Morgunblaðið - 05.01.2010, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 5. J A N Ú A R 2 0 1 0
STOFNAÐ 1913
2. tölublað
98. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
Sérblað um
skóla og námskeið
fylgir Morgunblaðinu í dag
«SÓLSTAFIR
MUNU SPILA Á HÁTÍÐ
MEÐ IRON MAIDEN
«TÍSKAN 2010
Pönkaraskapur
og rifnar buxur
6
Eftir Ívar Pál Jónsson
ivarpall@mbl.is
ERLEND staða þjóðarbúsins er
sennilega hundruðum milljarða
króna lakari en tölur Seðlabankans
sýna. Tölur bankans yfir beina er-
lenda fjármunaeign Íslendinga inni-
fela að öllum líkindum eignir sem
komnar eru til gömlu bankanna,
Kaupþings og Glitnis, og eru því í
raun í eigu erlendra kröfuhafa.
Nýjustu tölur Seðlabankans um
erlenda fjármunaeign hljóða upp á
888 milljarða króna, en inni í þeirri
upphæð eru að öllum líkindum er-
lendar eignir Baugs, Bakkavarar,
Actavis, Promens og Eimskips, svo
dæmi séu tekin. Talan gefur til
kynna stöðuna í lok september á síð-
asta ári, en hún er ekki sundurliðuð.
Sundurliðað yfirlit yfir erlenda
fjármunaeign um næstsíðustu ára-
mót, 2008-9, er hins vegar að finna á
vef Seðlabankans. Þá var eignin
metin á 1.063 milljarða króna. Inni í
þessari upphæð voru t.a.m. eignir í
„textíl- og fataiðnaði“, „raftækjum
og tæknivörum“ og „verslun“. Leiða
má líkur að því að þessar erlendu
eignir, sem nema alls um 230 millj-
örðum króna, hafi að drjúgum hluta
verið í eigu Baugs. Sem kunnugt er
er Baugur gjaldþrota. Hafa ber þó
þann fyrirvara á þessum tölum að
Morgunblaðið hefur ekki nákvæma
sundurliðun undir höndum. Seðla-
bankinn sagðist ekki geta orðið við
beiðni blaðsins um birtingu talnanna
utan reglulegra birtingardaga.
Erlendar eignir ýktar?
Staða þjóðarbúsins er að líkindum hundruðum milljarða
króna verri en opinberar tölur Seðlabankans segja til um
Erlend eign ofmetin? | 13
SÓL og snjór hefur löngum farið vel saman og þá flykkist fólk gjarnan út til að leika sér á einn
eða annan hátt og svo var um pilta þessa sem æfðu sig í íshokkíi á Reykjavíkurtjörn í gær. Fólk
nýtur þess að hlaupa á skautum, renna sér á skíðum eða fara út að ganga á fögrum vetrardögum.
SÓLIN KYSSIR KIRKJUTURNINN
Morgunblaðið/Árni Sæberg
TÖLUVERÐ
samskipti voru
milli Fram-
sóknarflokksins
og Bændaflokks-
ins í A-Þýska-
landi á tímum
kalda stríðsins.
Bændaflokk-
urinn var að
nafninu til sjálfstæður stjórnmála-
flokkur, en starfaði í skjóli og
undir stjórn austurþýska komm-
únistaflokksins. Fulltrúi Fram-
sóknarflokksins sótti m.a. flokks-
þing Bændaflokksins í Berlín.
Þetta kemur fram í skjölum sem
Kjartan Ólafsson, fyrrverandi rit-
stjóri og alþingismaður, safnaði
saman í Berlín og afhenti Þjóð-
skjalasafni Íslands.
Verkalýðsfélög á Íslandi áttu í
formlegum samskiptum við
austurþýska kommúnistaflokkinn
eftir að herir Varsjárbandalags-
ríkjanna réðust inn í Tékkóslóv-
akíu 1968. Innrásin varð til þess
að Alþýðubandalagið markaði þá
stefnu að slíta öll formleg tengsl
við kommúnistaflokkana í A-
Evrópu. »4
Framsókn í samskiptum
við kommúnista í A-Berlín
ODDVITAR
flokkanna sem
eiga fulltrúa í
sveitarstjórn
Borgarbyggðar
ræddu síðdegis í
gær möguleika á
að endurvekja
samstjórn allra
flokka. Samræð-
urnar leiddu ekki til niðurstöðu,
að sögn Björns Bjarka Þorsteins-
sonar, forseta sveitarstjórnar, og
framhaldið er óljóst.
„Þjóðstjórn“ sprakk fyrir ára-
mót vegna ágreinings um leiðir
við sparnað í rekstri fræðslumála
þar sem meðal annars var rætt
um lokun Kleppjárnsreykjaskóla.
Björn Bjarki tekur fram að þrátt
fyrir ágreining séu málin rædd
áfram og stjórn sveitarfélagsins
haldist í sínum föstu skorðum á
meðan. »12
Reynt að endurvekja
„þjóðstjórn“ í Borgarbyggð
Ef rétt reynist, að bein erlend
fjármunaeign Íslendinga er
hundruðum milljarða minni en
opinberar tölur segja, þýðir það
að staða þjóðarbúsins er verri
sem því nemur.
Þetta þýðir að gjaldeyris-
tekjur af erlendum eignum
verða minni en ella sem eykur
aftur þrýsting á gengi íslensku
krónunnar. Lægra gengi krón-
unnar þýðir svo að erlendar
skuldir aukast, mældar í íslensk-
um krónum.
Þrýstingur á krónu
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÞAÐ sem ég vil segja um þetta mál
er að ég get bent á mitt atkvæði í
þinginu, þar sem ég greiddi atkvæði
með þjóðaratkvæðagreiðslu um
málið,“ segir Guðfríður Lilja Grét-
arsdóttir, þingflokksformaður
Vinstri grænna, sem telur það ekki
mundu verða banabita ríkisstjórn-
arinnar fari svo að Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, synji
Icesave-lögunum staðfestingar.
„Ég hef alltaf talið fráleitt að
binda líf ríkisstjórnarinnar við eina tiltekna niðurstöðu í
Icesave. Þetta er mál þjóðarinnar allrar. Ríkisstjórnin
hefur sjálf talað fyrir lýðræðisumbótum. Vinstrihreyf-
ingin – grænt framboð hefur ítrekað talað fyrir því að
fólk eigi að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir
Guðfríður Lilja, sem telur þá töf sem orðið hefur á því
að forsetinn taki afstöðu til laganna ekki hafa orðið til
að skaða hagsmuni Íslands erlendis.
Umræðan erlendis styður málstað Íslands
„Öll umræða um Ísland og Icesave og að þetta sé
okkur þungbært, sem það er, skaðar ekki málstað Ís-
lands heldur frekar hjálpar honum. Það dregur athygl-
ina að því hvað þetta er erfitt mál fyrir lítið land.“
Á ellefta tímanum í gærkvöldi höfðu ríflega 62.000
manns skorað á forsetann að synja lögunum staðfest-
ingar á vef Indefence-hópsins, tala sem hún telur að
„forseti sem og allir aðrir hljóti að íhuga alvarlega“.
Spurður hvaða afleiðingar það hefði ef forsetinn
synjaði lögunum staðfestingar segir Árni Þór Sigurðs-
son, flokksbróðir Guðfríðar Lilju og formaður utan-
ríkismálanefndar, að það mundi leiða til þess að „ný
staða væri komin upp í íslenskum stjórnmálum sem rík-
isstjórnarflokkarnir þyrftu að meta“.
„Stjórnmálalífið allt þyrfti að velta stöðunni fyrir sér
[...] vegna þess að þá er auðvitað að koma hér upp í ann-
að skipti álitamál um það hvaða vald forsetinn hefur
raunverulega samkvæmt stjórnarskránni.“
Spurður um hvaða afleiðingar það hefði fyrir stjórn-
arsamstarfið að forsetinn neitaði að undirrita lögin
kveðst Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylk-
ingarinnar, „ekki ætla út í neinar vangaveltur um það“.
„Mikilvægt sé að forsetinn taki af skarið.“
Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, segir í bloggi
að ríkisstjórnin hafi ekkert leyfi til að fara frá vegna
Icesave-málsins. Gert er ráð fyrir að Ólafur Ragnar
geri grein fyrir ákvörðun sinni á blaðamannafundi
klukkan 11 á Bessastöðum í dag. | 6
Synjun ekki
banabiti
stjórnvalda
Ólafur Ragnar
Grímsson