Morgunblaðið - 05.01.2010, Page 4

Morgunblaðið - 05.01.2010, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010 fyrst og fremst ódýr kr. kg489 ÍM kjúkling abitar Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Talsverð samskipti voru milli verkalýðshreyfingar- innar á Íslandi og Kommúnistaflokksins í A- Þýskalandi bæði fyrir og eftir að herir Varsjár- bandalagsins réðust inn í Tékkóslóvakíu 1968. Framsóknarflokkurinn átti einnig töluverð sam- skipti við Bændaflokkinn í A-Þýskalandi. Þá þáðu frammámenn í öllum flokkum boð um að taka þátt í Eystrasaltsviku sem voru eins konar skemmtiferð- ir á vegum austurblokkarinnar. Þetta kemur fram í skjölum sem Kjartan Ólafs- son, fyrrverandi ritstjóri og alþingismaður Alþýðu- bandalagsins, aflaði í Berlín, en hann hefur afhent þau Þjóðskjalasafninu. Skjölin voru gerð opinber núna um áramótin. Kjartan sagði að þessi skjöl væru ekki bara um formleg samskipti a-þýska kommúnistaflokksins við Sósíalistaflokk Íslands. „Ég leitaðist við að fá í hendur allt sem var til um samskipti valdaflokksins í A-Berlín við íslenska flokka og eftir atvikum fé- lagasamtök og einstaklinga.“ Töluverð samskipti við Framsóknarflokk Þó að a-þýski kommúnistaflokkurinn hafi stjórn- að öllu í A-Þýskalandi þá voru þar einnig „starf- andi“ fleiri flokkar. Þetta voru gerviflokkar sem störfuðu í skjóli kommúnistaflokksins. Einn þess- ara gerviflokka var Bændaflokkurinn, en hann átti í talsverðum samskiptum við Framsóknarflokkinn. Kjartan sagði að það hefði komið sér á óvart hvað samskipti Framsóknarflokksins við þennan a- þýska flokk voru mikil. Framsóknarmenn sendu t.d. fulltrúa sinn á flokksþing Bændaflokksins í A- Berlín. „Íslensku verkalýðsfélögin voru einnig á kafi í þessu, líka eftir að Alþýðubandalagið hafði markað þá stefnu að hafa engin flokksleg samskipti við valdaflokka þeirra ríkja sem höfðu tekið þátt í inn- rásinni í Tékkóslóvakíu 1968. Þeirri stefnu var aldrei haggað af okkar hálfu, en þetta náði auðvitað aðeins til flokkslegra samskipta. Við gátum ekki sett bann á einhverja einstaka menn sem voru í flokknum, að ég ekki tali um verkalýðsfélögin.“ Fyrir 1968 voru haldnar svokallaðar Eystra- saltsvikur með boðsgestum frá Skandinavíu og ná- lægum löndum. Bandaríkjamenn buðu á sama tíma fólki heim til sín. Þetta voru skemmtiferðir en jafn- framt hugsaðar til að kaupa sér velvild þeirra sem þáðu ferðina. Sósíalistaflokkurinn sendi menn á Eystrasaltsvikuna, en Alþýðubandalagið gerði það ekki. Kjartan sagði að einstakir félagsmenn í Al- þýðubandalaginu hefðu hins vegar þegið boð um þessar skemmtiferðir eftir 1968. Hann sagðist sjálfur hafa verið óánægður með þetta á sínum tíma. „Í hópi þeirra sem eru að mæta á fundi og ráðstefnur í kringum þessa Eystrasaltsviku voru líka menn úr Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- flokknum, að ég tali nú ekki um Framsókn- arflokknum.“ Kjartan sagðist ekki vilja nefna nein nöfn í þessu sambandi en þarna hefðu t.d. mætt einn þingmað- ur Sjálfstæðisflokks og forystumaður í verkalýðs- armi Sjálfstæðisflokksins. Mikill meirihluti gest- anna hefði þó verið af vinstrikanti stjórnmálanna. Íslenskir námsmenn stunduðu nám í A-Berlín á árunum 1954-1968, m.a. fyrir milligöngu Sósíal- istaflokksins. Kjartan sagði að í skjölunum kæmi einnig fram Alþýðusamband Íslands hefði átt frumkvæði að því að senda menn til náms í Berlín. „Bæði sovéski kommúnistaflokkurinn og valda- flokkurinn í A-Berlín voru með margvíslega við- leitni til að fá Alþýðubandalagið til að taka upp samskipti með svipuðum hætti og var hjá Sósíal- istaflokknum. Í þessum skjölum sér maður ým- islegt fróðlegt um þessar tilraunir.“ Samskipti við verkalýðs- félög héldu áfram eftir 1968 Skjöl sem Kjartan Ólafsson safnaði í Berlín opnuð almenningi á Þjóðskjalasafni Alþingi Kjartan Ólafsson (til vinstri á myndinni) sat á þingi 1978-79. Með honum á myndinni eru þing- mennirnir Jón Helgason og Pálmi Jónsson. Kjartan var lengi ritstjóri Þjóðviljans. Kjartan Ólafsson var framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins á árunum 1962-1968. Flokkurinn var í beinum samskiptum við kommúnistaflokkana í Þýskalandi og Sovétríkj- unum. Sósíalistaflokkurinn var lagður niður árið 1968 þegar Alþýðubandlagið var gert að formlegum stjórnmálaflokki. Sama ár réðust ríki Varsjárbandalagsins inn í Tékkóslóvakíu. Alþýðubandalagið tók þá ákvörðun um að slíta öll tengsl við kommúnistaflokkana í A-Evrópu. Kjartan sagðist vita að samskipti íslenskra vinstrimanna hefðu verið mest við komm- únistaflokkanna í Þýskalandi og Moskvu. Hann sagðist vita að „feitustu bitana væri líklega að fá í Moskvu“. Þar hefðu sagnfræðingar leitað að gögnum í skjalasöfnum og kannski ekki að vænta að margt merkilegt væri þar ófundið. Kjartan fór til Berlínar haustið 2008 og safnaði þá tæplega 500 skjölum sem hann hefur afhent Þjóðskjalasafninu í rafrænu formi. Til viðbótar eru nokkur skjöl á pappír. Í samningi sem Kjartan gerði við Þjóð- skjalasafn kemur fram að starfsmönnum safnsins ber að benda þeim sem vilja skoða skjölin á önnur skjöl sem til eru í safninu um samskipti við þýska kommúnistaflokkinn. Afhenti Þjóðskjalasafni um 500 skjöl á rafrænu formi Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ÞRÍR bátar fá leyfi til veiða á sæbjúgum á aðal veiði- svæðinu, við vestan- og norðvestanvert landið. Útgerðar- maður skipsins sem lengst hefur stundað þessar veiðar og fundið flest miðin, óttast að sóknin verði of mikil og ekki verði nægur afli til að halda vinnslu allt árið. Einn bátur hefur stundað veiðar í nokkur ár og haft leyfi til veiða fyrir mestöllu landinu, samkvæmt tilrauna- veiðileyfi. Allra síðustu árin hefur ásóknin aukist og nú er samkeppni um bestu veiðisvæðin. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út sérstaka reglugerð um þessar veiðar. Þar er landinu skipt í þrjú veiðisvæði. Svæði A nær frá Reykjanesvita norður fyrir Vestfirði og að Skagatá, svæði B nær þaðan og að Glettinganesi á Austfjörðum og svæði C er fyrir suðurhluta Austfjarða og Suðurlandi. Einungis skal gefa út þrjú veiðileyfi á hverju veiði- svæði. Búast má við að ásókn verði aðallega í þau þrjú leyfi sem gefin verða út fyrir svæði A. Þar eru flest þau veiði- svæði sem fundist hafa. Skipstjórinn á Hannesi Andrés- syni SH frá Grundarfirði hefur fundið flest svæðin og stundað veiðarnar lengst. Reykkofinn Grundarfirði ehf. gerir skipið út og vinn- ur aflann og selur á Asíumarkaði. Kári Pétur Ólafsson framkvæmdastjóri segir að veiðisvæðin séu á litlum af- mörkuðum blettum. Full glannalegt sé að leyfa þremur bátum að sækja á þau. Hann óttast að aflinn nægi ekki fyrir þessa þrjá báta og því verði ekki hægt að keyra vinnsluna í Grundarfirði allt árið. Fiskistofa hefur auglýst eftir umsóknum um veiðileyfi samkvæmt reglugerðinni en núverandi tilraunaveiði- leyfi falla úr gildi þegar nýju reglurnar koma til fram- kvæmda. Við úthlutun veiðisvæða eiga þau skip að hafa forgang sem mest hafa stundað sæbjúgnaveiðar síðustu þrjú árin. Óttast of mikla sókn Afurðir Þurrkuð sæbjúgu tilbúin til útflutnings. Þrír bátar fá leyfi til að veiða sæbjúgu á hverju veiðisvæði SLITASTJÓRN Kaupþings reikn- ar með að á bilinu 27 til 29 þúsund kröfur hafi borist í þrotabú bank- ans, frá alls 111 löndum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var út gær. Frestur til að lýsa kröfum í þrotabúið rann út 30. desember síðastliðinn. Starfs- menn slitastjórnar munu vinna að skráningu á öllum kröfum sem bárust þar til kröfuskráin er reiðubúin í heild sinni, en sam- kvæmt tilkynningu slitastjórnar verður skráin birt kröfuhöfum á lokuðu vefsvæði þann 22. janúar næstkomandi. Kröfuhafafundur verður jafnframt haldinn 29. jan- úar, en þá mun slitastjórn kynna afstöðu sína til krafna að svo miklu leyti sem þeirri vinnu er lokið. Í tilfelli Landsbankans og Glitnis hafði ekki verið tekin afstaða til nema lítils hluta krafna á fyrsta kröfuhafafundi eftir birtingu kröfuskrár. Ekki er ástæða til að ætla annars en að hið sama verði upp á teningnum í tilfelli Kaup- þings. Hæsta krafan 200 milljarðar Tugir manna hafa unnið að mót- töku og skráningu krafna hjá slit- astjórn Kaupþings. Hæsta krafan sem hafði verið skráð í gær nam 200 milljörðum króna. Flestar kröfur bárust frá Þýskalandi, en Kaupþing sótti talsvert af sinni fjármögnun til þýskra banka. Um er að ræða talsvert fleiri kröfur en í tilfelli Landsbankans og Glitnis, enda var Kaupþing mun stærri banki. Í þrotabú Lands- bankans bárust alls 11.950 kröfur, en þar af voru forgangskröfur um það bil fjórðungur. Í þrotabú Glitnis var lýst 8.685 kröfum. Kröfur á þriðja tug- þúsunda Kröfuskrá Kaup- þings brátt tilbúin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.