Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1961, Blaðsíða 13

Ísfirðingur - 15.12.1961, Blaðsíða 13
ISFIRÐINGUR 13 • • Frá Oskjugosinu 1961 — Þessi orð verðiai ekki fleiri að sinni. Ég harma það eitt, að eiga þess ekki kost fyrir æsku sakir, að kynnast þeim nánar og nema af þeim ýmsan fróðleik, því svo.sagði mér Guðmundur Benediktsson, að hann iðraði þess mjög að hafa ekki skrifað ýmislegt upp eftir Bjarna, því að hann hefði haft frábært minni og kunnað frá mörgu að segja forvitnilegu, en Guðmundur var sjálfur frábær gáfumaður og fræðasjór, ófreskur og kunni skil á mörgu, en hans þáttur verður ekki sagður nú. Þessi systkin, móðir þeirna og barnið, Hálsfólkið gamla, voru sér- stæðir kvistir, á litlu örreitiskoti, höfðu fengið sína eldskírn í sökn- uði og skorti eftir föðurmissirinn. Héldu saman til æviloka á afdala- kotinu, og komust frá örbirgð til góðra bjargálna. Umhverfi og að- stæður gerði þau innhverf og dul, en vönduð til orðs og æðis, voru sjálfum sér nóg og sóttu fátt til annana. Nú er bærinn búinn að vera um 40 ár í eyði. Búið að slétta yfir bæjarstæðið, það er nú grænn hóll. Kofatóftirnar uppi í Hálsinum bera þess aðeins vitni að þar hafi byggt ból verið, og bráðum man enginn þetta sérstæða fólk. En er það ekki svo um okkur öll? Á marteinsmessu 1961. Jóhannes Davíðsson. Askja og Öskjuvatn að sumarlagi

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.