SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Page 43

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Page 43
27. júní 2010 43 H vert rennur eiginlega blóðið í íslenskum karl- mönnum núna þegar heimsmeistarakeppnin í fótbolta stendur yfir? Þessari spurningu varpaði vinkona mín fram um daginn og á eftir fylgdi fullyrðingin: Alla vega ekki niður í klofið á þeim. Hún vildi meina að keppnin stóra úti í Afríku rændi alger- lega allri athygli karlmanna þannig að þeir væru gjörsamlega blindir á aðra fegurð allt í kring. Meira að segja næði gónið á aðra karlmenn að sparka milli sín bolta líka að stela allri kynorku úr helteknum hugum þeirra. Vesalings frúrnar hímdu í skugganum, svona líka sveltar kynferðislega. Brassinn Ronaldo er lifandi sönnun þess að stöðin í heila (sumra) karlmanna sem heitir fótbolti, er fyrirferðarmeiri en sú stöð sem heitir kynlíf. Hann lét þau fleygu orð falla að það að vinna HM í fótbolta væri miklu betra en kynlíf. Ég trúi þessari fullyrðingu reyndar ekki, vesalings dreng- urinn var bara svo ungur að hann hafði greinilega ekki enn kynnst almennilegu kynlífi. En hvað er til ráða fyrir konur sem finnst þær fá minni en enga athygli karla sinna í allar þessar vikur sem HM stendur? Þær gætu vissulega klætt sig í búning þess liðs sem karlinn heldur með, í þeirri veiku von að það kveiki í honum. Eða reynt að breyta sér í fótbolta með einhverjum ráðum. Kannski dugar að þær máli sig í framan í sömu litum og fólkið á áhorfendapöllunum í Jóhannesarborg. Eða gengið aðeins lengra og farið að spranga fyrir framan sjónvarpsskjáinn íklæddar engu öðru en gulum og grænum penslaförum. Mögulega vekur það hugrenningatengsl sem koma blóði karlsins til að renna á þann stað sem þær langar helst til að það renni. En líkurnar á að karlinn hvæsi: Farðu frá! eru mun meiri. Konur eiga ekki að reyna hið ómögulega heima við, þær eiga frekar að fara út og gera eitthvað skemmtilegt. Ég er ekki frá því að allar þær konur sem ég sá fara um í flokkum í miðbænum í gærkvöldi hafi einmitt verið að flýja sína steingeldu karla sem sátu heima með strákunum og voru með fótbolta í stað augasteina, gott ef ekki líka í stað heilabús og jafnvel kynfæra. Nóg var nú af sólbrúnum allra þjóða kvikindum í bænum sem virtust komin hingað til að gera eitthvað allt annað en að stara á sjónvarpsskjái. Þeim fannst greinilega ekkert leiðinlegt að vera hér í þess- ari gósentíð þegar fjöldi banhungraðra íslenskra kvenna svíf- ur um götur bæjarins. Hvert rennur blóðið? Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Torres með sinn sæta rass veltir sér upp úr HM-dögginni. Reuters ’ Ég er ekki frá því að allar þær konur sem ég sá fara um í flokkum í miðbænum í gærkvöldi hafi einmitt verið að flýja sína stein- geldu karla Gatan mín G rundfirðingar eru elskulegt fólk. Bjart- sýni og lífsgleði eru áberandi hér og sprotarnir eiga sterkar rætur. Það stafar meðal annars af því að margir bæjarbúa eru hér fæddir og uppaldir og hafa því sterk tengsl við staðinn. Margs af því fólki, sem byggði þennan stað sem lítið sjávarþorp og breytti honum í mynd- arlegan kaupstað, nýtur enn við og fyrir vikið eru bönd milli kynslóðanna sterk. Vinnusemi hér er sömuleiðis einkennandi fyrir Grundfirðinga enda er hér mikil útgerð og mikilvægt að snurðulaust gangi að sækja og koma verðmætum hafsins í land,“ segir sr. Aðalsteinn Þorvaldsson sóknarprestur í Grund- arfirði. Sú var tíðin að talað var um kauptúnið Grafarnes. Þegar komið var fram undir 1960 lagðist nafngiftin af og síðan þá verið talað um Grundarfjörð. Aðal- steinn flutti með fjölskyldu sinni – konu og börnum – vestur á Snæfellsnes í október 2008, í sama mán- uði og syndaflóð efnahagshruns gekk yfir landið. Fjölskyldan lét það þó ekkert á sig fá og kom sér fyrir í prestbústaðnum sem er við ofanverðan Eyr- arveg, götu sem liggur frá hafnarsvæðinu að kirkj- unni sem er uppi á hæð svo til hennar sést í öllum bænum. „Okkur telst svo til að við séum sjöunda fjöl- skyldan sem hér býr. Sr. Magnús Guðmundsson var fyrsti presturinn sem bjó hér og síðar kom sr. Jón Þorsteinsson. Eiginkona hans er Sigríður Anna Þórðardóttir sem var hér kennari auk þess að láta mjög að sér kveða í sveitarstjórn og seinna lands- málunum eftir að þau fluttu suður. Prestbústað- urinn er afskaplega veglegt og glæsilegt hús; stór stofa, stór skrifstofa, fjögur svefnherbergi og búr eins og tíðkaðist gjarnan í húsum fyrr á tíð. Við verðum að hafa í huga að ekki eru ýkja mörg ár síð- an fólk varð að búa vel að sínu og vera sjálfu sér nægt um flest sem þurfti til heimilis: baka, taka slátur, eiga kjöt í frystikistunni og svo framvegis. Við slíkar aðstæður var gott að hafa búr fyrir vetr- arforðann. Í dag er þetta vissulega breytt, enda þótt búrið komi áfram í góðar þarfir sem geymsla fyrir ýmsa lausamuni.“ Hafið gefur og tekur, enda þótt fórnirnar séu sýnu minni í seinni tíð. Eigi að síður er staðreynd að fólk sem býr við sjávarsíðuna stólar mjög á kirkjuna sem bjarg í stormum stríðum. „Þetta er raunin hér í Grundarfirði. Fram- kvæmdir við Grundarfjarðarkirkju, sem hófust árið 1960 og lauk sex árum síðar, voru að verulegu leyti fjármagnaðar fyrir samskotafé bæjarbúa. Allir vildu leggja sitt af mörkum og þeir skrautmunir sem kirkjan á, svo sem altaristafla og messuklæði, eru að mestu gjafir frá fólkinu hér í bænum. Allt vitnar þetta um sterka trú sem á sér margar fleiri birting- armyndir. Stundum – og sem betur fer – bankar fólkið hér í bænum uppá til þess eins að spjalla, spyrja prestinn sinn tilvistarspurninga um Guð ell- egar leitar ráða í daglegu lífi. Grundfirðingar eru líka höfðingjar heim að sækja, það er gaman að sitja með þeim í eldhúskróknum heima og ræða um heima og geima. Þetta eru dýrmætar stundir og það er gott að vera í Grundarfirði. Og fólki er heldur ekki sama um prestinn sinn. Stundum hefur það nefnilega gerst gerst að sjómenn á heimleið úr róðri banka uppá hér á Eyrarveginum og gefa prestinum og fjölskyldu hans í soðið. Og öllum þykir vænt um slíkan vinarhug,“ segir Aðalsteinn. sbs@mbl.is Ljósmynd/Heiða Lára Gefa presti í soðið 1. Kirkjan er minn starfsvettvangur og sá staður í bæn- um sem mér er kærastur. Fátt finnst mér skemmti- legra en æskulýðsstarfið enda er þátttaka í því afar góð meðal Grundfirðinga, allt frá þriggja ára aldri og fram yfir tvítugt. 2. Hér í Grundarfirði bjóðast margir skemmtilegir mögu- leikar til útivistar svo sem að fara hjólandi hér vestur á bóginn, vestur yfir Kolgrafarfjörð og til dæmis út í Berserkjahraun. Hér innananbæjar er margt skemmtilegt að sjá á góðum degi. Við höfnina er allt- af mikið líf, enda er hér öflug útgerð. Í sumar telst mér svo til að hingað komi tíu til tólf skemmti- ferðaskip, lítil sem stór. Farþegar þeirra fara sumir í skoðunarferðir hér um Snæfellsnesið, heimsækja Sögumiðstöðina hér í Grundarfirði eða rölta um bæ- inn og þá er kirkjan, sem mér finnst eitt allra falleg- asta hús bæjarins, afar vinsæll viðkomustaður. Uppáhaldsstaðir Ey rar ve gu r Nesjavegur 2 1 Sólvellir Sæból Grunda rgata Hlíðarvegur Bo rg ar br au t Ölkelduvegur Grundarfjörður

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.