SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Side 31

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Side 31
27. júní 2010 31 É g er bara venjuleg sveitakona sem hef ekki afrekað neitt sérstakt um dagana,“ segir Jakobína B. Jónasdóttir í merkilegu viðtali sem Orri Páll Ormarsson tók við hana fyrir Sunnudagsmoggann. Þannig talar átta barna móðir, sem barnabörnin skrifa ritgerðir um í skól- anum. Hún er Íslandsmeistari í kleinubakstri og „svolítið skáldmælt“. Hún er líka ein af þeim einstaklingum, sem eru talsmenn átaksins Til fyrirmyndar, en það er tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur forseta og íslensku þjóðinni. Hógværð og lítillæti eru dyggðir, sem lítið hefur farið fyrir í íslensku samfélagi undanfarin misseri. Útrásin snerist um það hjá sumum íslenskum fyrirtækjum að Íslendingar yrðu best- ir í heimi á ótrúlegustu sviðum. Það var eins og aðeins væri til efsta stig lýsingarorða þegar kom að stefnumótun íslenskra fyrirtækja. Ef til vill má skilgreina þetta hugarfar sem „kaup- thinking“. Stefnan sem eigendur sumra útrásarfyrirtækjanna mótuðu varð síðar að stefnu gegn þeim. Jafnvel Háskóli Íslands féll í þessa gryfju þegar stefnan var sett á það opinberlega að hann yrði einn af hundrað bestu háskólum í heiminum, þrátt fyrir að engar forsendur væru fyrir því, í þessu fámenna landi á norðurhjara veraldar. Af hverju var ekki nóg að byggja upp góðan háskóla, sem stundaði rannsóknir og stuðlaði að framgangi nemenda sinna? Það má segja að þessi þankaskekkja hafi kristallast í auglýsingum Thule-bjórsins, þar sem því var slegið upp að hann væri „þriðji besti bjór í heimi“. Það var svo mikil afdalamennska í samanburði auglýsinga hinna fyrirtækjanna, sem öll voru fremst í heiminum á sínu sviði, að það varð beinlínis fyndið. Það fór vel á því að Ragnar Axelsson tæki myndir af Jakobínu; konu sem er með báða fæt- ur á jörðinni og næma tilfinningu fyrir því sem skiptir máli í lífinu. RAX sýnir „veruleika sem bítur“ í sögunni á bak við myndina í Sunnudagsmogganum í dag. Þar fjallar hann um fátækrahverfið í Khayelitzha í Suður-Afríku í myndum af krökkum sem höfðu ekkert til að leika sér með nema bíldekk og fólki sem lá fyrir dauðanum með alnæmi. Á sama tíma við- urkenndu æðstu embættismenn og ráðamenn í Suður-Afríku ekki að alnæmi væri vanda- mál, sögðu að fólkið léti lífið af öðrum völdum og því þyrfti ekki lyf. „Afneitun á staðreyndum var alger, eins og svo oft í pólitík, það verður að snúa öllu sem augljóst er á hvolf – það er svo gáfulegt – og á meðan hrynur heilt samfélag,“ skrifar RAX. „Það dóu mun fleiri en þurftu. Kannski verður einhvern tíma fundið upp lyf við heimsku en það yrði örugglega verðlagt svo hátt að enginn getur tekið það inn. Við höktum bara áfram í sama farinu.“ Það er stórvarasamt að gengisfella orð, hvort sem verið er að fegra ástandið eða breiða yfir hversu slæmt það er. Þá er betra að segja hlutina eins og þeir eru, standa og falla með því. Annað hefnir sín. Lífið er til að takast á við það. Það kenndi Jakobínu að baka kleinur og hún hefur komið átta börnum til manns. „Þetta er bara eitthvað sem maður fær upp í hendurnar og hættir ekkert við. Ég hef streist við það að börnin mín yrðu sjálfbjarga og stæðu við sitt. Það hefur gengið ágætlega.“ Svo viðurkennir hún: „Það gat verið fjör.“ Það gat verið fjör „Góður kajak á að vera hreyfanlegur eins og hryggjarsúlan í þér.“ Baldvin Kristjánsson kajakframleiðandi og kaj- akleiðsögumaður. „Verðið var að okkar mati orðið óeðlilega lágt og er lægra en í lönd- unum í kringum okkur.“ Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vöru- stýringar hjá Olís. „Við munum nota umsóknarferlið til að sjá til þess að Íslend- ingar standi við skuldbind- ingar sínar, því við viljum fá þessa fjármuni aftur.“ David Cameron forsætisráðherra Bretlands um aðildarumsókn Ís- lands að ESB. „Ég myndi gjarnan vilja hitta Anelka og kynna honum sjón- arhorn móður.“ Móðir þjálfara franska landsliðs- ins í knattspyrnu, Germaine Domenech, en téður Anelka á að hafa kallað son hennar „hóru- son“. „Það er ekki jafnskemmtilegt að vera leikkona og svo margir halda.“ Amanda Bynes sem hefur kvatt Hollywood, 24 ára að aldri. „Þessi orðaleikur um að standa við skuldbindingar sínar er orðinn lang- dreginn.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins. „Ég hef alltaf verið athyglisjúk.“ Þorbjörg Marinósdóttir, blaða- og sjónvarpskona og rithöfundur. „Málið er einfalt; við verðum að vinna næsta andstæðing okkar til þess að komast í átta liða úrslit. Engu máli skiptir hver hann verður.“ Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, sem mæta Þjóðverjum á HM. „Þetta er bara eins og þegar Morgunblaðið flutti úr mið- bænum, allt hefur sinn stað og stund.“ Einar Bárðarson um flutning útvarps- stöðvarinnar Kanans af Vellinum í Skeif- una. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal ekkert til mála hér á landi, svo sem vonlegt var. Er lýsing greinarhöfundar á því öllu einkar dapurleg og ekki síður á hvern veg stjórnsýslan undir hinni nýju stjórn nálgaðist verkefni sitt ráðþrota og rugluð. Þannig mætti lengi vitna til greina í hinu nýja hefti Þjóðmála og eins í athyglisverða bókadóma tímaritsins. Og hinu fríska efni fylgir einnig þroskað og sígilt þar sem einn málsnjallasti kenn- ari síðustu aldar, Árni Pálsson prófessor, lifandi goðsögn á sinni tíð, ræðir um lýðræðið og vanda þess. Fellur þar margt ágætlega að umræðu dags- ins, þótt áttatíu ár séu liðin frá ritgerðarsmíðinni. Ein fáránlegasta dilla sem nú er uppi í stjórnmála- umræðunni er sú að vegna þess sem gerðist í bankaheiminum 2008, bæði hér heima og erlend- is, þá sé nauðsynlegt að kalla saman sérstakt stjórnlagaþing og fylkja þangað froðusnökkum. Árni Pálsson kveður sér hljóðs um það, reyndar fyrir 80 árum. Hann segir: „En þá spyr ég: til hvers eru þá allar tillögurnar um breytingar á stjórn- arlögum, ef maður má ekki reyna að treysta því, að þekking og siðferðisþrek almennings fari vax- andi. Ég hygg að oss mundi koma að litlu haldi, þó að vér smíðuðum oss svo fullkomna stjórnarskrá, sem föng eru til, ef tómlæti, siðferðislegt hirðu- leysi og pólitísk fáfræði alls almennings á alltaf að vera á sama stigi sem nú.“ Annar prófessor, Sig- urður Líndal, fór yfir stjórnarskrármeinlokuna nýlega með skýrum hætti. Engin ríkisstjórn hefur talað meira í frösum um opna stjórnsýslu en sú sem nú situr. Engin hefur talað meira um gegnsæi. Engin hefur talað meira um fagleg vinnubrögð. Engin meira um heiðar- leika. Engin meira um ábyrgð og engin meira um traust. Engin ríkisstjórn í manna minnum hefur farið eins illa að ráði sínu í öllum slíkum efnum um það sem hún lofaði að hefja upp til skýja og horfa til í daglegum störfum. Um það eru dæmin mörg og æpandi. Henni líður illa í kastljósi veruleikans og leitar því skjóls í leiktjöldum gerviverald- arinnar. Henni mun ekki takast að fela sig þar. Morgunblaðið/Árni Sæberg tímum

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.