Ísfirðingur - 15.12.1961, Blaðsíða 9
ÍSFIRÐINGUR
9
Halldór Kristjánsson:
A VBíívan
OFT ER TALAÐ um blöðin okkar
án þess að gæti sérstakrar virð-
ingar. Fremur mætti segja, að
væri tízka að tala með lítilsvirð-
ingu um blaðamenn, en þó er þess
að gæta, að okkar tímar einkenn-
ast fremur af öðru en hófstilltu
og virðulegu orðbragði yfirleitt.
En hér má ef til vill í upphcifi
segja litla skrítlu. Alþingismaður
nokkur var að lesa yfir blaða-
manni og var þungorður um stétt
hans. Þá svaraði blaðamaðurinn:
— Víst veit ég það, að blaða-
menn eru sú stéttin, sem minnstr-
ar virðingar nýtur nú á Islandi,
næst alþingismönnunum.
Það er ekki ætlun mín að skrifa
hér ritgerð um íslenzka blaða-
mennsku almennt. Hitt er það
heldur að rifja upp fáeinar minn-
ingar frá þeim árum, sem ég
stundaði blaðamennsku. Sumar
gætu ef til viU verið til gamans.
Aðrar gætu kannske orðið til um-
hugsunar á nokkurn hátt.
Prentvillupúkmn.
PRENTVILLUR eru löngum
hvimleiðar þeim, sem sem eiga að
sjá við þeim. Þar kenna löngum
prentarar og blaðamenn hvorir
öðrum um eftir mætti. Þó lærðist
mér að segja, að prentarar ynnu
ábyrgðarlaust og það yrði blaða-
maðurinn að horfast í augu við
og haga sér samkvæmt því.
Stundum geta prentviUur verið
skemmtilegar fyrir þá, sem ekki
bera ábyrgð á þeim eða eiga hlut
að máli. Ef menn geta lesið í mál-
ið þykir þeim oft gaman lað. Þó
getur merkingin breytzt við það
að einum staf skeiki. Það er mein-
legt ef ð fellur úr orðinu alþingis-
maður eða u kemur fyrir a þegar
sagt er frá fjárræktarmanni.
Kunningi minn einn, sem var
gæddur góðu kímniskyni, sendi
mér kveðju sína og þau orð með,
að ég hefði skrifað ákveðinn vin
minn ærulausan. Ég hafði skrifað
fáein orð í tilefni af merkisafmæli
mannsins og ætlaði þar að segja
sem satt var, að hann hefði verið
æðrulaus og ókvalráður, en ð féll
úr orðinu æðrul'aus.
Leiðari verða þær prentvillur
mörgum þar sem línur brenglast
eða leiðréttingalínu er stungið inn
á öfugum stað. Þó getur stundum
orðið gaman að slíku, eins og þeg-
ar stúlka með innbyggðum skáp-
um og sérinngangi er auglýst til
leigu eins og gert var í Tímanum
í haust. Svipað tilfelli var í Morg-
unblaðinu fyrir nokkrum árum
þegar átti að auglýsa neðri hluta
af sérstakri á til leigu til stanga-
veiði, en í staðinn fyrir ámaínið
stóð prjónakonu. En lesendumir
kæra sig ekki alltaf um þá dægnar
dvöl, sem það er að lesa í málið
þegar línur em brenglaðar.
Þegar handritin batna í meðferð
setjara.
ÞEGAR HANDRITIN em slæm
er setjaranum löngum ærinn vandi
á höndum. Þá reynir á greind
hans að átta sig á því hvað getur
staðizt og hvað er fjarstæða. Það
er ekki gott að sjá það í vandaðri
bók, að tiltekin hjón, sem frá er
sagt, hafi bæði verið góðir búpen-
ingar. Auðvitað hefur staðið í
handriti að þau væm góðir bú-
þegnar. Séð hef ég í próförk
minnst á það, þegar Einar Kvaran
kom til Kaupmannahafnar í þeim
erindum að sækja þing spéribúta.
Því skyldi það ekki geta heitið
spéribútar eins og spiritistar?
Sérstaklega er mér minnistæð
ágæt grein, sem skrifuð var um
hjón ein í Borgarfirði. Þau bjuggu
í þjóðleið meðan lestaferðir tíðk-
uðust. Oft var þá gestkvæmt hjá
þeim. Greinarhöfundur brá upp
mynd af því, þegar bændur úr
uppsveitum leituðu þar gistingar
í óveðri á haustkvöldi. Var mjög
rómuð alúð þeirra hjóna við ferða-
menn, ekki sízt húsfreyjunnar.
Bónda var svo lýst í handriti, að
hann var sagður verklaginn og
hagur. Þetta varð í próförkinni
rislágur og hægur.
Síðan var þess getið, að þrátt
fyrir það, að þau hjón hefðu byrj-
að búskap eignalaus og búið við
mikinn gestagang hefði hagur
þeirra blómgast. Svo kom setning
sem var svo: Og þama átti hinn
mannvænlegi bamahópur, 7 dætur
og 3 synir, sitt bernskuheimili. I
Próförkinni var bamahópurinn
orðinn bændahópur en „sitt
- bernskuheimili" var fallið niður.
Þá skildist mér að bændahópurinn
væri vitanlega lestamennimir, sem
sagt var frá áður. Alúð húsfreyj-
unnar við gesti sína var mjög róm-
uð og bóndinn rislágur og hægur.
Var þá nokkur furða þó að setjar-
anum dytti í hug að hinn mtann-
vænlegi bændahópur hefði þama
átt sameiginlega sjö dætur og þrjá
syni?
Einhverntíma sagði ég Guð-
mundi Hagalín þessa sögu. Þá
i blaðanna
sagði hann, það sem ég læt mér
nú að kenningu verða:
— Þetta á maður að skrifa hjá
sér. Það getur verið efni í grein í
jólablað.
En það er ekki alveg víst að ég
hefði skap til að segja þessa sögu,
ef þessar smábreytingai’ hefðu
farið lengra en í próförkina.
Menn treysta á blöðin.
AÐ SJÁLFSÖGÐU mun það vera
nokkuð misjafnt hvemig blaða-
menn líta á hlutverk sitt og blaða
sinna. Það er líka misjafnt til
hvers lesendur ætlast af blöðunum.
Um það skal lítt fjölyrt hér, en
það er þó skoðun mín að viðhorf
lesendia og smekkur þeirra ráði
mestu um það hvemig blöðin
verða.
Þrátt fyrir allt það, sem um
blöðin er sagt, bera menn þó mikið
traust til þeirra. Menn kunna að
meta það öryggi, sem felst í rit-
frelsi og prentfrelsi. Oft er það
úrræði manna þegar eitthvað
þrengir að þeim eða arnar, að
reyna að komast í blöðin. Daglega
bera menn fram kvartanir sínar og
umvandanir í tilefni af hinu og
þessu, smærra og stærra. Þetta er
þáttur í þjóðlífinu. Það þykir eðli-
leg og sjálfsögð boðleið >að koma
sínum sjónarmiðum á framfæri í
blöðunum. Blöðin eru hið frjálsa
málþing. Og væntanlega er það
alltaf svölun og hugarhægð fyrir
menn að létta á hjarta sínu á þeim
vettvangi, hvað sem um áhrifin er
hverju sinni.
En í þessu sambandi eru ýmsar
hættur og freistingar á vegi blaða-
mannsins. Eins og það er ábyrgð-
arhluti að varna þeim máls, sem
flytur réttmæta gagnrýni er það
þó engu síður ábyrgðarmikið að
hleypa í blöðin ómaklegum
sleggjudómum í viðkvæmum mál-
um. Persónulega minnist ég
frá mínum blaðamennskuárum
tveggja manna, sem voru dálítið
ruglaðir. Báðir trúðu þeir því, að
áhrifamiklir menn sætu um að of-
sækja sig. U-m það kunnu þeir að
segja furðulegar sögur. Og eins og
laðrir settu þeir einkum traust sitt
á blöðin í sambandi við réttlætis-
málin. Það mætti segja mér, að
blaðamenn fengju stundum tæki-
færi til þýðingarmikilla sálgæzlu-
starfa, þó að verkefnið sé stundum
svo erfitt að kalla megi óviðráð-
anlegt. Þær eru margar meinlok-
umar, sem fólk gengur með, og
sitja býsna fastar, þó að sleppt sé
öllum þeim, sem kallaðir eru geð-
bilaðir.
Þegar menn langar til
að hefna sín.
ÞAÐ ERU tvö erindi, sem mér eru
einkum minnisstæð úr minni
blaðamannsreynslu af þessu tagi.
Annað er bréf frá manni, sem
hafði orðið fyrir því, að heilbrigð-
iseftirlitið lokaði sölubúð, sem
hann átti að meira eða minna
leyti. Honum hafði sárnað og virt-
ist hyggja á hefndir. Auðvitað
brestur mig allan kunnugleika til
að dæma um þétta mál. Ég veit
því ekki nema vera kunni að heil-
brigðiseftirlitið hafi tekið harðara
á þessari verzlun en einhverri ann-
arri.
Æðsti maður yfir heilbrigðis-
eftirlitinu í þetta sinn var Bjarni
Benediktsson. Þar vildi bréfritari
koma hefndum niður. I bréfi sínu
hafði h-ann langan inngang, sem
var hið mesta skjall um viðtak-
anda, þar sem borið var lof á ein-
urð hans og drengskap og réttlæt-
iskennd. Síðan var vikið að því
hvílíkt fólskuverk hér hefði verið
unnið og hver nauðsyn væri að
hnekkja ofurvaldi Bjiama Bene-
diktssonar. Síðast voru svo nokk-
ur hálfyrði, heldur afslepp þó, um
væntanlegt og sennilegt fylgi höf-
undar við Framsóknarflokkinn.
Auðvitað vissi bréfritari það,
að Tímamönnum væri ljúft að fá
í hendur það sem orðið gæti þeim
að vopni gegn Bjama Benedikts-
syni. Og fæstir vilja bregðast
trausti því, sem þeim er sýnt til
drengilegra átaka fyrir réttlætið.
í öðm lagi er svo grein um á-
standið á Kleppsspítalanum. Það
var svæsin ádeilugrein, sem
beindist þó einkum að sumum for-
stöðumönnum stofnunarinnar.
Það viar augljóst að þessi grein
yrði lesin og vekti umtal. Allir
blaðamenn vilja að blaðið sitt sé
lesið. Réttmætar ádeilur eiga líka
erindi á prent. En hér er um við-
kvæmt mál að ræða. Sízt væri bæt-
andi á raunir og hugarstríð þeirra,
sem eiga sína á sjúknahúsi, með
tilhæfulausum þvættingi um mis-
fellur í aðbúð þeirra.
Svo vildi til í þetta sinn að
blaðamaður sá, er réði því hvort
greinin yrði birt, þekkti hjúkmn-
arkonu á Kleppi og vissi sér óhætt
að treysta henni. Hann fór og tal-
aði við hana. Þá kom m.ia1. í ljós,