SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Síða 53

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Síða 53
27. júní 2010 53 Ljósmynd/Páll Stefánsson Þ að er greinilega ekkert nauðsynlegt að vera í nýj- ustu og dýrustu takkaskón- um, spila með Jabulani- boltann fræga eins og allar stjörnunar á HM gera, til þess að geta skemmt sér og notið þess að spila knatt- spyrnu. Stundum dugar að vera með heimagerðan bolta, settan saman úr plastpokum og bara sparka í hann berfættur. Það kemur greinilega í ljós þegar maður flettir í gegnum nýja bók Páls Stefánssonar ljósmyndara, Áfram Afríka. Margir kannast eflaust við ljós- myndir Páls, en þær hafa prýtt blað- síður Iceland Review og Atlanticu í fjölda ára. Stórbrotnar landslags- Ungmenni í fótbolta í útjaðri Mbour í Senegal, skammt sunnan við höfuðborgina Dakar. Hver þarf takkaskó? Bækur Áfram Afríka bbbbn Ljósmyndabók Eftir Pál Stefánsson. Inngangur Chimam- anda Ngozi Adichie og Didier Drogba. Eft- irmáli Ian Hawkey. Matthías Árni Ingimarsson myndir í bland við heillandi og litrík- ar myndir af stórborgarlífi víðs vegar um heim. Í Áfram Afríka beinir Páll linsu sinni að knattspyrnumenningu og ákvað Páll að fylgja eftir fótbolt- anum allt frá Grænhöfðaeyjum til syðsta odda Suður-Afríku. En knatt- spyrna í álfunni er oft iðkuð við mjög erfið skilyrði, sem hefur þó skilað af sér mörgum af helstu stjörnum vall- arins á undanförnum áratugum. Myndir Páls eru svo sannarlega í heimsklassa og gefa lesendum mik- ilvæga innsýn inn í þá fjölbreytni og gleði sem einkennir knattspyrnulífið í ólíkum menningarheimum landa Afríku. Hvort sem það er á strönd- inni, sléttunum eða eyðimörkinni, allstaðar má finna fólk í fótbolta eða einhvern klæddan treyju uppáhalds knattspyrnumanns og liða. Í bókinni er að finna 200 litmyndir sem er kannski fullmikill og er eiginlega það eina sem hefði mátt laga í þessari annars áhugaverðu og eigulegu bók. ardian tók upp hansk- ann fyrir Martel og sagði hann vera stór- gáfaðan því heimskur maður gæti ekki skrifað bók eins og Life of Pi. Gagnrýnendur hafa einnig sakað Martel um að notfæra sér efni sem hann þekkir ekki af eigin reynslu því að maður sem ekki er gyðingur né upplifði sjálfur helförina eigi ekki að skrifa bók um þetta viðkvæma efni. Martel hefur að sjálfsögðu reynt að svara þessari gagnrýni „Helförin er ekki bara fyrir gyð- inga“ segir hann í viðtali við The Guardian. „Þeir eiga ekki einka- rétt á því að fjalla um helförina því það voru ekki bara gyðingar sem upplifðu hana. Það þurfti tvo til og það voru ekki gyðingar sem stóðu fyrir henni. Því ætti hver sem er að geta fjallað um hana á sinn hátt.Við erum í sí- felldri samræðu við söguna og það er ekki hægt að eigna sér sögulega atburði frekar en hægt er að eigna sér tungumál- .Listamenn ættu að hafa rétt til þess að nýta sér helförina í sköpun sinni án vandamála“ Þriðja skáldsaga kanadíska rithöf- undarins Yann Mar- tel kom út á dög- unum og nefnist Beatrice and Virgil. Martel er einna þekktastur fyrir skáldsögu sína Life of Pi (2001) sem hlaut Booker- verðlaunin 2002. Nýjasta skáldsaga hans fjallar um rithöfund, Henry, sem er að skrifa bók um helförina en er sent handrit að leikriti frá einum lesanda sínum. Henry leitar uppi höfundinn sem reynist gamal maður en hann kynnir Henry fyrir sögu- hetjum leikritisins, ansnanum Beatrice og apanum Virgil. Martel hefur þurft að sæta mikilli gagnrýni og neikvæðri umfjöllum um bókina sem fjallar á vissan hátt um helförina og ýmsir haldið því fram að hann sé að fjalla á of einfaldan og barnalegan hátt um flókið efni. Gagnrýnandinn David Sexton hjá Evening Standard gekk meira að segja svo langt að saka Martel um að vera hreinlega heimskan. Blaðamaður hjá Gu- Yann Martel Enginn einkaréttur á helförinni 7. til 20. júní 1. Eyjafjalla- jökull - Ari Trausti Guð- mundsson & Ragnar Th. Sigurðsson, Uppheimar 2. Makalaus - Þorbjörg Mar- inósdóttir, JPV útgáfa 3. Handbókin um heims- meistarakeppnina FIFA 2010 - Keir Radnedge, Edda 4. Morgnar í Jenín - Susan Abulhawa, JPV útgáfa 5. 25 gönguleiðir á höf- uðborgarsvæðinu - Reynir Ingibjartsson, Salka 6. Vegahandbókin, 2010 - Steindór Steindórsson, Út- kall 7. Friðlaus - Lee Child, JPV út- gáfa 8. Góða nótt, yndið mitt - Do- rothy Koomson, JPV útgáfa 9. Ræktum sjálf - Gitte Kjeld- sen, Vaka-Helgafell 10. Hafmeyjan - Camilla Läck- berg, Undirheimar Frá áramótum 1. Rannsókn- arskýrsla Al- þingis - Rann- sóknarnefnd Alþingis, Al- þingi 2. Póstkortamorðin - Liza Marklund/James Patter- son, JPV útgáfa 3. Loftkastalinn sem hrundi - Stieg Larsson, Bjartur 4. Hafmeyjan - Camilla Läck- berg, Undirheimar 5. Góða nótt, yndið mitt - Do- rothy Koomson, JPV útgáfa 6. Stúlkan sem lék sér að eld- inum - Stieg Larsson, Bjart- ur 7. Svörtuloft - Arnaldur Indr- iðason, Vaka-Helgafell 8. Nemesis - Jo Nesbø, Upp- heimar 9. Horfðu á mig - Yrsa Sigurð- ardóttir, Veröld 10. Þegar kóngur kom - Helgi Ingólfsson, Ormstunga Bóksölulisti Félags bókaútgefenda Enski rithöfundurinn China Mieville Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum – Eymunds- son og Samkaupum. Rannsóknarsetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Breski vísindaskáldsögu- og myndasagna- höfundurinn Neil Gaiman er þekktastur fyrir skáldsögur fyrir fullorðna. Fyrir tveimur árum sendi hann frá sér bók fyrir ungmenni, The Graveyard Book, sem segir frá ungum pilti sem draugar í kirkju- garði taka að sér og ala upp þegar foreldrar hans eru myrtir og selst hefur metsölu. Gaiman segist hafa fengið hugmyndina að bókinni fyrir tveimur áratugum og eins að hann hafi byggt bókina að nokkru á Dýrheimabókum Rudyards Kiplings. Ekki er bara að The Graveyard Book hafi selst vel heldur hefur hún líka hlotið ýmsar viðurkenningar og varð til að mynda fyrsta bókin til að hljóta bæði helstu barnabókaverðlaun Bretlands og Bandaríkjanna. Á síðasta ári hlaut bókin Newbery-verðlaunin bandarísku, sem veitt eru af barnabókadeild bandaríska bókasafnasambandsins, og í vikunni hreppti hún svo Carnegie-verðlaunin bresku,, sem valin eru af þrettán barna- bókavörðum á vegum sambands breskra bókavarða. Þetta eru þó ekki einu verðlaunin sem bókin hefur fengið því hún hlaut Locus- verðlaunin, Booktrust-verðlaunin og Hugo verðlaunin en síðastnefndu eru helstu vísindaskáldsagnaverðlaun heims. Gaiman fær enn ein verðlaunin Neil Gaiman er margverðlaunaður.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.