eða álíka. (9)
12. Tillaga fóta nær að leiðbeina. (9)
15. Næ að gera Sigfinn Levy að félaga. (11)
20. Vaxtakjör í Landsbankanum gefa okkur
drykk. (6)
21. Rekur úr sér tunguna fyrir dáinn út af fatn-
aði. (9)
23. Stíflið hvílu með ábreiðu (9)
24. Sænskar söngkonur gerast forstöðumenn
trúarsamfélags. (9)
26. Kapphlaup á vegum íþróttafélags sýnir
skyndilegt skrið. (9)
29. Slátra pílu í logni. (7)
30. Auðn sem virkar sem TNT á Íslandi. (13)
31. Hausta að kveldi við grip. (7)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar.
Senda skal þátttökuseðilinn með nafni og heim-
ilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Kross-
gáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykja-
vík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 31.
desember rennur út föstudaginn 8. janúar. Nafn
vinningshafans birtist í blaðinu 10. janúar. Heppinn
þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi kross-
gátunnar 24. desember sl. er Kristín Axelsdóttir.
Hún hlýtur í verðlaun bókina Oliver Twist eftir
Charles Dickens. JPV gefur út.
Næsta sunnudagskrossgáta verður í blaðinu hinn
10. janúar.
Krossgátuverðlaun
Nafn
Heimilsfang
Póstfang
MARIE Keiding jarðeðlisfræð-
ingur varði doktorsritgerð sína
Stress and strain of a plate bound-
ary – the Reykjanes Peninsula, SW
Iceland (Spenna og aflögun á fleka-
skilum Reykjanesskagans) frá jarð-
vísindadeild verkfræði- og nátt-
úruvísindasviðs Háskóla Íslands 29.
október síðastliðinn.
Leiðbeinendur í verkefninu voru
dr. Þóra Árnadóttir við Norræna
eldfjallasetrið, Jarðvísindastofnun
Háskólans, og dr. Björn Lund við
jarðeðlisfræðideild Uppsalaháskóla.
Doktorsritgerðin fjallar um rann-
sóknir á jarðskorpuhreyfingum og
jarðskjálftum á
Reykjanesskaga.
Flekaskil Norð-
ur-Ameríku- og
Evrasíu-flekanna
liggja eftir skag-
anum endilöng-
um, frá Reykja-
neshrygg í vestri
að Suðurlands-
brotabeltinu í
austri. Rek-
stefnan er ekki hornrétt á fleka-
skilin sem veldur mikilli jarð-
skjálfta- og eldvirkni. GPS-land-
mælingar og radarmælingar með
gervitunglum voru notaðar til að
meta jarðskorpuhreyfingar og af-
lögun á tímabilinu 1993-2009. Stað-
setningar og brotlausnir smá-
skjálfta, ákvarðaðar með jarð-
skjálftaneti Veðurstofu Íslands,
voru einnig notaðar til að reikna
spennuástand jarðskorpunnar.
Rannsóknirnar beinast að sam-
bandinu á milli jarðskorpuhreyfinga
sem mælast á yfirborði og jarð-
skjálftavirkni í tíma og rúmi.
Rannsóknirnar voru styrktar af
Háskólasjóði Eimskipafélags Ís-
lands, styrkþegaverkefni Norræna
eldfjallasetursins, Rannsóknasjóði
Háskóla Íslands og Rannsóknasjóði
Vísinda- og tækniráðs. Jarðskjálfta-
gögn frá Veðurstofu Íslands voru
notuð í verkefninu.
Marie Keiding fæddist í Kaup-
mannahöfn 9. febrúar 1978. Hún
lauk meistaraprófi í jarðfræði frá
Kaupmannahafnarháskóla vorið
2005 og um haustið kom hún til Ís-
lands sem styrkþegi við Norræna
eldfjallasetrið. Hún hóf nám í jarð-
eðlisfræði við Háskóla Íslands
haustið 2006. Nánari upplýsingar
um verkefnið og kandídatinn má
finna á heimasíðu Marie Keiding,
http://www3.hi.is/~marie.
Doktor í jarðvísindum
Marie
Keiding
Stórfréttir
í tölvupósti