Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1961, Blaðsíða 12

Ísfirðingur - 15.12.1961, Blaðsíða 12
12 ÍSFIRÐINGUR JÓHANNES DAYÍÐSSON: Syslhinin á Hálsi Jólxannes Davíðsson VOR, 1849. Börnin af frambæj- unum á Ingjaldssandi eru á leið til sjávar, til að sækja fisk í soðið og færa pabba mjólk og mat í verið. Á meðal þeirna er eitt litlu systkinanna frá Hálsi, fremsta bænum í dalnum. Líklega er það Benedikt, eldri bróðirinn. Börnin eru komin niður á sjáv- arbakkana og sjá að sexæringur- inn frá Hrauni er að lenda. Pabbar iþeirria eru að koma að. En það hefur brimað, meðan þeir vom á sjónum, og hvítfextar öldurnar æða að landi og brotna þyngsla- lega á sandinum. Börnin sjá að báturinn tekur brimróðurinn og horfa á hvernig honum muni farnast landtakan, sjá iað ein báran hvolfir sér yfir bátinn og fyllir hann, og allt hverfur í brimlöðrið: bátur og menn, og sjórinn skilaði engu aftur að þessu sinni. í dag hefur hann heimtað hinn ægiþunga skatt af þeim heimilum, sem sóttu til hans björg í bú. Máske var bátur- inn ofhlaðinn að þessu sinni, eða þeir voru heldur utarlega, of nærri róðnarskerinu. Þetta var þung blóotaka þessum fámenna dal. Þar eru aðeins sex jarðir en ábúendur kannske tólf. Sex menn fóm þarna í sjóinn, sumur heimilisfeð- ur, þennan kannske bjarta og fagra vordagsaftan, en það er bót i máli, að þetta er síðasta fórnin fram á þennan dag, sem Ægir heimtar og tekur við Sæbólssjó, þó að oft hafi skollið þar hurð nærri hælum síðan, og sá sem þessar línur ritar, á það áttræðum manni suður í Hrafnystu að þakka, að hann, þrír bræður hans og tveir ungir efnismenn af sandinum, hlutu þar ekki vota gröf, einn góð- viðrisdag seint í ágúst 1912. Eiríkur bóndi Tómasson í Hrauni var formaður og eigandi bátsins er fórst vorið 1849. Einn háseta hans var Guðmundur, bónd- inn á ytri bænum á Hálsi. Ekkja hans Ingibjörg Bjarna- dóttir bjó þar áfram með börnum sínum fjórum. Jarðnæðið var lítið. Háls var 12 hundraða kot og var þarna a.m.k. tvíbýli, en stundum var þar þríbýli. Þessi jörð var eign Sæbólseig- enda og var prestsmatan á Sæbóli þar á hvílandi auk leiguánna, svo jörðin hefur verið tvíleigð, þ.e. tvær ær með jarðarhundraði, sem svara þurfti leigum eftir, og var það talinn þungur skattur, auk landskuldar. Má nærri geta að kröpp hafa verið kjör Ingibjargar á Hálsi og barnanna hennar ungu, cftir fráfall heimilisföðursins. Stritið endalaust og langur vinnu- c’ jgurinn og farg kvíðans þungt á herðum ekkjunnar, þegar út af bar, eins og ein saga, er ég nam í æsku minni, ber með sér. Það var á höfuðdegi eitt sinn, er flóð- gáttir himinsins helltu regni yfir Sandinn prúða, að Ingíbjörg á Iiálsi fór að hitta vin- og grann- konu sína, Kristínu í Hrauni, ekkju Eiríks Tómassoniar, og sat hjá henni um daginn, og barmaði sér mjög og grét yfir veðráttu þessa merkisdags upp á haustið, en hún átti lítið hey í garði, en mikið óþurrkað, bæði fast og laust. Kristín í Hrauni reyndi að hugga hana og kvað betur mundi viðra en áhorfðist. Börn Ingibjargar bjuggu saman alla ævi í ytri bænum á Hálsi. Bjarni einn giftist og bjó með konu sinni eitt ár á Brekku, næsta bæ austan ár. Missti þá konu sína og barn þeirra og flutti sig aftur að Hálsi og rofnaði ekki systkina- hópurinn upp frá því, þar til dauð- inn heimtaði sitt. Benedikt dó fyrst, skömmu eftir aldamótin, Kristín fáum árum seinniai, en Bjarni og Guðfinna lifðu fram á annan tug aldarinnar. Öll voru systkinin greind og minnug og fróð, en dul mjög og báru mikil merki einangrunar og krappra kjara uppvaxtaráranna, ómiannblendin og hlédræg og sein- tekin, og mundi nú á tímum sagt að þau hefðu minnimáttarkennd. Kristín var stórgáfuð kona og fyrir þeim systkinum, a.m.k. inn- anbæjar. Systurnar áttu ekki afkvæmi, en Benedikt gat son við vinnukonu þeirra systkina, Jónínu Jónsdótt- ur, ættaðri úr Dýrafirði. Var hún lítilia manna og ekki mikil fyrir sér. Kristín annaðist uppeldi sveinsins, er heitinn var Guðmund- ur eftir föður þeirra. Vera má að Kristínu hafi þótt bróðir sinn taka niður fyrir sig, því haft er eftir henni um Guðmund litla: „Hann á enga móður, hann kom út úr þúfu.“ En allt um það þá var Jónína kyrr sem vinnukona hjá systkin- unum, og síðan bústýra hjá Guð- mundi syni sínum, eftir lát þeirra systra, þar til 1920 að þau fluttu frá Hálsi að Leynimýri í Reykja- vík, en Háls fór í eyði. Systkinin í ytri bænum á Hálsi bjuggu góðu og gagnsömu búi og hjá þeim var aldrei búsvelta, en sparsöm voru þau og nýtin með ciíbrigðum. Gott var að koma til þeirra, matur góður og nægur, en gestir fáséðir, og þau gerðu sér ekki tíðförult á aðra bæi. Skyrið á Hálsi var hnausþykkt og gott, lundabaggarnir svo að sást varla dökkt í og hangiketið feitt, enda beitin svo kjarngóð, að sagt var, að gemlingarnir lifðu þó að bera þyrfti þá upp í hálsinn á vorin. Aldrei var þeim Hálsbræðrum heyvant, en víðir rifu þeir á hverju hausti og tálguðu niður í fé og kýr til heydrýginda, enda gekk fé þeirra jafnan vel undan. En fáum sýndu þeir hús sín eða hey, og þröngar voru geiliamar í hey- kumblunum, og kvörtuðu skoðun- armenn yfir að komast þar um, enda grunur minn að þeim bræðr- um muni hafa þótt slík hnýsni ó- þörf. Fólk þetta var mjög seintekið og taldi ekki boðlegt að bjóða gcstum inn í slik hreysi, enda voru húsin lágreist og þröng, torfbað- stofa undir röftum og hlóðaeldhús. Viar það eina baðstofan, sem ekki var undir súð, eða þiljuð, er ég vissi um í mínu ungdæmi, og þetta var líka eini bærinn, eftir aldamót, sem ekkert eldunartæki átti úr járni. En þegar inn var komið, voru móttökumar bæði alúðlegar og rausnarlegar, og gestinum virt til lítillætis og ágætis að þiggja beina í kotinu. — Þegar Guðmundur litli þurfti að fara að lesa fyrir prest- inn, þá fannst Kristínu fóstm hans ófært að presturinn sjálfur kæmi inn í slíkt hreysi, sem torfbærinn þeirra var, og fór hún með hann fram í fremri bæinn svo hann gæti stafað þar. En presturinn, sem var séra Þórður Ólafsson á Gerðhömrum, neitaði að láta drenginn lesa nema í sínum eigin bæ, og varð svo að vera. Þá var líka ísinn brotinn, og kom hann jafnan síðan við í ytri bænum á Hálsi er hann kom göngumóður af heiðinni og þáði þar góðgerðir og hvíld, og þótti báðum gott. Ekki man ég Kristínu glöggt. Þær systur hafa sjálfsagt aldrei farið út af bæ, nema til kirkju, og aldrei sá ég þær á Álfadal öll mín uppvaxtarár. Bræðumir Bjarni og Benedikt vom lágir vexti, en þreknir, hæg- látir mjög í fasi og orðfáir, rauð- skekkjaðir og rauðleitir í andliti og búlduleitir. Systurinni Guð- finnu svipaði mjög til þeirra. Þeir komu nokkrum sinnum að Álfadal, á leið til sjávar, enda skipsfélagar föður míns á hverju vori. Réru hjá Eiríki Sigmunds- syni bónda í Hrauni á sexæringi hians „Hreggviði". Aldrei fóm þeir að og frá sjó öðruvísi en gangandi, áttu þó einn hest, sem Bleikur hét, mesti stólpagripur, kallaður Blöðru- Bleikur, enda var blaðra framan á flipa hans, líkt og sagt er á sæ- nautum. Bleikur fór aldrei úr holdum en var hægferðugur, eins og eigendurnir en bar baggann sinn. Aldre gengu þeir samsíða, held- ur gekk Benedikt á undan, en Bjarni 20—30 föðmum á eftir, fetuðu hægt og rólega, án þess að líta til hægri eða vinstri. Þetta fannst okkur bræðrunum skrítið, en við höfðum gott tækifæri til að fylgjast með ferðum þeirra, þar sem gatan lá rétt fyrir neðan túnið á Álfadial. I Hraunsbúðinni voru þeir rekkjufélagar og var rúm þeirra fyrir þverum gafli. Koffort höfðu þeir undir mat sinn, en enginn sá hvað þeir snæddu, því að á meðan þeir borðuðu, höfðu þeir koffortið á hnjánum og opnuðu lokið til hálfs og létu brún þess hvíla á höfði sér. En skipsfélaga þeirra grunaði, að svo fornbýlir sem þeir voru taldir, þá mundu þeir luma á ýmsu því góðgæti, sem hinir áttu ekki til, og hafi því ekk- ert kært sig um að flíka. Bjarna varð mér starsýnt á, er hann drakk kaffi á eldhúskistunni á Álfadal. Hann smjattaði við hvern sopa. Sú var ágizkun þar um, að hann væri að kanna hvort hvallýsisbragð væri af kaffinu, vegna þess, að hann hafði eitt sinn komið heim þreyttur og svangur og fengið nýsoðinn volgan hval að borða, gerði illt af matnum og seldi öllu upp, og mátti aldrei sjá hval síðan.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.