SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Page 8

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Page 8
Morgunblaðið/RAX O kkur hefur verið ótrúlega vel tekið. Þetta fer mun betur af stað en við þorðum að vona, bjartsýnisspáin er sprungin,“ segir Hildur M. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Brúðuheima, menning- ar- og listamiðstöðvar sem tengist brúðuleiklist bónda hennar, Bernds Ogrodniks, sem voru opnaðir fyrir fimm vikum í þremur gömlum friðuðum húsum í Englendingavík í Borgarnesi. „Gestir hafa yfirleitt verið mjög ánægðir með brúðusafnið enda er þetta allt öðruvísi safn en fólk á að venjast og vonandi góð viðbót við íslenska safnaflóru. Fjölskyldufólk hefur verið duglegt að koma og nú eru hópar líka farnir að streyma hingað, fyrirtæki og félagasamtök. Það er mjög ánægjulegt enda er safnið ekki síður fyrir fullorðna en börn.“ Hildur segir marga furða sig á umfangi Brúðuheima en samtals er mið- stöðin 650 fermetrar. Í leikhúsi Brúðuheima verður boðið upp á sýningu á Pétri og úlfinum klukkan 14 á sunnudögum í sumar. Fyrsta sýning var um liðna helgi og var fullt út úr dyrum en salurinn tekur 75 manns í sæti. Hafinn er undirbúningur að næstu sýningu, Gilitrutt í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, en frumsýning er fyrirhuguð í október. „Síðan stefnum við að því að bjóða upp á Gilitrutt fyrir erlenda ferðamenn næsta sumar.“ Sóttar eftir leikinn Gestir hafa ekki bara brugðist vel við listinni því kaffihúsið hefur einnig mælst vel fyrir. „Það hefur vantað kaffihús í Borgarnesi og bæjarbúar hafa verið mjög ánægðir með framtakið. Það er ánægjulegt hvað póstarnir vinna vel saman, það hefur verið bæði menning og stemning í kringum þetta.“ Mikil veðurblíða hefur heldur ekki spillt fyrir en hægt er að sitja úti á palli við víkina. „Staðsetningin er æðisleg,“ segir Hildur sem lætur sig dreyma um að koma í framtíðinni upp aðstöðu til sjósunds. Hildur hefur fengið óvenjumargar konur í heimsókn undanfarin kvöld og datt í hug að grennslast fyrir um ástæðuna. Svarið var einfalt: Við verðum sóttar eftir leikinn! Hildur og Bernd eru alsæl í Borgarnesi. Þau voru lengi norður í Skíðadal og „það þurfti þetta til að draga okkur út úr dalnum“ eins og hún kemst að orði. Vinnuskólinn í Borgarnesi hefur í samstarfi við Brúðuheima unnið undan- farna viku að gerð risabrúðna fyrir Brákarhátíð, sem haldin er í bænum í dag, laugardag. Klukkan 13:30 geta gestir og gangandi séð afraksturinn þegar fram fer sérstakur brúðugjörningur við Brákarbrúna og í kjölfarið skrúð- ganga upp í Skallagrímsgarð. Bjartsýnisspá- in sprungin Brúðuheimar í Borgar- nesi falla í frjóa jörð Hildur M. Jóns- dóttir og Bernd Ogrodnik, að- standendur Brúðuheima í kaffihúsinu. Í deiglunni Orri Páll Ormarson orri@mbl.is 8 27. júní 2010

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.