SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Side 38
38 27. júní 2010
Tíska
S
tórstjörnur nútímans fölna í samanburði við
þennan merka brautryðjanda og einstöku
konu sem var óhrædd við hið nýja og
ókunnuga. Hún gekk undir viðurnefnum á
borð við „Svarta Perlan“ og „Kreólagyðjan,“ en í
Frakklandi var hún einfaldlega þekkt sem „La Ba-
ker.“ Hún veitti mörgum innblástur með sínu frjáls-
lega fasi og brennandi áhuga á lífinu. Djarfur efnislít-
ill klæðnaður, fjaðrir og stórir skartgripir voru í
uppáhaldi, en hún vakti þó án efa mestu athyglina
fyrir bananapilsið víðsfræga og „Baker hárgreiðsl-
una,“ sem þótti mjög nýstárleg á sínum tíma.
Giftist á þrettánda aldursári
Lífshlaup Josephine Baker var einstakt og hljómar í
raun líkt og handrit að afdrifaríkri Hollywood-
kvikmynd. Hún fæddist þann 3. júní árið 1906 í borg-
inni St. Louis í Alabama fylki í Bandaríkjunum. Föður
sinn hitti hún aldrei og ólst upp hjá móður sinni, sem
taldi henni trú um að faðir hennar væri trommari að
nafni Ed, sem hefði stungið þær mæðgur af. Baker hélt
því þó alla tíð fram að faðir hennar væri hvítur Þjóð-
verji, sem móðir hennar hafði unnið fyrir skömmu áð-
ur en hún kom í heiminn. Líkt og aðrir blökkumenn
átti hún erfitt uppdráttar vegna mismununar og for-
dóma sem einkenndu bandarískt samfélag. Um tólf ára
aldur strauk hún að heiman og lenti á götunni, þar
sem hún sá fyrir sér með söng og dansi. Fyrsta eig-
inmanni sínum giftist hún aðeins þrettán ára gömul,
en hún gifti sig fjórum sinnum á lífsleiðinni. Baker var
þó tvíkynhneigð og átti einnig í ástarsambandi við
margar konur, þar á meðal mexíkönsku listakonuna
Fridu Kahlo. Dans- og sönghæfileikar hennar spurðust
út og ekki leið á löngu þar til hún landaði hlutverki
dansmeyjar í fjölleikahúsi og á Broadway. Þrátt fyrir
að vera eftirlæti áhorfenda fékk hún ekki þá við-
urkenningu sem hún verðskuldaði, því hún féll í
skuggann af samstarfskonum sínum sem voru ljósari á
hörund.
För Baker til Frakklands á þriðja áratugnum var
vendipunktur í lífi hennar. Hún varð nánast fræg á
einni nóttu er hún kom fram, næstum nakin, í eró-
tískum dansi í hinu sögufræga tónlistar- og leikhúsi
Théatre des Champs-Élysées í París. Frakkar heill-
uðust af framandi útliti hennar og djarfri framkomu.
Ekki leið á löngu þar til hún var orðin frægasti
bandaríski skemmtikrafturinn í Frakklandi. Hún
hreppti til að mynda aðalhlutverk í sýningunni stór-
brotnu Folies Bergéres, þar sem hún dansaði ber-
brjósta í hinu víðfræga bananapilsi. Á fjórða áratugn-
um reis frægðarstjarna hennar enn hærra. Hún gaf út
tónlist og veitti innblástur samtímalistamönnum á
borð við spænska listmálarann Pablo Picasso, franska
fatahönnuðinn Christian Dior og bandaríska rithöf-
undinn Ernest Hemingway. Sá síðastnefndi sagði Ba-
ker vera tilkomumestu konu sem nokkur hefði aug-
um litið. Aðdáendur sendu henni ofgnægð af dýrum
gjöfum, þar á meðal hina fínustu demanta og bíla. Þá
bárust henni meira en fimmtán hundruð bónorð frá
mönnum víðs vegar að úr heiminum
Gyðjan tekur völdin
Ferill Baker tók stakkaskiptum er hún landaði hlut-
verki í óperu Offenbach‘s, La Créole, í Marigny leik-
húsinu í París. Margra mánaða raddþjálfun tók við og
hún breyttist úr skemmtikrafti í stórbrotna söng-
gyðju. Hin góðkunna velska söngkona Shirley Bassey
var meðal þeirra sem heilluðust upp úr skónum yfir
því hversu stórbrotin hún var orðin; „Ég hef og mun
aldrei sjá jafn stórbrotinn söngvara og flytjanda í lífi
mínu.“ Þrátt fyrir gífurlegar vinsældir í Evrópu hafði
frægðarstjarna hennar enn ekki risið í heimalandi
hennar. Þar voru menn ekki reiðubúnir að við-
urkenna þeldökka stjörnu. Baker kvæntist frönskum
manni árið 1937 og gerðist franskur ríkisborgari.
Ást Baker á Frakklandi varð til þess að hún bauðst
Óslípaður
demantur
Josephine Baker var banda-
rískur skemmtikraftur af
guðs náð. Litarháttur hennar
varð þess valdandi að hún
náði ekki að slá í gegn í
heimalandi sínu fyrr en
nokkrum árum fyrir andlát
sitt, en hann veitti henni á
sama tíma forskot í Evrópu.
Hugrún J. Halldórsdóttir hugrun@mbl.is
Baker þótti mjög tískusinnuð og sást í hverri glæsiflíkinni á eftir annarri. Því miður
varðveittust flíkurnar ekki því hún gaf þær ónefndum klæðskiptingi.
Mörgum þótti hárgreiðsla Baker stórfurðuleg. Það leið þó ekki á löngu
þar til hún var orðin eitt af helstu tískufyrirbrigðum Parísarborgar.