Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1961, Qupperneq 10

Ísfirðingur - 15.12.1961, Qupperneq 10
10 ISFIRÐINGUR að sitthvað, sem greinarhöfundur hafði sagt blaðamanni, stóð engan veginn heima. Greinin virtist skrifuð til að skeyta skapi sínu, en höfundi sennilega ekki meira en svo sjálfrátt, eins og oft vill verða um drykkfellda menn, sem reyna að halda í sjálfsálit og sjálfs- ánægju með því að trúa illu um aðra og ímynda sér að eigið gæfu- leysi sé annarra sök. Feimnismál margra lesenda. LESENDUR BLAÐA eru stund- um vandlætingasamir, sérstaklega virtist mér að ýmsum þeirra væru áfengismálin feimnismál. Þeir þoldu ekki að skýrt væri frá því, að áfengi ætti þátt í slysum og ógæfu. Það bar einu sinni við að starfs- maður prentsmiðju þeirrar, sem prentaði Tímann, var ásamt fleiru fólki á heimleið seint um kvöld. Hann var að koma af þjóðhátíðar- fagnaði 17. júní. Þetta fólk gekk um götu þar sem reyk lagði út úr liúsi. Þar reyndist ölvaður maður að hafa sofnað út frá logandi vindlingi, sem hann hafði lagt á bólstraðan stól. Stóllinn var mjög tekinn að sviðna og maðurinn svaf fast. En hér kom hjálp i tæka tíð og manni og húsi var bjargað. Starfsmaður prentsmiðjunnar siagði mér þessa sögu. Hún riíjaði upp fyrir mér sitthvað henni skylt. Út frá því skrifaði ég litla hug- leiðingu um það hve misjafnlega menn héldu þjóðhátíð og gerðu sér glaðan dag. Jafnframt var tal- að um íkveikjuna og hættuna. Þetta þótti óviðeigandi iað ræða í blaði. Það var hringt til ritstjór- ans til að láta í ljós vanþóknun á svona skrifum. Þá var þetta raun- ar sett í samband við mannslát þar sem mætur menntamaður kafnaði drukkinn í reyk úr legu- bekk sínum. En það var talið hneyslanlegt að minnast á dánar- orsökina. Þetta mannslát átti víst að nægja til þess, að ekki mætti minnast á eldhættu, slysahættu og lífshættu laif reykingum ölvaðra manna. Ég kann fleiri sögur um þetta efni, þó að ekki verði minnst á þær hér. Ef til vill er þetta eðli- legt viðhorf. Þeir, sem mæla á- fengisnautn bót, eru viðkvæmir fyrir svona hlutum. Það er eins og það snerti samvizku þeirra með nokkrum sárindum. Annars er ef til vill réttast að láta sálfræðileg- ar skýringar eiga sig en láta sér nægja að segja frá staðreyndum. Það getur þá hver skýrt þær eins og hann telur réttast. Hinsvegar er vandi að sjá eðlileg rök fyrir því, að ekki megi skýra rétt frá raunverulegum orsökum slysa og ófarnaðar. Fyrsta spor til slysa- varna er þó alltaf að vita hvað veldur slysunum. Pólitískar freistingar. HÉR HEFUR EKKI ENN verið minnst á hinar pólitísku freisting- ar sem mæta blaðamönnum oft. Blöðin eru flokksblöð. Dagblöðum verður ekki haldið úti nema út- breiðsla þeirra og tilvera byggist á samtökum og stuðningi ein- hverra hópa. Flokksblöð hafa eðlilega það hlutverk að vera málsvarar flokka sinna. Við því er í sjálfu sér ekk- ert að segjia þó að þau séu sækj- endur og verjendur og fylli þannig hvort annars frásögn. Enginn dómari kveður upp dóm fyrr en hann hefur hlýtt á sókn og vöm í máli. Því skulum við ekki kippa okkur upp við það þó að hlýða þurfi beggja málflutningi. Stundum hafa menn freistast til að leita pólitísks ávinnings á vafasiaman hátt. Ég mun hér að lokum nefna tvö dæmi því til skýr- ingar. Það er ekki gert í ádeilu- skyni enda meira en áratugur lið- in síðan þau áttu sér stað. Hér er ekki um nein stórmál að ræða, heldur atvik, sem allir hafa gleymt nema þeir, sem nániastir vom. Ein- mitt 'þess vegna em þetta dæmi um það hvernig stundum er reynt að blása smámuni út. Þegar smygl er gert að Iandráðum. SUMARIÐ 1948 urðu tollverðir í Reykjavík þess vísir að tveir skip- verjar á vömflutningaskipi höfðu meðferðis stálþráðstæki, sem þeir reyndu að smygla í land. í tilefni af því urðu næsta óvenjuleg blaða- skrif. Um þau sagði Tíminn svo 20. júlí: „Jafnframt þessu gerast þau tíðindi að tveir skipsmenn á flutn- ingaskipinu eiga í útistöðum við tollverði. Tollverðirnir eru aðeins tveir um borð og skipsmenn láta dólgslega og sýna mótþróa. Þeir verða uppvísir að því, að hafa reynt að koma nylonsokkum, vindlingum og stálþráðartæki í land. Auk þess er sennilegt, að þeir hafi kastað böggli í sjóinn. Hér var nú önnur ógnarsagan á ferðinni. Það var svo sem auðséð hvað þetta var. Þetta vom sendi- menn Stalíns, sem áttu að koma upp fullkomnu njósnakerfi hér á landi. Að sönnu hefur aldrei verið skýrt ýtarlega hvernig þeir gætu notað stálþráðartækin í því skyni, enda ef til vill bezt að láta hæfi- lega dularfulla leynd hjúpa það mál.“ Þessari endursögn Tímans var ekki tekið þegjandi. Það hefði líka verið uppgjöf úr því sem komið var. Svörin byggðust á því, að þama hefðu kommúnistar verið að verki. Svo var því bætt við að Tíminn vildi ekki að á þetta mál væri minnst. Svo var það búið til að Hermann Jónasson hefði skrif- að þau orð, sem hér voru tekin upp, og síðan spurt hvað Her- manni Jónassyni gengi til að vaða fram á ritvöllinn til vamar ein- hverjum kommúnista? Ég kann ekki réttari svör við þessu en er að finna í Tímanum 5. ágúst 1948, en þar með lauk blaðaskrifum um þetta mál. Þar segir svo: „Blaðið hefur í þessu máli heimskast til að ráðast á tvo nafn- greinda menn og reynt að gera þá tortryggilega sem handbendi kommúnista til að fullkomna njósnakerfi Rússa og teygja það hingað til lands. Þetta eru þungar sakir, og ábyrgðarhlutur að bera slíkt á menn, sem eru saklausir iaf því, þó að þeir standi höllum fæti af því að þeir hafa lent í smygl- máli. Blaðið virðist hafa hugsað sem svo: Hér skal ég að vinna. Hér er ekki hvítt að velkja. Þessum mönnum fórnum við til að koma kommúnistum í bölvun.“----------- „Hitt er aðalatriðið hvort blaðið heldur því fram, að það eigi að vera leyfilegt að bera menn röng- um sökum meðan þeir aðhyllast vissar stjómmálaskoðanir. Þykir biaðinu það vítavert, að Tíminn vill ekki taka þátt í því, að bera Ijúgvitni og vekja æsingar gegn pólitískum andstæðingi.“ Enda þótt hér sé notaður hinn hispurslausi stíll sem tíðkast í daglegri baráttu blaðanna um dægurmálin, hygg ég að af þessari dæmisögu megi nokkuð læra um pólitískar freistingar, sem blaða- menn ættu að standast. Þegar forsaetisráðherrann var sleginn með vasaklút. ÞRÍTUGASTI MARZ 1949 er frægur dagur í þingsögu íslend- inga vegna óspektia þeirra sem þá urðu á Austurvelii þegar sam- þykkt var þátttaka Islands í At- lantshafsbandalaginu. Þann dag var margur í uppnámi. Andstæð- ingar Atlantshafsbandalagsins höfðu efnt til útifundar eftir há- degi. Það mun hafa verið ætlun þeirra að sá fundur yrði vakning- arsamkoma og síðan yrði söfnuð- inum beint lað Alþingishúsinu til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Islands í bandalaginu. Þessu var hinsvegar mætt með því, að takmarka umræður á þing- fundi svo að afgreiðslu málsins yrði lokið áður en fundurinn yrði búinn, enda var öllum ræðuhöldum á útifundinum sleppt, svo að menn næðu til Alþingishússins í tæka tíð. Þegar Jón Pálmason forseti sameinaðs þings lýsti því yfir úr forsetastóli í fundarbyrjun um Framald á 14. síðu. OSTA OG SMJORSALAN S.F

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.