SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Qupperneq 6

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Qupperneq 6
6 27. júní 2010 „Þetta er mjög merkileg skýrsla þar sem tekið er á erfiðu málefni, þ.e. mansali barna, á nærgætinn en á sama tíma skipulegan hátt án upphrópana og án þess að veittur sé afsláttur af mannréttindum barna í samræmi við barnasáttmála SÞ,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Að hans sögn hefur UNICEF á Íslandi allt frá stofn- un árið 2004 átt náin samskipti og gott samstarf við UNICEF í Gíneu-Bissá um verkefni á sviði heilbrigðis- og menntamála þar í landi. Í ljósi þessa hafi legið beint við að UNICEF í Gíneu-Bissá óskaði eftir að- komu systursamtaka sinna hérlendis við vinnslu skýrslu um vandann sem tengist vaxandi flutningi barna yfir landamærin, aðstæðum þeirra, vinnu- þrælkun og betli. Að sögn Stefáns Inga er skýrslan þegar farin að hafa jákvæð áhrif á starf UNICEF í Gíneu-Bissá. „Um- ræðan hafði lengi verið mjög tvískipt og öfgakennd, ekki síst út af orðræðunni þar sem aðstæður barnanna voru skilgreindar sem mansal. Með því að tala frekar um „erfiðar aðstæður barna“ í stað þess að lýsa þessu sem smygli á börnum hefur reynst unnt að ná aukinni samstöðu heimamanna um að vinna að velferð þessara barna,“ segir Stefán Ingi og tekur fram að afar jákvætt sé að vönduð skýrsla unnin af íslenskum fræðimönnum geti haft áhrif í V-Afríku. Spurður um næstu skref til að fylgja skýrslunni eft- ir segir Stefán Ingi að næstu skrefin úti séu í höndum UNICEF í Gíneu-Bissá, en UNICEF á Íslandi ráðgeri að kalla saman sérfræðinga á þessu sviði hérlendis og standa fyrir málþingi síðar í sumar eða með haust- inu þar sem hægt verði að ræða efni skýrslunnar í þaula. Merkileg skýrsla sem tekur á erfiðu málefni Við gerð skýrslunnar tóku höfundar hennar viðtöl við fjölda fólks, bæði fullorðna og börn. B esta leiðin til þess að bæta aðstæður þessara barna er að huga að og efla grunnmenntunina í heimalandi þeirra, en menntakerfið er í rúst í Gí- neu-Bissá vegna stjórnmálalegs óstöðugleika síðustu ára og skorts á fjármagni,“ segir Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði við Há- skóla Íslands og einn fjögurra höfunda að nýrri íslenskri skýrslu um mansal barna í lýðveldinu Gíneu-Bissá í Vestur-Afríku sem nýverið kom út og aðgengileg er á vef UNICEF á Íslandi. Jónína vísar með orðum sínum til aðstæðna barna, yfirleitt drengja, frá Gíneu-Bissá sem sendir eru í kóranskóla til Senegal þar sem þeirra bíður mjög hörð lífsbarátta, en í mörg- um tilfellum neyðast þeir til að betla sér til við- urværis á götum Dakar, höfuðborgar Senegals. Skýrslan var gerð að ósk UNICEF í Gíneu-Bissá og studd af UNICEF á Íslandi, en höfundar hennar eru auk Jónínu þeir Geir Gunnlaugsson landlæknir, Gunnlaugur Geirsson laganemi og Hamadou Boiro mannfræðingur. Allt niður í 4 ára gömul börn send í burtu Að sögn Jónínu eru ekki til neinar nákvæmar tölur um fjölda þeirra barna frá Gíneu-Bissá sem á ári hverju eru send eða stelast sjálf yfir landamærin til náms í kóranskólum í Senegal. Reynslan sýni hins vegar að nær allar fjöl- skyldur sem tilheyra þjóðarbroti Fula í Gíneu- Bissá velji að senda a.m.k. eitt barna sinna til mennta í nágrannalandinu. Bendir hún á að eitt helsta markmiðið sé að bæta framtíð- armöguleika þessara barna. „Sumir telja að foreldrar velji að senda börnin burt til þess eins að fækka þeim munnum sem þarf að metta. En af þeim samtölum sem við áttum við foreldra var nokkuð ljóst að flestir völdu að senda til náms þau börn sín sem best voru gefin og fljót- ust að læra, enda sáu þeir aukna menntun sem lykil að bættri framtíð,“ segir Jónína. Í flestum tilvikum eru börnin send í skóla við 10-12 ára aldur en einnig munu dæmi þess að allt niður í 4 ára gömul börn séu send burt. Yfirleitt tekur námið í kóranskólanum 3-5 ár og eru börnin prófuð þegar þau snúa aftur til heimalands síns. Mansalsskilgreiningin elur á tortryggni „Samtímis virðist greinilegt að foreldrar eru sér meðvitandi um að sumir þeirra sem reka kóranskóla séu svikahrappar sem leggi minna upp úr kennslunni en meira upp úr því að gera út á betl barnanna,“ segir Jónína. Bendir hún á að nokkur umræða hafi þegar átt sér stað innan íslamska trúarsamfélagsins í Gíneu-Bissá þess efnis að bæta þurfi eftirlitið með kóranskól- unum þannig að hver sem er geti ekki rekið slíkan skóla án þess að veita börnunum þá fræðslu sem ætlunin er að veita í umræddum skólum. Fram kemur í skýrslunni að undanfarin ár hafi fyrrgreind börn verið skilgreind sem fórn- arlömb mansals og hafa erlend hjálparsamtök gjarnan haft það að markmiði að „bjarga börn- unum frá betli“ og koma þeim aftur til heima- lands síns, oft á tíðum gegn vilja bæði barnanna sjálfra og fjölskyldna þeirra. „Að okkar mati er ekki rétt að skilgreina þessi börn sem fórn- arlömb mansals, því með slíkri skilgreiningu er verið að stimpla fjölskyldur þeirra sem glæpa- menn. Slíkt elur á tortryggni sem verður aðeins til þess að torvelda aðstæður barnanna enn frekar. Foreldrar þessara barna telja sig vera að gera það besta fyrir börnin sín og gremst að slíkt sé skilgreint sem mansal sem í þeirra huga tengist yfirleitt frekar fíkniefnabransanum þar sem orðið „tráfico“ er notað í báðum til- fellum,“ segir Jónína og minnir á að aðstæður barna í Gíneu-Bissá séu harðneskjulegar. „Lífið er erfitt og börn þurfa að vinna hörð- um höndum frá unga aldri,“ segir Jónína. Bendir hún á að ein ástæða þess að börnin kjósa að snúa aftur til Senegal sé að þar fái þau þrátt fyrir allt hugsanlega meira að borða auk þess sem stórborgarlífið heilli fram yfir fábrotnar aðstæður í heimaþorpum þeirra þar sem yf- irleitt sé t.d. ekkert rafmagn. „Reynslan sýnir líka að mjög flókið getur reynst að bjarga götu- börnum, því þó lífsbarátta þeirra sé hörð þá búa börnin yfir ákveðnu frelsi og mynda með sér samfélag sem þau kjósa oft á tíðum fram yf- ir aðstæðurnar heima fyrir,“ segir Jónína. Að mati skýrsluhöfunda er aðkallandi að byggja brýr milli heimamanna og erlendra hjálp- arsamtaka með það að markmiði að bæta að- stæður barnanna, efla þarf grunnmenntunina í Gíneu-Bissá, auka þarf landamæraeftirlit og koma í veg fyrir að börn séu í stórum stíl send skilríkjalaus yfir landamærin. Tekur hún fram að svo virðist sem útkoma skýrslunnar sé þegar farin að hafa jákvæð áhrif í Vestur-Afríku. Efla þarf grunn- menntun Sjónum beint að aðstæðum betlandi barna í Dakarborg Foreldrar kjósa að senda börn sín í kóranskóla í von um að aukin menntun bæti framtíðarmöguleika þeirra. Vikuspegill Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skýrslan byggist á viðtölum við hundruð manna í Gíneu-Bissá og Senegal. Meðal þeirra sem skýrslu- höfundar ræddu við voru foreldrar sem sent höfðu börn sín í kóranskóla, börn sem þar höfðu verið eða voru enn við nám, börn sem send höfðu verið nauðug til heimalands síns af erlendum hjálp- arsamtökum, trúar- leiðtoga, lögreglu- yfirvöld, landamæra- verði og fulltrúa dómstóla. Skýrslu- höfundar gerðu aldrei boð á undan sér og völdu sjálfir alfarið við hverja þeir töluðu. Fjöldi viðtala

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.