SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Qupperneq 39

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Qupperneq 39
27. júní 2010 39 til að njósna í þágu landsins þegar síðari heimsstyrj- öld braust út. Við innrás Þjóðverja veitti hún þeim sem fóru huldu höfði athvarf, og vann á ýmsan hátt við að frelsa landið. Baker var orðin svo fræg að nas- istarnir voguðu sér ekki að vinna henni mein, þrátt fyrir „óæskilegan húðlit.“ Vinsældir hennar gerðu henni kleift að taka þátt í leynilegum aðgerðum. Hún átti greiðan aðgang að öllum fínustu veislunum og gat þar með nálgast háttsettustu menn landsins. Þar reyndi hún að veiða upp úr þeim nothæfar upplýs- ingar, og sagði samstarfsmönnum sínum frá þeim sögum og slúðri sem hún hafði heyrt. Baker reyndist frönsku þjóðinni mjög dýrmæt í stríðinu við Þjóð- verja. Árið 1941 fór Baker ásamt föruneyti til Norður- Afríku. Henni fannst hún verða að meira gagni utan landsteinanna, þar sem hún bjó yfir dýrmætum upp- lýsingum sem nýttust franska hernum. Í bækistöðv- um hersins í Marokkó ferðaðist hún til Spánar með mikilvæg gögn sem hún faldi með ósýnilegu bleki á nótnablöðum og í nærfötum sínum, en hún slapp við leit vegna frægðarinnar. Bjargvættur Christian Dior Á þessum tímapunkti varð Baker ólétt, en barnið sem hún bar fæddist andvana. Í kjölfarið þurfti hún að gangast undir bráða-legnám. Þrátt fyrir bága lækn- isþjónustu jafnaði Baker sig fljótt og hélt baráttu sinni ótrauð áfram. Hún fékk konung Egyptalands, Farouk, til að vera viðstaddan tónleika sem hún hélt, en með viðveru sinni lét hann í ljós að þó að land hans væri hlutlaust í stríðinu hneigðist það í átt til Frakklands. Að stríði loknu var Baker sæmd æðstu stríðsorðum Frakklands, og varð hún fyrsta bandaríska konan til að hljóta stríðskrossinn Croix de guerre. Eftir stríðslok var fjármagn takmarkað og því áttu margir erfitt uppdráttar, þar á meðal franskir tísku- hönnuðir. Þeir Christian Dior og Pierre Balmain voru góðvinir Baker, en frami þeirra, líkt og annarra, var á beinustu leið í súginn. Baker fór með hönnun þeirra til Bandaríkjanna, þar sem menn féllu kylliflatir fyrir þessum hátískuklæðnaði. Þá tóku hjólin að snúast hjá hönnuðunum tveimur, en þeir eru líkt og svo margir vita heimsfrægir í dag. Hægri hönd Martin Luther King Baker hlaut langþráða viðurkenningu Bandaríkja- manna eftir að hún kom fram í Carnegie Hall árið 1973, við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Þó voru kynþáttafordómar enn miklir þar í landi og fékk það Baker til að berjast hart gegn þeim, á sinn ein- staka hátt. Hún ættleiddi 12 börn frá öllum heims- hlutum og kallaði barnahópinn sinn „Regnboga- ættflokkinn.“ Þá neitaði hún að koma fram á stöð- um þar sem svartir og hvítir áhorfendur voru aðskildir og urðu mótmæli til þess að vekja athygli á reglum um aðskilnað. Baker vann einnig samhliða Martin Luther King fyrir NAACP, Réttindasamtök þeldökkra í Bandaríkjunum. Hún var eina konan sem tók til máls á hinum eftirminnilega degi 28. ágúst 1963 í Washington, að lokinni göngu fyrir vinnu og frelsi. Hún var næsti ræðumaður á eftir Martin Luther King, en á þessum fjöldafundi flutti hann hina svonefndu „I have a dream“ ræðu sína. Eftir að Martin Luther King var ráðinn af dögum, bauð ekkja hans Baker um að fylla í skarð eig- inmanns síns og verða leiðtogi afrískættaðra Banda- ríkjamanna og mannréttindabaráttu þeirra. Eftir mikla umhugsun afþakkaði Baker boðið og bar við að börn hennar væru of ung til að missa móður sína. Fáir hafa gert jafn mikið fyrir réttindabaráttu þel- dökkra og Baker, en sjálf var hún fyrsta blökkukon- an til að fara með aðalhlutverk í kvikmynd og verða heimsfrægur skemmtikraftur. Baker kveður með stæl Árið 1975 kom Baker fram í sýningunni Joséphine á Bobino 1975, og hélt með því upp á 50 ára starfs- afmæli sitt. Sýningin var fjármögnuð af stórstjörn- unum Grace Kelly og Jacqueline Kennedy Onassis, og hlaut hún frábærar viðtökur. Fjöldi stjarna lét sjá sig á sýningunni, þar á meðal Sophia Loren, Mick Jagger, Shirley Bassey, Diana Ross og Liza Minnelli. Fjórum dögum síðar fannst Baker meðvitundarlaus í rúmi sínu eftir að hafa fengið heilablóðfall, umkringd dagblöðum sem lofuðu sýninguna, sem varð hennar síðasta, í bak og fyrir. Hún lést skömmu síðar á sjúkrahúsi 68 ára að aldri. Frá andláti hennar hefur Baker verið minnst á marga vegu víðs vegar um heiminn. Sem dæmi má finna Place Joséphine Baker í Montparnasse hverfinu í París, frægðarstjörnu hennar á St. Louis Walk of Fame, og veitingastaðinn Chez Josephine í New York, sem helgaður er lífi hennar og starfi. Lengi vel hugð- ist Diana Ross gera lífi Baker skil í kvikmynd, en þar ætlaði hún sjálf að fara með aðalhlutverkið. Þó að ekkert hafi enn orðið úr þeim fyrirætlunum kæmi það ekki á óvart þó breyting yrði á því í nánustu framtíð. Það væri nefnilega óðs manns æði að láta efnisþráð sem þennan úr greipum sér renna. Einstaklega glæsileg. Bananapilsið sem gerði allt vitlaust á sínum tíma. Það var ávallt stutt í grínið hjá Baker. ’ Hún ættleiddi 12 börn frá öll- um heimshlutum og kallaði barnahópinn sinn „Regn- boga-ættflokkinn.“ Þá neitaði hún að koma fram á stöðum þar sem svartir og hvítir áhorfendur voru aðskildir og urðu mótmæli hennar til þess að vekja athygli á reglum um aðskilnað. Með „samstarfsmanni“ sínum, blettatígrinum Chiquita.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.