Morgunblaðið - 05.01.2010, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 05.01.2010, Qupperneq 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÚTLIT er fyrir að pyngjan muni léttast hjá bifreiðaeigendum á árinu, sérstaklega hjá þeim sem þurfa að aka lengri vegalengdir. Þannig má ætla að lítraverð á 95 oktana bensíni og díselolíu verði um og yfir 200 krónur í afgreiðslu þeg- ar auknar álögur ríkisins koma inn í verðið með nýjum birgðum. Eins og rakið er á kortinu hér til hliðar eru hækkanirnar þrískiptar í bensíninu þar sem almennt vöru- gjald hækkar og hærri virðisauka- skattur leggst á það og sérstaka vörugjaldið, ásamt því sem kolefnis- gjald leggst á hvern seldan lítra. Hækkunin er einfaldari í dísel- olíunni en þar hækkar olíugjaldið á meðan sérstaka vörugjaldið er óbreytt en hærri virðisaukaskattur leggst ofan á hvort tveggja, að við- bættu kolefnisgjaldinu. Við þetta bætist að búist er við að heimsmarkaðsverð á olíu verði á bilinu 75-80 dalir tunnan á árinu, eða á svipuðu reiki og verið hefur. Hækkar heimsmarkaðsverðið? Það gæti þó breyst og verðið hækkað ef gengi Bandaríkjadals helst lágt og fjárfestar leita í olíuna, að sögn Magnúsar Ásgeirssonar, innkaupastjóra hjá N1. Eins og reynsla síðustu ára vitn- ar um hefur mörgum reynst hált á svelli olíuverðsspádóma en rifja má upp að verðið fór í rúma 147 dali tunnan í júlí 2008 en hrapaði svo niður í tæpa 50 dali tunnan í kjölfar bankahrunsins. Verðið hefur síðan hækkað hægt og sígandi frá því í fyrrahaust í um 80 dali tunnan nú. Fari svo að olíuverðið hækki er einsýnt að verð á bensíni og dísel- olíu muni fara yfir 200 krónur í sjálfsafgreiðslu og hækka svo jafn- vel enn meira ef olíutunnan klifrar yfir 100 dali á ný. Reynist sú svarta spá myndi það leiða til almennra verðhækkana og þrýsta á verð- bólguhækkun, enda yrðu vöruflutn- ingar dýrari. Sú óheillaþróun myndi ganga enn frekar á kaupmátt almennings. Tæpir þrír milljarðar á ári Hækkanirnar sem hér um ræðir munu skila ríkissjóði um 2.740 millj- ónum króna í aukatekjur, að því gefnu að bensínnotkunin verði um 210 milljónir lítra á árinu og notkun á díselolíu til almennrar neyslu um 170 milljónir lítra og notkun litaðrar olíu um 60 milljónir lítra á árinu. Til samanburðar var bensínnotk- unin á þensluárinu 2007 215 millj- ónir lítra og samtals 221 milljón lítrar í báðum flokkum díselolíunn- ar, að sögn Magnúsar sem telur óhætt að miðað við áðurnefndar töl- ur. Til að setja áðurnefnda upphæð, 2.740 milljónir króna, í samhengi áætlaði Kristján Möller samgöngu- ráðherra í maímánuði 2008 að kostnaðurinn við lagningu Sunda- brautar myndi hlaupa á bilinu 30 til 40 milljörðum króna eftir því hvaða leið yrði valin og að teknu tilliti til þeirra ytri efnahagsskilyrða sem þá voru uppi. Sé 30 milljörðum deilt í auknar tekjur ríkissjóðs af eldsneyti kemur í ljós að þær gætu greitt fyrir ódýr- ari kostinn við lagningu Sunda- brautar á 11 árum en fyrir dýrari kostinn, um 40 milljarða króna, á 15 árum. 75% hækkun frá ágúst 2005 Til að setja eldsneytisverðið sem nú stefnir í, þegar auknar álögur leggjast á nýjar birgðir, í annað samhengi kostaði díselolía og bens- ín 163,8 krónur og 164,9 krónur hjá N1 í maí á síðasta ári. Miðað við að díselolían sé að hækka í 193,12 krónur á lítra nemur hækkunin tæpum 18%. Í ágúst 2005 kostaði dísellítri 110 kr. hjá Orkunni í sjálfsafgreiðslu og var því 75% ódýrara en útlit er fyrir nú. Auknar álögur á eldsneyti frá og með áramótum gætu greitt fyrir Sundabraut á 11 árum Olían hækkar með nýjum birgðum Verðbreytingar á eldsneyti um áramótin 95 okt. bensín - lítraverð Dísilolía - lítraverð 31. desember 2009 1. janúar 2010 Sjálfs- afgr. Afgr. Sjálfs- afgr. Afgr. Sjálfs- afgr. Afgr. Sjálfs- afgr. Afgr. 31. desember 2009 1. janúar 2010 Vörugjald: 20,44 kr. VSKávörugjald: 5,01 kr. VSK: 24,5% Sérst.vörugj.: 37,07 kr. VSKásérst.vörugj.: 9,08 kr. Innkaupsverð,álagningo.fl. Gjöld ríkisins: 188,2 kr. 193,2 kr. Vörugjald: 22,94 kr. VSKávörugjald: 5,86 kr. VSK: 25,5% Sérst.vörugj.: 37,07 kr. VSKásérst.vörugj.: 9,45 kr. Innkaupsverð,álagningo.fl. Gjöld ríkisins: Kolefnisgjald: 2,6 kr. VSKákolefnisgjald: 0,663 kr. Samt.: 71,6 kr. Samt.: 78,58 kr. Mismunur: 6,983 kr.* 195,2 kr. 200,2 kr. Olíugjald: 51,12 kr. VSKáolíugjald: 12,52 kr. VSK: 24,5% Innkaupsverð,álagningo.fl. Gjöld ríkisins: Olíugjald: 52,77 kr. VSKávörugjald: 13,46 kr. VSK: 25,5% Innkaupsverð,álagningo.fl. Kolefnisgjald: 2,9 kr. VSKákolefnisgjald: 0,73 kr. Samt.: 63,64 kr. Samt.: 69,86 kr. Mismunur: 6,22 kr.** 186,9 kr. 191,9 kr. Gjöld ríkisins: 193,12 kr. 198,12 kr. * Árið 2008 seldust 210 milljónir lítra af bensíni. Aukagjöld ríkisins, 6,983 kr. á lítra, væru því samtals: 1.466,43 milljónir króna. ** Árið 2008 seldust 170 milljónir lítra af dísilolíu. Aukagjöld ríkisins, 6,22 kr. á lítra, væru því samtals: 1.057,4 milljónir króna. Árið 2008 seldust 60 milljónir lítra af litaðri dísilolíu. (Lituð olía er undanþegin olíugjaldi en ber kolefnisgjald.) Aukagjöld ríkisins, 3,63 kr. á lítra, væru því samtals: 217,8 milljónir króna. Miðað við svipaða sölu aukast tekjur ríkissjóðs því um2.741,63milljónir króna á ári. Miðað er við algengt verð Miðað er við algengt verð Hærri gjöld á eldsneyti þýða að verð á bensíni og díselolíu er farið að nálgast 200 krónur í sjálfsafgreiðslu. Hækki olíuverð á heimsmarkaði mun verðið rjúfa 200 króna múrinn á lítr- ann. www.noatun.is FISKIBUFF FISKIBOLLUR PLOKKFISKUR KR./KG 898 Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl OG GOTT! FLJÓTLEGT MORGUNVE RÐURGÓÐ UR CHEERIOS 397 G 399 KR./PK. TILDA BASMATI BRÚN HRÍSGRJÓN SUÐUPOKAR 289KR./PK MYLLAN RÚGBRAUÐSKUBBUR 229 KR./STK. Ódýrt og gott í Nóatúni ÍM FERSKUR KJÚKLINGUR KR./KG698 798 F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI ERSKIR Í FISKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.