Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1961, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 15.12.1961, Blaðsíða 3
BLAÐ TRAMSOKNAKMANNA / l/ESTFJARÐAKJORDÆMI 11. árgangur. ísafjörður, jólin 1961. 22.-28. tölublað. Séra Sigurður Kristjánsson, prófastur: úólalíUýletbin 5 Séra Sigurður Kristjánsson ]INN nálgast heilög jól. Enn hljómar til vor boðskapurinn himneski: „Dgrð sé guði i upphæðum og friður á jörðu“. Og vér stöldrum við andartak, til að með- taka þennan boð- skap í önn og erli hins líðandi dags, til að liugleiða hann með sjálfum oss og gegma hann í hjarta voru, og alla þessa frásögn sem jólununí tilhegrir, frásögnina um ferð Jósefs og Maríu og fæðingu sonarins í Betlehem, sem spáð hafði verið um öldum áður: Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Undrast megum vér þessa frásögn alla um boð- un fæðingarinnar úti á Betlehemsvöllum, er hún var kunngjörð fátækum og umkomulausum fjár- liirðum: Yður er í dag frelsari fæddur. Er hér tilviljun eða guðleg ráðstöfun á ferðinni. Allir þeir, sem hér er talað um, eru umkomulaust fólk, fátækt og vanmátta á alla grein. Og umhverfið, sviðið er einnig fátæklegt, umgjörðin um allan þennan at- burð. Svo fátækt var ferðafólkið, að það fékk hvergi inni, nema í gripahúsi, svo umkomulaus var son- urinn, barnið sem fæddist, að vagga hans var gripa- stallur. Og ekki hefði oss þótt fjárhirðarnir væn- legir boðendur mikilla tíðinda, eða til að koma miklu til leiðar í þessum efnum. Oss koma í hug þessi orð Jesaja spámanns í þessu sambandi: Mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir og gðar vegir ekki mínir vegir, segir drottinn. Því svo ólíkt er þetta mannlegum viðbrögðum sem hér gerist. Guð leitar sér samstarfs og stuðningsmanna á meðal hinna umkomulausu, en vér menn á meðal þeirra fyrst og fremst, sem einhvers mega sín, en þó fáum við séð hið sanna í þessu, því guð leitar að hjartanu, hann metur manninn eftir hugarfar- inu. Hann leitar þess barnslega í mínum huga sem þínum. 1 hinu barnslega finnur hann hin réttu viðbrögð við boðskap sínum, sínum heilaga vilja, því hann þarfnast þess hjarta, þess hugar, og leitar að því sem meðtekur með auðmijkt en ekki véla- brögðum. Til Iíeródesar leituðu vitringarnir. Vér þekkjum viðbrögð hanns við fregninni um kon- unginn sem fæðast ætti. Hann gerði ráðstafanir til að fyrirfara hinum mjfædda konungi. Til fjár- hirðanna leitaði sendiboði guðs að kunngera þeim fæðingu frelsarans. Þeirra viðbrögð voru að veita hinum nýfædda konungi lotningu. Og enn á mj er oss boðuð fæðing frelsarans. Enn á ný hljóma til vor hin himnesku orð: Yður er i dag frelsari fæddur. Hvernig tökum vér þessum boðskap? Iivort vekur liann lotningu og tilbeiðslu í brjósti þér eða ekki? Eða er sem hjartað sé stein- runnið og daufheyrist við þessum helga boðskap. Hvort er þér gefið að taka á móti honum sem barn, eða hljómar Iiann fyrir daufum cyrum. Undir því er allt komið, að þér liafi tekizt að varðveita anda þinn, barnshuga þinn, svo hann sé opinn, móttæki- legur fyrir boðskup jólanna og hann sé sem Ijósið á vegi vorum, sem lýsir og vermir, lýsir upp hug- skot vort og smni, svo vér fáum veitt lotningu og fyllumst tilbeiðsluanda, því það er hann sem gildir í þessu sambandi, svo guðs andi megi taka sér bústað á meðal vor í hugskoti voru, svo að fögn- uður Jólanna megi gagntaka lijörtun, svo friður hjartans megi ríkja, hinn himneski friður. Því þá erum vér viss um að allt það sem við þurfum að líða og stríða og berjast við í þessum heimi verður oss léttbært. Þá fáum við skilið betur lífið. Þá verð- ur oss auðveldari lífsins leið, bæði í þessari veröld sem hinum tilkomandi lieimi. Og umfram allt verðum vér ekki friðvana lengur, er vér höfum öðlazt kraft frá hæðum til að þjóna lífinu, þjóna guðsríkinu í hjörtum vor sjálfra, en þann kraft öðlumst vér, er vér tökum á móti jólaboðskapnum glöð í hjarta og með tilbeiðsluanda. G L E Ð I L E G J Ó L .

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.