Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1961, Blaðsíða 6

Ísfirðingur - 15.12.1961, Blaðsíða 6
6 ÍSFIRÐINGUR . Síðan 1910 eru þessir helztu á- fangar í byggingarsögu kaupstað- arins: Árið 1925 var byggt í Eyrartúni hið mikla Sjúkrahús ísafjarðar. Um 1930 voru byggð hin fyrstu steinhús bæjarins með nýtízku gerð og sniði: Hafnarstræti 2, 4, og 6 1929, Túngata 1 1930, Verzl- unarhús Kauþfélags ísfirðinga 1932, Verzlunarhús og íbúðarhús Matthíasar Sveinssonar 1932, Al- þýðuhúsið, samkomuhús 1934, Hjálpræðisherinn 1924, Gagnfræð- askólinn var byggður 1939 og síð- an stækkaður, fyrstu verkamanna- bústaðina var lokið við að byggja á Riistúni 1947 og fjölbýlishús í Fjarðarstræti 1949. Um sama leyti var lokið við sundhallarbygg- ingu, íþróttahús og bókasafn. í rishæð þessarar sambyggingar hefur Byggðasafn Vestf jarða feng- ið inni. Þiað safn er ennþá í deiglunni, en á eftir að verða mik- 11 fróðleikslind, þegar því vex fisk- ur um hrygg. Uppi í hlíðinni við Urðarveg og Hlíðarveg var byrjað að byggja um 1937. Þar eru hús komin á allar lóðir, öll úr steinsteypu. Þar var lokið við mikla sambyggingu árið 1957, verkamannabústaði með 16 íbúðum. Utarlega við Hlíðarveginn eru í byggingu tvö mikil hús með 12 íbúðum. Þær byggingar reis- ir Byggingarsamvinnufélag sjó- manna, og eru þær langt á veg komnar. Við Engjaveg, nýjan veg niður af Stórurð, hefur Byggingar- samvinnufélag ísafjarðar byggt 6 einbýlishús. Fullbyggt er við þann veg, mörg hús í smíðum og nýlega lokið á hinum seinni árum. Á seinni árum hefur byggðin færzt inn með Seljalandsvegi, sem liggur út úr bænum. Þar eru mörg hús í smíðum, sum langt á veg komin, en önnur á byrjunarstigi. Síðustu árin hefur komið mikill fjörkippur í íbúðarhúsabyggingar. Götur á ísafirði voru sjálfgerð- ar, eyrarmölin barin saman af brimum aldanna. Á síðustu árum var byrjað að gera gangstéttir og steypa rennur. En árið 1960 mark- ar tímamót í gatnagerð. Þá var byrjað að malbika göturnar og er ætlunin að^ taka undir Aðalstræti frá Mjósundum á Silfurtorg og Hafnarstræti allt að Túngötu, og ennfremur lítinn hluta Austurveg- ar, og er því verki lokið. Árið 1961 voru malbikuð Hafnarstræti, Norðurvegur, Pólgata, Mjallargata og Sólgata. HI. Saltfisksins Eldorado. 1 UPPHAFI vors tímatals (þ.e. 1910) var Isafjörður sannarlega saltfisksins Eldorado eða Gózen- land saltfisksins, eins og Hannes Hafstein nefndi bæinn einhvern- tíma í spaugi. Mikill útvegur var í bænum og mikið aðkeypt af ó- verkuðum og hálfverkuðum fiski úr nágrenninu. Þorskurinn var allur saltaður og raunar allur fisk- ur og síðan þveginn og sólþurrk- aour á reitum verzlunarstaðanna. Allur neðri hluti Tangans, frá Hæsta og niður í Suðurtanga, vtar á þessum árum að sumri til ein hvít saltfisksbreiða. Árið 1912 var Albert Engström á ferðalagi hér á landi og kom þá til ísafjarðar. Furðaði hann, hversu mikil var mergð saltfiskstakkanna og hversu stórir þeir voru. Þó ógnaði honum rnest saltfiskslyktin, sem hann sagði að angað hefði inn í hvern krók og kima í kaupstaðnum og allir önduðu að sér og frá sér. Ekki þótti honum lyktin góð, en hreint ekki óþægileg. En þetta var það, sem nefnt var peningalykt, ásamt ilminum frá lifrarbræðsl- unum. Samkvæmt opinberum skýrsl- um voru árið 1910 15 þilskip á ísafirði og átti Ásgeirsverzlun 13 þeirra, en Tangsverzlun 2. Voru þetta seglskip, sem settar voru í litlar hjálparvélar. Á þessum skip- um voru 152 menn. Vloru þessi skip frá 10—52 lestir að stærð. Á þessum árum var allur afli tal- inn og fóru um 150 fiskar í skip- pund. — Um aflamagnið má geta þess að aflahæsta skipið veiddi 58 400 af þorski á 19 vik- um. Þar voru 13 hásetar um borð, en skipshafnirnar voru frá 7—15 eftir stærð skipanna. Þessi skip stunduðu handfæraveiðar. Siama árið voru gerðir út frá Isafirði 22 opnir bátar, stærri en sexæringar, og var afli þeirra yfir árið 341 577 af þorski. Útgerð vélbáta var nú í upp- siglingu. Voru þeir flestir keyptir erlendis frá. Árið 1926 voru 20 vélbátar á Isafirði í eigu einstakra manna og voru þeir frá 12—60 smálestir lað stærð og auk þess tvö gufuskip, Fróði og Hafþór. Árið 1927 var stofnað Sam- vinnufélag Isfirðinga og keypti það frá Norðurlöndum 7 vélbáta á næstu árum, stóra og góða,(sem reynzt hafa mjög vel. Árið 1934 var h.f. Huginn stofnað og keypti félagið frá Danmörku 3 stóra vél- báta, sem reyndust góð skip. Fjór- um árum síðiar byggði h.f. Muninn 3 litla vélbáta og h.f. Njörður 5. Síðan bættist Richard við, mikið skip og gott. 1 byrjun stríðsins var hér stór og góður bátafloti og á nýsköpun- arárunum bættust við margir stórir bátar. En útvegurinn gekk erfiðlega eftir 1950, vegna afla- brests á þorskveiðum og síldveið- um. Hafa nú allir nýsköpunarbát- arnir, nema einn verið seldir burt úr bænum. En síðan 1956 hefur að nýju hlaupið mikil grózka í bátaútveg- inn og hafa margir bátar verið byggðir hér og keyptir að hin síð- ari ár. Eru það mikil og góð skip og hafa flest verið byggð í skipa- smíðastöð Marzelliusar Bernharðs- sonar. Hefur bátaútvegur varla verið hér með meiri blóma heldur en nú um skeið. Árið 1921 kom Bárður Tómas- son skipaverkfræðingur upp drátt- arbraut á Torfnesi. Setti hann þar upp skipasmíðastöð og byggði hann mikið af skipum og annaðist allar viðgerðir. Var þar stigið mikið framfaraspor. Þegar Bárður hvarf á brott úr bænum keypti Marzellíus dráttarbrautina, en áður hafði hann komið á fót skipia- smíðastöð í Neðstakaupstað. Snemma var byrjað á útgerð botnvörpunga á ísafirði. Árið 1913 var Jarlinn keyptur og haldið úti um skeið. Árið 1925 var b.v. Há- varður ísfirðingur keyptur hingað og um samia leyti var b.v. Haf- steinn gerður héðan út. Síðar komu b.v. Hávarður og Skutull. Árið 1948 keypti h.f. Isfirðingur b.v. Isborg og 1951 b.v. Sólborg, og hafa þeir togarar verið gerðir héðan út fram á þetta ár. Samhliða útveginum reis upp ýmiskonar atvinnurekstur. Þrjú íshús voru byggð og síðan þrjú hraðfrystihús síðan vinnslan breyttist. Nú er svo komið að salt- fiskframleiðslan er alveg horfin úr sögunni. Hér starfa nú þrjú hrað- frystihús: hraðfrystihús Isfirðings h.f., sem aðallega vann afla tog- aranna, íshúsfélags isfirðinga h.f. og Hraðfrystihúsið Norðurtanginn h.f., sem einnig hefur framleiðslu á ís. Þetta eru allt mikil fyrirtæki og öll vaxandi. Allmikið af fiski er verkað í skreið og hert til manneldis. Hvergi mun betra að sinna þeirri framleiðslu heldur en á Vestfjörðum, sökum þurrviðra og staðviðra. Rækjuveiðiar hófust á ísafjarð- ardjúpi upp úr 1930. Árið 1936 tók niðursuðuverksmiðja til starfa og nú eru starfandi þrjár niður- suðuverksmiðjur á Isafirði, og hefur ein þeirra skelflettingarvél, sem hefur reynzt vel. Þessi at- vinnugrein veitir mikla atvinnu og er á margan hátt mikilsverð fyrir ísfirðinga. Upp úr 1930 hófst hér vinnsla á fiskimjöli og rekur Fiskimjöl h.f. mikla verksmiðju í þeirri grein á Torfnesi. Þó höfnin væri góð frá náttúr- unnar hendi þurfti hún mikillar lagfæringar við eftir að skipin Byggðasafn Vestfjarða. Gamlir muiiir á sýningarborði. Ljósm.: Árni Matthíasson.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.