Morgunblaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 34
34 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009
HAGSMUNIR
Breta og Vestur-
Evrópulanda rekast á
hagsmuni Íslands á
vissum sviðum. Þann-
ig hefur það alltaf
verið. Þannig mun það
alltaf vera. Þessar
vinaþjóðir hafa ekki
sýnt Íslendingum mik-
inn skilning þegar um
hagsmunamál hefur
verið að ræða. Árið 1952 settu
Bretar löndunarbann á Íslendinga,
lokuðu þar með breska fiskmark-
aðnum. Árið 1958 sendi Breta-
stjórn herskip gegn íslenskum
varðskipum inn á Íslandsmið. Árið
1960 reyndu nágrannalönd Íslands,
þar með talin Norðurlöndin (en
ekki Austur-Evrópulönd) að setja
bann við landhelgisútfærslu Íslands
í 12 mílur á hafréttarráðstefnunni í
Genf. Árið 1972 dæmdi Al-
þjóðadómstóllinn í Haag 50 mílna
landhelgi Íslands ólöglega. Árið
1972 neitaði Evrópubandalagið að
skrifa undir samning um fríverslun
víð Ísland nema deilan við Breta
yrði leyst. Árið 1973 sendi Breta-
stjórn herskip á móti íslenskum
varðskipum inn í landhelgina. Og
aftur árið 1976. Kjarklitlir úrtölu-
menn hérlendis vöruðu ávallt við
að Ísland mundi útilokast frá við-
skiptum við aðrar þjóðir, sér-
staklega „vinaþjóðir“, ef landsmenn
beygðu sig ekki undir Bretastjórn
og þeirra fylgilið. En hrakspárnar
rættust aldrei. Þvert á móti. Þeim
mun fastar sem Íslendingar stóðu
á sínum rétti, þeim mun viljugri
virtust flestir útlendingar verða til
samskipta. Land sem hafði kjark
til að reka sína hagsmuni gagnvart
gömlu heimsveldunum í V-Evrópu
og stunda sjálfstæð viðskipti við
þjóðir heims var traustsins vert
(enda hefur stór hluti af þjóðum
jarðar enn óbeit á
gömlu heimsveldunum
sem fóru ránshendi
um hnöttinn í hálft ár-
þúsund). Á þessu
tímabli stöðugra árása
varð mesta uppbygg-
ing Íslandssögunnar.
Landsmenn sem
fylgst hafa með fjár-
kúgunartilraunum og
rógsherferð Breta vita
núorðið að ríkisábyrgð
á Icesave er ólögleg.
En Bretar haga sér
svipað og áður við þá sem þeir
telja minni máttar: Ísland, með
auðlindir sem þeir hafa ekki fengið
að komast í, er ekkert of gott til að
borga þó aðrir þurfi þess ekki. Af-
salssinnarnir meðal landsmanna
reyna, eins og í hagsmunabarátt-
unni á árum áður, að sannfæra
menn um að „við eigum að standa
við okkar skuldbindingar“, þeir
hafa ekki enn áttað sig á að þjóðin
er ekki skuldbundin að taka ábyrgð
á braski hlutafélagabanka og árás-
argirni Bretastjórnar. Aðal-
hræðsluáróðurinn er að Ísland „úti-
lokist frá alþjóðasamfélaginu“ ef
við borgum ekki: Lánalínur lokist
og lán verði afturkölluð, samn-
ingum verði sagt upp, viðskipti
verði stöðvuð. Þeir sem sjá um við-
skipti Íslands við útlönd vita að
þetta er falsáróður. Forsvarsmaður
eins helsta fisksölufyrirtækis Ís-
lands á erlendri grund var spurður
í útvarpinu hvort ekki mundi allt
lokast ef við samþykktum ekki rík-
isábyrgð á Icesave. Hann taldi það
af og frá, rifrildi stjórnmálamanna
víkur á endanum fyrir hagsmunum
frjálsra viðskipta og ef salan fellur
hjá einum geta margir aðrir keypt
fiskinn. Sama er með álið og lands-
fegurðina, ferðageirann og aðra
þjónustu. Það er alltaf til lánsfé
handa þeim sem eru líklegir til að
geta borgað, viðskiptasamningar
fyrir þá sem hafa eitthvað að
bjóða. En þjóð með drápsklyfjar
skulda verður stafkerling í alþjóða-
samfélaginu.
Stjórnvöld okkar hafa enn ekki
haft döngun í sér til þess að krefj-
ast bóta af Bretum fyrir árásina á
íslensku þjóðina: kyrrsetningu
eigna hennar (ríkisstjórnarinnar,
Seðlabankans og Fjármálaeftirlits-
ins), ófrægingarherferð, upptöku
íslenskra einkaeigna. Í staðinn ríf-
umst við ráðvillt innbyrðis um
ólöglegar ríkisábyrgðir til handa
árásaraðilanum. Það hefur ætíð
reynst Íslendingum best að taka
slaginn strax við Breta. Sama er
um þennan slag, hann vinnst að
lokum en með undirlægjuhætti
vinnst hann aldrei heldur mun
ágengnin vaxa og verður að end-
ingu ekki hægt að verjast henni.
Bretar eru nágrannar okkar og
viðskiptaþjóð og það þarf að ríkja
eitthvert traust á milli landanna.
Íslenska þjóðin mun ekki sættast
við bresku þjóðina meðan hin
fjandsamlega árás Gordons Brown
og hans skutilsveina í október 2008
stendur óhögguð. Það er hvorki
hagur bresku þjóðarinnar né hinn-
ar íslensku að bæla niður illviljann,
hann mun fá útrás fyrr eða síðar
og þá mögulega með örlagaríkari
hætti en yrði ef menn þyrðu að
standa fast á hagsmunum Íslands
nú þegar tilefnið er til þess. Það er
allra hagur að tala út um málið við
Breta sem fyrst svo eðlileg sam-
skipti geti aftur hafist.
Að útiloka sig frá
alþjóðasamfélaginu
Eftir Friðrik
Daníelsson » Íslenska þjóðin mun
ekki sættast við
bresku þjóðina meðan
hin fjandsamlega árás
Gordons Brown og hans
skutilsveina stendur
óhögguð.
Friðrik Daníelsson
Höfundur er verkfræðingur.
HIÐ ÍSLENSKA
náttúrufræðifélag
(HÍN) var stofnað 16.
júlí 1889 og í ár stát-
ar félagið af 120 ára
óslitinni starfssögu.
Til að fagna þessum
merku tímamótum
stóð félagið fyrir af-
mælisfundi mánudag-
inn 28. desember í
Þjóðmenningarhús-
inu.Yfirskrift fundarins var „Nátt-
úruminjasafn Íslands – hvernig
safn viljum við eignast?“, en eitt
helsta baráttumál félagsins frá
upphafi hefur verið að koma upp
náttúruminjasafni fyrir þjóðina á
höfuðborgarsvæðinu. Á afmæl-
isfundinum fluttu valinkunnir
fræðimenn erindi og í pallborðs-
umræðum tóku þátt m.a. Katrín
Jakobsdóttir menntamálaráðherra
og Svandís Svavarsdóttir umhverf-
isráðherra.
Íslenska þjóðin hefur ekki enn
eignast boðlegan húsakost til sýn-
ingarhalds á náttúru landsins og
staðan í dag er verri en á fyrri
hluta síðustu aldar, þegar safn-
kostur félagsins var til sýnis í hinu
glæsilega Þjóðmenningarhúsi sem
þá hét Safnahúsið. Vorið 2008 var
sýningarsafninu á Hlemmi lokað
og safngripunum pakkað niður í
kassa. Alls óvíst er hvar eða hve-
nær höfuðsafn þjóðarinnar í nátt-
úrufræðum verður opnað á ný.
Þetta er að sönnu óboðleg staða
og þjóðarskömm af. Hér er ólíku
saman að jafna við hin tvö höf-
uðsöfn landsins, Þjóðminjasafn Ís-
lands og Listasafn Íslands, að
ógleymdri tónlistarhöllinni Hörpu,
sem er í burðarliðnum þrátt fyrir
meiri háttar efnahagsþrengingar í
þjóðarbúinu.
Ekki er þó svo að menn hafi set-
ið auðum höndum í baráttunni fyr-
ir betra húsnæði þau 120 ár sem
safnamálið hefur verið á dagskrá.
Í þeim efnum hefur HÍN lagt
drjúgt af mörkum. En meira hefur
verið um loforð og skrifræði en
efndir og framkvæmdir. Hátt í 20
nefndir hafa fjallað um málið og
skilað af sér álitsgerðum, nokkrar
teikningar hafa verið gerðar af
safnahúsinu, þ. á m. eftir Guðjón
Samúelsson, og byggingarlóðum
hefur verið úthlutað mörgum sinn-
um á höfuðborgarsvæðinu, t.d. þar
sem Þjóðleikhúsið er nú. En allt
kemur fyrir ekki.
Sýningasafn á hrakhólum
Frá því safnkostur HÍN var til
sýnis á stofnfundi félagsins fyrir
120 árum má segja að sýning-
arhald á náttúrgripum þjóðarinnar
hafi verið á hrakhólum. Sú hrakn-
ingasaga verður ekki rakin hér.
Hana má lesa á vef HÍN, hin.is.
Þess ber þó að geta að á árunum
1908-1960, þegar safnkosturinn
var til sýnis í Safnahúsinu á
Hverfisgötu, lifði safnið blómatíma
sinn fram til þessa.
Hagur safnamálsins vænkaðist
nokkuð í upphafi þessarar aldar.
Annars vegar með gildistöku
safnalaga árið 2001 og hins vegar
með setningu laga um Nátt-
úruminjasafn Íslands árið 2007. Í
safnalögunum er fjallað á heild-
stæðan hátt um minja- og nátt-
úrusöfn í landinu og
þar er í fyrsta sinn
kveðið á um heitið
Náttúruminjasafn Ís-
lands og að safnið hafi
stöðu sem höfuðsafn á
sviði náttúrufræða.
Með lögunum um
Náttúruminjasafn Ís-
lands varð loksins til
lagarammi um fram-
kvæmd og starfsemi
höfuðsafns þjóðarinnar
í náttúrufræðum. Vor-
ið 2007 var dr. Helgi Torfason
jarðfræðingur ráðinn safnstjóri að
stofnuninni og nýlega bættist við
annar starfsmaður í fullri stöðu.
En þar með er sagan nær því
sögð! Ekkert liggur fyrir í dag um
húsnæði höfuðsafnsins til sýning-
arhalds og því er staðan verri en
fyrir rúmri öld. Þá er óljóst um
safnkost stofnunarinnar og starfs-
menn eru aðeins tveir og geta
tæpast sinnt lágmarksskyldum
safnsins á sviði söfnunar, skrán-
ingar og rannsókna. Fjárveiting til
starfseminnar hefur einnig verið
skorin stórlega við nögl á fjár-
lögum næsta árs og það er slæmt
veganesti.
Nýtt safnahús
Glæsilegt og vandað sýninga- og
kennslusafn um náttúrufræði er
aðal og stolt hverrar sómakærrar
þjóðar og dýrmætur fróðleiks-
brunnur fyrir þegna og gesti við-
komandi lands. Í ljósi þess að Ís-
lendingar byggja afkomu sína á
náttúru landsins í mjög ríkum
mæli, sem og þess að langflestir
ferðamenn sem sækja landið heim
gera það náttúrunnar vegna, er
þeim mun mikilvægara og væn-
legra að bjóða upp á veglegt sýn-
inga- og kennslusafn um náttúru
landsins.
Náttúra Íslands er um margt
mjög athyglisverð og sérstök í
hnattrænu samhengi og okkur ber
siðferðisleg skylda til að uppfræða
um furður hennar og fegurð. Hér
er bæði vísað til jarðfræðilegrar
sérstöðu, sem felst m.a. í ungri
jarðsögu, fjölbreytilegra jarð-
myndana og góðu aðgengi þeirra,
og til lífríkisins, sem að miklu leyti
mótast af jarðfræðinni og legu
landsins. Lífríkið einkennist öðru
fremur af fáum tegundum, en
gjarnan stórum og sterkum stofn-
um, auk oft á tíðum óvenjumikils
breytileika í útliti og lífsháttum
innan tegunda. Aðstæður á Ís-
landi, með unga, lítt mótaða nátt-
úru í örri þróun, ásamt mynd-
rænni fegurð í stórbrotnu
landslagi elds og ísa, eru óvíða
annars staðar á jörðinni. Og auð-
vitaðeigum við, fiskveiði þjóðin
mikla, að gera sjávarlífríkinu skil í
hinu nýja safnahúsi með lifandi
fiskum, sæbjúgum, fíflum og
fleiru. Ekki er síður áhugavert að
gera stærstu dýrum jarðar skil,
t.d. með líkani í raunstærð af
steypireyði, Íslandssléttbak o.fl.
hvölum.
Tækifærin og möguleikarnir
hreinlega æpa á okkur. Hæfi-
leikafólkið er þarna, hönnuðir,
teiknarar, hugvits- og vís-
indamenn. Eftir hverju er verið að
bíða – næstu öld?
Náttúruminjasafn Ís-
lands – Hvernig safn
viljum við eignast?
Eftir Hilmar J.
Malmquist
Hilmar J. Malmquist
» Frá því safnkostur
HÍN var til sýnis á
stofnfundi félagsins fyr-
ir 120 árum má segja að
sýningarhald á nátt-
úrgripum þjóðarinnar
hafi verið á hrakhólum.
Höfundur er ritari Hins íslenska
náttúrufræðifélags.
Stórfréttir
í tölvupósti
UNDANFARIN ár
hefur umfjöllun í fjöl-
miðlum og meðal al-
mennings á Íslandi
oft verið neikvæð í
garð íslenskra rík-
isstofnana og hefur
jafnvel tíðkast að tala
niður til þeirra sem
þar starfa. Þetta á
bæði við um for-
stöðumenn stofnana
og aðra starfsmenn sem lang-
flestir starfa af miklum metnaði
að sínum verkefnum. Nú þegar
mikið er rætt um að endurreisa ís-
lenskt samfélag á grundvelli nýrra
gilda er mikilvægt gleyma ekki
hlutverki opinberra stofnana.
Við viljum geta treyst opinber-
um stofnunum og því er mikilvægt
að umfjöllun um þær og starfs-
menn þeirra sé heiðarleg og ekki
lituð af sleggjudómum sem hugs-
anlega hafa byggst upp vegna
pólitískra átaka. Dæmi um slík
átök er umræða um það hver skuli
vera verkefni opinberra stofnana
og hver skuli vera verkefni einka-
fyrirtækja eða jafnvel fé-
lagasamtaka. Í þeim átökum hefur
því gjarnan verið haldið á lofti að
best sé að einkavæða opinberar
stofnanir eða bjóða rekstur þeirra
út til þess auka hagkvæmnina og
bæta þjónustuna.
Komið hefur á daginn að þetta
er alls ekki alltaf rétt þrátt fyrir
kenningar um annað.
Margar ríkisstofnanir
eru mjög vel reknar
og skila þegnunum
góðri þjónustu, ekki
síðri en einkafyr-
irtæki gætu boðið.
Það er viðurkennt að
gott samfélag þar
sem jafnræði og ör-
yggi þegnanna er haft
að leiðarljósi þarf á
traustum ríkisstofn-
unum að halda. Við
viljum góða löggæslu
og við viljum öryggi t.d. þegar
fjallað er um sóttvarnir eða flug-
umferðarmál. Flest viljum við líka
jafnan aðgang þegnanna að góðu
skólakerfi og nú upp á síðkastið er
aukin krafa um að ríkisstofnanir
veiti einkarekstrinum aðhald eða
strengi öryggisnet ef einkaaðilar
standast ekki kröfur sem gerðar
eru. Ekki síst viljum við gott heil-
brigðiskerfi sem allir þegnarnir
hafa aðgang að þó að lengi megi
deila um hvað sé gott í því sam-
hengi, það er bæði pólitísk og sið-
ferðileg spurning.
Þrátt fyrir að á Íslandi séu
flestar ríkisstofnanir vel reknar er
ljóst að hægt er að gera betur í
þeim efnum. Í sumum tilfellum er
staða stofnana ekki nægjanleg
skýr í lögum og stundum er jafn-
vel skörun á verkefnum mismun-
andi stofnana. Einnig eru margir
sammála um að fjárlagaferlið sé
flókið og ógegnsætt þar sem yf-
irmenn stofnana hafa takmark-
aðan aðgang til að koma að fag-
legum sjónarmiðum. Við
umbótaverkefni í opinberum
rekstri er vænlegt til árangurs að
spyrja þá sem best þekkja en það
eru oftast starfsmenn og stjórn-
endur stofnana. Einnig er mik-
ilvægt að nýta það uppbygging-
arstarf sem þegar er hafið í
samfélaginu eins og Þjóðfundinn
sem haldinn var í Laugardagshöll-
inni 14. nóvember síðastliðinn.
Gagnlegt er að hafa að leiðarljósi
þau gildi sem oftast voru nefnd á
Þjóðfundinum þ.e. heiðarleika,
jafnrétti og virðingu. Gleymum því
ekki að opinber rekstur er ein af
grunnstoðum í góðu réttlátu sam-
félagi. Slíkur rekstur þarf að njóta
trausts og vera í góðum tengslum
við aðrar greinar atvinnulífsins og
samfélagið í heild. Hjálpumst að
við að byggja upp og viðhalda því
trausti með heiðarlegri og réttlátri
umræðu.
Fjöllum heiðarlega
um íslenskar stofnanir
Eftir Magnús Guð-
mundsson » Opinber rekstur er
ein af grunnstoðum í
góðu réttlátu samfélagi.
Slíkur rekstur þarf að
njóta trausts og vera í
góðum tengslum við
samfélagið.
Magnús Guðmundsson
Höfundur er formaður Félags for-
stöðumanna ríkisstofnana.