SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Side 22

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Side 22
22 27. júní 2010 M aría er með háskólagráðu í myndlist og listsögu og var lengi vel með vinnustofu þar sem hún málaði listaverk. Hún hefur nú einnig lokið MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Allt frá því að hún var unglingur hafði hún þó einnig unnið með blóm og þegar María fluttist um nokkura ára skeið til Noregs ákvað hún að taka sig til og læra blómaskreytingar. Í náminu var hún svo heppin að vinna hjá Thor Gunnarsen sem er einn af Evrópumeisturum í blómaskreytingum og þekktur í sínu fagi. Hjá honum segist María hafa fengið bakteríuna en hún stofnaði blómaverslunina Blómahönnun við heimkomuna árið 2002 og hefur rekið hana allar götur síðan. Hefðbundin brúðarblóm „Thor vann mikið út fyrir rammann og kenndi mér að horfa frekar á form og liti heldur en að rós væri bara rós. Hann er mjög virkur í sínu starfi og ferðast um allan heim þar sem hann heldur sýningar og námskeið. Listabakgrunnurinn hjálpar mér mikið við blómaskreytingarnar en um leið má líka ekki gleyma því að þetta er iðngrein og því margar reglur sem ber að fylgja innan fagsins. Þó er gott að hafa hitt með og það hjálpar manni að nálgast hlutina öðruvísi. Það er mjög árstíðabundið hvaða blóm og liti ég nota og fer líka eftir hverju verkefni. Ég hef skreytt mikið fyrir árshátíðir, aðalfundi og ferðamenn sem koma hingað með skemmtiferðaskipum og þessum verkefnum er oft tengt mikið þema. Mér finnst líka gaman þegar ég skreyti fyrir brúð- kaup hvað brúðir hafa skemmtilega skoðun á því hvernig til- finningu þær vilja að blómin skapi og það er gaman að vinna með fólki á þann hátt. Í dag eru brúðarblómin orðin hefðbundn- ari en þau hafa verið hingað til. Það sem af er sumri hafa kúlu- og dropalaga vendir verið vinsælir og dropalagið held ég að verði mjög vinsælt núna eftir brúðkaupið en brúðarvöndurinn hennar Viktoríu var þannig í laginu. Það hefur allt svona áhrif svo og tískan, núna eru ljúfir litir vinsælir sem fylgja sumri og vori, hvítt, bleikt og lillablátt en á haustin fer fólk aftur að velja dekkri liti,“ segir María. Konunglegt samstarf Þegar María var beðin um að koma og sjá um blómaskreytingar í brúðkaupi Viktoríu og Daniels segist hún fyrst hafa haldið að um gabb væri að ræða. María hafði áður skreytt fyrir sænsku kon- ungsfjölskylduna þegar hún kom hingað til lands í rík- isheimsókn og bauð til kvöldverðar á Nordica hotel. Þar aðstoð- aði hún Claes Carlsson, hirðblómaskreyti við sænsku hirðina, við að skreyta veislusalinn en samkvæmt hefðinni kom konugs- fjölskyldan með allt með sér sem til þurfti í veisluna. Viktoría hreifst af skreytingunum og fyrir brúðkaupið hafði Claes, sem þekkir til Thor Gunnarsen, samband við Maríu í gegnum hann. Þannig kom það til að María slóst í hóp 45 blómaskreyta sem unnu sleitulaust að undirbúningi fyrir brúðkaupið í heila viku. Konunglega hirðin í Skandinavíu hjálpast að við undirbúning brúðkaupa en hópurinn samanstóð meðal annars af blóma- skreytum frá Noregi og Danmörku. Hópurinn sá um allar skreytingar fyrir brúðkaupið, inni í kirkjunni utan og innan í veislusalnum og hvar þar sem þurfti að skreyta. Mikið sameiningartákn „Vorlitir voru ríkjandi í skreytingum brúðkaupsins, bleikur, hvítur, ljós appelsínugulur og húðlitaður en kirkjan var skreytt með bláu og hvítu en bleikt við altarið eftir óskum Viktoríu. Bleikar bóndarósir og hortensíur voru áberandi í borðskreyting- um en einnig voru notaðar orkídeur og fleiri blóm í aðrar skreytingar. Þau hjónakornin komu síðan reglulega og kíktu á framkvæmdirnar. Þau spjölluðu við okkur og voru ósköp mann- leg og almennileg. Svo vona ég bara að nú vilji sem flestir fá brúðarvöndinn hennar Viktoríu þó það sé örugglega hægt að velja aðeins ódýrari blóm með en í vendinum voru alls um 12 gerðir af blómum öll í hvítum lit. Vöndurinn var mjög hefð- Þau Viktoría og Daniel eru bæði konungleg á að líta þó blátt blóð renni ei um æðar hans. Skreytti fyrir brúðkaup Viktoríu María Másdóttir blómaskreytir er nýkomin frá Stokkhólmi þar sem hún blómumskrýddi Storkyrkan dómkirkjuna og veislusal í konungs- höllinni í Stokkhólmi fyrir hið konunglega brúð- kaup Viktoríu, krónprinsessu Svía, og Daniel Westling. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Morgunblaðið/Jakob Fannar María Másdóttir blóma- skreytir skreytti fyrir Viktoríu krónprinsessu. Viktoría krónprinsessa er 32 ára að aldri en brúðgumi hennar, Daniel Westling, er 36 ára. Krónprinsessan nýtur talsverðra vinsælda í Svíþjóð og er þekkt fyrir afslapp- aða framkomu þó hún hafi einnig getið sér orð fyrir að vera með bein í nefinu. Daniel var lítt þekktur í Svíþjóð áður en hann trú- lofaðist prinsessunni en hann rekur nokkr- ar lúxuslíkamsræktarstöðvar. Þau Viktoría hittust fyrst árið 2001 þegar hann varð einkaþjálfari hennar en margir bundu litlar vonir við sambandið til að byrja með. Fregn- ir herma að faðir Viktoríu hafi verið sér- staklega ósáttur við ráðahaginn en hún hafi staðið fast á sínu og virðast ungu hjón- in mjög ástfangin og hamingjusöm ef marka má myndir sem birtast í fjölmiðlum. Með bein í nefinu

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.