Morgunblaðið - 05.01.2010, Side 2

Morgunblaðið - 05.01.2010, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is ÞEIR voru brosmildir félagarnir Jón Berg Reynisson og Vilhelm Arason, á netabátnum Árna í Teigi, sem landaði þorskaflanum í Grindavíkurhöfn í gær. Afla- brögðin voru hins vegar dræm líkt og myndin ber með sér og er það í takt við það sem verið hefur undanfarið að sögn Sverris Vilbergssonar, hafnarstjóra í Grinda- vík. Segir Sverrir netabáta hafa verið að ná einu til tveimur tonnum af ufsa og þorski í róðri og litla línu- báta allt að fimm tonnum af löngu. Þorskurinn er nú sá fiskur sem menn bíða eftir, enda fæst gott verð fyrir hann á mörkuðum um þessar mundir. „Þeir slá ekki hendinni á móti þorskinum,“ seg- ir Sverrir. Lítið af þorski hafi hins vegar verið í sjónum utan við Grindavík, þó að hann sé ekki frá því að ein- hver breyting hafi orðið þar á síðustu daga. „Við erum farnir að verða varir við þorsk og ýsu sem varla hefur sést. Verðum við ekki að segja að það sé betri tíð í vændum?“ Bátsverjarnir á Árna í Teigi eru að minnsta kosti bjartsýnir, jafnvel þó að róðrarnir milli jóla og nýárs hafi gefið lítið af sér. „Þorskurinn er ekki byrjaður, en það fer að koma mokið,“ segir Jón Berg. „Það er nefni- lega nóg af fiski í sjónum. Það vantar bara að auka við kvótana og bjarga þjóðarbúinu.“ Lítil sjósókn yfir hátíðarnar Fáir bátar voru á sjó yfir jólahátíðina þrátt fyrir miklar stillur. Samkvæmt upplýsingum frá Vaktstöð siglinga var einungis eitt skip á sjó á nýársdag, en auk þess var sjó- sókn lítil milli jóla og nýárs. Menn virðast hins vegar hafa flykkst út eftir áramótafögnuðinn, því í gær voru 230 skip á sjó víðs vegar umhverfis landið og voru 212 þeirra íslensk. Strekkingsvindur hafði áhrif á sjósókn út undan Norðausturlandi og á Austfjörðum og voru flest skipin því á Breiðafirði, Faxaflóa og út með Vestfjörð- unum. Nóg til af fiski til að bjarga þjóðarbúinu  230 skip á veiðum í gær  Eitt skip á sjó á nýársdag Morgunblaðið/RAX Aflinn Gott verð fæst fyrir þorskinn, sem skipverjarnir á Árna í Teigi eru bjartsýnir á að fari að láta sjá sig. GREIÐSLUSTOFA Vinnumála- stofnunar greiddi tæplega 23,9 millj- arða króna í atvinnuleysisbætur á síðasta ári. Er þetta langhæsta upp- hæð sem greidd hefur verið í at- vinnuleysisbætur á einu ári til þessa. Enn er eftir að greiða út bætur fyrir síðasta ár, en að sögn Líneyjar Árnadóttur, framkvæmdastjóra Greiðslustofu, mun upphæðin ekki hækka umtalsvert. Á gamlársdag greiddi Vinnumála- stofnun tæplega 1,7 milljarða króna í atvinnuleysistryggingar fyrir tíma- bilið 20. nóvember til 19. desember. Greitt var til tæplega 15 þúsund ein- staklinga. Heildargreiðslur fyrir nóvember námu 2.012.489.544 kr. og var þá greitt til 14.866 einstaklinga. Í gær kom upp villa í birtingu greiðsluseðla á netinu og olli það vandræðum. Um leið og búið er að greina vandamálið og lagfæra bil- unina verða skilaboð þess efnis birt á vefsíðu Vinnumálastofnunar. Í gær voru 16.340 einstaklingar skráðir án atvinnu hjá Vinnu- málastofnun. sisi@mbl.is Tæpir 24 millj- arðar í bætur Langhæsta upphæð atvinnuleysisbóta Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bætur Atvinnuleysi er mjög mikið í byggingariðnaðinum. TÍÐARFAR var hagstætt í desem- ber og óvenjuhlýtt var á landinu 11. og 12. Nýtt hámarksdagsmet fyrir landið var sett 12. desember er hiti komst í 15,1 stig á sjálfvirku stöð- inni á Skjaldþingsstöðum, eldra há- mark þennan dag var 14,5 stig. Dagsmet voru sett í Reykjavík 11. og 12. er hitinn fór í 11 og 11,5 stig. Dægurhámarksmet af þessu tagi eru sett að meðaltali 2 til 4 sinnum á ári hverju í Reykjavík, en 4-7 sinnum á landinu í heild. Úrkomusamt var norðanlands en lengst af var úrkoma lítil sunnan- lands og vestan. Kalt var fyrsta dag mánaðarins en síðan var óvenju hlýtt í veðri fram til þess 18. Það sem eftir lifði mánaðarins ein- kenndist af kulda og stillum. Þó var illviðri og snjóflóðahætta um norð- vestanvert landið á aðfangadag. Foktjón varð austanlands og í Vest- mannaeyjum dagana 19. og 20. Hæsti hiti í mánuðinum mældist 15,5 stig á Siglufirði hinn 11. Í byggð mældist lægsti hiti 28. dag mánaðarins við Mývatn, mínus 24,0 stig. Dagsmet í desember Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HAFRANNSÓKNASKIPIN Árni Friðriksson RE 200 og Bjarni Sæ- mundsson RE 30 halda bæði til loðnu- leitar klukkan 14 í dag. Engin fiski- skip taka þátt í loðnuleitinni að þessu sinni eins og þau hafa oft gert. Í stað- inn kosta útvegsmenn uppsjávar- veiðiskipa loðnuleit Bjarna Sæ- mundssonar RE. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofn- unarinnar, sagði að þeir hefðu reikn- að með að einhver fiskiskip kæmu með stofnuninni í loðnuleit. Þetta væri þó ekki verri kostur, því annars hefði Bjarni Sæmundsson RE legið í höfn. „Þetta er ný vídd í þessari sam- vinnu sem hefur skapast í kringum leitina,“ sagði Þorsteinn. Árni Friðriksson RE verður við loðnuleitina eins og þörf krefur að mati Hafrannsóknastofnunarinnar. Reiknað er með að Bjarni Sæmunds- son RE verði í viku til tíu daga í loðnu- leitinni. Ákveðið hefur verið að Árni Friðriksson RE byrji loðnuleitina við Suðausturland og haldi síðan norður með Austurlandi og svo vestur með Norðurlandi. Bjarni Sæmundsson RE fer vestur fyrir land og síðan austur með Norðurlandi þar til skipin mætast. Mikill ís er úti fyrir Vest- fjörðum og óvíst hve mikið verður hægt að athafna sig þar við loðnuleit- ina. Árni Friðriksson RE var við loðnu- mælingar milli Íslands og Grænlands og í Íslandshafi í nóvember og desem- ber sl. Lítið mældist af loðnu í leið- angrinum. „Þetta er í röð verstu ára,“ sagði Þorsteinn um niðurstöður loðnumælinganna í fyrra. „Þetta er búið að vera slæmt síðustu árin á þessum árstíma.“ Ellefu útgerðir kosta loðnuleit Ellefu útgerðir uppsjávarveiði- skipa innan Landssambands ís- lenskra útvegsmanna (LÍÚ) munu kosta loðnuleit Bjarna Sæmundsson- ar RE að þessu sinni. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, sagði að útgerðir uppsjávarskipa hefðu tekið þátt í loðnuleit undanfarin ár. Þessi hópur hefði hingað til yfirleitt kostað fiski- skip til fiskileitar. „Það var lagt upp með það fyrir jólin að fara þannig að en síðan var Bjarni [Sæmundsson RE] á lausu svo það þótti hentugast að kosta hann til leitar,“ sagði Frið- rik. Hann sagði að útgerðir uppsjávar- veiðiskipa hefðu stundað fiskileit, sér- staklega loðnuleit, sleitulaust frá árinu 2004. Yfirleitt hefðu fiskiskip, eitt eða fleiri, stundað loðnuleitina í samvinnu við hafrannsóknaskipin og Hafrannsóknastofnunina. Friðrik taldi víst að útgerðarmenn hefðu áður tekið á sig kostnað af út- gerð hafrannsóknaskips til fiskileitar. Fyrirkomulagið á leit Bjarna Sæ- mundssonar nú væri því ekki algjör nýlunda. Friðrik sagði að útgerðir uppsjáv- arveiðiskipanna væru búnar að leggja hundruð milljóna í loðnu- og síldar- rannsóknir á undanförnum árum. Einnig tóku þær þátt í makrílrann- sóknum. Útgerðirnar greiða kostnað við fiskileitina í hlutfalli við aflahlut- deild sína í viðkomandi fisktegund. Útgerðin kost- ar loðnuleit Bjarna Sæm. Hafrannsóknaskip hefja loðnuleit í dag Rólegt var yfir gulldepluveið- unum í gær. Sjö skip voru þá komin á miðin djúpt suður af Reykjanesi: Sighvatur Bjarna- son VE, Álsey VE, Ísleifur VE, Bjarni Ólafsson AK, Ingunn AK, Faxi RE og Hoffell SU. Ólafur Einarsson, skipstjóri á Álsey taldi útlitið frekar dapur- legt. Skipin sem voru á miðun- um í fyrradag hefðu bara leitað og enginn kastað. Þau köstuðu í gær en enginn var farinn að hífa um kvöldmatarleytið. Guðmundur VE og Aðalsteinn Jónsson SU eru komnir á kol- munnamiðin sunnan við Fær- eyjar. Rólegt í gulldeplu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.