SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Qupperneq 34

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Qupperneq 34
34 27. júní 2010 É g er greinilega í réttum sal. Hér eru engin Beð- mál í borginni, þvert á móti er testósterón í þann mund að slettast upp um loft og veggi. Salurinn er kjaftfullur en í fljótu bragði kem ég bara auga á þrjár konur. Þrass er heldur ekki fyrir hjart- veika og viðkvæma. Þetta er samt ekki eins og á Don- ington 1988. Tímarnir breytast og mennirnir með og hóp- urinn er misleitari nú en þá enda þótt glettilega margir hafi haldið haddinum. Hinir hafa komið sér upp húðflúri og/eða skeggi. Menn freistuðu þess fyrst fyrir réttum tuttugu árum að stefna saman fjórum stærstu þrassböndum sögunnar, Metallica, Slayer, Megadeth og Anthrax. Metallica mátti hins vegar ekki vera að því þá enda í hljóðveri að taka upp Svörtu plötuna sem sendi sveitina sem frægt er á spor- baug um jörðu. Hinar þrjár fóru í tónleikaferð um Banda- ríkin. Gekk hún upp og ofan enda lá víst dæmalaust illa á ólíkindatólinu Dave Mustaine, leiðtoga Megadeth, á þess- um tíma. Anthrax komst ekki með til Evrópu og Testa- ment og Suicidal Tendencies hlupu í skarðið. Það má því segja að Metallica hafi óbeint tekið þátt í verkefninu en bassaleikari Suicidal á þessum árum var enginn annar en Robert Trujillo. Ronnie, við elskum þig! Téður Mustaine hefur orðið á tjaldinu áður en útsending frá tónleikunum sjálfum hefst í Kringlubíói, ásamt Scott Ian og Lars Ulrich, og dregur ekki úr mikilvægi viðburð- arins sem stendur fyrir dyrum í Sofiu, höfuðborg Búlg- aríu. „Þetta er ekki bara stór dagur í málmsögunni, held- ur tónlistarsögunni allri,“ segir hann án þess að blikna. Greindur maður, Mustaine. Anthrax ríður á vaðið. Ég hef pínulitlar áhyggjur af þeim auststrendingum. Hápunkturinn hjá Anthrax í seinni tíð var þegar menn dustuðu rykið óvænt af band- inu í kjölfar miltisbrandsárásanna alræmdu í Bandaríkj- unum í byrjun aldarinnar. Jay Leno gróf þá félaga meðal annars upp og talaði við þá í sama tón og íslenskir sjón- varpsmenn tala við öldunga. Áhyggjur mínar eru ástæðulausar. Það tekur Anthrax að vísu tvö til þrjú lög að koma sér í gírinn en eftir það rokka þeir feitt. Við Antisocial og I Am the Law byrjar maður að ókyrrast í sætinu og þegar Indians, besta tón- smíð þeirra miltisbranda, fer að óma langar mann helst að standa upp og feykja flösu. Scott Ian, gítarleikari og leið- togi sveitarinnar, og Frank Bello bassaleikari, eru líflegir á sviði eins og í gamla daga. Spastískar hreyfingar þess síð- arnefnda eru óborganlegar. Trymbillinn Charlie Benante hefur engu gleymt. Joey Belladonna söngvari er snúinn heim eftir áralanga útlegð og er í fantaformi. Karlinn verður fimmtugur í haust en flengist um sviðið eins og enginn sé morgundag- urinn, nýkominn úr hárlengingu. Í millikaflanum fræga í Indians skrýðist hann fjöðrum og stökkbreytist í Usain Bolt. Þvílíkur sprettur. Að því búnu rífur Belladonna beint í hljóðnemann og blæs ekki úr nös. Geri aðrir betur! Belladonna er með breiðara raddsvið en söngvarar hinna sveitanna þriggja og notar það óspart. Í Indians miðju brestur skyndilega á með Heaven & Hell eftir Black Sabbath. Joey tekur af öll tvímæli um tilefnið. „Ronnie, við elskum þig!“ Hann nær hinum fallna meistara gletti- lega vel. Hornin fara á loft í Sofiu og lófar þétt saman í Kringlubíói. Endurkoma Belladonnas þýðir að nú vantar bara Dan Spitz úr gullaldarliði Anthrax en gítarleikarinn sneri sér alfarið að úraviðgerðum fyrir fáeinum misserum. Hans sæti tók Robert Caggiano, yngsti maðurinn til að stíga á svið þetta kvöld í Sofiu, 33 vetra. Himnarnir gráta Anthrax kom þægilega á óvart og þegar þeir syngja sitt síðasta ætla ég að standa upp og teygja úr mér í hléinu. En hvað er a’tarna? Dave Mustaine ryðst rakleiðis inn á svið- ið. Þetta er þá ekki þráðbein útsending eftir allt saman. Hvað um það. Megadeth hleður strax í Holy Wars ... The Punishment Due af meistaraverkinu Rust in Peace, eða Hvíl í ryði, sem á einmitt tvítugsafmæli um þessar mundir. Vel hefur viðrað á dauðlega menn í Sofíu fram að þessu en Mustaine er ekki fyrr tekinn til máls að allar flóðgáttir opnast. Ætli almættið sé að senda kappanum einhver skilaboð en sam- band þeirra kumpána hefur löngum verið stormasamt? Samanber línurnar frægu í In My Darkest Hour: In my hour of need Ha, no you were not there And though I reached out for you You wouldn’t lend a hand Hermt er að Mustaine hafi frelsast fyrir nokkrum árum og standi nú almættinu nær en nokkru sinni. Hefur kapp- inn meðal annars harðneitað að spila með heiðingjum. Mustaine er ekki sprækasti maður sem sögur fara af á sviði, hann er í eigin heimi, eins og dagskráin komi öðr- um ekki við. Opnar varla augun. David Ellefson bassa- leikari reynir að hreyfa við múgnum með handapati. Það virkar ágætlega. Gaman að sjá Ellefson á svæðinu en síðast þegar ég vissi áttu þeir Mustaine í heiftúðugum málaferl- um. Það hefur greinilega farið vel. Megadeth er gríðarlega þétt band, hver virtúósinn upp Tekinn í þrass Fjórar stærstu þrasssveitir mannkynssögunnar, Metal- lica, Slayer, Megadeth og Anthrax, stigu saman á svið í Sofiu í vikunni. Þessi tónlistarsögulegi viðburður var sýndur í kvikmyndahúsum víða um heim, m.a. í Kringl- unni þar sem flösufeykjar þessa lands létu sig ekki vanta. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.