SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Page 36
36 27. júní 2010
Raining Blood
From the lacerated sky
Bleeding it’s horror
Creating my structure
Now I shall reign in blood
Þá hefur Slayer lokið sér af. Þeir gjörsamlega negldu
þetta. Það er bara eitt band í heimi sem getur farið á svið
eftir svona frammistöðu og til allrar hamingju er það á
svæðinu – Metallica.
„Harvester of Sofia“
Gamla málmskrýmslið hefur um langt árabil verið helsta
tónleikaband heims – fyrir utan kannski U2 – og umfang
sýningar þess er talsvert meira en litlu bræðranna þriggja.
Meira er í umgjörðina lagt, önnur hæð á sviðinu, sjón-
varpsskjáir, tjald, flugeldar, sprengjur og almenn læti. Yf-
irborð mannhafsins hefur líka hækkað duglega. „Harves-
ter of Sofia“, stendur á ermabolum fremstu manna.
Málmunnendur eru klárir í slaginn.
Skrúfað er frá Ecstacy of Gold og berserkjahamur renn-
ur á Búlgari. Sé samt hvergi Ásdísi Rán. Er hún farin úr
landi? Stemningin er rólegri í Kringlubíói enda þótt
margur flösufeykirinn brenni nú í skinninu. Menn láta sér
nægja að stappa. Við Íslendingar erum alltof hefluð þjóð.
Af myndum af áhorfendaskaranum í Sofíu að dæma
verður þó seint sagt að Búlgarir séu flinkir slamdansarar.
Metallica byrjar á Creeping Death og raunar eru þrjú af
fyrstu fjórum lögunum af Ride the Lightning. Milli fyrstu
tveggja laganna dáleiðir James Hetfield lýðinn: „Er þetta
Metallica-fjölskyldan?“ rymur hann.
Fyrirgefðu?
„Er þetta Metallica-fjölskyldan?“
Hvað heldur þú?
Skrýmslið hefur aðeins rúma klukkustund til umráða
sem þýðir að efnisskráin er býsna fyrirsjáanleg. Fjórmenn-
ingarnir komast aldrei niður af sviðinu fyrr en þeir eru
búnir að spila ákveðin lög – annars fara áheyrendur heim
helsárir – og á svona stuttum tónleikum er lítið rúm fyrir
annað. Það er svo sem engin ástæða til að kvarta, One, En-
ter Sandman, Nothing Else Matters, Master of Puppets og
þessi lög eru allt skotheldar lagasmíðar. Raunar snilld. Me-
tallica hefur aftur á móti margfalt fleiri vopn á hendi. Ekk-
ert pláss er til dæmis fyrir Blackened, Battery, The Four
Horsemen og Leper Messiah, svo dæmi séu tekin.
En þetta eru vitaskuld hártoganir. Metallica eru á svið-
inu, mín vegna mættu þeir spila Abbalög.
Fljótlega eftir að One er komið af stað með tilheyrandi
sprengingum draga tveir menn sig óvænt út í væng sal-
arins og taka tal saman. Stæðilegur maður, sem situr þeim
næst, líður ekki þessi helgispjöll og skipar þeim að fara
fram að ræða málin. Þegar þeir gegna því ekki þrumar
hann yfir þeim: „Steinhaldiði kjafti!“ Spjallendur sjá sæng
sína upp reidda og hrökklast fram á gang.
James er í essinu sínu. Röddin, sem stundum er misjöfn
á löngum og ströngum tónleikaferðum sem þessari, er í
fínu lagi. Lars Ulrich lemur húðirnar sem fyrr af áfergju –
er orðinn löðursveittur strax í öðru lagi – og Kirk Ham-
mett röltir með gítarinn af yfirvegun um sviðið. Hann fær
alltaf sínar mínútur í sviðsljósinu. Þá hefur Robert Trujillo
bætt miklu við sjónræna þáttinn, kóngulóarmaðurinn er
kostulegur á sviði. Verulega frábrugðinn gamla flösufeyk-
inum Jason Newsted. Síðan hefur Trujillo auðvitað lyft
skrýmslinu upp á hærra plan tónlistarlega.
En James er maðurinn. Allra augu eru á honum og hann
á skemmtilegan leik á eftir lokasólóinu í Nothing Else
Matters. Hann er á grúfu, að því er virðist bugaður af til-
finningum, dregur upp gítarnögl svo lítið ber á og sýnir
myndavélinni. „Big Four“ stendur á henni. Myndinni er
varpað upp á tjaldið og lýðurinn gengur af göflunum.
Menn svífa vængjum þöndum inn í sögubækurnar.
Allir saman á sviðinu
Áður en ’tallica tekur upp hælana er komið að hápunkti
kvöldsins. James kallar meðlimi hinna sveitanna þriggja
fram á sviðið við ærandi undirtektir viðstaddra. Saman
taka „Fjórar stóru“ gamla Diamond Head-slagarann Am I
Evil? sem er eiginlega þekktari sem ’tallica-ábreiða. Het-
field, Mustaine og Belladonna skipta söngnum á milli sín.
Þegar hér er komið sögu gefa menn tilfinningunum laus-
an tauminn og faðmast hraustlega. Mustaine var sem
frægt er rekinn úr Metallica á sínum tíma og maður bíður
spenntur eftir viðbrögðum skrýmslverja á sviðinu. Lars
faðmar hann innilega – enda nákomnastur honum – Kirk
líka en árum saman, jafnvel áratugum, hafði Mustaine
ekkert nema slæmt um arftaka sinn að segja. Þetta verður
því að skilgreina sem sögulegar sættir. Þeir James faðmast
ekki en standa nálægt hvor öðrum á sviðinu. Það er lík-
lega nóg.
Lítið fer fyrir Slayerunum meðan á þessum flutningi
stendur, utan Lombardos. Araya og Hanneman koma þó
hressir í faðmlögin í lokin. Kerry King hlýtur að hafa verið
að tefla við páfann. Eftir þessa hjartnæmu uppákomu lok-
ar Metallica sjóvinu á „nýja uppáhaldslokalaginu“ Seek
and Destroy. Allir syngja með.
Merkum tónlistarviðburði er lokið. Hvergi hefur
skugga borið á uppákomuna og málmhjartað hamast í
brjóstum manna þegar þeir yfirgefa salinn. Fyrir utan
rekst ég á góða samstarfskonu mína sem spyr glaðlega
hvort ég hafi verið á Beðmálum í borginni. Ekki alveg.
Reuters
’
Skrúfað er frá Ecstacy of Gold
og berserkjahamur rennur á
Búlgari. Sé samt hvergi Ásdísi
Rán. Er hún farin úr landi?
James Hetfield í
essinu sínu í Ísrael
á dögunum.
Joey Bella-
donna hefur
engu gleymt.