SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Page 6

SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Page 6
6 22. ágúst 2010 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræð- ingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir um- ræðuna um forvirkar rannsókn- arheimildir snúast að miklu leyti um traust. Lögreglan njóti mikils trausts hér á landi, sem hafi auk- ist eftir hrun, í samanburði við aðrar opinberar stofnanir. „Þess vegna eiga hugmyndir um forvirkar heimildir til handa lögreglu jafnvel meiri hljómgrunn hér en víða annars staðar. En þetta er vandmeðfarið. Hættan er að glata traustinu ef valdinu verð- ur misbeitt, að þetta verði háð geðþótta yfirvalda og grandalaus- ir borgarar verði fyrir áreitni yf- irvalda og þá jafnvel minni- hlutahópar frekar en aðrir,“ segir Helgi og nefnir þar sem dæmi út- lendinga og þá Íslendinga sem taldir eru hafa óæskilegar skoð- anir eða lífsstíl. „Þetta er spurning hversu langt við viljum ganga til að upp- ræta vanda sem við öll erum sam- mála um. Til þess þurfum við hugsanlega að fórna ýmsu sem við teljum grundvöll réttarrík- isins, frelsi og friðhelgi ein- staklingsins.“ Helgi gerði rannsókn fyrir um tíu árum, í samvinnu við Fé- lagsvísindastofnun, á afstöðu Ís- lendinga til þess hvort heimila ætti lögreglu að notast við óhefð- bundnar aðferðir, eins og for- virkar rannsóknarheimildir, í bar- áttu sinni við fíkniefni. Rannsóknin leiddi í ljós að mik- ill meirihluti Íslendinga var sam- þykkur óhefðbundnum aðferðum, s.s. eins og að nota tálbeitu og auka heimildir til húsleitar og hlerana. „Allt þetta var álitið rétt- lætanlegt af stórum meirihluta Ís- lendinga, vafalítið vegna þess að við treystum lögreglunni. Þetta er að sumu leyti spurning um hvort tilgangurinn helgi meðalið. Tilgangurinn er göfugur; að upp- ræta skipulagða glæpastarfsemi og hryðjuverk, en eigum við að heimila meðul sem geta gengið í berhögg við frelsi borgaranna? Samkvæmt mælingu minni mætti búast við því núna að Íslendingar væru tilbúnir til þess,“ segir Helgi og telur að það yrði fróðlegt að kanna afstöðu Íslendinga í dag. Hætta á að traust glatist verði valdinu misbeitt Afbrotafræði Helgi Gunn- laugsson, prófessor við HÍ. Morgunblaðið/Frikki S itt sýnist hverjum um hvort lög- regla eigi að fá auknar rannsókn- arheimildir til að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi og koma í veg fyrir afbrot. Ríkislögreglustjóri og fleiri innan lögreglunnar hafa á seinni árum kallað eftir því að fá þessar heim- ildir, í ljósi vaxandi glæpastarfsemi hér á landi sem teygt hefur anga sína um undir- heima Evrópu og víðar. Lögregluyfirvöld hafa vísað til þess að heimildirnar séu til staðar með einum eða öðrum hætti í vel- flestum nágrannaríkjum Íslands og vegna aukins alþjóðlegs samstarfs skorti lögregl- una hér á landi sömu tæki til að takast á við glæpi á borð við mansal, vændi, hryðjuverk og fíkniefnainnflutning. Er- lendir sérfræðingar hafa einnig talið nauð- synlegt að við embætti ríkislögreglustjóra sé starfandi nokkurs konar greiningar- þjónusta eða þjóðaröryggisdeild með for- virkar rannsóknarheimildir, en þær ganga aðallega út á að geta fylgst með og rann- sakað fólk án þess að endilega sé uppi vís- bending eða grunur um refsivert athæfi. Er þá m.a. átt við hleranir, eftirlit, skýrslutökur, húsleitir og aðra upplýs- ingaöflun. Að greiningarstarfið geti farið fram á öðrum tíma en í hefðbundinni rannsókn, þar sem meira er byggt á líkum á afbroti en grun. Í flestum tilvikum þyrfti þó að koma til úrskurður dómara, eins og varðandi hleranir og húsleitir. Andstæðingar forvirkra heimilda hafa hins vegar bent á að verið sé að brjóta á mannréttindum og friðhelgi einkalífs fólks og jafnframt sé hætta á að yfirvöld misnoti þessar heimildir í pólitískum tilgangi. Að rannsóknir verði háðar geðþóttaákvörð- unum. Rætt hefur verið um leyniþjónustu og njósnastarfsemi sem hæfi ekki litlu og friðsælu landi eins og Íslandi, en sam- kvæmt síðustu mælingu alþjóðlegrar frið- arvísitölu er aðeins eitt land í heiminum talið friðsamara. Einnig hefur verið spurt um hver eigi að hafa eftirlit með því eftir- litsstarfi lögreglu sem forvirkar heimildir hafa í för með sér. Eins og fram kom í vikunni hefur Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra falið rétt- arfarsnefnd að meta heimildir lögreglu til forvirkra rannsókna. Á nefndin að gera tillögur um nauðsynlegar breytingar á lögum í því skyni að markmið aðgerða- áætlunar gegn mansali, sem samþykkt var á Alþingi 2009, náist og lögreglan styrkist til þess að stemma stigu við skipulagðri glæpastarfsemi. Meðal atriða sem ráðherra hefur lagt áherslu á er að slíkar heimildir verði aðeins samþykktar undir ströngu eftirliti, allra mannréttinda verði gætt og hvort unnt sé að gera þetta innan núver- andi stofnanakerfis. Ekki stendur til að koma á fót nýrri stofnun en óhjákvæmi- lega mun löggæslukostnaður ríkisins aukast samt sem áður. Markús Sigurbjörnsson hæstaréttar- dómari er formaður réttarfarsnefndar en aðrir í henni eru Gunnlaugur Claessen hæstaréttardómari og Eiríkur Tómasson, Stefán Már Stefánsson og Viðar Már Matt- híasson, lagaprófessorar. Þeir hafa engan sérstakan tímaramma á að skila af sér, samkvæmt upplýsingum úr dómsmála- ráðuneytinu. Umdeilt í öllum flokkum Að fengnum tillögum nefndarinnar mun dómsmálaráðherra kynna þær fyrir ríkis- stjórnarflokkunum. Eigi að auka rann- sóknarheimildir lögreglu þarf að breyta lögum þannig að svo gæti jafnvel farið að frumvarp yrði lagt fram á Alþingi í vetur. Hætt er við að málið verði afar umdeilt en samkvæmt upplýsingum blaðsins eru skoðanir mjög skiptar innan flestra þing- flokka og alls óvíst að meirihluti fáist einu sinni innan stjórnarflokkanna. Mest mun andstaðan vera meðal Vinstri grænna og Hreyfingarinnar en í öðrum flokkum skiptast þingmenn meira í tvö horn. Einna mestur stuðningur virðist vera innan Sjálfstæðisflokksins en þar er jafnframt lögð áhersla á að stigið verði varlega til jarðar og allra mannréttinda gætt. Þing- flokkarnir vilja hins vegar fá fram tillögur réttarfarsnefndar áður en gefin er upp endanleg afstaða. Flestir eru þó sammála um að þessar starfsaðferðir lögreglu verði aldrei samþykktar nema strangt eftirlit verði haft með þeim og þá er ekki sama hver muni sinna því hlutverki. Sambærileg áform hafa áður komið til kasta Alþingis en forvirkar rannsóknar- heimildir voru mikið áhugamál Björns Bjarnasonar, fv. dómsmálaráðherra. Áform hans náðu ekki lengra en í drög að frumvarpi og fróðlegt verður að sjá hvern- ig núverandi dómsmálaráðherra verður ágengt í þessu umdeilda máli, þar sem vegast á grundvallarhagsmunir varðandi öryggi borgaranna og friðhelgi þeirra. Njósnastarfsemi talin nauðsynleg Hver á að hafa eftirlit með eftirliti lögreglu? Einn sakborninga í mansalsmálinu leiddur fyrir Héraðsdóm Reykjaness. Eitt þeirra mála sem flýttu fyrir áformum dómsmálaráðherra um auknar rannsóknarheimildir lögreglunnar. Vikuspegill Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fullvíst má telja að þær rann- sóknarheimildir sem norska ör- yggislögreglan, PST, hefur yfir að ráða hjálpuðu til við að þrír menn voru handteknir í Noregi og Þýskalandi í síðasta mánuði, grunaðir um aðild að undirbún- ingi hryðjuverka fyrir al-Qaeda- samtökin. Hér er einn þeirra leiddur fyrir dómara í Osló. Handtakan í Noregi

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.