Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1961, Blaðsíða 7

Ísfirðingur - 15.12.1961, Blaðsíða 7
ÍSFIRÐINGUR 7 stækkuðu og þeim fjölgaði. Árið 1923 keypti bæjarstjóm Hæsta- kaupstaðinn og fylgdi þar í kaup- unum bryggja fyrir hafskip. Stuttu síðar var sú bryggja endur- bætt verulega og hefur hún síðan verið iaðal hafskipabryggja staðar- ins þar til lokið var smíði hins mikla hafnarbakka í Neðstakaup- stað. Neðstakaupstaðareignirnar keypti bæjarstjórn árið 1927 og mátti þá heita að allur Tanginn væri kominn í eign bæjarfélags- ins, að undanskildum nokkrum lóðum, sem einstakir menn höfðu fest kaup á. Árið 1931 var lokið við að gera bátahöfn neðan við Mjósund og fór þá fram allmikil dýpkun með sanddæluskipi. Inn- siglingin í höfnina, Sundin, var svo grunn, lað djúpskreið skip komust ekki inn í höfnina á stór- straumsfjörum. Á árunum 1953— 1954 var dýpkuð verulega 45—50 m. breið renna inn öll Sundin. Var það mikil úrbót, því nú fljóta jafn- vel hin stærstu skip inn hvernig sem á sjó stendur, er þau koma í Sundin. Sjávarútvegur er og verður höf- uðatvinnugrein ísfirðinga, og velt- ur afkoma byggðarlagsins á því, að vel heppnist aflabrögð og nýt- ing aflans. Eflaust mætti nýta afl- ann með fjölbreyttara hætti, og bíða þar framtíðarinnar merkileg verkefni. Einnig virðast möguleik- ar til að gera afliann fjölbreyttari og vinnsluaðferðimar. í Isafjarð- ardjúpi er að jafnaði mikið um smásíld, sem vel væri fallin til niðursuðu og reykingar. Skelfisk mætti einnig vinna til matar, en nú er aðeins kúfskelin veidd nokk- uð >að vorinu til beitu. ísafjörður er ekki lengur salt- fisksins Eldorado. Nú er höfuð- framleiðslan hraðfryst nýmeti, sem er og verður herramannsmat- ur, ef vandað er til meðferðar og vinnslu. Síðustu árin er svo mikið um að vera í bænum allan ársins hring, að skortur er á vinnuafli. íbúum bæjarins þarf að fjölga, en sá er nú hængur á því, að of lengi var kyrrstaða á byggingum íbúð- arhúsa og nú er mikill skortur á íbúðarhúsnæði, jafnvel svo að fjöl- skyldumenn eiga þess naumast kost að taka bólfestu í bænum. Stendur þetta ástand kaupstaðn- um fyrir þrifum á öllum sviðum. En vonir standa til að úr rætist. Fjöldi húsa er nú í byggingu, þar á meðal mikil sambygging, sem koma í not innan tíðar. IV. Líf og menning. ÍSAFJÖRÐUR hefur verið og er verzlunarmiðstöð víðlends héraðs. Það setur sitt mark á bæinn. Sam- göngu á sjó og í lofti, en 1936 var göngu á sjó og í lofti en 1936 var lokið við bílveg um Breiðadals- heiði (610 m.) vestur í fjörðu. Þá opnaðist vegarsamband við Vest- ur-ísafjarðarsýslu, að undanskild- um Súgandafirði, sem kom 1941. Hér er um háa fjallvegi að ræða, svo tað akvegarsambandið helzt aðeins opið um sumEU'mánuðina og lítið eitt fram eftir hausti. Þá er einnig kominn þjóðvegur í Álfta- fjörð og er ætlunin að hann haldi áfram inn með þverfjörðunum og tengi sveitimar við Djúp við ísa- fjörð. Sú vegargjörð á þó alltof langt í land. Að innan er vegurinn nú kominn að Látrum í Mjóafirði. en ruðningsvegur út að Þemuvík í Ögursveit. Haustið 1959 voru Vestfirðir fyrst tengdir við þjóðvegakerfi landsins um Dynjandisheiði og Barðastrandarsýslu. Sú leið er nú greiðfær að undanskilinni Þing- mannaheiði. Er nú búið að brúa allar verstu ár á leiðinni og lag- færa verstu torfærumar. Isfirðing- ar hafa mikinn áhuga fyrir því, að þjóðvegurinn inn með Djúpi komi sem fyrst í not. Þeir eiga mest viðskipti við landbúnaðarhéruðin við Djúp. Þaðan kemur meginhluti þeirra landbúnaðarafurða, svo sem mjólk og kjöt, sem neytt er á Isa- firði, en nokkuð kemur úr önimd- arfirði. Núna annast m.s. Fagra- nes alla flutninga um Djúpið, og að vetrinum allt til Önundarfjarð- ar. Daglegar flugferðir eru að sumrinu milli Isafjarðar og Reykjavíkur með Douglas flug- vélum Flugfélags íslands. Er nú lokið við að byggja flugvöll á Skipeyri við innanverðan Skutuls- fjörð, í nær 6 km. fjarlægð frá kaupstaðnum. ísfirðingar hefðu heldur kosið að halda sinni sjóflug- vél, því hætt er við að flugferðum fækki eftir að flugvöllurinn er tekinn í notkun, og hætt er að halda uppi flugferðum með sjó- flugvélum. En ísafjörður er ekki aðeins verzlunarmiðstöð, heldur einnig menntasetur og miðstöð andlegs lífs á Vestfjörðum. Árið 1886 kom fyrst prent- smiðja á ísafjörð og hafa þar ver- ið síðan ein og tvær prentsmiðjur, sem annast hafa prentun viku- blaða og sinnt bókaútgáfu. Þjóðviljinn hét fyrsta blaðið, sem prentað var á ísafirði og er fyrsta blaðið dagsett 30. september 1886. Þjóðviljinn varð síðan mál- gagn Skúla Thoroddsens alþingis- manns í hinni hörðu, pólitísku bar- áttu hans. Oftast hafa blöðin verið tvö, en nú hin síðari ár koma f jög- ur blöð út á vegum hinna póltísku flokka. Blöðin eru spegill þeirra hræringa, sem eiga sér stað í hér- uðunum, sem þau koma út, og má því margt af þeim læra. ísia- fjarðarblöðin sýna það, að þar hafa áhugamiklir menn lifað og fylgnir sér við að koma í kring áhugamálum sínum. Snemma skiptust ísfirðingar í tvennar fylk- ingar, sem höfðu mörg vopn á lofti í senn. Og það hefur verið eins með þá og Hjaðninga, að þeir hafa til skiptis og á ný risið upp úr valnum og barizt ótrauðir á- fram. Um stutt skeið var Guð- mundur Guðmundsson skáld rit- stjóri fyrir blaði, sem einkum sinnti bókmenntalegum efnum. Félagslíf hefur jafnan verið - með miklum blóma á ísafirði. Góðtemplarareglan var stofnsett þar fyrir aldamót og lét mikið að sér kveða um iangt skeið. Iðnað- armannafélagið var einnig stofnað fyrir aldamót og starfar enn. Hef- ur það jafnan látið mikið að sér kveða um framfaramál kaupstað- arins. T.d. vakti það áhuga fyrir raflýsingu bæjarins. Árið 1921 hafði verið komið upp rafstöð með olíuvél, en sú stöð var alls ófull- nægjandi. Síðan réðist bæjarstjórn í virkjun Fossavatns í Engidal, og tók sú stöð til starfa 1937. Nokkru síðar var Nónhomsvatni bætt við og síðan tveimur olíuvélum. Nú er ísaf jörður einnig kominn í sam- band við Mjólkárvirkjun í Araar- firði, ef á þarf að halda. Menntafélag ísfirðinga var stofnað 1904. Það átti frumkvæði að stofnun unglingaskóla, en kvöldskóli iðnaðarmanna byrjaði 1910. Kvenfélög hafa verið hér starf- andi lengi og hafa þau einkum sinnt líknarmálum, og margt gott leitt af starfsemi þeirra. Kvenfé- lagið Ósk starfrækti um langt skeið húsmæðraskóla og hefur innt af höndum mikið framlag til hús- mæðraskólans, er nú starfar hér á vegum ríkis og bæjar. Skógræktarfélag hefur verið hér starfandi og beitt sér fyrir ræktun nytjaskógar í Tungudal og á Eyr- arhlíð. Leikstarfsemi og söngur hafa lengi verið í hávegum höfð á ísa- firði. Árið 1879 var stofnað Sjón- leikafélag ísafjarðar, sem setti Útilegumennina á svið. Og árin 1890 og 1891 voru stofnuð söng- félag og leikfélag, sem höfðu á- gæta forustumenn. Elztu leikfé- lögin liðu undir lok, en á ný var stofnað leikfélag árið 1922 og starfar það ennþá. Hefur það iðu- lega tekið sér fyrir hendur merki- leg viðfangsefni, auk þess sem það hefur skemmt bæjarbúum, ef illa hefur legið á þeim. Síðastliðin 50 ár hafa sungið hér karlakórar og blandaðir kórar undir stjórn ýmissa manna, en lengst hefur Sunnukórinn undir stjórn Jónasar Tómassonar haldið velli. Upp úr tónlistarstarfsemi Jónasar reis Tónlistarfélag ísia- f jarðar árið 1946. Það félag gekkst síðar fyrir stofnun Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem starfað hefur með miklum blóma undir stjórn Ragn- lars H. Ragnar söngkennara. Hef- Isaf jörður að vetrarlagi. Útsýn yfir Pollinn í Dagverðardal, Tungudal, Seljalandsdal og til Breiðadalsheiðar. (Ljósm.: Ámi Matthíasson)

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.