SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Síða 32

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Síða 32
32 27. júní 2010 É g skil ekki hvers vegna þú vilt tala við mig. Það er eins og að fara í geitarhús að leita ullar,“ segir Jakobína B. Jónasdóttir þegar ég ámálga viðtal við hana í tengslum við átakið „Til fyr- irmyndar“. Með átakinu, sem er tileinkað Vigdísi Finn- bogadóttur og íslensku þjóðinni, eru landsmenn hvattir til að gefa sér tíma til að staldra við og huga að því sem vel er gert, jafnt stóru sem smáu. Jakobína er ein af hvunn- dagshetjum þessarar þjóðar, 83 ára húsfreyja á Hvann- eyri og átta barna móðir sem man svo sannarlega tímana tvenna. Jakobína fellst á viðtalið og síðar um daginn stöndum við Ragnar Axelsson ljósmyndari á pallinum hjá henni í glampandi sól og steikjandi hita. Man satt best að segja ekki eftir að hafa upplifað annan eins hita á Íslandi. „Blessaður vertu, það þýðir ekkert að líta á mælinn, hann er löngu sprunginn,“ segir Jakobína. Úti á flötinni er bóndi hennar, Trausti Eyjólfsson, með garðslönguna á lofti – að forða grasinu frá bráðum bana. Talandi um un- aðsreiti. Hann heilsar okkur kumpánlega. „Þú ert eins og Clark Gable,“ segir Raxi en Trausti kippir sér ekki upp við gull- hamrana. Ritgerð dótturdótturinnar „Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég fléttast inn í þetta átak,“ byrjar Jakobína, „en hef dótturdóttur mína, Helgu Björk Jósefsdóttur grunaða. Hún er að læra ferða- málafræði og var að ljúka við ritgerð sem er víst meira og minna um mig.“ – Ertu búin að sjá ritgerðina? „Nei, nei, nei. Ég er bara venjuleg sveitakona sem hef ekki afrekað neitt sérstakt um dagana.“ Jæja, látum það vera. Jakobína fæddist á Húsavík 26. mars 1927 en ólst upp á Grænavatni í Mývatnssveit. Trausta, sem er úr Vest- mannaeyjum, kynntist hún gegnum hið góðkunna æskulýðstímarit Æskuna. Þau gerðust pennavinir. „Það var raunar algjör tilviljun að við Trausti byrjuðum að skrifast á. Vinkona mín átti upphaflega að vera penna- vinkona hans en vildi hann ekki þar sem hann var einu ári yngri en við. Sagði að strákar þroskuðust svo seint. Mér var alveg sama um aldursmuninn og tók því við honum. Hér erum við enn, meira en sextíu árum síðar.“ Trausti heyrir á mál okkar og viðurkennir að sér hafi strax litist vel á Jakobínu. „Hún skrifaði svo vel.“ Jakobína hlær að þessari minningu en staðfestir að hún hafi lengi haft yndi af skrifum. „Ég hef alltaf verið svolítið skáldmælt. Ég er svo sem engin kvæðamanneskja en get stílað sæmilega. Vildi helst ekkert annað gera í skóla.“ Þekkti hann strax Hún var sautján ára þegar þau Trausti hittust fyrst. „Ég var að vinna í Reykjavík á þessum tíma og átti von á hon- um. Ég hafði aldrei séð ljósmynd af Trausta, það voru bara teikningar í Æskunni, en þekkti hann strax þegar hann kom á gluggann hjá mér.“ – Og stóð hann undir væntingum? „Hvað heldurðu? Ég hafði aldrei áður hitt mann með brún augu. Síðan höfum við baslað saman og eiginlega ekkert annað komið til greina.“ Hún segir pennavinskapinn hafa lagt traustan grunn að sambandinu. „Það er hægt að segja svo margt í bréfum sem maður segir ekki í orðum.“ Jakobína og Trausti gengu í heilagt hjónaband árið 1949. Þau unnu á þeim tíma bæði í Gunnarsholti, hann í fjósinu en hún í eldhúsinu, en vildu gifta sig í Reykjavík. Það var hávetur og þau komust við illan leik til borg- arinnar vegna ófærðar, vígslan dróst meira að segja um einn dag. Heimferðin var ekki síður söguleg. Þau komust klakklaust til Hellu, þar sem Jakobína vildi eyða nóttinni. Trausti tók það hins vegar ekki í mál vegna þess að hann þurfti að mæta í fjós morguninn eftir. „Hann hefur alltaf verið svo samviskusamur, þessi elska.“ Þau héldu því áfram sem leið lá upp í Gunnarsholt en pikkfestu bílinn í skafli. Brúðhjónin komust hvorki lönd né strönd, það var blindbylur úti og þau áttu ekki annarra kosta völ en að verja nóttinni í bílnum. „Þetta var brúðkaupsferðin og aldrei farin önnur,“ segir Jakobína og hlær. „Eftir á að hyggja var þetta samt bara skemmtilegt ævintýri. Það fór heldur ekkert illa um okkur, við vorum vel nestuð og gátum ræst bílinn annað slagið þannig okkur varð aldrei kalt. Síðan höfðum við hvort annað.“ Morguninn eftir gengu þau síðasta spölinn upp í Gunnarsholt. „Trausti fór í fjós en ég í rúmið – ör- magna.“ Mjólkin eins og lopi Ungu hjónin hófu sinn búskap á Rangárvöllum en eftir að pólitíkin lék þau grátt héldu þau til Vestmannaeyja, þar sem þau bjuggu næsta áratuginn. Jakobínu er minn- isstætt að ómögulegt var að fá almennilega mjólk í Eyjum á þessum árum. Mjólkin kom frá Stokkseyri og gekk ekki niður úr vaskinum daginn eftir. „Hún var eins og lopi.“ Fyrir vikið var ekki um annað að ræða en festa kaupa á kú og litlu býli. Trausti vann sem sendibílstjóri hjá Kaup- félaginu en þegar hann handleggsbrotnaði kom það um tíma í hlut Jakobínu að aka mjólkinni á morgnana til við- skiptavina þeirra – á traktor. „Vinkona mín varð voða- lega hneyksluð á þessu, sagðist fyrr mundu saga af sér handlegginn en að láta sjá sig á traktor. Sjálfri var mér al- veg sama.“ Í upphafi sjöunda áratugarins fluttu Jakobína og Trausti upp á land, nánar tiltekið í Austur-Skaftafells- sýslu. Nú voru kýrnar orðnar tvær og slógust þær í för með fjölskyldunni um borð í Herjólf. „Við mjólkuðum þær á leiðinni og kokkurinn varð voðalega glaður að fá ylvolgan broddinn.“ Þau festu kaup á gömlu býli og bjuggu þar næsta ára- tuginn. Þá sneru þau aftur til Eyja. „Helsta ástæðan var sú að það vantaði vinnu fyrir börnin á sumrin. Það varð að brasa þetta einhvern veginn.“ Hrifinn af kvenfólki Sem fyrr segir eru börn Jakobínu og Trausta átta talsins, fimm stúlkur og þrír drengir. Barnabörnin eru orðin tutt- ugu og sjö, þar af tuttugu stúlkur. Jakobína gerir bónda Jakobína hefur verið gift Trausta Eyjólfssyni í 61 ár. „Það tekur því ekki að breyta því úr þessu,“ segir hún kímin. Lífið er ekki alltaf eins og rjómi úr skilvindu Þegar á reynir er hvunndagshetjan oft hin raun- verulega hetja. Þess vegna hafa aðstandendur átaksins „Til fyrirmyndar“ valið að beina sjónum að Jakobínu B. Jónasdóttur, átta barna móður á Hvanneyri og fremsta kleinubakara landsins. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.