Morgunblaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009
J ó l a s ö f n u n
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
er hafin
Oft var þörf en nú er nauðsyn
Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega
hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349
eða á netfangið maedur@simnet.is.
Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur,
Hátúni 12b.
Icesave-málið verður sífellt verra.Það hefur verið hjúpað óheil-
indum, lifað á pukri og blekkingum
og útkoman því sú að einstök atriði
málsins þola ekki dagsins ljós.
Þetta varð öllum mönnum ljóst
við umræðuna í þinginu í gær.
Stjórnin hefurstungið und-
an skjölum í
stórum stíl og
ekki aðeins til að
blekkja almenn-
ing heldur einnig
innvígða, allt upp
í ráðherra. Og
þótt þetta sé af-
leitt og ófært er
þó einn þátturinn
skiljanlegur.
Það kom fram í gær að formaðursamninganefndar um þennan
glæsisamning, Svavar Gestsson,
hefði sagt við ráðgefandi lög-
fræðistofu í London að tiltekin at-
riði væru svo pólitískt viðkvæm að
alls ekki mætti sýna íslenska
utanríkisráðherranum þau. Breska
stofan varð sem steini lostin. Sendi-
herra lagði vafningalaust til að alls
ekki mætti trúa yfirmanni sínum,
utanríkisráðherranum, fyrir við-
kvæmum trúnaðarupplýsingum.
Hvað sem segja má um aðrar gerðir
Svavars í þessu máli munu landar
hans hafa góðan skilning á þessari
eðlilegu varfærni. Og alls ekki
álasa honum fyrir hana.
Ef fulltrúar bresku lögfræðistof-unnar hefðu verið í sal Alþingis
í gær hefðu þeir orðið jafn þrumu
lostnir. Þá kom sami utanríkis-
ráðherra kotroskinn í ræðustól og
sagði margt skondið en enginn
brosti né hló. En svo sagði ráð-
herrann í lokin alvarlegur í bragði:
„Ég hef alltaf sagt satt í þessu
máli.“ Og eins og hendi væri veifað
veltist þingheimur um í stjórnlaus-
um hlátri og var enginn sjáanlegur
munur á stjórnarliðum og andstæð-
ingum. „What was so funny?“ hefðu
Bretarnir vísast spurt og uppskorið
ennþá meiri hlátur.
Össur
Skarphéðinsson
What was so funny?
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík -8 heiðskírt Lúxemborg 8 skýjað Algarve 16 skúrir
Bolungarvík -3 skýjað Brussel 4 skýjað Madríd 9 skýjað
Akureyri -12 heiðskírt Dublin 3 skúrir Barcelona 17 léttskýjað
Egilsstaðir -10 léttskýjað Glasgow 3 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. -5 léttskýjað London 5 skúrir Róm 17 léttskýjað
Nuuk 2 skýjað París 10 skýjað Aþena 13 léttskýjað
Þórshöfn 1 léttskýjað Amsterdam 0 alskýjað Winnipeg -13 snjókoma
Ósló -14 léttskýjað Hamborg -1 snjókoma Montreal -15 skýjað
Kaupmannahöfn -2 léttskýjað Berlín -1 skýjað New York -3 heiðskírt
Stokkhólmur -9 snjókoma Vín 3 þoka Chicago -2 snjókoma
Helsinki -11 snjókoma Moskva -11 snjókoma Orlando 18 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
31. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5.47 4,1 12.09 0,6 18.11 3,8 11:21 15:42
ÍSAFJÖRÐUR 1.41 0,2 7.48 2,2 14.20 0,2 20.14 2,0 12:04 15:09
SIGLUFJÖRÐUR 3.44 0,2 9.59 1,3 16.26 0,0 22.51 1,2 11:49 14:50
DJÚPIVOGUR 3.01 2,0 9.19 0,3 15.15 1,7 21.21 0,1 10:59 15:03
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á föstudag (nýársdagur),
laugardag og sunnudag
Hægviðri og yfirleitt léttskýjað,
en stöku él á annesjum A-til.
Frost 2 til 15 stig, kaldast í inn-
sveitum NA-lands.
Á mánudag og þriðjudag
Norðanátt með éljum N- og A-
lands, en annars bjart og kalt
veður.
Á miðvikudag
Líklega hægviðri, léttskýjað og
talsvert frost.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Hæg norðlæg eða breytileg átt,
yfirleitt léttskýjað, en él á an-
nesjum fyrir norðan. Víða bjart-
viðri, en smáél úti við V- og A-
ströndina. Frost víða 0 til 10
stig, mest í innsveitum á N-
landi.
UM hver áramót leita á milli 10 og 20 manns til
bráðamóttökunnar á Landspítalanum í Fossvogi
vegna brunasára og annarra áverka sem hlotist
hafa af fikti eða slysum með flugelda.
Þetta segir Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir á
slysa- og bráðadeild Landspítalans, sem varar
eindregið við afleiðingum þess að fikta með
flugelda.
Máli sínu til stuðnings bendir Ófeigur á að
um hver áramót missi einn til tveir að meðaltali
sjón á öðru auga, skaði sem oft verði ekki bætt-
ur.
Því sé einstaklega mikilvægt að notast við
hlífðargleraugu þegar flugeldum er skotið á loft
og blysum brugðið á loft við hátíðirnar. Jafn-
framt geti leður- og ullarhanskar lágmarkað
brunasár og áverka vegna sprenginga og slysa.
Inntur eftir meiðslum meirihluta þeirra sem
leita sér aðhlynningar segir Ófeigur þar um að
ræða misjafnlega alvarleg brunasár og áverka á
útlimum og höfði, sem gjarnan skilji eftir sig ör.
Þá geti flugeldar valdið þrýstingsskaða á
höfði með þeim afleiðingum að hluti heyrnar á
öðru eða báðum eyrum tapast varanlega.
Spurður hvort ætla megi að um 30 manns
slasist á landinu öllu yfir áramótin vegna slysa
eða ógætilegrar meðferðar á flugeldum segir
Ófeigur að gróft á litið megi áætla það.
Stórhættulegt að fikta með flugelda
Hættulegt Samansaumuð hendi eftir sprengingu.
MIKILLAR gæslu hefur reynst þörf við sölustaði flugeldamarkaða björg-
unarsveita að nóttu fyrir þessi áramótin þar sem þess hefur orðið vart að
óprúttnir aðilar hafi hugsað sér að ná í flugelda án þess að greiða fyrir þá,
samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.
Þannig hefur gæslufólk orðið vart við bíla sem ekið var á milli sölustaða
til að kanna þar aðstæður. Í einhverjum tilvikum fóru farþegar út úr bílum
við sölustaði og könnuðu dyr og glugga en lögðu á flótta er þeir urðu varir
við björgunarsveitarfólk á staðnum.
Til að koma í veg fyrir innbrot hafa björgunarsveitir komið upp þjófa-
varnarkerfum, myndavélum með hreyfiskynjurum og mannað staðina eftir
lokun. Verður sá háttur hafður á þar til flugeldasölu lýkur þetta árið, sam-
kvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu.
Mikið eftirlit við flugeldasölur