Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1961, Blaðsíða 15

Ísfirðingur - 15.12.1961, Blaðsíða 15
ÍSFIRÐINGUR 15 JÓN F. HJARTAR: Ræða ílutt á liiiuhniiiii I.M.F.1.1961 Jón F. Hjartar flytur ræðuna. Háttuirtu samkomugestir. Á hljóðri stund, er okkur gefst frá önn hins daglega lífs, reik- ar hugurinn gjarnan til baka, leitar að uppliafi þess neista, er kveikti bád ungmennáfélagshreyfingarinnar, og verður okkur þá hugsað til þeirra manna, er haldið liafa þessum loga lifandi fram á þennan dag. Um síðustu aldamót áttu gmsir ágætir synir lands vors þess kost, að kynnast félagshrcyfingu þeirri, sem kcnnd er við lýðháskólana dönsku. Þessir menn áttu um leið þann neista í brjósti, er lýsti sér í fegurstu ást á landi voru og tungu. Af þessum meiði er sprottin sú félagsmálahreyfing, er þroskað hefur U.M.F.Í. í það volduga og limmikla tré, sem U.M.F.l. er nú í dag. Vestfirðir fóru ekki varhluta af þessari hreyfingu. Einstök félög voru þar fljótlega stofnuð, og á næsta ári eru liðin 50 ár síðan samband ungmennafélaga á Vestfjörðum var stofnað. Ef nöfn eiga rétt á sér í stuttri ræði, verður eigi komizt hjá því að nefna þá bræður, séra Sigtrygg Guðlaugsson, fræðara og skólastjóra á Núpi og Kristinn búfræðing bróður hans; lista- manninn og hagleikssmiðinn Guðmund Jónsson frá Mosdal og Björn Guðmundsson, skólastjóra á Núpi. Það er því engin til- velsæmi og siðareglum og virði almenn mannréttindi og tilfinn- ingar? Ef þér er ekki sama hvemig blöðin eru skaltu líta á það sem skyldu þína að gera þér Ijóst hvort þau eru heiðarleg og drengileg í málflutningi. Þegar þau eru það skaltu láta þér vel líka, en þegar út af ber skaltu láta vanþóknun þína í ljós eða þú ert orðinn með- sekur um forsmánina. Þjóðin fær blöð eins og hún vill og verðskuld- ar. Ef ósvífni og blekkingar duga til að safna fylgi þá leiðast menn til að skrifa blöðin svo. Ef óheið- arleikinn mælist svo illa fyrir, að menn snúa við honum baki, munu blööin fljótlega læra, að leiðin til áhrifa er að vera heiðarlegur. Það eruð þið, íslenzkir blaðales- endur, sem ráðið því á hvaða stigi íslenzk blaðamennska verður á komandi árum. Það er hægt að hjálpa blaðamönnum. DAGBLÖÐIN ■ eru veruleiki, — áhrifamikill veruleiki, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Þess- lar hugleiðingar hófust með skritlu, þar sem sagt var að alþingismenn og blaðamenn nytu lítillar virðing- ar. Ekki þarf að fjölyrða um það hve veglegt og virðulegt hlutverk alþingismanna er. Hitt ætti líka öllum að vera ljóst, að blaðamenn hafa mörg tækifæri til þess að verða þjóð sinni þarfir. Blöðin geta verið áhrifamikil til uppeldis og menningar, — til mannbóta og farsældar. Það verða þau almennt, þegar lesendurnir-ætlast til þess af þeim, en fyrr ekki. viljun að héraðssambandið hefur helgað sér Núp í Dýrafirði sem miðstöð sambandsins, og vel má geta þess að séra Eiríkur J. Eiríksson, sambandsstjóri U.M.F.Í., hefur einnig verið skóla- stjóri á Núpi. Atlir þessir menn er ég nú hefi nefnt, móta ung- mennafélagshreyfinguna, halda við logunum, efla og hvetja í ræðu og riti, enda skipa sér umhverfis þá allir þeir héraðsmenn, er unna æsku lands vors og vilja þroska og leiða liana á rétta braut. Ég minnist þess sem barn heima í Súgandafirði, að íþrótta- áhugi var þar jafnan mikill, og þangað lögðu leið sína lands- kunnir íþróttamenn og kennarar. Vil ég aðeins nefna Sigurð Greipsson, skólastjóra í Haukadal, og Axel Andrésson, knatt- spyrnukennara. Félagslíf vur þá og hefur jafnan verið þar mikið, og skáld eins og Gunnar M. Magnúss, kennari, taka að hvetja æskuna, og hann segir svo á einum stað: „Mundu það æska að allt þitt lán og auðlegð í sjátfri þér býr. Hver drengileg hugsun, hvert drengilegt orð til dáðrakkra verka knýr. Vertu lifandi, vakandi, starfandi, sterk og styrktu þinn undramátt. Haltu hreinleik og dirfð, berðu höfuðið liátt og horfðu í sólarátt.“ Og ef við svo færum okkur vestur gfir heiði og 'komum í ön- undarfjörð, þá kveður þar einnig við í eyra æskulýðs staðarins gullfallegt tjóð eftir Svein Gunnlaugsson, skólastjóra á Flateyri. Grunlaust er mér eigi að skátdið hafi haft í huga ungmenna- félag er eitt sinn átti búsetu á Flategri og bar sama nafn og fjallið, sem um getur, en erindið er þannig: „Sko hvar Þorfinnur gamli ber höfuðið hátt, eins og hetja með þrotlausan vilja og mátt, eins og lireinskilnin djörf, eins og sannleikur sá er sóldag að takmarki og heiðríkju á. IJann er æskunni hvöt til að lúta ei lágt, til að leggja ekki hugann við neitt sem er smátt. Hann er manndáðin íslenzka mótuð í bjarg er metur að vettugi dægursins þvarg.“ Og þannig hljómar ómur lags og tjóða víðsvegar um allt land- ið, bæði frá þekktum og óþekktum skáldum, og í ómi slíkra tjóða spgrjum við okkur sjálf, og aðrir spgrja okkur — hefur bálið logað, eru verðir að gæla þess að eldurinn kulni ekki út? Og við getum öll venð sammáia um það að ennþái logar vel. Og þegar litið er til baka þá leikur það ekki á tveim tungum, að eldiviðurinn er sóttur í kvöldvökuformið. Við umræður máls- ins kemur þuð frum úr sögu þjóðarinnar, að ætíð átti þjóðin ser hugðarefni. Að þeim skgldi unnið í tómstundum, og sú breyt- ing verður á þjóðfélagsháttum, að tómstuiulir gefast fleiri og fleiri er árin líða. Jafnframt þvi að aukið er á um andleg fræði á málfundum eru uppfundin ný verkefni í starfi — íþróttir, gróðursetning trjáplantna — með öðrum orðum ræktun anda og handa. 1 bókstaflegri merkingu hafa ungmennaf élögin verið skóli æskutýðsins, og er vafasamt að nokkur annar finnist betri. Þaðan er óhætt að kalla menn til starfa, ungmennafélaginn er jafnan reiðubúiðn. Eg fullgrði að það var gæfa þjóðar vorrar, að þessi félags- hreyfing festi hér rætur. Héraðssamband Vestur-lsfirðinga, eins og það heitir nú í dag, hefur átt því lámi að fagna, eins og önnur ungmennafélög landsins, að eiga sér jafnan dugmikla forystu- menn, og ég fullyrði að það er létt að leiða æskuna ef séð er um að aldrei komi brestur í forystustarfið. Einn af þessum vest- firzku forgstumönnum, Haltdór Kristjánsson frá Kirkjubóli í Bjarnadal, hefur einhverju sinrii varpað fram eftirfarandi:

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.