Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1961, Blaðsíða 8

Ísfirðingur - 15.12.1961, Blaðsíða 8
8 ÍSFIRÐINGUR ur sú starfsemi öll verið til mesta sóma og ánægju fyrir bæjarbúa. Hinir árlegu tónleikar skólans hafa jafnan verið merkisatburðir. Bókasafn fsafjarðar var stofn- sett 1889 fyrir forgöngu Iðniaðar- mannafélagsins, en árið 1891 varð það eign Norður-ísafjarðarsýslu og fsafjarðarkaupstaðar. Árið 1941 var með lögum ákveðið, að safnið skyldi fá ókeypis eitt ein- tak af öllum bókum, sem prentað- ar væru á íslandi. Hefur bókakost- ur 'þess aukizt mjög síðan. Nú eru talin vera í safninu um 18000 bindi. Safnið á gott sýnishom Norðurlandabókmennta. í tengslum við bókasafnið var árið 1952 stofnað héraðsskjialasafn ísafjarðarsýslu og fsafjarðarkaup- staðar. í þvi safni eru geymd skjöl og bækur þeirra aðila og einnig önnur plögg, er því áskotnast varðandi sögu Vestfjarða. Árið 1954 voru keyptar til safnsins míkrófilmur af kirkjubókasafni þjóðskjalasafnsins, manntölum, ættfræðiritum, dómsmálabókum, skiptabókum og fleiri gögnum. Safnið á nú þrjú lestæki fyrir film- urnar. Með þessu er nú komin aðstaða til iað stunda á Isafirði íslenzk fræði í þessum greinum. Nokkra hugmynd gefur það um míkró- filmusafnið, að filmurnar eru yfir 72 000 fet á lengd. Árið 1955 var Byggðasafn Vest- fjarða stofnað af sýslunefndum ísaf jarðarsýslu og bæjarstjóm Isa- fjarðar. Hefur safnið fengið inni í rishæð bókasafnsins. Er það á- gætt húsnæði. Hefur þar verið rað- að upp til sýningar nokkm af munum safnsins, t.d. er þar sex- æringur með öllum búnaði. Á safnið orðið yfir 1500 muni og er þar á meðal margt merkilegt. Byggðasafnið verður í framtíðinni fróðleg og skemmtileg stofnun, þar sem menn munu eiga kost á að kynnast menningu Vestfirðinga á fyrri tímum. Árið 1953 var stofnað Sögufé- lag ísfirðinga, sem hyggst beita sér fyrir varðvezlu fornra minja og sögu byggðarlaganna hér vestra. Siðan 1956 hefur það hald- ið úti ársriti, þar sem birtur hef- ur verið allskonar fróðleikur um vestfirzkar byggðir og menn. Á ísafirði er starfandi gagn- fræðaskóli síðan 1931. Er mikill áhugi ríkjandi fyrir því, iað komið verði upp í sambandi við þann skóla menntaskóla fyrir Vest- firði. Hefur 1. deild skólans verið starfrækt einn vetur og starfar ennþá. Hér hefur verið drepið lauslega á ýmislegt, sem gefur hugmynd um líf og starf á Isafirði, en ekki er rúm til að fara frekiar út í þá sálma. V. Lofeaorð. ÞEGAR VÉR lítum til baka yfir síðastliðin fimmtíu ár, sjáum vér að ísafjörður hefur tekið miklum stakkaskiptum til hins betra. Að vísu ber bærinn merki þess að hann er aldinn tað árum, en einnig að hann stendur á gömlum merg. Hvar sem augað hvarflar sjáum vér umbætur og framfarir. Stór- byggingar og mannvirki bera vott um framtak nútímans. En fjöllin og dialimir eru hinir sömu og á landnámsöld. Tunguskógur er að sumrinu í sama blóma og fyrrum, þó að þar séu nú fjölmargir sum- arbústaðir Isfirðinga umkringdir miklu blómaskrúði, sem fellur betur að smekk þeirra, sem nú lifa. Isaf jörður er friðsæll bær og þar una sér vel þeir, sem þar búa. Og þó margir flytji burtu fyrir fullt og allt, á ísafjörður alltaf ein- hvem hlut af hjarta iþeima og þeir drekka sitt sólarkaffi í fjarlægð, eins og þeir gerðu meðan þeir áttu heima vestra. Um páskana koma gamlir ísfirðingar til þess að rifja upp gamlar minningar, er þeir renndu sér um ísfirzku fjöllin á skíðum sínum eða undu sér á Seljalandsdal, paradís skíðamiainna. ísafjörður á fyrir sér framtíð- ina. Fiskurinn á miðum hans er og verður Ijúffeng fæða, sem jafnan verður eftirsótt á hinum fjarlægustu stöðum. Tækni nútím- ans verður lyftistöng fyrir Isa- fjörð, eins og aðra bæi á íslandi, sem afkomu sína eiga undir sjáv- arútveginum. ■ll■llllillllllllllll■lllllallllllll■llllllllllllll■lllll■llllllll■llllllllllllllllllllllllllllIlllllllllllllll■illlllllllllllBilllllll■lllllllllllllllllllllll■ Óskum starfsfólki voru á sjó og landi og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar ú mjja árinu I Við hinar erfiðnstu aðstæður I | er enginn likur LAND-ROVER | | Hvar sem er um víða veröld, í hverskonar iandslagi | | og við allra erfiðustu aðstæður er óhætt að treysta | | LAND-ROVER. 1 | Ef þér þurfið á öruggum, aflmiklum og traustum 1 | bíl að halda, sem hefur drif á öllum hjólum,þá ættuð 1 | þér að líta á Land-Rover og kynnast kostum hans. | Áætlað verð á LAND-ROVER (220 cm. milli hjóla) með benzínhreyfli, málmhúsi og hliðargluggum: Aftursæti: Miðstöð og rúðublásari: Kr. 115.550,00 — 1.990,00 — 1.890,00 lAND^ ^ROVER | Áætlað verð á LAND-ROVER (220 cm. = milli hjóla) með dieselhreyfli, málmhúsi | og hliðargluggum: Kr. 132.100,00 | Aftursæti: — 1.990,00 | Miðstöð og rúðublásari: —• 1.890,00 B E N Z í N 1 E Ð A | DIESEL I i Allar nánari upplýsingar hjá einkaumboðsmönnum: = 1 THE ROVER COMPANY LDT. I ( HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. ( | Hverfisgata 103 — Sími: 11275 § lllllBllftUllllllllllllllllllllllll|||||ilUllllllll„|„|„|„,„|„||||„|||||||,||„,„lll,„,„,„l„„|„l„l„l„l,„,„„ll,l,,l,„,„,,l,„,„„l,„„l, l_^.l llll"l"lilllll"ll|IIIIHIIIIIII"llllllllllll||llll|||||„||||„fl|l>ll„,„:„l,||„l,|„|„|„|„||„,„„|„|,„„|„l„||,|„l„l„|„l,„,„„l|„|„ Óskum starfsfólki voru á sjó og landi og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með þakklæti fyrir líðandi ár. með þakklæti fyrir liðandi ár. Gr u n n v ö p h. f. M a g n i li. f. ■niiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiaiiiiigiiiiiftiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiii„i„i„iiii„iiiiiii„iiiiiii„iiiiiiiiii„iiiiiiiiiiiii„i„iiii„„iiiii„i„„|i„„|„|

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.