SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Qupperneq 11

SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Qupperneq 11
22. ágúst 2010 11 L öngu áður en leikjatölv- urnar sem við þekkjum í dag komu á markað, höfðu gömlu góðu spilasalsleikirnir étið upp frítíma ungmenna og fullorðinna áhuga- manna. Leikir eins og Pac-Man, Space Invaders og Asteroids réðu lögum og lofum og voru meðal fyrstu leikjanna sem gerðir voru fyrir nýja kynslóð leikjatölva sem lítið fór fyrir og hægt var að tengja í sjónvarpið heima. Fyrsta leikjatölvan af þeirri gerð hét Magnavox Odyssey og var smíðuð af Ralph nokkrum Baer árið 1972. Á árunum sem á eftir komu voru nokkrar leikja- vélar settar á markað en úrval leikjanna var afar takmarkað og tölvurnar náðu ekki almennri út- breiðslu fyrr en 1980 þegar fyr- irtækið Atari setti á markað heimaútgáfu af Space Invaders. Það var síðan árið 1985 sem Nintendo kynnti Nintendo En- tertainment System til sögunnar í Bandaríkjunum og þá varð ekki aftur snúið. Með fyrstu vélunum fylgdu leikirnir Super Mario Brothers, sem sjálfir áttu uppruna sinn að rekja til stóru leikjakassanna, og Duck Hunt. Til að spila síðarnefnda leikinn þurfti sérstaka byssu sem einnig var nýlunda og fékkst í appelsínugulum lit hér heima. Helsti keppinautur Nintendo til langs tíma var fyrirtækið Sega sem árið 1990 setti á markað leikjatölvuna Mega Drive og skaut þar með Nintendo ref fyrir rass en Mega Drive-leikirnir komu á geisla- diskum sem gerðu framleiðendum kleift að gera leikina stærri og flottari. Hvor- ugt fyrirtækið var þó fyrst til að setja á markað svokallaðar fimmtu kynslóðar leikjatölvur, en með útgáfu þeirra voru tekin risastór skref í átt að betri grafík, myndgæðum og litum. Vinsælustu tölv- ur þessarar kynslóðar voru Saturn sem kom frá Sega, Nintendo 64 og PlaySta- tion sem kom Sony á kortið á leikjatölvumarkaðnum. Nýju tölvurnar buðu upp á áður óþekkta möguleika og grafíkin hafði aldrei verið betri. Nintendo þrjóskaðist þó við að gefa leikina út á geisladiskum og sögðu þá vera alltof viðkvæma fyrir rispum og hnjaski. Þetta breyttist þegar næsta kynslóð leikjatölva kom út í kringum 2000, þá setti Nin- tendo GameCube á markaðinn og leikirnir komu á 8 sm geisla- diskum. Nokkru fyrr hafði síðasta tölva Sega, Dreamcast, komið á markað, Sony gaf út PlayStation 2 og Microsoft-risinn var mættur til leiks með Xbox. Himinn og haf skilja þær leikja- tölvur að sem fyrst komu á markað og þær tölvur sem nú fást úti í búð. Áður en leikjavélarnar náðu almennri útbreiðslu var vinsælasti leikurinn Pong, en þar voru tvö strik sitt hvorum megin á skjánum færð upp og niður til að skoppa á milli bolta sem var aðeins hvítur díll. Í nýjustu afurð Nintendo, Wii, er hægt að spila golf á Spáni og láta tölvuna ná í veð- urupplýsingar fyrir golfvöllinn á netið þannig að aðstæður verði sem raunveru- legastar. Og með nýjasta skynjarabún- aðinum er eins gott að hafa sveifluna á hreinu. holmfridur@mbl.is Saga hlutanna Leikjatölvur Það er ekkert nýtt að fólk kíki í miðbæinn og geri sér glaðan dag í góðu veðri. Þessi skemmtilega mynd af ungum dreng í kúrekafötum var tekin sumarið 1979 á útimarkaði í Austurstræti. Drengurinn hef- ur líklegast ætlað að vera við öllu búinn svo vígalega klæddur en hefur nú sjálfsagt skipt um fatastíl í dag. maría@mbl.is Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Við öllu búinn Úr myndasafninu Michael Jackson dansar Við bjóðum upp í dans

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.