SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Síða 44

SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Síða 44
44 22. ágúst 2010 Í nýlegu viðtali við kanadísku tónlistarvefsíð- una Excalaim.ca sagði Brian Bell gítarleikari hljómsveitarinnar Weezer, að hann vonaðist til að hljómsveitin myndi halda upp á endur- útgáfu plötunnar Pinkerton sem kom árið 1996 með sérstöku tónleikaferðalagi, þar sem platan yrði leikin í heild sinni. Áttunda hljóðversplata sveitarinnar, Hurley, kemur út áttunda september næstkomandi og er fyrsta smáskífan af henni, „Memories“, nú fáanleg. Weezer kemur svo fram á Reading- og Leeds-tónleikahátíðunum síðar í þessum mánuði. Weezer á Pinkerton- tónleikaferðalag? Gítarleikari Weezer vill fá að spila plötuna Pinkerton í heild sinni. Fyrstu átta plötur Bobs Dylan verða endur- útgefnar í haust í einóm. Samkvæmt aðdáendasíðu Bobs Dylan, Isis, er væntanleg safnplatan Bootleg Series Vol. 9 frá tónlistarmanninum seinna í haust. Á henni verða 47 lög sem tekin voru upp á ár- unum 1962 og 1964. En upptökurnar eru oft kallaðar Witmark- og Leedsupptökurnar af aðdáendum Dylans eftir hljóðverunum í New York þar sem þær fóru fram. Að auki verða fyrstu átta plötur hans einn- ig endurútgefnar í einóm en hingað til hafa þær ekki verið fáanlegar þannig á geisla- disk. Samkvæmt fréttum verður notast við fyrstu útgáfur af vínyl-plötunum í einóm við vinnsluna á endurútgáfunum til að endur- skapa upprunalega hljóminn. Sjóræningjaútgáfa númer níu frá Dylan Talandi um austurhluta engla- borgarinnar er ekki úr vegi að kíkja á eina frambærilegustu plötu tónlistarmannsins og upptökustjórans Ry Cooder, sem hefur sungið þeim borg- arhluta óð endrum og eins á merkum og forvitnilegum ferli. Árið 1974 sendi gítarleikarinn magnaði frá sér plötuna Paradise and Lunch og var hún hans fjórða hljóðversplata. Það má segja að hún sé samsuða af öllum helstu tónlistarstefnum suðurríkja Bandaríkj- anna. Á henni eru djass-, deltablús-, kántrí-, trúar- og þjóðlög, sem öll eiga það sameiginlegt að í þeim sækir Cooder í gamla sagnahefð þessa tónlistarlega fjöl- breytta landshluta. Það mætti halda með því að blanda saman öllum þessum tón- listarstefnum að ákveðna heild- armynd væri ekki að heyra á plötunni. En það sem Cooder gerði svo listilega vel var að blanda saman lögum eftir tónlist- armenn eins og Bobby Womack, Burt Bacharach og Little Milton og láta þau hljóma eins og þeim hafi alltaf verið ætlað að enda saman á plötu. Virðist ekki skipta máli hvenær lögin voru skrifuð eða hvernig þau hafa verið spiluð áður, gítarleikur Co- oders sér til þess að þau flæða vel saman. Hvort það er Bobby Womack lagið „It’s All Over Now“ eða Hjálpræðisherssámurinn „Jesus on the Mainline“, þessi lög í búningi Cooders virka vel saman. Platan endar á slagaranum „Ditty Wah Ditty“ eftir Blind Blake, þar sem Cooder fékk til liðs við sig djassgoðsögnina Earl „Fatha“ Hines. Lagið er einfalt samspil kassagítars og píanós þar sem Cooder og Hines fara á kostum í skemmtilegri og deltablúsaðri útgáfu af þessum gamla „standard,“ sem stendur upp úr sem eitt af lögum plötunnar. Cooder hefur unnið með mörgu tón- listarfólki sem á rætur sínar að rekja til þjóðlegrar tónlistar og hefur hann sótt innblástur í tónlist frá öllum heims- hornum. Það gerði hann einnig á Para- dise and Lunch sem verður ávallt eitt af meistaraverkum þessa mikla gítarsnill- ings. Matthías Árni Ingimarsson Poppklassík Paradise and Lunch – Ry Cooder Tónlistarstefnur suðurríkjanna sameinaðar N afn rokksveitarinnar Los Lobos verður að eilífu samsamað rokk- smelli Ritchies Valens, „La Bamba“, en ábreiða þeirra á það ágæta lag er auðvitað ekki nema brotabrot af merkum ferli sveitarinnar, og hefur smell- urinn reyndar gefið ranglega til kynna að hér hafi verið á ferðinni „undur með einn smell“. Það er því gaman frá því að segja að Los Lobos var eitt athyglisverðasta band Banda- ríkjanna á níunda áratugnum, hafði lúrt að mestu neðanjarðar fram að La Bamba-æðinu og gefið út plötur sem urðu sífellt tilkomu- meiri í samsuðu á hinum fjölbreytilegustu stíl- um, allt frá rokki, „tex-mex“, sveita- og al- þýðutónlist, R & B, blús og þjóðlagatónlist frá Spáni og Mexíkó. Samhræringur þessarar sveitar á nefndum efnivið hefur verið fumlaus frá degi eitt, en fyrsta breiðskífan, Si Se Puede!, kom út 1976. T-Bone Burnett upptökustýrði svo EP-plötu árið 1983 en fyrsta breiðskífan fyrir stórt merki (Warner/Slash) kom síðan út 1984 og nefnist How Will The Wolf Survive. Platan þykir mikið meistaraverk, og auðheyranlegt að þarna fór hljómsveit sem var búin að spila sig sundur og saman í árafjöld. Los Lobos náði þó ekki að „slá í gegn“, fyrir utan vinsældir „La Bamba“, enda vart vilji til þess á bænum, meðlimir hreinlega of miklir tónlistarmenn til að láta ginnast af gylliboð- um. Plötur hafa svo komið út með nokkuð reglubundnu millibili, By the Light of the Moon (1987) var í poppaðra lagi og ári síðar sýndi sveitin rækilega fram á fjölkynngi sína með La Pistola y El Corazón, plata helguð Tej- ano/Mariachi-tónlist. Plöturnar hafa þannig búið yfir mismunandi áherslum, sumar í til- raunakenndara lagi, á öðrum er rokkað og svo er stundum stímt í blússandi þjóðlagagír. Los Lobos hefur alla tíð verið samfélagslega meðvitað band og þarf ekki mikið til, enda að- stæður í Austur-LA víða fremur bágar. Sósíal- ískir textarnir lýsa vangaveltum og vonum íbúanna sem það svæði byggja, sem eru flestir af mexíkóskum ættum. Tin Can Trust kom út í ágústbyrjun og hefur fengið frábæra dóma. Hér eru það reynslan, vinnusemin, hugsjónafesta og þolgæði sem borga sig, sömu meðlimir hafa verið um borð síðan 1984 og þegar á er hlýtt virðast taug- arnar til tónlistarinnar verða jafnþandar nú sem endranær. Úlfarnir frá LA Sómi Austur-LA, sverð þess og skjöldur, hljómsveitin Los Lobos, gaf nýverið út mikinn gæðagrip er nefnist Tin Can Trust Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Los Lobos, 2010. Reynsla, vinnusemi, hugsjónafesta og þolgæði. Þeir sem hlupu af sér hornin á níunda áratugnum ættu að þekkja lagið „La Bamba“ í flutn- ingi Los Lobos eins og bakhönd- ina á sér. Myndband með laginu var spilað linnulaust á sjón- varpsrásum en lagið er titillag samnefndrar myndar sem skartaði Lou Diamond Philips í burðarrullunni. Myndin segir af lífshlaupi Ritchie Valens, Mexíkó-Bandaríkjamanns sem átti drýgstan þátt í að rokkbylta samfélagi Mexíkóa í Bandaríkj- unum en Valens dó svo í flug- slysi ásamt Buddy Holly og „The Big Bopper“. Eðlilegt þótti því að Los Lob sæju um tónlistina, enda sporgöngumenn Valens. Klippa úr myndbandinu góða. La la bamba … Tónlist Ný plata er á leiðinni frá hljómsveitinni Blon- die og hefur henni verið gefið nafnið Panic Of Girls. Platan verður fyrst gefin út í Ástralíu þar sem hljómsveitin verður á tónleika- ferðalagi í lok árs. Kemur hún út í öðrum löndum snemma á næsta ári. Clem Burke, bassaleikari Blondie, sagði í samtali við tímaritið Billboard að hljómsvetitin hefði reynt að hafa upptökuferlið eins lífrænt og hægt var og reynt að komast hjá því að nota mikið af tölvum við upptökurnar. Ástralar fá fyrstir nýju Blondie-plötuna. Ný plata frá Blondie

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.