SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Síða 44

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Síða 44
44 27. júní 2010 Norski dúettinn Röyksopp hefur tilkynnt að ný plata sé á leiðinni og stefna þér félagar Torbjørn Brundtland og Svein Berge á útgáfu hennar 13. september næstkomandi. Plat- an hefur fengið nafnið Senior. Brundtland og Berge segja að hvert lag á plötunni hafi verið samið með heildarhljóminn á henni í huga og þau séu öll bara hlutar af miklu stærra verki. Þess vegna þurfi að hlusta á plötuna í heild sinni en ekki bara eitt lag í einu. Þeir segja einnig að á milli Senior og plötunnar Junior sé sérstakt samband og þær séu báðar lýsandi fyrir ákveðin tímabil. Ný plata á leiðinni frá Röyksopp Rafdúettinn Röyksopp fylgir eftir plötunni Junior frá 2009, með plötunni Senior. Platan Mount Wittenberg Orca, kemur út 30. júní næstkomandi. Morgunblaðið/G.Rúnar Lítið hefur heyrst af plötunni Mount Witten- berg Orca frá Björk Guðmundsdóttur og hljómsveitinni Dirty Projectors frá því að þau komu fram á góðgerðartónleikum í New York-borg í fyrra vor og frumfluttu lög af henni Í apríl síðastliðnum héldu loks Björk og Dirty Projectors í Rare Book Room hljóðverið í Brooklyn og tóku upp nýja útgáfu af Mount Wittenberg Orca, sem er um 20 mínútur að lengd og inniheldur sjö lög sem öll eru sam- in af Dave Longstreth úr Dirty Projectors. Platan verður svo gefin út á verald- arvefnum 30. júní næstkomandi og rennur allur ágóði hennar til The National Geograp- hic Society. Plata frá Björk og Dirty Projectors „Þú ert ekki það sem þú átt,“ syngur Ian MacKaye í laginu „Merchandise“ og á þetta textabrot við þá andúð sem meðlimir hljómsveitarinnar Fugazi virðast hafa á kapítal- isma og öllum fylgifiskum hans og endurspeglast í textum laga þeirra. Platan Repeater frá árinu 1990 er fyrsta platan í fullri lengd frá kvartettnum sem á rætur sínar að rekja til höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington D.C. Það má alveg segja að með útgáfu plötunnar hafi Fugazi blásið lífi í harðkjarnatónlist í Bandaríkjunum sem hafði verið í smá- lægð eftir hafa verið á miklu flugi framan af níunda áratugnum. Á Repeater hika meðlimir Fugazi ekki við að tjá tilfinn- ingar sínar í garð stjórnvalda og eru mörg laganna hlaðin póli- tískum skoðunum sem blandast við dýnamískar tempó-breyt- ingar og truflað gítarhljóð sem hleðst upp eins og múrsteins- veggur. Sterkar skoðanir sveitarinnar varðandi kapítalisma og yfirvaldið í öllu sínu veldi hafa stundum orðið þess valdandi að hljómsveitin er þekktari fyrir þær hliðar sínar en tónlistina – sem er mikil synd, því þessi plata er svo miklu meira en bara pólitískar skoðanir. Platan er frábært framhald af því sem heyrðist á fyrri þröngskífum sem sveitin hafði sent frá sér. Samspil meðlima Fu- gazi minnir oft frekar á hjón sem hafa verið gift í fjölda ára. Það vita allir hvað hinir eru að fara að gera. Það heyrist vel í samspili bassaleikarans Joes Lally og trommarans Brendans Canty. Sömuleiðis er eilíft gítarstríð Ians MacKaye og Guys Picciotto mjög forvitnilegt og var platan meira að segja sögð ein af bestu gítar- plötum tíunda áratugarins í virtu gítar- blaði. Uppúr standa lög eins og „Song #1,“ „Merchendise, “ „Blueprint,“ „Turnover“ og að sjálfsögðu „Repeater.“ Til eru tvær útgáfur af plötunni sem fagnar tuttuga ára afmæli sínu í ár: Vínyl- -útgáfan Repeater og geisladiskurinn Repeater + 3 Songs en á hann var bætt við þremur lögum af sjö tommunni 3 Songs. Matthías Árni Ingimarsson Poppklassík Repeater + 3 songs – Fugazi Kapítalismi og stjórnvöld fá á baukinn F yrir réttum fjórum árum síðan eða svo glumdi í útvarpinu dægilega grípandi lag undir hinu miður hressi- lega nafni, „The Funeral“. Þrátt fyrir þungbúinn titillinn og samsvarandi útlit með- lima (tætingslegir skeggbragar, líkt og ný- dregnir úr ræsinu) flaug lagið inn á vinsælda- lista, glumdi í viðtækjum þeirra sem sigla helst um meginstrauminn og poppaði meira að segja upp í þáttum eins og Grey’s Anatomy og við- líka. Band of Horses varð að hinni viðteknu jaðarsveit þeirra sem fíla alla jafna ekki slíka tónlist, „undarlega“ hljómsveitin sem var í lagi að líka við og gaf viðkomandi pínulítið tónlistarsmekks-kredit að auki. Að þessu gefnu var þeim sem eru með nefið upp í loftið í lófa lagt að líta niður á sveitina, enda viðtekin sannindi að það sem er vinsælt getur ekki verið gott. Eða hvað? Þó að stimpillinn „Fleet Foxes fátæka mannsins“ hafi sosum átt ágætlega við um frumburð sveitarinnar, Everything All The Time (2006), skipti hljómsveitin um gír á næstu plötu, Cease to Begin sem kom út strax ári síðar. Sveitin hafði verið stofnuð á sínum tíma af félögunum Mat Brooke og Ben Brid- well en sá fyrrnefndi kvaddi með kurt eftir fyrstu plötuna og einbeitir sér nú að sveit sinni Grand Archives. Bridwell var því skilinn einn eftir með kyndilinn og fórst honum ábyrgðin vel úr hendi, en á Cease to Begin var hljóð- myndin skerpt til muna og það var auðheyr- anlegt að tilgangur sveitarinnar var ekki sá að koma eins mörgum lögum og hægt væri inn í Grey’s Anatomy á eins stuttum tíma og mögulegt væri. Nægir að líta til hins frábæra opnunarlags, „Is There a Ghost“, þeirri rök- semd til stuðnings. Góður árangur þessara tveggja platna varð svo til þess að sveitin færði sig yfir til Columbia risans, en hún hafði áður verið á mála hjá litla risanum ódrepandi, Sub Pop. Bridwell er nú sá eini sem er eftir af þeim hópi sem byrjaði þennan útreiðartúr og hefur hann lýst plötunni nýju sem „fyrstu“ Band of Horses plötunni, þar sem nú sé loksins traust- ur og þéttur hópur sem skipi sveitina, en mik- ið meðlimaflökt einkenndi fyrstu árin. Sveitin fer víða í yfirreiðinni í þetta sinnið, hagarnir bæði fjölærir og litskrúðugir. Rokk, þjóðlaga- tónlist og kántrí; nýbylgja og hreinasta popp rúlla um lögin þvers og kruss en allt þó hnýtt saman af þéttleika og fítonskrafti sveitar sem er klár í slaginn – og vel það. Angurvær útreiðartúr Er Band of Horses Fleet Foxes fátæka mannsins? Eða er eitthvað meira í þetta ágæta band spunnið? Þriðja hljóðversplata sveitarinnar Infinite Arms er viðleitni til að svara því – og gott betur. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þrjú hross stilla sér prúðmannlega upp fyrir ljósmyndara. Í miðið er stóðhest- urinn sjálfur, Ben Bridwell. Band of Horses leita líkt og Fleet Foxes á náðir þjóðlagabundins rokks að hætti Byrds, Neil Yo- ung, The Band, Bob Dylan o.s.frv. Kántríið er þarna vissu- lega en ekki í jafnríkum mæli og þegar Ryan Adams leiddi jað- arkántrísenuna fyrir um tíu ár- um síðan. Hér er meira um sam- hræring á nýbylgju og þjóðlagatónlist að ræða. Svip- aðar sveitir og þessar tvær sem nefndar hafa verið eru t.d. Blit- zen Trapper frá Portland og Iron & Wine hefur líka verið hent í pottinn. Senan er lítil en mikið í umræðunni og hver veit nema sprenging verði er næsta Fleet Foxes plata kemur út. Grenjað á gresjunni Robin Peck- nold, leiðtogi Fleet Foxes. Tónlist Bresku gruggararnir í Bush með söngvarann Gavin Rossdale í fararbroddi hafa tilkynnt að væntanleg sé ný plata frá sveitinni og að fljótlega verði lagt af stað í tónleikaferðalag. Níu ár eru liðin frá því að plata Golden State, kom út og eftir góða pásu eru með- limir Bush nú klárir með nýtt efni. Síðan sveitin fór í þetta ótímabundna frí sitt hefur Rossdale gefið út eina plötu með sveitinni The Institute ásamt sólóplötu. Hljómsveitin hefur svo fengið það hlutverk að spila á opn- unarhátíð Ólympíuleikanna í Lundúnum árið 2012. Bush snýr aftur Gavin Rossdale og félagar í Bush snúa aftur eftir níu ára pásu.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.