Morgunblaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 38
38 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 HÉR Á EFTIR fylgir listi yfir ým- islegt sem gott er að hafa í huga þeg- ar þú hættir að reykja. Útvegaðu þér staðgengla fyrir sígarettuna. Sá sem reykir einn pakka á dag ber höndina u.þ.b. 1.000 sinnum á viku upp að munninum. Þetta er orðinn sterkur vani sem skilur oft eftir sig tómleikakennd sem heilinn túlkar sem tóbaks- löngun. Hér á eftir fylgir listi yfir ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar þú hættir að reykja. Láttu annars hugmyndaflugið ráða og leit- aðu leiða sem passar þér best: * Sankaðu að þér lesefni um skað- semi reykinga og haltu áfram að leita að nýju efni. * Í apótekum og víðar fæst mentól munnúði í litlum aflöngum brúsum sem gott er að fitla við og úða annað slagið upp í sig til að fá ferskt bragð. * Mentól nefstifti geta líka hjálpað á svipaðan hátt. * Í ýmsum heilsubúðum er hægt að kaupa lakkrísrót sem mörgum finnst gott að naga eftir að þeir hætta að reykja. Sagaðu hana gjarn- an niður í bita á stærð við sígarettur og hafðu bitana í öskju þar sem þú varst vön/vanur að hafa tóbakið áð- ur. * Drekktu mikið af vatni og hrein- um ávaxta- og grænmetissafa. * Hvernig væri að safna stubb- unum og ösku í sultukrukku? Helltu gjarna smávatni yfir og settu lokið á. Opnaðu ef þú færð löngunarkveisur og lyktaðu upp úr krukkunni. * Hafðu gjarnan tannbursta og tannkrem við höndina og burstaðu tennurnar nokkrum sinnum á dag. * Reyksíminn – 800 6030. Hringdu gjarnan í Reyksímann strax í dag og skráðu þig hjá þeim. Þú getur hringt eins oft og þú vilt og beðið um að hringt verði í þig og það kostar ekki neitt. ÁSGEIR R. HELGASON, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu hætta að reykja? Frá Ásgeiri R. Helgasyni NÚ VIRÐIST fyrirsjáanlegt að kreppan muni lenda á unglingum þessa lands öðrum fremur. Er það vegna þess að nið- urskurður hefur orðið í fjár- framlögum til framhaldsmennt- unar eftir skyldu- námsstig. Því hlýtur nú að fjölga þeim nemendum sem komast ekki í neitt nám eftir grunnskóla, og ekki í vinnu heldur. Þeim mun því fjölga sem eru á aldrinum 15 til 18 ára, sem þurfa að læra að ala sig upp sjálfir, án aðstoðar skólakerfis eða vinnustaðar. Gallinn er, að á þessum aldri hefur fólkið ekki þroska til að vinna skipulega að langtímamark- miðum á eigin spýtur. Jafnvel vænstu unglingar geta afvegaleiðst á þessum aldri ef slakað er á aðhaldi frá skóla, foreldrum eða vinnustað. Því má vænta að æskulýðsráðum, fé- lagsheimilum unglinga og Hinu hús- inu og Skólabæ, og upptökuheimilum, muni lítt ganga að stoppa upp í það stóra gat sem margir unglingar munu nú lenda í um árabil; þrátt fyrir góðan vilja til að miðla til þeirra tóm- stundaiðkunum og metnaði til að láta ekki fallast hendur. Verst mun þó fara fyrir þeim sem komu frá heimilum þar sem einhverju var áfátt, sem bjuggu ekki að tveimur menntuðum og starfandi foreldrum með sæmileg fjárráð og heilsu- samlegt líferni. Þeir gætu auðveld- lega lent í spillingargildrum sem eng- inn hefði valið fyrirfram. Og þá fjölgar þeim sem afvegaleiðast fyrir lífstíð, oftlega með meiri fjárhags- legum kostnaði fyrir þjóðfélagið en sem svarar einu starfsmannastöð- ugildi á hvern skjólstæðing. Við þessar aðstæður neyðumst við til að horfast í augu við að þátttakan í framhaldsmenntun er miklu minni að hlutfalli en í löndunum sem við berum okkur helst saman við. Það var auð- velt að horfa fram hjá þessu í góð- ærinu þegar okkar hámenntuðu og hágáfuðu útrásarvíkingar virtust vera dæmigerðir fyrir meðal- Íslendinginn. En nú virðist spurn- ingin blasa við: Viljum við horfa til framtíðar, þar sem við reynum að tryggja að allir vinnufærir Íslend- ingar geti notið krafta sinna í einum þjóðarhópi, eða eigum við að beina augunum aftur til fortíðar, þar sem sjálfsagt þótti að þeir verst settu mættu afgangi? Því ekki skortir þann fortíðarveruleika til viðmiðunar held- ur. Við verðum að horfast í augu við þann veruleika, að annaðhvort séu Ís- lendingar fremur lítið menntuð þjóð að meðaltali, eða þá að Íslendingar séu tvær þjóðir, þar sem sú minni er vel menntuð, en þorri fólks er lítið menntaður; þrátt fyrir allar hégiljur um hið gagnstæða. Þrátt fyrir bók- elsku, vinnusemi, ættarsamfélag og mikil útgjöld til menntamála. Ef við horfumst í augu við þetta, blasa tveir kostir einkum við: Að hinir illa settu flýi land sem sitt helsta úr- ræði, eða: Að við sættum okkur við að vera bara eins og við erum, um fyr- irsjáanlega framtíð: Hégómleg ætt- arþjóð á eyju í Ballarhafi, sem læst ekki frekar en verkamaðurinn vera mikið meira en heiðarleg fjölskylda; sem horfir til fjarlægrar framtíðar í von um að minnka lífskjarabilið við nágrannaþjóðirnar, en er um leið viðbúin því að sætta sig við að svo muni kannski aldrei verða; því mestu skiptir jú þegar öllu er á botninn hvolft að vera bara hraustur og lífs- glaður, og að vinna vel fyrir sitt grenndarsamfélag! (Og kannski einn- ig að reyna að efla með sér vonina um að þetta góða jarðarlíf muni í raun og veru aldrei taka enda). Og að sjálfsögðu að reyna að gera það sem við getum fyrir unglingana okkar í leiðinni, til að sem flestir þeirra geti fundið sér eitthvað gef- andi til að vera við uppi á okkar bless- aða skeri. TRYGGVI V. LÍNDAL, þjóðfélagsfræðingur og skáld. Kreppan og unglingarnir Frá Tryggva V. Líndal Tryggvi V. Líndal V i n n i n g a s k r á 35. útdráttur 30. desember 2009 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 5 8 1 8 2 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 5 7 1 0 6 9 6 8 4 4 3 2 1 6 9 8 7 4 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3723 10868 33831 56291 62630 64052 4731 22806 43871 62428 62662 66773 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 1 2 7 0 8 1 8 8 1 7 1 6 0 3 4 3 3 1 4 5 7 7 6 5 6 5 6 0 6 6 1 4 8 7 5 4 2 1 1 6 5 6 9 4 1 3 1 8 6 8 7 3 4 8 4 8 4 6 2 5 8 5 7 5 8 6 6 6 7 4 9 7 6 5 1 5 1 6 8 4 1 2 0 8 5 1 8 8 5 0 3 5 7 4 4 4 7 0 4 4 5 8 0 0 7 6 7 2 7 9 7 6 5 3 1 2 1 6 4 1 3 7 0 6 1 9 5 8 4 3 7 3 9 2 4 7 0 7 6 5 9 1 9 1 6 7 7 0 7 7 6 6 0 5 2 6 6 8 1 5 3 9 9 2 1 0 4 4 3 8 6 3 7 4 7 3 4 6 6 0 2 1 6 6 8 1 0 0 7 6 7 0 0 2 9 7 9 1 5 4 8 9 2 2 5 8 7 4 0 1 9 3 4 7 7 6 3 6 2 0 1 9 6 9 2 8 1 7 7 1 5 0 3 1 4 1 1 5 8 4 9 2 5 6 0 4 4 0 8 7 6 4 8 8 9 0 6 2 4 6 4 7 0 0 2 2 7 7 2 2 8 4 3 3 7 1 5 8 9 9 2 7 1 8 4 4 1 4 1 7 4 9 4 8 4 6 2 8 9 6 7 1 9 1 9 7 8 7 0 7 5 2 2 2 1 6 2 7 3 2 8 0 2 5 4 1 6 4 7 4 9 4 8 8 6 3 2 6 7 7 2 2 5 2 7 8 7 8 5 7 1 9 6 1 6 4 0 6 2 9 2 0 9 4 2 2 9 4 5 0 6 8 5 6 3 6 9 3 7 3 8 2 2 7 4 2 5 1 6 8 3 2 3 1 2 3 2 4 2 9 2 8 5 3 0 7 4 6 4 6 4 5 7 3 8 9 2 7 9 1 3 1 7 0 6 5 3 1 7 6 5 4 3 7 3 2 5 3 1 7 9 6 5 7 5 3 7 4 0 5 6 8 1 0 4 1 7 1 1 5 3 3 4 5 7 4 4 3 3 3 5 4 5 1 8 6 6 0 8 6 7 4 6 9 1 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 1 8 6 1 0 4 4 9 1 9 3 5 1 3 0 7 8 7 4 2 8 6 8 5 2 1 1 9 6 1 7 0 2 7 1 5 9 0 8 5 9 1 0 4 5 0 1 9 7 1 3 3 1 2 2 8 4 2 8 9 8 5 2 4 1 8 6 2 1 3 2 7 2 3 7 8 9 0 4 1 0 8 3 7 1 9 7 8 0 3 1 4 0 4 4 3 1 0 8 5 2 7 4 0 6 2 1 6 7 7 2 4 9 2 9 9 7 1 1 1 0 3 1 9 8 8 0 3 1 4 5 2 4 3 1 9 2 5 2 7 6 0 6 2 5 0 1 7 2 6 4 7 1 4 7 5 1 1 9 4 0 2 0 4 6 7 3 1 6 3 9 4 3 5 2 7 5 3 0 8 8 6 2 5 8 1 7 2 6 5 5 2 3 8 7 1 2 2 5 4 2 1 2 9 7 3 2 1 3 5 4 3 8 0 5 5 3 3 1 1 6 2 7 5 2 7 3 4 0 7 2 5 2 8 1 3 0 4 5 2 1 6 0 8 3 2 1 4 5 4 3 9 9 6 5 3 3 6 6 6 2 7 6 9 7 3 9 1 9 2 7 3 4 1 3 1 8 7 2 1 6 7 7 3 2 2 5 4 4 4 0 7 5 5 3 3 7 4 6 3 6 4 8 7 3 9 3 2 3 2 7 0 1 3 2 1 4 2 2 3 6 5 3 2 3 4 3 4 4 2 0 8 5 3 4 4 4 6 3 6 6 0 7 4 6 1 8 3 5 5 8 1 3 2 2 3 2 3 7 2 5 3 2 9 4 8 4 4 9 3 8 5 3 7 5 3 6 3 8 1 0 7 4 6 1 9 4 0 3 6 1 3 3 2 4 2 3 8 6 2 3 3 2 6 0 4 5 0 6 6 5 3 8 6 3 6 3 9 7 5 7 4 6 3 2 4 2 5 4 1 3 8 9 5 2 4 0 3 7 3 3 3 6 6 4 5 3 9 8 5 4 5 0 2 6 3 9 9 0 7 4 9 4 3 4 6 6 0 1 3 9 6 9 2 4 0 3 8 3 3 7 3 2 4 5 4 3 8 5 4 7 2 6 6 3 9 9 7 7 5 1 0 8 4 6 8 0 1 4 2 6 6 2 4 2 5 3 3 4 1 3 4 4 5 6 6 5 5 4 8 1 6 6 4 3 2 8 7 5 3 0 4 5 5 8 2 1 5 0 4 0 2 4 2 7 7 3 5 0 6 2 4 5 7 3 9 5 5 1 3 0 6 4 5 3 1 7 5 6 5 8 5 6 3 7 1 5 2 1 4 2 5 4 7 6 3 5 0 8 5 4 6 2 3 9 5 5 2 9 1 6 5 8 4 9 7 6 2 0 4 7 2 9 8 1 5 9 9 2 2 6 3 7 7 3 5 7 9 5 4 6 4 6 9 5 5 5 1 7 6 5 9 5 2 7 6 4 8 7 7 3 2 2 1 6 7 0 4 2 6 4 1 9 3 6 3 3 5 4 6 5 3 1 5 5 5 2 4 6 6 3 1 7 7 6 6 7 8 7 3 8 8 1 6 7 3 9 2 6 7 1 6 3 7 6 5 0 4 6 6 7 5 5 6 7 5 3 6 7 1 9 4 7 7 1 2 5 7 5 4 4 1 6 9 5 9 2 6 7 8 7 3 8 2 6 7 4 7 2 6 4 5 6 7 6 3 6 7 2 3 5 7 7 6 6 5 7 6 8 9 1 7 1 7 3 2 7 2 2 8 3 8 4 9 7 4 7 6 8 8 5 6 7 9 5 6 7 2 5 0 7 8 4 1 3 7 7 5 0 1 7 1 9 1 2 7 5 5 1 3 8 5 9 6 4 7 7 4 8 5 7 5 4 9 6 7 4 0 3 7 8 6 2 4 7 9 0 0 1 7 3 0 6 2 7 6 1 1 3 8 7 6 6 4 7 9 2 1 5 7 7 4 9 6 7 4 2 5 7 9 2 9 0 8 0 6 8 1 7 4 0 7 2 7 6 2 2 3 9 9 8 1 4 8 6 2 0 5 8 0 8 8 6 7 5 8 3 7 9 3 9 2 8 3 8 5 1 8 3 6 1 2 7 7 2 4 4 0 2 3 5 4 8 7 8 3 5 8 4 9 9 6 7 9 4 0 7 9 7 5 8 8 9 8 3 1 8 3 9 5 2 7 8 9 1 4 1 2 0 7 4 9 6 9 3 5 8 7 7 0 6 9 2 6 8 7 9 7 6 1 9 3 0 4 1 8 4 1 3 2 8 2 1 9 4 1 3 2 8 4 9 7 1 5 5 8 8 0 5 6 9 7 8 2 9 4 5 1 1 8 4 2 4 2 8 9 4 6 4 1 6 1 7 5 0 6 1 3 5 9 0 6 5 7 0 6 6 1 9 4 6 5 1 8 9 2 2 2 9 1 9 5 4 1 9 0 6 5 0 6 4 2 5 9 6 2 3 7 0 7 1 6 9 6 3 1 1 8 9 5 3 2 9 3 3 3 4 2 6 0 3 5 0 8 2 9 6 0 0 9 7 7 0 7 8 6 9 8 0 1 1 9 1 5 3 3 0 0 9 1 4 2 6 6 4 5 1 0 9 1 6 0 6 9 8 7 1 0 7 2 1 0 1 0 8 1 9 2 0 2 3 0 4 1 6 4 2 6 8 9 5 1 8 5 3 6 1 0 4 6 7 1 1 3 9 Næstu útdrættir fara fram 7. jan, 14. jan, 21. jan & 28. jan 2010 Heimasíða á Interneti: www.das. HÆGBRENN- ANDI tundurþráð- urinn hlykkjaðist hvissandi um Banda- ríkin í leit sinni að fjármálastofunum með nægu tundri til að gera gaman. Þessi hægbrennandi þráður náði til Bret- lands og gerði þar nokkrar góðar stjörnur. Á meg- inlandi Evrópu var betri tundur- þráður, hraðbrennandi og nóg af púðri sem olli keðjusprengingum. Í fjármálastofnunum um allan hinn vestræna heim. Á Íslandi var og nóg af sprengiefni okkur sjálf- um til gamans, en á Bretlands- eyjum, Hollandi og víðar voru nokkrir ís- lenskir pörupiltar að föndra við sprengju- gerð með leyfi þar- lendra yfirvalda og studdir regluverki Evrópusambandsins. Við hér uppi á Íslandi, þ.e.a.s. þau okkar sem erum einföld og stönd- um á fótunum, borgum skatta og vinnum með höndunum, vissum næsta lítið um það sem þeir voru að bauka þarna suð- urfrá, enda kom það okkur ekkert við, þeir áttu þessi fyrirtæki og voru að sínu bauki sér til handa en ekki okkur. Töldu og margir hérlendis að best væru þeir komn- ir með sín klækjabox sem lengst frá Íslandi. En þar bilaði vísdóm- urinn, því gamlir bændur vita að ódæla vandræðahunda á að hafa í keðju svo þeir komist ekki í féð, eða slá þá af ella. Gjörkostir Af sinni alkunnu háttvísi veittu Bretar okkur lán, óumbeðið, og sömdu skilmála þess fyrir okkur. Tilgangur þessara sérstöku al- mennilegheita er að lagfæra kerf- isbilun og Darling og Brown veitt Evróheimild til að sparka í tækið ásamt þeim öðrum sem tekið hafa Evrópestina. Áður á tímum var svona háttur nefndur einelti. En lán þetta var til greiðslu á tjóni sem pörupiltarnir íslensku eiga að hafa valdið þeim Bretum með sinni sprengjusmíð. Ekkert hefur frést af að Bretar hafi veitt Bandaríkjamönnum svona sér- þjónustu vegna þess tjóns sem af þeirra drengjum leiddi. En það er nú önnur saga. Varnarkostir Við hér uppi á Íslandi erum að því leyti verr stödd en aldareyndir grannar okkar hér suður af að vera ekki langreynd í neinu öðru en ósjálfstæði og kúgun. Þeim er því nokkur vorkunn sem ekki urðu forvitrir fyrr en eftir á. Það villti og sýn að eftir Steingríms- tímabilið fyrra tóku við betri ár en íslensk þjóð hafði lifað síðan land byggðist. Enda er það innbyggt í allar heilbrigðar skepnur, að hrista af sér doða þrenginga og lifa á meðan gefst. Varnir eru reyndar bannaðar á Íslandi og upplýsingar um krosstengdar sprengjusmíðar voru læstar inni í bönkum sem við áttum ekkert í og kom þar með ekkert við. Kostir til varna voru því frekar fáir, og linir þeir er voru. Fjölmiðlar, að út- varpi þjóðarinnar meðtöldu, voru í föðurlegum höndum Bessa- staðavaldsins. Alsæla Allt er þetta gott og blessað, því nú gengur yfir Steingríms- tímabilið hið síðara og eitt af þremur fjöreggjum þjóðarinnar á leið í örugga vörslu hjá Bretum og Hollendingum. Evrópusambandið tekur svo til verndar egg Jóhönnu, og þar með verða þau kæst í öruggri geymslu, líkt og ostar og vín Evróaðalsins. Pottaglamrarar og grjótkastarar geta svo spælt það síðasta á lögreglunni okkar og haldið veislu til heiðurs Bretum og Evrópusambandinu, og svo sjálf- um sér sem og forsauði sínum, Steingrími hinum síðari. Í hnotskurn Eftir Hrólf Hraundal » Á Íslandi var og nóg af sprengiefni okkur sjálfum til gamans, en á Bretlandseyjum, Hol- landi og víðar voru nokkrir íslenskir pöru- piltar að föndra við sprengjugerð með leyfi þarlendra yfirvalda .... Hrólfur Hraundal Höfundur rekur vélsmiðju á landsbyggðinni. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðs- ins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna við- burði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efn- isþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.