SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Síða 33

SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Síða 33
22. ágúst 2010 33 É g man ekki eftir fyrsta skóla- deginum en þó því að eftir að ég var nýbyrjuð þótti mér of- boðslega merkilegt að vera komin inn í þennan helgidóm,“ segir Margrét Örnólfsdóttir tónlistarkona um fyrstu grunnskólaminningarnar sínar. Hún hóf skólagönguna í Ísaksskóla fimm ára gömul. „Ég man líka eftir fyrstu skólatöskunni minni sem var rauð, klassísk leðurtaska, þunn og gamaldags. Ég var orðin læs þegar ég byrjaði en þurfti að lesa Litlu gulu hænuna eins og allir aðrir. Það var bókmenntaverk sem maður hafði vitað af lengi og mér fannst mikil upplifun að fara í gegnum það.“ Margréti fannst gaman í skólanum að eigin sögn. „Ég var hins vegar rosalega meðvituð og hrædd um að gera eitthvað rangt. Til dæmis man ég eftir einu skipti þegar ég var að klæða mig úr í fataheng- inu. Ég var í svona skotapilsi og áður en ég vissi af var ég búin að taka af mér pilsið og hengja það upp á snagann. Þeg- ar ég áttaði mig á því held ég að ég hafi misst úr hjartaslag. En það var enginn sem tók eftir þessu og ég var mjög fegin þegar ég uppgötvaði það.“ Fleiri atvik hafa tekið sér sess í minn- ingunni hjá Margréti. „Ég var leikara- barn og var því stundum fengin til að taka þátt í leiksýningum. Þegar ég var 7 ára var ég að leika í Þjóðleikhúsinu og hárið á mér hafði verið litað kolsvart fyr- ir sýninguna. Út af þessu fór ég með húfu í skólann þrjá daga í röð og neitaði að taka hana niður. Það var ekki fyrr en einhver í bekknum hafði séð leikritið og ljóstraði upp leyndarmálinu að ég féllst á að taka af mér húfuna. Þá var þetta auð- vitað ekkert mál enda fannst öllum krökkunum mjög spennandi að hafa leikara í bekknum.“ Bentu í fatahengi strákanna Margrét segist aðspurð hafa verið svolítið feimin sem krakki. „Ég held þó ekki að það hafi háð mér neitt. Mér fannst skól- inn sjálfur öruggt svæði innandyra en skólalóðin var aðeins meira ógnvekjandi og þar hafði maður meiri áhyggjur. Ég man hins vegar ekki eftir að hafa lent í einhverju sem ég réð ekki við.“ Eftir að Ísaksskóla lauk flutti Margrét sig yfir í Melaskóla, þá níu ára gömul. „Ég man mjög vel eftir fyrsta skóladeg- inum þar enda orðin miklu meðvitaðri um allt og alla en þegar ég var fimm ára. Ég var nýbúin að klippa mig alveg stutt og var í brúnum gallabuxum, gallajakka og svörtum klossum. Pabbi fór með mig í skólann og þegar hann spurði hvar fata- hengið væri bentu stelpurnar og sögðu að strákarnir væru þarna hinum megin. Þá fékk ég svipað hjartastopp eins og þegar skotapilsið átti í hlut og mig minn- ir að ég hafi ekki farið í brúna galladress- inu í skólann aftur.“ Ekki leið á löngu þar til Margrét fékk dálítinn skólaleiða. „Mér fannst þetta ekki alveg jafn metnaðarfullt og ég átti von á, var fljót að vinna verkefni og fannst ég ekki læra alveg nóg. Það var meðal annars ástæðan fyrir því að ég hætti í Melaskóla og fór út á Nes í 11 ára bekk þar sem ég var aðeins ánægðari. Ég held ég hafi verið svolítið snobbuð varð- andi skóla. Mér fannst Ísaksskóli til dæmis mjög merkilegur af því að pabbi hafði verið þar og föðursystur mínar og ég ímyndaði mér að þar fengju bara út- valdir að vera. Svo vildi ég endilega fara í Melaskóla jafnvel þótt Vesturbæjarskóli væri nær og skipti svo aftur um skóla þegar mér líkaði hann ekki, þótt ég þyrfti að taka strætó úr Vesturbænum út á Seltjarnarnes. Ég hafði mjög sterkar skoðanir á þessu og greinilega hefur það verið látið eftir mér að stýra því svolítið hvert ég færi. Ég á samt eiginlega bara góðar minningar úr skóla þótt ég þjáðist af skólaleiða, ég lærði bara að lifa með honum þar til ég kláraði stúdentinn. Enda skipti félagsskapurinn mestu – ef hann var í lagi þá var ég ánægð.“ Ásamt upprennandi og núverandi skólabörnum sínum; Hring sem byrjar í fyrsta bekk í vikunni, Helgu Finnborgu, sem fer í þriðja bekk og Snæbirni sem á nokkur ár í að verða námsmaður. Morgunblaðið/Ernir Með sterkar skoð- anir á skólanum Lestarhesturinn Margrét á fyrstu árum skólaferilsins. góða félaga. Vissulega var skólinn og leikvöllurinn stór en ég minnist þess ekki að hafa fallist hendur eða eitt- hvað svoleiðis vegna þess. Ég man bara eftir spennunni.“ Réttu græjurnar mikilvægar Og menn voru alveg með það á hreinu hvað skipti máli í skólanum, ef marka má Góa. „Ég man eftir því að mig langaði ótrúlega mikið í skóla- tösku sem var með svona járngrind utan um og var þeim eiginleikum gædd að það var hægt að festa leikfimistöskuna undir hana með ein- hverjum smellum. Þetta þótti mér gríðarlega flott og mig langaði í svona tösku lengi. Síðar eignaðist ég svona skólatösku og það var mikil gleði- stund á Þórsgötunni þegar ég fékk hana í hendur. Það skipti miklu að vera með réttu græjurnar, þótt maður væri bara sex ára.“ Skólagleði Góa hélst nokkuð óbreytt því yfirleitt hlakkaði hann til þess að skólinn byrjaði á haustin. „Þó var ákveðið tímabil sem var svolítið erfitt, þegar ég lenti í einelti. Þar voru eldri gaurar að gera sig gildandi gagn- vart mér sem var ekkert voðalega huggulegt. Þá örlaði á kvíðahnút á haustin en það bjargaði alveg mál- unum að ég átti alltaf mjög góða fé- laga og vini í bekknum.“ Góður bekkur og félagar skiptu sköpum fyrir Góa eftir að hann byrjaði í skólanum. Morgunblaðið/Eggert Morgunblaðið/Ómar t í m

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.