Morgunblaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 Í FYRRADAG barst Hjálparsveit skáta í Hveragerði að gjöf sjálf- virkt hjartastuðtæki. Gjöfin barst frá velviljuðum einstaklingi sem ekki vill láta nafns síns getið. Hjálp- arsveitin þakkar innilega fyrir þessa gjöf. Stuðtæki sem þessi eru búin að vera á markaðnum á Íslandi um nokkurra ára skeið og hafa bjargað fjölda mannslífa. Tæki þessi eru alsjálfvirk og er gjöf þessi góð við- bót við búnað sveitarinnar sem stóreykur öryggi á svæðinu. Góð gjöf Ánægja er meðal hjálpar- sveitamanna með stuðtækið. Óvænt gjöf LÍKAMSRÆKTARÞJÁLFARINN Halldóra Matthíasdóttir, einnig þekkt sem Sigga Dóra, hefur opn- að nýja heilsumiðstöð að Stór- höfða 17 í Reykjavík. Heilsumiðstöð Siggu Dóru er öðruvísi en hefðbundnar líkams- ræktarstöðvar en mikil áhersla er lögð á persónulega þjónustu og aðhald. Aðstaðan er notaleg og hentar vel fyrir þá sem vilja æfa í rólegu og þægilegu umhverfi. Fjölbreytt námskeið eru í boði hjá Heilsumiðstöðinni eins og Rope Action námskeiðið, Jane Fonda námskeiðið. lifðu lífinu lifandi og ýmis dansnámskeið. Gufubað, nuddarar og höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferðir eru einnig til staðar. Ný og óvenjuleg líkamsræktarstöð LÖGREGLAN lagði hald á rúmlega 200 kannabisplöntur við húsleit í Breiðholti í fyrradag. Á sama stað fannst einnig landi og bruggtæki og var það sömuleiðis tekið í vörslu lögreglunnar. Lögreglan gerði jafnframt aðra húsleit í borginni en í henni fundust um 30 kannabis- plöntur. Þrír aðilar hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn málanna. Þeir hafa allir játað aðild sína og eru lausir úr haldi lögreglu. Fundu kannabis Flugbjörg- unarsveitin í Reykjavík stendur fyrir leitinni að ljótasta jólatré landsins. Sá sem hýsir ljótasta tréð mun hljóta veglegan flugelda- pakka að gjöf frá Flugbjörgunar- sveitinni. Til að taka þátt í keppninni send- ir fólk mynd af trénu á facebook- síðu. Síðan getur fólk kosið ljótasta tréð með því að skrifa „ojjj“ undir myndina sem því finnst ljótust. Hægt er að kjósa til kl. 12 í dag, gamlársdag. Verðlaun fyrir ljótasta jólatréð STUTT Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞEGAR þetta er ritað eru 16.245 án vinnu á Ís- landi og eru þar af tæp 59%, eða 9.550, karlar. Staðan er þó ekki jafn slæm og þessar tölur gefa til kynna því um fimmtungur er í hlutastörf- um á móti bótum, auk þess sem sumir hafa tekjur en gefa þær ekki upp að því er talið er. Á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að at- vinnuleysi í nóvember hafi verið um 8% en 9,1% í apríl, þegar það náði hámarki í kjölfar hrunsins. Atvinnuleysið er sundurliðað en fram kemur að um 53% þeirra sem voru án vinnu í nóvember höfðu aðeins lokið grunnskólaprófi eða 7.885 af 15.017. Til samanburðar höfðu 2.165 eða 14% lok- ið iðnnámi, 1.718 eða 11% stúdentsprófi og 2.223 eða 15% háskóla- eða sérnámi, eins og það er skilgreint. Hinir, um 7% atvinnulausra, hafa lokið ýmsu framhaldsskólanámi, vélstjóra- og stýri- mannanámi eða tekið verslunarpróf. Með öðrum orðum: Um 86% atvinnulausra í nóvember höfðu ekki lokið háskóla- eða sérnámi. Innan við fimm prósent hafa ekki vinnu Á vef Hagstofu Íslands má fletta í ritinu Landshagir en þar er meðal annars að finna upp- lýsingar um menntun Íslendinga á aldrinum frá 16 og upp í 74 ára á tímabilinu 1991 fram til árs- ins 2008. Tölur fyrir 2009 liggja ekki fyrir en fram kem- ur að í lok síðasta árs voru 50.200 Íslendingar með háskólamenntun en vinnuaflinn var þá áætl- aður 183.500 manns. Um 35% vinnuaflsins, eða 63.800 manns, höfðu þá lokið grunnmenntun, en tæp 38%, eða 69.500, starfs- og framhalds- menntun. Hafa ber í huga að margir Íslendingar hafa hafið störf erlendis eftir að fjármálakerfi landsins hrundi í fyrrahaust og því ljóst að hluti háskóla- menntaðra hefur flust úr landi. Erfitt er að áætla þennan fjölda nákvæmlega því Hagstofa Íslands hefur ekki undir höndum hlutfall háskólamennt- aðra af brottfluttum Íslendingum síðasta ár. Ef fjölda atvinnulausra með háskólapróf í nóv- ember, sem voru alls 2.223, er deilt í heildar- fjölda fólks á vinnumarkaðnum með slíka mennt- un undir lok síðasta árs, alls 50.200 manns, er hlutfallið 4,4%. Annar mælikvarði er að 3.588 brautskráðust úr háskóla 2007-2008 sem þýðir að innan við einn útskriftarárgangur er nú án vinnu. Stærðirnar langt í frá yfirþyrmandi Inntur eftir því hvort þetta sé ekki undir náttúrulegu atvinnuleysi tekur Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, undir að svo sé. „Ég held að það megi alveg fara að snúa þessu við. Það er kominn tími til að átta sig á því að kannski er þetta atvinnuleysi í heildarstærðum ekkert yfirþyrmandi miðað við það sem er ann- ars staðar. Eins er það líka að eftir því sem að menntunin eykst þeim mun meiri líkur eru á að viðkomandi haldi starfinu,“ segir Gissur og bætir því við að talsverð hreyfing sé á vinnumarkaði. „Á árinu sem nú er að líða erum við búnir að greiða atvinnuleysisbætur inn á yfir 30.000 kennitölur, eða inn á meira en helmingi fleiri kennitölur en í desember. Það er heilmikil hreyf- ing inn og út af atvinnuleysisskránni. Þeim sem er hættast við langtímaatvinnuleysi eru þeir sem eru með minnstu menntunina og standa því veik- astir.“ Gissur segir eftirtektarvert hversu staða ungs fólks sem aðeins hafi lokið grunnskóla sé slæm. „Ef farið er að greina þetta eftir aldri og menntun kemur í ljós að 70% af atvinnulausum ungmennum á aldrinum 16 til 24 ára hafa aðeins lokið grunnskólaprófi. Og í sumum tilfellum er um að ræða fólk sem hefur verið útskrifað úr grunnskólakerfinu án þess að hafa lokið prófi og getur því ekki farið í menntaskóla án þess að fara í undirbúningsáfanga. Þetta er gömul saga. Þeir sem eru veikastir fyrir eru þeir sem hafa verið í erfiðum verkamannastörfum og eru því gjarnan háðari atvinnuástandi en margir hópar.“ Ágæt störf að losna Spurður hvort háskólamenntaðir séu teknir fram yfir aðra í störf sem krefjist e.t.v. ekki slíkrar menntunar segir Gissur allan gang á því. „Það er auðvitað misjafnt en ég veit þó að það er meiri hreyfing á vinnumarkaðnum en menn halda við fyrstu sýn. Staðan er alls ekki þannig að störf losni ekki. Það getur þurft að bíða leng- ur eftir störfum en síðustu ár og samkeppnin er meiri en það eru líka að losna ágæt störf þar sem gerðar eru kröfur um menntun.“ Langskólamenntaðir hafa langflestir vinnu Atvinnuleysi á meðal háskólamenntaðra er undir náttúrulegum mörkum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Nemar í Háskólabíói Forðum var sagt að bókvitið yrði ekki í askana látið. Það eru mikil öfugmæli því háskólamenntaðir standa mun betur á vinnumarkaði. Útlitið er þó ekki bjart fyrir nýútskrifaða. Aðspurður hvað sé náttúrulegt atvinnuleysi seg- ir Gissur það álitamál. Þó sé gjarnan rætt um 4% í þeim efnum. Bilið sé iðulega talið 3-5%. Gissur undirstrikar að þótt atvinnuleysið sé minna hér en víða annars staðar séu umskiptin mikil og sársaukafull, enda hafi Ísland farið úr því að hafa nánast ekkert atvinnuleysi í þá stöðu að 8% vinnuaflsins séu nú án vinnu. Þá beri að hafa í huga að mikið af fólki hafi flust af landi brott, ásamt því sem uppsagnir í opinbera geiranum eigi eftir að koma fram. At- vinnuleysi þar sé enn aðeins í kringum 2%. Mikið atvinnuleysi á meðal ungs fólks sem að- eins hefur lokið grunnskólaprófi er talið bjóða ýmsum félagslegum vandamálum heim síðar meir og hyggst ríkisstjórnin svipta þau ung- menni bótum sem ekki þiggja ýmis úrræði sér til hjálpar. Má í þessu samhengi rifja upp þau orð Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra að gegnumstreymi hjá háskólamenntuðu fólki á atvinnuleysisskrá hafi verið umtalsvert en að sama skapi lítið hjá grunnskólamenntuðum. Umskipti úr „óeðlilegu ástandi“ Þegar rýnt er í atvinnuleysistölur kemur ber- lega í ljós sterk fylgni á milli menntunar og atvinnuleysis. Ætla má að innan við tuttug- asti hver Íslendingur með háskólapróf sé nú atvinnulaus. Staðan kann þó að versna. Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur sex mönnum, fimm Litháum og einum Ís- lendingi fyrir mansal á 19 ára gamalli litháískri stúlku. Brot mannanna varða samkvæmt upplýs- ingum frá ríkissaksóknara aðallega við 1. máls- grein 227. gr. a. almennra hegningarlaga. Í umræddri lagagrein segir að sá sem með blekkingum eða gegn vilja viðkomanda útvegar, flytur, hýsir eða tekur við einhverjum í þeim til- gangi að „notfæra sér mann kynferðislega eða til nauðungarvinnu eða til að nema á brott líffæri hans“ skuli sæta allt að átta ára fangelsi Hefur ríkissaksóknari óskað eftir framlengingu á gæsluvarðahaldi Litháanna til 26. janúar. Aðeins hefur einu sinni verið ákært fyrir mansal hér á landi síðan ákvæðinu var bætt í lögin árið 2003. Enn hefur ekki verið sakfellt á grundvelli þess fyr- ir dómstólum. Vætti stúlkunnar þungamiðja málsins Stúlkan sem um ræðir nýtur sérstakrar vernd- ar og er talin í hættu. Hún kom hingað til lands í október og kveðst ítrekað hafa verið seld í vændi í heimalandi sínu. „Hún er á vitnalista ákæruvalds- ins og um leið og þetta fer í aðalmeðferð mun hún koma fyrir dóminn,“ segir Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari, og kveður stúlkuna munu að öllum lík- indum bera vitni nema sakborningar játi þau brot sem ákært er fyrir. Þeir hafa hingað til allir neitað sök í málinu. Um tuttugu manns eru á vitnalista ákæruvalds- ins en þungamiðja málflutnings þess verður vitn- isburður stúlkunnar. Segir Kolbrún að ekki liggi mikið fyrir af öðrum sönnunargögnum þar sem málið kom til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum strax við komu stúlkunnar til landsins í október síðastliðnum. Starfsemin hafi því skilið eftir sig litla slóð hérlendis. Ekki liggur fyrir hvenær málið verður tekið fyr- ir í héraðsdómi Reykjaness en Kolbrún segir öll gögn komin til réttarins og reiknar með að það verði um miðjan janúar. Mun hún fara með málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Sex ákærðir í mansalsmálinu  Litháíska stúlkan er á vitnalista ákæruvaldsins í málinu  Ekki hefur verið sak- fellt fyrir mansal hér á landi  Málið fer líklega fyrir héraðsdóm um miðjan janúar » Gæsluvarðhaldið framlengt » Stúlkan aðeins nítján ára » Tuttugu manns á vitnalista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.