SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 33
27. júní 2010 33
Á þriðjudaginn er fólk hvatt til að taka þátt í átakinu
„Til fyrirmyndar“ með því að skrifa bréf sem ber yf-
irskriftina „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar.“ Bréfið
má senda til fjölskyldu, vina, vinnustaða, fé-
lagasamtaka eða annarra sem bréfritarar telja hafa
verið til fyrirmyndar á einn eða annan hátt. Bréfsefni
verður dreift inn á heimili um allt land dagana 29. og
30. júní. Bréfin má setja ófrímerkt í póst.
Jakobína veit ekki hvort henni eigi eftir að berast
bréf en er ánægð með að átakið sé tileinkað Vigdísi
Finnbogadóttur. „Hún stóð sig mjög vel sem forseti
og var landi og þjóð til sóma. Við fáum sennilega
aldrei forseta sem stendur henni á sporði.“
Þegar Jakobína er spurð hvað henni finnist um
þær konur sem nú skipa sér í framvarðasveit sam-
félagsins hugsar hún sig stundarkorn um. „Ég veit
það ekki,“ byrjar hún svo. „Ég er hrædd um að sum-
ar þeirra séu að gleypa of stóran bita. Konur hafa
margt á sinni könnu sem ekki má hlaupa frá, svo
sem að ala upp börnin sín og sjá um heimilið. Eða
eins og sagt er: „Enginn er sem móðir og fár sem
faðir.“ Karlmenn verða alltaf bara börn mæðra sinna
og taka aldrei við því hlutverki sem konunni er eðli-
legt. Þeir hafa ekki bein í það. Láttu mig vita það,
maðurinn minn er einbirni.“
– Eins og ég!
„Hjálpi mér! Ég þarf að kynnast konunni þinni.“
Og Jakobína er með ráð handa konum þegar karl-
arnir fara að gerast þeim hvimleiðir. „Ég hitti unga
konu um daginn sem sagðist alltaf vera að rífast við
manninn sinn – um allt. Ég gaf henni sama ráð og
öðrum konum.
Það er afskaplega einfalt, segið bara: „já, elskan
mín,“ þá dettur allt í dúnalogn. Það er algjört lyk-
ilatriði ef samband á að ganga. Gildir þá einu hvort
þið meinið það eða ekki,“ segir hún stríðnislega.
„Það þarf tvo til að deila og fyrir vikið er brýnt að vera
diplómatískur. Vera með krepptan hnefann öðrum
megin en gullið í hinni hendinni.“
Karlmenn verða
alltaf bara börn
mæðra sinna
sinn ábyrgan fyrir því. „Hann er svo hrifinn af kvenfólki.“
Spurð hvort hún eigi ljósmynd af öllum hópnum svar-
ar hún neitandi, börn séu enn að fæðast. Nú galopnast
eyrun á Trausta og munnurinn í kjölfarið. „Ekki hjá okk-
ur samt. Ef það væri raunin yrðuð þið á augabragði
heimsfrægir blaðamenn.“
Það er létt yfir Gable.
Jakobína gerir ekki mikið úr sínum hlut í því að koma
átta börnum til manns. „Þetta er bara eitthvað sem mað-
ur fær upp í hendurnar og hættir ekkert við. Ég hef streist
við það að börnin mín yrðu sjálfbjarga og stæðu við sitt.
Það hefur gengið ágætlega,“ segir hún en viðurkennir að
gengið hafi á ýmsum á stóru heimilinu. „Það gat verið
fjör.“
Hjónin unnu um tíma á hóteli hjá Helga Benediktssyni,
hinum góðkunna athafnamanni í Eyjum. Raunar fékk
Jakobína vinnuna fyrir hreina tilviljun. „Danskur kokkur
sem var að vinna á hótelinu á þessum tíma fór á fyllerí á
þjóðhátíð og ég var fenginn til að leysa hann af á meðan.
Eftir þjóðhátíð ákvað Helgi, sem var Þingeyingur, að
halda mér en losa sig við Danann.“
Dó úr kleinuáti
Hún starfaði á hótelinu uns Helgi lést. „Sumir segja að
hann hafi dáið úr kleinuáti. Alltént þótti honum klein-
urnar mínar mjög góðar, líklega illu heilli en hann var
veill fyrir hjarta, blessaður,“ segir Jakobína en klein-
urnar hennar eru löngu landsfrægar. Hún státar meira að
segja af titlinum Kleinumeistari Íslands 2003.
„Skessuhorn stóð fyrir þessari keppni og ég var beðin
um að taka þátt. Og vann.“
Keppnin hefur verið haldin síðan, a.m.k. í tvígang, en
Jakobína hefur verið fjarri góðu gamni. „Þegar maður er
búinn að vinna er tilgangslaust að keppa aftur.“
Verðlaunakleinurnar eru á borðinu, bornar fram með
rabbarbarasultu, vitaskuld heimalagaðri. „Annað er ekki
notað hér.“ Kleinurnar standa algjörlega undir vænt-
ingum – renna ljúflega niður í okkur Raxa. En hver er
galdurinn?
„Ég fór í húsmæðraskóla á Laugum en lærði ekki að
baka kleinur þar. Þetta er bara eitthvað sem lífið kennir
manni. Galdurinn er fyrst og fremst að nota rjóma í stað-
inn fyrir smjör,“ upplýsir Jakobína.
Hrærivél án rafmagns
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún vinnur til verðlauna
fyrir bakstur en fyrir margt löngu hlaut Jakobína önnur
verðlaun í baksturskeppni O. Johnson og Kaaber fyrir
forláta rúgmjölsköku. „Ég átti raunar að vinna,“ rifjar
hún upp. „Konan sem lenti í fyrsta sæti hafði nefnilega
atvinnu af bakstri en það stríddi gegn reglum keppn-
innar.“
Verðlaunin voru ekki af verri endanum, full karfa af
kaffi og hrærivél. Jakobína hafði raunar engin not fyrir
hana enda ekkert rafmagn í sveitinni þar sem hún bjó á
þeim tíma. Dóttir hennar fékk hrærivélina seinna.
Ekki var heldur rennandi vatn í húsinu og Jakobína var
vön að sækja það í kvísl nokkra í nágrenninu. „Ég áttaði
mig ekki alltaf á því að það gætti flóðs og fjöru upp við
tún og lenti jafnvel í því að brúsarnir hreinlega hurfu,“
rifjar hún upp hlæjandi. „Ég er búin að prófa margt um
dagana. Lífið er ekki alltaf eins og rjómi úr skilvindu.“
Árið 1972 var Eyjamaðurinn Magnús B. Jónsson ráðinn
skólameistari Bændaskólans á Hvanneyri og fékk Trausta
með sér. „Hann vantaði félagsmálamann og bað mig að
koma með sér en ég var æskulýðsfulltrúi í Eyjum á þess-
um tíma, auk þess að vera menntaður búfræðingur.
Upphaflega ætlaði ég bara að vera í eitt ár en hér er ég
enn,“ segir hann.
Jakobína varð eftir í Eyjum en kom til Hvanneyrar eftir
gos. „Trausti losnar ekkert við mig.“ Þau seldu húsið sitt
í Eyjum og settust að á Hvanneyri. „Hér hefur okkur liðið
virkilega vel,“ segja þau einum rómi.
Heimsókninni til þessara eldhressu heiðurshjóna lýkur
á myndatöku í garðinum. „Sérðu, hérna gjóar hún aug-
unum á þig,“ segir Raxi við Trausta þegar hann sýnir
honum myndina. „Hvað ertu að segja, er hún byrjuð á
því, blessunin? Það eru fyrstu merkin um elliglöp ...“
Morgunblaðið/RAX
4 stórir bollar hveiti
2 dl. rjómi
2 tsk. lyftiduft, venjulegt
1 tsk. hjartarsalt
2 egg
vanillusykur
1 bolli strásykur
2 dl. súrmjólk
1 tsk. matarsódi
2 tsk. þurrger
kardimommudropar
tólg og pönnufeiti til helminga, til að
steikja úr
Öllu blandað saman. Hnoðað.
Flatt út fremur þykkt. Skorið
í 3 cm breiðar lengjur og
á ská í 5 cm langa bita. Á
miðju hvers bita er gerð
rifa og kleinunni snúið við.
Raðað á bakka. Feitin hit-
uð í 200°C í potti, gjarnan
rafmagnsdjúpsteiking-
arpotti sem heldur jöfnum
hita. (Fitan er heit þegar
sýður í kring um eldspýtu.)
Kleinurnar steiktar móbrún-
ar báðum megin. Færðar upp
á pappír, sem sýgur í sig fitu.
Verðlaunagripurinn sem
Jakobína fékk þegar hún varð
Kleinumeistari Íslands.
Verðlaunakleinur
Jöggu