SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Side 52
52 27. júní 2010
E
ins og svo margir Íslendingar
undanfarin misseri flúðum við
hjónin land á síðastliðið haust
sem er ef til vill ekki frásögur
færandi nema kannski fyrir þær sakir
hversu óhemju leiðinlegt það er að flytja.
Við fluttum ekki bara einu sinni þetta árið
heldur þrisvar og í hvert skipti hentum við
ótrúlega miklu af dóti og gömlum bókum.
Flestar þessara bóka máttu alveg missa sig
en svo þegar við vorum að pakka úr bóka-
hillunni runnu á okkur tvær grímur
hvernig áttum við að taka með okkur
fimmtán kassa af bókum til útlanda? Við
þurftum því að færa miklar fórnir á kostn-
að bókanna og þetta endaði með því að
einn mikilvægur kassi af námsbókum fékk
að fljóta með. Flestar hinna bókanna
munu aldrei líta
dagsins ljós á er-
lendri grundu. Það
er nefnilega ákaf-
lega ópraktískt að
ferðast með bæk-
ur. Þær eru pláss-
frekar og ég tala
nú ekki um
þyngdina, við
tímum ekki að
borga yfirvigt fyrir
nokkrar bækur. Við hugsuðum með okkur
á sínum tíma að það væri alveg hægt að
kippa einum og einum bókakassa með í
farangurinn í hvert skipti sem við ættum
leið til landsins. Staðreyndin er hins vegar
sú að það er mun meira lokkandi að taka
með sér annan íslenskan varning þó svo að
ein og ein bók fái að fljóta með í hvert
skipti. Það er ekkert sérlega freistandi að
flytja með sér allar bækur Halldórs Lax-
ness nú eða Íslendingasögurnar á einu
bretti, það yrði ekki pláss fyrir lakkrísinn,
fiskinn og Orabaunirnar sem er alveg
nauðsynlegt að eiga á tyllidögum þegar
heimþráin sækir sem mest að manni.
Maður færir því ýmsar fórnir á kostnað
bókanna sem safna bara ryki í geymsl-
unni. Ætli við hjónin munum ekki halda
áfram að taka eina og eina bók með okkur
handfarangur til að glugga í á leiðinni frá
Íslandi. Það er því afar ólíklegt að bóka-
safn okkar hjónanna muni nokkru sinni
flytjast í heild sinni til heimilis okkar er-
lendis. Hins vegar höfum við verið dugleg
að safna að okkur bókum úti og verðum
líklegast komin með annað myndarlegt
safn erlendra bóka eftir nokkur ár líkt og
vinkona mín sem á nokkra bókakassa í að
minnsta kosti þremur löndum. Hún
neyddist til þess að hreinsa út úr einni
geymslunni um daginn og arfleiddi okkur
hjónin í kjölfarið að þónokkrum skrudd-
um þannig það bætist stöðugt í safnið. Ætli
við munum ekki að endingu eiga tugi
kassa fulla af bókum víðsvegar í kjöllurum
Evrópu sem á aldrei munu flytjast heim til
Íslands því hver tímir að borga yfirvigt
fyrir nokkrar bækur?
Bækur
í yfir-
vigt...
Orðanna
hljóðan
Ásgerður
Júlíusdóttir
asgerdur@mbl.is
’
Það er
nefni-
lega
ákaflega
ópraktískt að
ferðast með
bækur.
Í
myndaðu þér borg, mið-evrópska
borg sem átt hefur betri tíð, húsin
sum orðin hrörleg og fólkið líka lát-
ið á sjá; ekki ólíkt því sem maður sá
austan við járntjald á níunda áratugnum.
Ímyndaðu þér síðan aðra borg, borg þar
sem er velmegun og fólkið snyrtilegt til
fara, en hvarvetna má sjá hörkulega lög-
reglumenn. Ímyndaðu þér svo að lokum
að þessar borgir tvær rúmist í sama land-
fræðilega rými, séu sama borgin, en þó
ekki.
Svo má lýsa grunnhugmynd bók-
arinnar The City & The City eftir breska
rithöfundinn China Mieville. Hún hefst
þar sem konulík finnst í skuggahverfi
borgarinnar Beszel og lögregluforinginn
Tyador Borlú er kallaður til. Honum sýn-
ist fljótlega að hér hafi verið framinn
meiri glæpur en morð, því líkið hefur
verið flutt á milli borga á ólöglegan hátt,
fært frá Ul Qoma til Beszel.
Það tekur lesandann smátíma að átta
sig á hvernig tvær borgir geta verið ein,
hvernig eitt hús getur tilheyrt Ul Qoma
og húsið við hliðina Beszel, hvernig brú
getur heitið eitt í Beszel en annað í Ul
Qoma. Það er þó ekki það sem erfiðast er
að átta sig á heldur það að íbúarnir í Ul
Qoma sjá ekki hús, mannvirki og íbúa í
Beszel og íbúarnir í Beszel ekki mann-
virki, íbúa og hús í Ul Qoma – frá því í
barnæsku er þeim kennt að sjá ekki það
sem tilheyrir hinni borginni, taka ekki
eftir því.
Þeir sem brjóta þessa reglu verða fyr-
ir barðinu á harðsnúinni sveit manna,
einskonar leynilögreglu, sem hefur það
hlutverk eitt að tryggja fullkominn að-
skilnað á milli borganna. Það er þó ekki
svo að íbúar Beszel geti ekki farið til Ul
Qoma, en þá þurfa þeir sérstakt vegabréf
og fara um sérstakt hlið á milli borganna
og um leið að gæta sín á að sjá ekkert af
Beszel þar sem þeir ferðast um Ul Qoma.
Ekki svo framandlegt
Þessi hugmynd, svo snjöll sem hún er, er
þó kannski ekki svo framandleg þegar
nánar er rýnt í hana því segja má að hver
þjóðfélagshópur eigi sér sína útgáfu af
borg, hver sér það sem hann býst við að
sjá og útilokar ósjálfrátt (eða sjálfrátt) allt
það sem fellur ekki að þeirri mynd af
borginni sem viðkomandi er með í koll-
inum. Þannig sér sveitamaður 101
Reykjavík kannski sem borg óttans, spill-
ingar- og lastabæli, en bóheminn sem
skríður á lappir um hádegið upplifir hlý-
legt hverfi upp fullt af list og lystisemd-
um. Þegar við bætist að íbúarnir tala
kannski hver sitt tungumál verður enn
meira bil á milli manna, eins og til að
mynda í Montreal, eins og rithöfundurinn
Emily St. John Mandel benti á í grein um
The City & The City á vefritinu The Milli-
ons, themillions.com/; annars vegar borg
upp full af lífi og listum og glaðværu og
vinsamlegu frönskumælandi fólki, en
samtímis kuldaleg og fráhrindandi fyrir
enskumælandi sem geta síður tekið þátt í
menningarstarfi, fá lakari þjónustu í
verslunum og á veitingahúsum og þurfa
jafnvel að þola háðsglósur og hótanir.
Borgin
borgirnar
Í reyfaranum The City & The City segir frá morði
í skuggahverfi borgar. Fljótlega kemur í ljós að
illvirkið hefur verið framið í annarri borg, sem
er reyndar sama borgin, en þó ekki.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Undanfarið hefur mig langað
að segja upp stöðu minni sem
þátttakandi í neyslusamfélag-
inu og hefja sjálfsþurft-
arbúskap uppi á hálendinu
eða flytjast utan til að berjast
fyrir mannréttindum kúgaðra
þegna í þriðja heims ríkjum
víðs vegar um heiminn. Þess-
ar tilfinningar vakna hjá mér
við lestur The Shock Doctrine
eftir kanadísku blaðakonuna
Naomi Klein. Bókin fjallar í
stuttu máli um hamfarakapí-
talisma. Hvernig kenningar
hins umdeilda hagfræðings
Milton Friedman hafa verið
notaðar af Alþjóða gjaldeyr-
issjóðnum og einræðisherrum
um víða veröld til að arðræna
og umbreyta samfélögum til
hins verra fyrir þorra íbúa.
Kenning Klein gengur út á að
hamfarir og samfélagsleg
sjokk séu nýtt til að koma á
óvinsælum lagabreytingum.
En það er eins með þessa
tímabundu róttækni mína og
gott fyllerí. Um tíma er maður
fær í flestan sjó, hugrakkur og
djarfur með sterkar skoðanir
og hugmyndir til að breyta
samfélaginu til góðs. En svo
rennur róttæknin af manni
daginn eftir og maður liggur
vanmáttugur uppi í sófa og
hefur ekki nennu í svo lítið
sem að skrá sig í Amnesty.
Annars er ég enginn lestr-
arhestur, meiri svona lestr-
arhamstur sem mætti vera
duglegri að velja bókina í bar-
áttunni við sjónvarpið. Maður
grípur öðru hvoru í skáldsög-
ur á veturna til að hvíla sig á
námsefninu. Þá yfirleitt eitt-
hvað sem telst til heims-
bókmenntanna eða bækur
sem aðrir mæla með. Þegar
maður hefur takmarkaðan
tíma til lesturs þá hef ég yf-
irleitt reynt að sneiða fram hjá
íslenskum krimmum. Reynsla
mín af þeim er sú að flestir
þeirra skilja svipað eftir sig í
huga manns og einn CSI
Miami þáttur.
Tvær uppáhaldsbækur mín-
ar hef ég þó aldrei lesið. Þeim
kynntist ég í formi hljóðbóka.
Þær eru Góði dátinn Svejk
eftir Jaroslav Hašek og
Hitchikers Guide to the Ga-
laxy eftir Douglas Adams. Það
er merkilegt að ég vel þessar
tvær grínbækur. Það er aðeins
á færi snillinga að semja heilar
bækur í grínformi sem maður
nennir að lesa í gegn. Adams
blandar saman gríni og vís-
indaskáldskap meistaralega í
ritröð sinni. Líkt og ef Steph-
en Hawking og Ricky Gervais
myndu skrifa bók saman. Ís-
lensk skólayfirvöld mættu
taka það alvarlega til íhugunar
að losa sig við eins og einn
Laxness-doðrant úr íslensku-
náminu og kenna Svejk í stað-
inn. Það mundi auka áhuga
nemenda á lestri. Ég er hand-
viss um það. Að lokum má ég
til með að benda lesendum á
bestu leiðina til að hverfa í
draumalandið í réttu hugar-
ástandi. Það er með ljúfri rödd
Gísla Halldórssonar að lesa
upp Svejk.
Lesarinn Kristófer Eggertsson háskólanemi
Tímabundin róttækni
Bandaríski fræðimaðurinn
Naomi Klein.
Lesbók