SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Qupperneq 26
26 27. júní 2010
S
amskipti stjórnmálaflokka og
stjórnmálamanna við þær við-
skiptablokkir, sem hér urðu til
og voru mjög umsvifamiklar
undir lok tíunda áratugar síðustu aldar
og á fyrstu árum þessarar aldar, þ.e.
við hina svonefndu útrásarvíkinga,
hafa verið töluvert til umræðu á
nokkrum undanförnum árum. Þannig
voru Sjálfstæðisflokkurinn og einstakir
forystumenn hans gagnrýndir fyrir að
sýna Baugi Group fjandskap og raunar
var þeirri gagnrýni einnig beint að
Morgunblaðinu á þeim tíma.
Á hinn bóginn vöknuðu spurningar
um, hvort Samfylkingin væri að veita
Baugi Group stuðning og var það sér-
staklega svonefnd Borgarnesræða Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem leiddi
til þeirra umræðna. Forystumenn Sam-
fylkingar og talsmenn þess flokks hafa
jafnan mótmælt slíku tali og ásökunum
harðlega og sagt, að flokkurinn hafi
einungis lagt áherzlu á að allir aðilar
viðskiptalífsins sætu við sama borð.
Nú bar svo við sl. laugardag, að Öss-
ur Skarphéðinsson, fyrrverandi for-
maður Samfylkingarinnar, blandaði sér
í þessar umræður en eins og lesendur
kannski muna féll hann í formanns-
kosningu á landsfundi flokksins vorið
2005, þegar Ingibjörg Sólrún bauð sig
fram gegn honum, en hann hafði þá
verið formaður flokksins um skeið.
Í samtali við Fréttablaðið, laugardag-
inn 19. júní, segir Össur Skarphéð-
insson:
„Ég tel líka, að Samfylkingin hafi frá
því snemma á þessum áratug ranglega
tekið sér stöðu með ákveðinni blokk í
viðskiptalífinu, sem var í átökum við
aðrar rammpólitískar viðskiptablokk-
ir.“
Spurður, hvort hann eigi við Baug
segist Össur ætla að leyfa sér þann
munað að ræða það á öðrum vettvangi:
„Ég tel að í þessu hafi okkur orðið á
mistök og við eigum eftir að gera það
upp innan okkar raða og horfast í augu
við það. Þetta er hluti af því, sem verið
er að refsa okkur fyrir. Við erum fjarri
því að vera blásaklaus af þessari hug-
myndaþróun, sem leiddi það af sér að
allir féllu fram og tilbáðu gullkálf
markaðarins.“
Nú er auðvitað ljóst, að Össur Skarp-
héðinsson á við Baug Group, þótt hann
vilji ekki segja það beint. Og tekur
þar með undir sjónarmið þeirra,
sem á undanförnum árum hafa
haldið því fram, að Samfylkingin hafi
leynt og ljóst veitt þeirri viðskipta-
blokk stuðning. Eftir svo afgerandi yf-
irlýsingu eins helzta forystumanns
Samfylkingarinnar á þessum árum
þýðir ekki lengur fyrir aðra talsmenn
flokksins að halda því fram, að þetta
hafi verið á annan veg.
Þessi yfirlýsing Össurar Skarphéð-
inssonar á eftir að hafa víðtækar póli-
tískar afleiðingar. Hún setur stjórn-
málaumræður síðustu ára í skýrara ljós.
Um hana hljóta að fara fram miklar
umræður innan Samfylkingarinnar eins
og Össur víkur að og þá ekki sízt í ljósi
þeirra upplýsinga, sem nú liggja fyrir
um viðskiptahætti Baugs og lesa má um
í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Sumir talsmenn Samfylkingarinnar
munu svara því til að aðrir hafi ekki
verið neitt betri. Þeir verða auðvitað að
gera það upp við sjálfa sig, hvort þeir
telja það nægileg rök fyrir því, að
stjórnmálahreyfing, sem telur sig
byggja á grunni jafnaðarstefnu hafi
tekið upp stuðning við kapítalistana!
Það er áhugaverð spurning, hvers
vegna Össur Skarphéðinsson kýs að
upplýsa um þennan veigamikla þátt í
þjóðfélagsumræðum síðustu ára nú.
Kannski hefur hann talið rétt að bíða
niðurstöðu skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis. Nú þegar hún liggi fyrir sé
nauðsynlegt að flokkur hans taki af-
stöðu til fortíðar sinnar í þessum efn-
um. Það er alla vega rökrétt skýring.
Það gæti líka verið fróðlegt að vita,
hvenær þessum stuðningi Samfylkingar
við Baugsmenn lauk – eða hvort hon-
um er lokið?
En hvað vakir þá fyrir fyrrverandi
formanni Samfylkingarinnar, þegar
hann horfir fram á veg? Er hugsanlegt
að hann telji nauðsynlegt flokksins
vegna að sá hópur, sem tók við af hon-
um vorið 2005 og þá er ekki bara átt
við Ingibjörgu Sólrúnu heldur líka
helztu stuðningsmenn hennar horfist í
augu við ábyrgð sína og hætti endan-
lega afskiptum alla vega af málefnum
Samfylkingarinnar? M.ö.o. að Samfylk-
ingin geri hreint fyrir sínum dyrum
vegna samskipta við hið fallna við-
skiptaveldi.
Með yfirlýsingu sinni hefur Össur
Skarphéðinsson sett Samfylkinguna á
sama bekk og forseti Íslands hefur setið
á frá hruni og hefur ekki átt auðvelt
með að komast þaðan.
Í dag efnir Samfylkingin til flokks-
stjórnarfundar. Það verður fróðlegt að
sjá, hvort yfirlýsing Össurar Skarphéð-
inssonar um tengsl Samfylkingar og
Baugs Group verður til umræðu á þeim
fundi. Gerir Jóhanna Sigurðardóttir,
formaður flokksins, þessi tengsl að
umræðuefni á fundinum eða leiðir hún
þau hjá sér? Þetta verður áhugaverður
flokksstjórnarfundur, sem segir mikla
sögu um það, hvort Samfylkingin er
tilbúin til að horfast í augu við sjálfa sig
eða hvort flokkurinn víkur sér undan.
En Samfylkingin er að vísu ekki eini
stjórnmálaflokkurinn, sem stendur
frammi fyrir slíkri spurningu um þessa
helgi, þótt af öðrum ástæðum sé!
Yfirlýsing Össurar
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
A
ð morgni þessa dags fyrir tíu árum keyrði
Magi Bish dóttur sína, hina sextán ára gömlu
Molly, að Comins-vatni í Warren, Massachu-
setts, þar sem hún starfaði sem strandvörður.
Þær sáust aldrei aftur.
Þegar sundfólk tók að streyma að vatninu fáeinum
mínútum síðar veitti það því athygli að enginn strand-
vörður var á svæðinu, aðeins vatnsflaska, talstöð, opin
bráðahjálparkassi og sandalar sem síðar var staðfest að
tilheyrðu Molly Bish. Það var engu líkara en jörðin hefði
gleypt hana.
Víðtækasta leit að horfinni manneskju sem sögur fara
af í Massachusetts hófst þegar um daginn en ekkert
spurðist til Mollyjar svo vikum og mánuðum skipti.
Umfjöllun um málið í sjónvarpsþáttum á borð við Am-
ericas’s Most Wanted, Unsolved Mysteries, Larry King
og 48 Hours breytti engu.
Ekki var vitað til þess að Molly hefði átt sér óvildar-
menn og líklegasta kenningin var sú að einhver hefði
platað hana til að hjálpa sér þarna um morguninn og í
kjölfarið numið hana á brott. Það rifjaðist upp fyrir
móður hennar að daginn áður en Molly hvarf hafði hún
veitt grunsamlegum manni í hvítri fólksbifreið athygli í
námunda við bækistöð dóttur hennar á ströndinni.
Móðirin velti þessu ekki meira fyrir sér fyrr en eftir að
Molly var horfin. Lengi var þetta eina vísbendingin sem
lögregla gat farið eftir. Fjöldi manna var yfirheyrður í
tengslum við hvarfið og hvorki fleiri né færri en ellefu
féllu á lygaprófi. Eigi að síður var lögregla engu nær.
Vonir um að finna Molly á lífi hurfu eins og dögg fyrir
sólu í byrjun júní 2003. Haustið áður hafði veiðimaður
nokkur fundið blá baðföt, eins og Molly hafði klæðst
þennan örlagaríka dag, í skógi skammt frá Comins-
vatni, en minntist ekki á þetta við nokkurn mann fyrr
en sumarið eftir. Einhver kveikti á því að sundfötin gætu
tengst Molly Bish og gerði lögreglu viðvart.
Það var raunin. Eftir skamma leit fann lögregla jarð-
neskar leifar stúlkunnar í téðum skógi. Upplýst var að
hún hefði hvílt í grunnri gröf en líkamsleifarnar fundust
á víð og dreif við yfirborð jarðar. Ekki reyndist unnt að
komast að því hvert banamein stúlkunnar var. Hún var
jarðsungin á tuttugu ára fæðingarafmæli sínu, 2. ágúst
2003.
Ýmsir voru yfirheyrðir í kjölfar líkfundarins en enginn
hefur enn verið handtekinn. Í fyrra beindust böndin að
manni sem þegar hafði verið tekinn höndum fyrir að
myrða unnustu sína með voveiflegum hætti í Flórída en
hann hafði búið í grennd við Comins-vatn um það leyti
sem Molly Bish hvarf. Þá var staðfest að hann hefði
einnig haft aðgang að hvítum fólksbíl og lagt stund á
veiðar í skóginum þar sem líkið fannst. Umræddur
maður var einnig yfirheyrður í sambandi við morð á
annarri stúlku, Holly Piirainen, árið 1993. Ekkert hefur
þó sannast í þeim efnum og leitin að morðingja Mollyjar
Bish heldur áfram.
Foreldrar Mollyjar, Magi og John, hafa sett á laggirnar
sjóð sem hefur það markmið að vekja athygli á öryggi
barna. Þau hafa haldið fyrirlestra vítt og breitt um
Bandaríkin, þar sem þau hafa miðlað af reynslu sinni,
meðal annars í skólum og innan dómskerfisins. Mottó
sjóðsins er eftirfarandi: „Bjargirðu einu lífi, bjargarðu
heiminum!“
Á heimasíðu sjóðsins spyr Magi Bish áleitinnar spurn-
ingar: „Maður getur týnt lyklunum og gleraugunum
sínum en hvernig í ósköpunum er hægt að týna börn-
unum sínum í Bandaríkjunum?“
Þar kemur líka fram að hjónin eru staðráðin í að full-
nægja réttlætinu. „Við munum finna þann sem myrti
hana. Þetta hefur verið saga um ást og missi en við erum
enn vongóð og viljum að Molly viti að við munum aldrei
gefast upp.“
orri@mbl.is
Hver
myrti
Molly Bish?
Molly Bish var aðeins sextán ára gömul þegar hún hvarf.
’
Maður getur týnt lyklunum og
gleraugunum sínum en hvernig
í ósköpunum er hægt að týna
börnunum sínum í Bandaríkjunum?
Foreldrar og systir Mollyjar leita morðingja hennar enn.
Á þessum degi
27. júní 2000