Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.06.1961, Side 8

Ísfirðingur - 17.06.1961, Side 8
8 ISFIRÐTNGUR Guðm. Ingi Kristjánsson, skáld: Ljósið írá Eyri „Hrafn hafði gert virki mikit ok gott ór gi’jóti urn bæ sinn.“ „Steingrímr hét maðr. Hann var Ólafsson, heimamaðr Hrafns. Hann sá ok Ijós undir virkinu, sem Hallkatla liafði séð, ok fleiri menn sá þessa sýn þann vetr inn sama undir virkinu.“ Hrafns saga Sveinbj arnarsonar. Hrafn lét gjöra virkisvegg, varnarlilað í gildu standi, friðarmúr gegn oddi og egg aldar sinnar hers í landi. Þar sem Egrar húsin há hafa stað að fornu boði, lagði stein í lífsvörn þá læknir sá og rausnargoði. Undir virkisveggnum þeim vetrardag, er leið að kveldi, sáu menn að húsum heim hefjast Ijós af dulinseldi. Yfir töfrabirtu brá, bjarminn steig í Ijósum flaugum. Horfði spádómseldinn á óviss maður spurnaraugum. Þó að stríðsmenn stiptamtmanns stegttu bgssur fglktu liði, bæði Jón og hópur hans hertu sókn í réttum friði. Ei var tregst á ofsans megn eða varpað skegtum köldum. Beitt var orði og anda gegn opinberum stjórnarvöldum. Aldir renna síðan sex, svipul tíð og ströng í landi, þar til upp á Egri vex ungur sveinn og brautrgðjandi, hregfir skel og litar legg, les í bók að fróður verði, þar sem hruninn virkisvegg vefur gras á mjúkum sverði. Sæl ert þú að sigur vannst, söguþjóð af norðurkgni. Enginn goði fólksins fannst fremri þínum Egrarsgni. Enginn skildi eins og hann Islands þjóð og sögu bæði. Enginn sinni eg það vann, er á vöxtum betur stæði. Undan virkisveggnum þeim var á þjóðfund Ijósið borið, það sem Igsti Igðnum heim, leiddi fólkið út i vorið, trgggði frið og frelsi lands, færði það mót ngjum degi. Standa fótspor foringjans föstnuð enn á lwers manns vegi. Minning þín, Jón Sigurðsson, sindrar enn á fólksins vegi, gefur trú og glaða von, gefur ráð með hverjum degi. Penni ])inn og tungutak talar enn og skipar liði: Unga kgnslóð, eig og tak Island frjálst með sæmd og friði.

x

Ísfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.