Morgunblaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 56
8. Jón Leifs –
líf í tónum
Eftir Árna
Heimi Ingólfsson.
Mál og menning.
„Þessi saga er
verðskuldaður
minnisvarði um
óvenjulegan og
erfiðan listamann.“
9. Heim til
míns hjarta
Eftir Oddnýju
Eiri Ævarsdótt-
ur. Bjartur.
„Verkið er út-
hugsað allt frá
kápu inn að
kjarna sem gerir
það að verkum að
Heim til míns hjarta er bók sem
ánægjulegt er að horfa á og þefa af,
lesa og velta fyrir sér.“
10. Köttur úti í
mýri – íslensk
ævintýri
Silja Að-
alsteinsdóttir
valdi og Halldór
Baldursson
myndskreytti.
Mál og menning.
„Frábært úrval
ævintýra, glæsilega myndskreytt,
fyrir börn sem fullorðna.“
1. Harmur engl-
anna
Eftir Jón Kal-
man Stefánsson.
Bjartur.
„Maður reynir
að treina sér lest-
urinn, spara við
sig til að bókin
verði ekki búin
alltof fljótt … Harmur englanna er
himnesk lesning.“
2. Ummyndanir
Eftir Publius
Ovidius Naso,
Kristján Árnason
íslenskaði. Mál og
menning.
„Það er ávallt
nokkur áfangi í
menningarsögu
þjóðar þegar gef-
in eru út grundvallarrit. Ég hygg að
á því sé ekki nokkur vafi að Um-
myndanir Óvíds séu þess háttar rit.
Kristján Árnason hefur nú lokið því
þrekvirki …“
3. ÞÞ – í forheimskunarlandi
Eftir Pétur Gunnarsson. JPV for-
lag.
„Í alla staði frábær bók. Skrifuð af
hlýju og um-
hyggju fyrir við-
fangsefninu, en
jafnframt afar
upplýsandi, ein-
staklega vel
byggð og bráð-
skemmtileg.“
4. Vegur minn
til þín
Eftir Matthías
Johannessen. Há-
skólaútgáfan.
„Merkilegt og
hrífandi verk, án
efa einn af hátind-
unum á ferli
skáldsins.“
5. Milli trjánna
Eftir Gyrði
Elíasson. Upp-
heimar.
„Fantasían
tekur oft völdin í
sögum Gyrðis.
En þær eru jafn-
framt hnitmið-
aðar.
Borges hefði
jafnvel ekki getað hnitað sumar
þeirra betur saman … Gyrðir er
enginn miðlungshöfundur.“
6. Jöklar á Íslandi
Eftir Helga
Björnsson. Opna.
„Þessi bók á
mikið erindi til
Íslendinga, ekki
síst hinna ferða-
glöðu. Hún opnar
augu allra sem
hafa unun af að
lesa í landið fyrir undrum nátt-
úruaflanna. Þeir munu líta landið
öðrum augum eftir lesturinn.“
7. Mynd af Ragn-
ari í Smára
Eftir Jón Karl
Helgason. Bjart-
ur.
„[N]álgunin er
lifandi og úr-
vinnslan svo
vönduð, að allt frá
fyrstu
síðu … drífur frásögnin forvitinn
lesandann áfram.“
Bestu bækur ársins
Jón Kalman Stefánsson Harmur englanna er himnesk lesning.
56 Menning
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009
Eins og vill vera eru bækur ársins jafn ólíkar
sem þær eru margar. Tvær þeirra sem hér eru
nefndar segja öðrum þræði sögu New York,
ein fjallar um Damaskus og svo má segja að
bók Orhans Pamuks fjalli ekki síst um Ist-
anbúl, borgina sem hann elskar, þó að annað
sé í forgrunni. Við hlaupum líka fram og aftur
í tíma, allt frá sextándu öld til þarnæstu aldar
eða þar um bil. Allar eiga bækurnar það þó
sameiginlegt að þær eru liprar og skemmti-
legar aflestrar, sem hlýtur að vera helsta
krafa lesandans, ekki satt?
1. Let the Great World Spin
Eftir Colum McCann.
Í Let the Great World
Spin segir Colum McCann
sögu íbúa í New York á átt-
unda áratugnum, innflytj-
enda, allsleysingja, vænd-
iskvenna og dópista, og um
leið er hann að segja sögu
borgarinnar. Sögurnar eru
margar, en ganga franska
ofurhugans Philippe Petit á línu milli tvíturnana
hnýtir þær saman á eftirminnilegan hátt. Bókin
hlaut önnur helstu bókaverðlaun Bandaríkj-
anna, National Book Awards, og það að verð-
leikum.
2. Wolf Hall
Eftir Hilary Mantel.
Booker-verðlaunabókin
Wolf Hall segir frá viðsjám
og valdabaráttu við hirð
Hinriks áttunda. Hilary
Mantel segir okkur söguna
í gegnum Thomas Crom-
well sem var helsti ráðgjafi
Hinriks á árunum 1532 til
1540 og átti snaran þátt í
aðskilnaði ensku kirkjunnar og páfastóls.
Cromwell hefur ekki verið borin vel sagan til
þessa en í bók Mantels birtist hann sem göf-
uglyndur og gjafmildur umbótasinni sem nær
svo langt að verða annar valdamesti maður
Englands, næst konunginum.
3. The Museum of Innocence
Eftir Orhan Pamuk.
Tyrkland er land mikilla
andstæðna; annars vegar
eru vel menntaðir og oftar
en ekki vellauðugir Tyrkir
sem kjósa aukið samneyti
við Evrópu og aðgang að
Evrópusambandinu, og á
hinn bóginn illa menntaður
og illa stæður almenn-
ingur. Lykilatriði í bókinni
er einmitt þessar andstæður og þá ekki síst
árestkrar sem verða vegna þess að siðferðisvið-
mið rekast á, annars vegar evrópskt frjálslyndi
og hinsvegar íhaldssemi í kynferðismálum og
þá ekki síst afstaðan til kvenna.
4. The Dark Side of Love
Eftir Rafik Schami.
Fyrir fjörutíu árum
hrökklaðist Rafik Schami
frá Sýrlandi til Þýskalands
og skrifaði því þessa bók á
þýsku en hún gerist þó að
mestu í Damaskus. Það er
erfitt að lýsa henni í stuttu
máli en hún fjallar um ást
og afbrýði, morð, komm-
únisma og íslam og önnur
trúarbrögð, ættbálkadeilur og fjölskyldutengsl,
uppreisn fátæklinga, alræði Baath-flokksins,
stjórnmálasögu Sýrlands og svo má lengi telja,
enda er þetta engin venjuleg skáldsaga heldur
frekar safn af óteljandi smásögum sem allar eru
þó ein heild.
5. The Little Stranger
Eftir Söruh Waters.
Sarah Waters heldur sig
á fimmta áratugnum líkt og
í síðustu bók sinni, en nú er
hún að skrifa draugasögu,
eða svo virðist í það
minnsta á yfirborðinu. Þeg-
ar grannt er skoðað kemur
nefnilega í ljós að hún er að
velta fyrir sér spennu milli
stétta í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar þeg-
ar ensk yfirstétt hætti að skipta máli í ensku
samfélagi – draugahúsið hrörlega er birting-
armynd gamla tímans.
6. The Anthologist
Eftir Nicholson Baker.
The Anthologist segir frá
minni háttar skáldi sem
hefur tekið saman ljóðasafn
og glímir nú við að skrifa
inngang fyrir það. Það
gengur ekki þrautalaust,
enda kærastan nýfarin frá
honum og fjárhagurinn í
rúst. Saman við þessa
þrautasögu fléttar Baker
síðan meinfyndnum vangaveltum um ljóðlist,
stuðla og höfuðstafi og segir svæsnar sögur af
fjölmörgum ljóðskáldum þekktum og óþekkt-
um.
7. The Financial Lives of the Poets
Eftir Jess Walter.
Jess Walter er einn af forvitnilegustu rithöf-
undum Bandaríkjanna nú um stundir og þá
ekki síst fyrir það að hann hefur verið ófeiminn
við að taka fyrir nútímann, hvort sem það er
forsetakosningar vestan
hafs (Citizen Vince) eða
árásirnar á tvíturnana (The
Zero). Í The Financial Li-
ves of the Poets tekur hann
fyrir bóluna miklu sem
sprakk svo eftirminnilega
um heim allan á síðasta ári
og geri það bæði með beittu
innsæi og napurri kímni.
8. The Windup Girl
Eftir Paolo Bacigalupi.
Paolo Bacigalupi hefur
vakið athygli fyrir smásögur
þar sem hann dregur upp
mynd af heimi þar sem olíu-
þurrð og loftslagsbreytingar
hafa leitt af sér hrun heims-
velda. Í þeirra stað hafa risið
ný veldi sem byggjast á hita-
einingum – þegar hungur er
viðvarandi hlýtur sá sem á
fæðu að vera í lykilaðstöðu og ekki síst stórfyr-
irtæki sem luma á genabreyttum matjurtum.
Söguhetjan í þessari mögnuðu bók er annars
genabreytt mannvera sem á þá ósk heitasta að
geta horfið í hópinn en lendir í hringiðu illvígra
átaka milli vestrænna viðskiptavelda og taí-
lenskra hugsjónamanna í Bangkok sem er við
það að sökkva í sæ.
9. The Sweetness at the Bottom of the Pie
Eftir Alan Bradley.
Þegar Alan Bradley var
að skrifa sína fyrstu skáld-
sögu birtist óforvarandis í
henni ung stúlka með munn-
inn fyrir neðan nefið sem
heillaði hann svo að skáld-
sagan var lögð á hilluna og
hann byrjaði á nýrri bók
með stúlkuna, Flavia de
Luce, í aðalhlutverki. Sagan
er blanda af gamaldags stofudrama og snúinni
glæpasögu og gengur einkar vel upp.
10. D-Day
Eftir Anthony Beevor.
Fáir standa Anthony Bee-
vor á sporði þegar frásagnir
af stríði eru annars vegar og
þá ekki bara fyrir sagn-
fræðilega nákvæmni og skil-
merkilega uppbyggingu
heldur ekki síst fyrir það að
hann dregur ekkert undan. Í
D-Day, sem rekur innrás
bandamanna í Normandí,
segir hann söguna af pólitíkusum (sem sumir
voru herforingjar) og hermönnum, en líka skelf-
ingarástandi meðal óbreyttra borgara í Frakk-
landi sem féllu í tugþúsundatali.
Erlendar bækur ársins
McCann Í Let the Great World Spin segir hann sögu íbúa í New York á áttunda áratugnum.
Árni
Matthíasson