SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Side 24

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Side 24
24 27. júní 2010 H jónin Hildigunnur Hilmarsdóttir og Gauti Grétarsson búa samanlagt yfir hálfrar aldar reynslu af þjálfun í handbolta. Bæði hafa þau starfað sem þjálfarar við handknattleiks- deild Gróttu á Seltjarnarnesi, hún hjá yngri flokkum kvenna, hann sem yfirþjálfari. Þau hjónin – og öll fjölskyldan – eru á kafi í íþróttum og eins og eðlilegt er eftir að hafa sinnt æslulýðsmálum af jafnmiklum krafti og raun ber vitni hafa þau ákveðnar skoðanir á hvernig þjálfun yngri flokka í íþróttum ætti að vera háttað. Gauti hóf þjálfaraferilinn í Noregi árið 1979 þar sem hann þjálfaði meistaraflokk og hefur því þjálfað í yfir þrjátíu ár en í dag sinnir hann þjálfarastarfinu samhliða sjúkraþjálfarastarfi sínu. „Hún Hildigunnur er miklu yngri en ég svo hún er bara búin að vera að í 22 ár,“ grín- ast Gauti. Hildigunnur er menntaður íþróttakennari en hún byrjaði einnig að þjálfa handbolta þegar þau hjónin bjuggu í Skogn, nærri Levangri, í Noregi árið 1986. Hefur hún starfað sem handboltaþjálfari í fullu starfi síðastliðin tíu ár og sér nú um 6., 7. og 8. flokk stelpna hjá Gróttu. Grunnskólinn á Seltjarnarnesi var með þeim allra fyrstu á landinu til að vera einsetinn og hefur það skapað kjöraðstæður til þess að samþætta íþrótta- og skóla- starfið foreldrum og börnum til hagsbóta. „Æfingar byrja beint eftir skóla. Yngstu krakkarnir eru til dæmis búnir klukkan 13:20 og byrja á æfingu 13:40. Þau geta gengið beint úr skólanum á æfingu frá Mýrarhúsaskóla að íþróttahúsinu, um 200 metra og engin gata á leið- inni,“ segir Hildigunnur en Seltjarnarnesið státar af því að grunnskólinn, íþróttahúsið, sundlaugin, knatt- spyrnuvöllurinn, bókasafnið og tónlistarskólinn eru öll á sama litla blettinum í bænum. Eins og gefur að skilja hefur þetta fyrirkomulag og staðsetning ótvíræða kosti fyrir fjölskyldur. „Krakkarnir eru klukkutíma á æfingu þannig að þau eru öll búin mjög snemma. Á Nesinu æfa krakkarnir aldrei á kvöldin. Í stað þess að þeir séu í gæslu til klukkan fjögur eða fimm og foreldrar þurfi þá að keyra þá á æf- ingu eru þau búin með tómstundirnar um það leyti og geta átt stund með fjölskyldunni,“ segir Hildigunnur. Þau hjónin búa sjálf í vesturbæ Reykjavíkur en börnin þeirra hafa sótt íþróttir á Nesinu. „Það er algert lúxuslíf að búa og stunda íþróttir á Nesinu,“ segir hún. Þau segja önnur íþróttafélög hafa viljað samþætta starf sitt við grunnskólana á sama hátt en það hefur reynst erfitt. „Á Seltjarnarnesi er þetta bara einn grunnskóli. Annars staðar eru kannski þrír til fjórir skólar sem þurfa að sameinast á æfingum sem myndi kalla á samræmingu stundarskrár í þeim öllum,“ segir Hildigunnur. Þá eru fjarlægðir frá skólunum til íþróttamannvirkja víðast meiri og einnig hefur reynst erfitt að fá þjálfara til starfa á þessum tíma því þeir eru flestir í annarri vinnu. Allir fái sömu þjálfun Hildigunnur hefur sterkar skoðanir á því hvernig þjálfun yngri flokka í íþróttum eigi að vera háttað. „Hjá Gróttu reynum við að passa að allir fái sömu þjálfunina óháð getu. Það er tilhneiging að láta þá sem eru góðir í íþrótt- um gera allt. Mitt mottó er hins vegar að lið sé ekki betra en lélegasti leikmaður þess. Ég vil að allir í mínu liði séu góðir, að allir geti gefið og skotið. Þú veist aldrei með krakkana hver þeirra endar í meistaraflokki. Þetta þýðir að það þarf að þjálfa alla jafnt,“ segir Hildigunnur. Stefna hennar og Gróttu hefur verið að tefla fram fleiri liðum í keppnir með færri skiptimenn þannig að allir fái að spila. Í gamla daga var Grótta alltaf með flest lið. Þannig fá allir verkefni við hæfi. „Leikmönnunum fer ekkert fram nema með að spila, þeir græða ekkert á að sitja á bekkn- um,“ segir Hildigunnur. „Það er mikilvægt að allir iðk- endur finni að þeim sé treyst. Stundum fær maður leik- mann sem þorir ekki að skjóta, þá bendir maður honum á þann besta í liðinu, því hann klúðrar stundum skotum líka.“ Þessi stefna hefur þó ekki komið niður á árangrinum eins og Gauti bendir á. „Með kröfunni um að allir leggi sig fram verður til betra lið þar sem hæfileikunum er jafnar skipt. Hugmyndafræðin að baki þjálfuninni skipt- ir máli. Þegar maður er búinn að vera svona lengi í þessu mótar maður umhverfið frá einu ári til hins næsta og fyllir í eyðurnar smátt og smátt,“ segir Gauti. Íþróttir ekki bara æfingar Gauti og Hildigunnur leggja mikla áherslu á að félagslífið tengist íþróttunum. „Þetta tvennt þarf að hanga sam- an,“ segir Gauti. „Íþróttir eru ekki bara að mæta á æf- ingu, þær eru allt það sem er í kring líka. Þeir sem eru í íþróttum tengjast vinaböndum sem eru oft fyrir lífstíð. Það skiptir miklu máli að krakkar læri að vera í íþrótt- um. Í þeim læra þau félagsfærni, læra að umgangast aðra og taka tillit til mismunandi veikleika og styrkleika hvers og eins. Þá læra þau að takast á við sigra og ósigra sem þau læra ekki endilega annars staðar.“ Gauti segir að reynt sé að hrista hópana saman meðal annars með því að halda regluleg pítsukvöld. „Á hverjum vetri er svo gist í íþróttahúsinu,“ bætir Hildigunnur við. „Þá er farið í sund og leikið sér í salnum. Þetta byrjar þegar börnin eru í 3. bekk og er líka hugsað sem undirbúningur fyrir keppnisferðir út á land. Það er gott fyrir krakkana að prófa að gista án mömmu og pabba. Að þurfa að koma með dótið sitt og hugsa um það sjálf. Þau læra að vera sjálfstæð og að þau geti ekki alltaf kallað á mömmu.“ Niðurskurður er orð sem hangir yfir allri starfsemi í landinu þessi misserin og íþróttahreyfingin hefur ekki farið varhluta af honum. Gauti hefur ýmsilegt við for- gangsröðunina að athuga, hvernig fjármunum hefur verið varið undanfarin ár. „Tekjur íþróttaliða koma frá gjaldi liðsmanna þess, frá sveitarfélögum og fyr- irtækjum. Styrkjum hefur fækkað mjög frá fyrirtækum og sveitafélögin eru einnig að draga úr sínum framlögum sem þýðir að það þarf að skera niður í starfinu. Bæj- arfélögin hafa verið tilbúin að byggja mannvirki, velli, yfirbyggð íþróttahús og gervigras en þegar kemur að starfseminni sjálfri þá má hún aldrei kosta neitt og á helst að vera í sjálfboðavinnu,“ segir Gauti. Hann segir mikið til af glæsilegum mannvirkjum hérlendis en er- lendis séu þau látlausari og minna í þau lagt. „Hér er ótrúlegt hvað þetta eru flott mannvirki,“ skýtur Hildi- gunnur inn í. „Við höfum farið í íþróttahús um allan Noreg sem er feikilega ríkt land. Þar eru íþróttahúsin mjög hrá, enginn lúxus í andyri eins og maður sér svo oft hér. Þetta er eins og svart og hvítt.“ Þau eru sammála um að þetta sé öfugsnúin forgangsröðun. Þó að þau tvö hafi verið svo lengi í þjálfun sé það undatekning frekar en regla að fólk endist í þessu starfi. „Við erum alltaf að missa fólk sem hefur áhuga á að vera í þessu en getur ekki. Við erum að mennta mikið af góðu fólki en það skilar sér ekki niður í grasrótina. Fólk leitar þangað sem það hefur mest upp úr vinnunni þannig að það er mjög Lúxuslíf á Nesinu Nánast allt fjölskyldulíf þjálfarahjónanna Gauta Grét- arssonar og Hildigunnar Hilmarsdóttir snýst um íþróttir. Þau hafa um áratugaskeið haft umsjón með yngri flokka starfi handknattleiksdeildar Gróttu á Seltjarnarnesi þar sem unnið er út frá þeirri hugmynd að allir fái sömu þjálfun og íþróttin snúist ekki bara um æfingar. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.