SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 13
27. júní 2010 13 H eimsókn nemenda og kennara við tónlistarskólann í Stettín er fyrsti liður í samstarfsverkefn- inu „Stefnumót kammersveita ungs fólks í Reykjavík og Stettín“ sem styrkt er af norska hluta menningarsjóðsins fyrir Evrópska efnahagssvæðið. Verkefnið stendur í heilt ár, í september heldur hópur íslenskra nema utan, í nóvember kemur annar pólskur hópur hingað og í febrúar á næsta ári gefst fleiri Íslendingum tækifæri til að kynna sér aðstæður í Stettín. Meðan á heimsókninni stóð æfðu pólsku og íslensku nemendurnir saman tónlist frá heimalöndum sínum, hlýddu á fyrirlestra um tónlistararf landanna, meðal annars frá tónskáldunum Atla Heimi Sveinssyni og Hildigunni Rúnarsdóttur, og héldu tvenna tónleika fyrir aðstandendur og almenning. Þar léku ungmennin meðal annars íslenska þjóðsönginn eftir Sveinbjörn Sveinbjörns- son saman. Meginmarkmið samstarfsverkefnisins er að auka hæfileika og færni ungra þátttak- enda undir leiðsögn reyndra kennara og auka víðsýni krakkanna með því að kynna fyrir þeim tónlist og tónlistarhefðir land- anna. Í verkefninu verður sérstök áhersla lögð á tónlist Frédérics Chopins í tilefni af 200 ára ártíð hins mikla snillings. Þá hefur Atli Heimir útsett gamalgróin íslensk lög á borð við Á Sprengisandi og Sofðu unga ástin mín fyrir krakkana. Ógleymanleg ferð Aðstandendur hópsins, Paweł Majewski skólastjóri, Anna Głòczynska aðstoð- arskólastjóri, Joanna Jagiełło fiðlukennari og Urszula Stawicka formaður forntónlist- arakademíu skólans, eru á einu máli um að heimsóknin hafi verið afar vel heppnuð. Eins og svo margir útlendingar gera þau veðrið fyrst að umtalsefni. „Það voru engir tveir dagar eins. Ég átti von á meiri kulda en þetta hefur verið ósköp notalegt. Síðan bæta Íslendingar upp fyrir hitastigið með hlýju sinni. Þið eruð höfðingjar heim að sækja. Þessi ferð verður mér alla tíð ógleymanleg og ég hef mikinn áhuga á að kynnast Íslandi betur,“ segir Paweł skólastjóri og brosir. Farið var með gestina Gullna hringinn og í Bláa lónið, svo sem lög gera ráð fyrir. „Ís- land er virkilega fallegt land,“ segir Urs- zula. Stettín er við landamæri Þýskalands og tónlistarskólinn þar hefur gegnum tíðina starfað mikið með þýskum skólum. Að öðru leyti hefur lítið verið gert af því að leggja land undir fót. Spurð hvort þau hafi vitað eitthvað um íslenska tónlist áður en þau komu hrista þau höfuðið. „Allir þekkja Björk en að öðru leyti vissum við lítið sem ekkert,“ segir skólastjórinn en bætir sposkur við að hann kannist við nokkra íslenska handbolta- og fótboltamenn. Góð sinfóníuhljómsveit Hópurinn skellti sér á tónleika Sinfón- íuhljómsveitar Íslands og Hjaltalín og hafði gaman af. Kennararnir bera Sinfóníunni sérstaklega vel söguna. „Hún er mjög góð,“ segir Anna. Ewa Tosik-Warszawiak, kennari Kamm- erklúbbsins, er pólsk en hefur búið á Íslandi í átján ár. Það er ekki síst henni að þakka að samstarfið komst á en þær Urszula kynntust fyrir margt löngu í Kraká og hafa haldið góðu sambandi síðan. Að hennar sögn er það mikil hvatning fyrir krakkana að hittast og æfa saman. Tungumálið hafi ekki verið vandamál, allra síst þegar krakkarnir voru komnir með hljóðfærin í hendur. „Heim- sóknir af þessu tagi efla okkar hóp, það er ekki nokkur spurning,“ segir Ewa. Kammerklúbbur unga fólksins var settur á laggirnar í ágúst í fyrra en hann sam- anstendur af 21 nemanda á aldrinum tíu til átján ára úr tónlistarskólum á höfuðborg- arsvæðinu og í Keflavík. Nemendurnir leika á fiðlu, víólu, selló og píanó. Hvergi betur tekið Alls komu sjö pólsk ungmenni til landsins og tvö þeirra, Jedrzej Wójciak og Milena Walent, eru hæstánægð með dvölina. Bæði þykir þeim landið fallegt og fólkið viðmóts- þýtt. „Ég hef ferðast býsna víða en hvergi verið betur tekið en á Íslandi,“ segir Milena. Jedrzej þykir mest til birtunnar koma. „Það dimmir aldrei, ekki einu sinni um há- nóttina. Það er algjörlega magnað.“ Veðrið finnst þeim í góðu lagi. „Þetta er svona eins og haust í Stettín,“ segir Jedrzej og Milena viðurkennir brosandi að hún hafi átt von á verra veðri. „Alla vega rigningu.“ Þau vissu lítið sem ekkert um Ísland áður en þau komu en lásu sér svolítið til á netinu. Eftir dvölina eru þau margs vísari. Þau eru sammála um að íslensk tónlist sé falleg en hafi gjörólíkan karakter þeirri pólsku. Spurð hvort þau gætu hugsað sér að flytja íslenska tónlist í framtíðinni svara þau ein- um rómi: „Hvers vegna ekki?“ Pólsku tónlistarnemarnir ásamt hluta Kamm- erklúbbs ungs fólks á höf- uðborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Kristinn Úti við sjóndeildar- hring Hópur ungs tónlistarfólks og kennarar þeirra frá Stettín í Póllandi voru á dög- unum í heimsókn hjá nýstofnuðum Kamm- erklúbbi ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Bera þau landi og þjóð vel söguna. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Joanna Jagiełło, Paweł Majewski, Ewa Tosik- Warszawiak, Anna Głò- czyńska og Urszula Stawicka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.