SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Side 55
27. júní 2010 55
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfnin í landinu
26. júní - 22. ágúst 2010
Formlegt aðhald
verk Eiríks Smith 1951–1957
Sunnudag 27. júní kl. 15
- Leiðsögn um sýninguna
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
AÐ ÞEKKJAST ÞEKKINGUNA
15 samtímalistamenn
Leiðsögn og sýningarspjall
sunnud. 27. júní kl.15
Kaffistofa
leskró - barnahorn
OPIÐ: alla daga. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
ÓNEFND KVIKMYNDASKOT, Cindy Sherman 16.5. - 5.9. 2010
Sunnudagsleiðsögn kl. 14
Hulda Hlín Magnúsdóttir listfræðingur
ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012
EDVARD MUNCH 16.5. - 5.9. 2010
HÁDEGISLEIÐSAGNIR
þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10-12.40
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir!
www.listasafn.is
SAFNAHÚSIÐ Á HÚSAVÍK
NÝJAR SÝNINGAR!
MANNLÍF OG NÁTTÚRA - 100 ár í Þingeyjarsýslum
Á sýningunni er fjallað um margslungið samspil manns og náttúru
á árabilinu 1850-1950.
Ljósmyndir Silla - Sigurðar Péturs Björnssonar (1907-2007).
Silli tók myndir í hálfa öld, sýnd dæmi úr merkilegu safni hans.
Myndlistarsýning. Joris Rademaker er hollenskur listamaður sem
býr á Akureyri og vinnur með náttúruleg efni og form.
Sjóminjasýningin í pýramídanum er á sínum stað.
Verslun/kaffi
Opið alla daga 10-18. Sími 464 1860. www.husmus.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi.
Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd.
„Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar
Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta.
Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna. Mynd-
gerð: Páll Steingrímsson.
Í ljósi næsta dags. Sýning um þýðingarstörf, skáldverk og baráttumál
Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
Efnaskipti/Metabolism:
Anna Líndal, Guðrún Gunnars-
dóttir, Hildur Bjarnadóttir,
Hrafnhildur Arnardóttir,
Rósa Sigrún Jónsdóttir.
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið virka daga 11.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
VÍKINGAHEIMAR
Skipið Íslendingur og
sögusýning
- Söguleg skemmtun
VÍKINGABRAUT 1
- REYKJANESBÆ
Opið alla daga
frá 11:00 til 18:00
Sími 422 2000
www.vikingaheimar.com
info@vikingaheimar.com
„Úr hafi til hönnunar“
27.5. - 5.9. 2010
Sýning á íslenskri og erlendri
hönnun úr íslensku sjávarleðri.
„Sýnishorn úr safneign“
Opið alla daga nema mánudaga
kl. 12-17.
Verslunin Kraum í anddyri og
kaffiveitingar.
Garðatorgi 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
LISTASAFN
EINARS JÓNSSONAR
v/Hallgrímstorg og Freyjugötu
Opnunartími safnsins
1. júní–15. sept.: 14:00-17:00
alla daga nema mánudaga.
Aðgangur ókeypis
á sunnudögum.
Höggmyndagarðurinn
við Freyjugötu alltaf opinn.
Sími: 551 3797,
netfang: skulptur@skulptur.is
GEYSISSTOFA –
MARGMIÐLUNARSÝNING
Í nútímalegu margmiðlunar-
safni á Geysi er að finna
margskonar fróðleik um
náttúru Íslands.
OPIÐ: alla daga 10.00-17.00.
AÐGANGSEYRIR: 1.000 KR.
Afsláttur fyrir námsmenn,
eldri borgara og hópa
Geysir í Haukadal, sími 480 6800
www.geysircenter.is
Verið
velkomin
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Sögustaðir - Í fótspor W.G. Collingwoods
Myndir Einar Fals Ingólfssonar og W.G. Collingwoods
Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík
Klippt og skorið – um skegg og rakstur
Endurfundir – Fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna!
Skemmtileg safnbúð og Kaffitár!
Opið alla daga 10-17. Aðgangur ókeypis fyrir börn.
www.thjodminjasafn.is – s. 530 2200
H
lynur Hallsson og
Jóna Hlíf Halldórs-
dóttir leiða saman
hesta sína á sýningu í
Listasafni ASÍ, Freyjugötu, undir
yfirskriftinni „Áfram með
smjörlíkið!“ eins og krotað hefur
verið utan á húsið. Undirtitill
sýningarinnar er Innantóm slag-
orð. Staðsetning sýningarinnar
vísar til Ragnars Jónssonar iðn-
rekanda og listaverkasafnara,
sem kenndur var við smjörlík-
isgerðina Smára, en árið 1961
færði Ragnar Alþýðusambandi
Íslands listaverkasafn sitt að gjöf.
Hlynur og Jóna Hlíf minna á
stuðning Ragnars við listamenn
með því að sýna 5 málverk úr
stofngjöf hans til ASÍ. Um er að
ræða verk þekktra listamanna
sem lýsa sígildum viðfangsefnum
listasögunnar: skipamynd eftir
Kjarval, fjallamynd eftir Ásgrím,
blómauppstillingu eftir Jón Stef-
ánsson og sjálfsmynd Júlíönu
Sveinsdóttur, auk afstrakt-
málverks eftir Þorvald Skúlason.
Valið á mynd Kjarvals af togar-
anum Íslendingi, er vafalaust
ekki tilviljun en myndin er frá
fyrstu sýningu hans árið 1908 og
tengist bjartsýni við upphaf tog-
araútgerðar. Slík „útgerð“ fór að
lokum fram úr sér og þjóðin situr
nú í súpunni, um hundrað árum
síðar, og veltir fyrir sér framtíð
íslensks fullveldis. Skúlptúr Jónu
Hlífar fyrir miðjum Ásmundarsal
virðist lýsa nýafstaðinni veislu,
heldur skuggalegri, þótt skraut
sé í fánalitum.
Sýningargestir geta búið sér til
kórónu úr gylltum Ljóma-
smjörlíkispappír og brugðið sér
þannig í gervi „smjörlík-
iskónga“, en smjörlíki virðist
hugsað sem táknmynd gervi-
gilda og gervipeninga. Spyrja má
hvort hér sé einnig verið að gera
gys að þætti í íslenskri sjálfs-
mynd sem lýsir sér í oflæti og
belgingi. Á sýningunni má jafn-
framt greina ádeilu á valdafíkn
og neyslugræðgi sem hér hefur
viðgengist í seinni tíð, samanber
mynd Jónu Hlífar af konu með
kórónu, opinmynntri og blárri í
kringum munninn. Ragnar í
Smára setti Bláa borðann, sér-
stakt vítamínsmjörlíki, á mark-
aðinn og í myndbandi Jónu Hífar
í Arinstofu sést hvar blámálaður,
uppvísandi þumall hjakkar í
Ljóma-smjörlíkispakka, sem
minnir á gullstöng, eins og til að
árétta að þarna sé ekki um smjör
að ræða og gullið tálsýn ein. Í
sameiginlegu verki þar sem gest-
um er boðið að rita „hugmyndir
fyrir nýja Ísland“ á smjörlík-
ispappír og henda í ruslakörfu –
gefa Hlynur og Jóna til kynna að
tal um nýjan samfélagssáttmála
sé fátt annað en innantóm slag-
orð, og að hugsjónir séu liðnar
undir lok í markaðs- og auglýs-
ingavæddum heimi (og listin er í
boði smjörlíkisgerðarinnar
Ljóma). Paródían heldur áfram í
stóru ljósmyndaverki Hlyns í
Ásmundarsal. Þar stendur m.a.
„við villumst ekki í Tókýó“ og
annað innantómt tal, og svipað
má segja um textasamsuðu sem
hann hefur úðað á vegg þar hjá.
Blái liturinn tengist vænt-
anlega einnig gagnrýni lista-
mannanna á markaðsöfl, kapít-
alisma og ekki síst
frjálshyggjuna. Með vísun í
Ragnar í Smára, og listaverka-
safn hans, í þessu samhengi
beinist gagnrýnin óhjákvæmi-
lega að honum, væntanlega sem
kapítalískum velunnara list-
arinnar. Tengsl listar og mark-
aðar er hins vegar gömul saga, og
hafa margir vildarmenn lagt
hönd á plóginn í þeim efnum –
það er því allt eins hægt að gefa
vestrænum nútíma á baukinn
sem og listasögunni allt aftur til
upphafs endurreisnartímans.
Hér fer lítið fyrir söknuði eftir
liðnum tíma (sakleysis og
smjörs?), heldur virðist innlend
menningarsaga (listaverkin úr
safni Ragnars og húsgögn frá 6.
áratugnum í sama sal) sömuleiðis
sitja föst í feni gervimennsku,
tilgangsleysis og merking-
arskorts. Og það er kannski til að
„kóróna“ hjómið að gagnrýni
sýningarinnar drukknar í þess-
um sama pytti.
Drýpur hvergi smjör?
Myndlist
Áfram með smjörlíkið!
bbbnn
Listasafn ASÍ
Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf Halldórs-
dóttir. Til 4. júlí 2010. Opið þri. til su.
kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. Anna Jóa